Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 11
Pablo Picasso var einn af fyrstu stuön- ingsmönnum Amn- esty International. Hann teiknaöi þessa mynd fyrir samtök- in. Skoðanafangi horfir út um rimla fangaklefans til fuglsins sem flýgur frjáls leiöar sinnar. Tjáninga- frelsi í fjötrum <M(yn noi .Gleymdi fanginn' ógnvekjandi, skelfilegur vitnisburöur um fáfræði og grimmd þeirrar skepnu sem veröur oft vegna illvirkja sinna aumkunar- verðust og fyrirlitlegust allra lífvera sem jöröina byggja. Og hér skal einnig á þaö minnt, sem oft gleymist þegar rætt er um píslarvætti, hve fjölmennur sá hópur er sem fetar veg hinnar aumustu mannlegrar niöurlægingar meö því aö gerast hand- bendi kúgara í beitingu píslartækja og morðtóla gegn varnarlausum meöbræör- um sínum. Hiö ömurlega hlutskipti þeirra er e.t.v. aumkunarveröara en allt annaö. Þegar þetta er ritað, liggur ársskýrsla Amnesty International 1980 á skrifborði mínu. Þar er m.a. frá því greint, aö á starfsárinu hafi Amnesty borist sannanir fyrir mannréttindabrotum í mörgum lönd- um. Hvert land fær sinn eigin kapítula í þessari bók. Þar er nákvæmlega greint frá brotum gegn þeim ákvæöum Mannrétt- indaskrár Sameinuöu þjóöanna, sem Amn- esty hefur einkum miðað starf sitt viö. Brotin eru misjafnlega gróf, allt frá pynting- um á föngum upp í hópmorö á börnum — og þar á milli hver djöfulleg forsmánin annarri andstyggilegri. Allt er þetta rökst- utt meö nöfnum, dagsetningum, tölum um fjölda píslarvotta, þar sem þær var unnt aö fá meö sannindum. Á ferli sínum hefur Amnesty unniö til almennrar viöurkenn- ingar á, aö skýrslur samtakanna séu reistar á mjög traustum grunni. En hve mörg skyldu þau nú vera ríkin á þessari forsmánarskrá? Þaö er dapurlegt, en satt, aö á skránni eru nöfn 110 þjóðríkja. En innan vébanda Sameinuöu þjóöanna, þar sem Mannréttindayfirlýsingin blaktir viö hún, eru ríkin alls 154. Þetta ætti aö nægja til sönnunar því, aö þrátt fyrir fögur orö og fyrirheit — er enn mikiö verk óunniö. Þaö hefur áunnist frá því er Benenson reit grein sína, aö „gleymdi fanginn“ er fundinn, en þess er enn langt aö bíöa að hann veröi leystur úr haldi. En til þess ber að stefna, því að skyldi einhvern tíma til þess koma, aö dyr fangelsis veröi opnaöar fyrir síöasta samviskufanganum, veröur áreiöanlega bjart um aö litast á öörum sviðum samskipta manna á jörðunni. Skipulag Amnesty Þaö væri freistandi aö mega verja rúmi til þess aö rekja stuttlega sögu Amnesty, allt frá því er fyrsti fámenni hópurinn kom saman til þess aö stofna samtökin og til stööu þeirra í dag. Hér er það ekki unnt. En þó aö engin nöfn frægra forystumanna veröi nefnd eöa getiö margra merkra áfanga, þá má samt ekki gleyma aö minna á aö sextán árum eftir stofnun samtakanna voru þeim veitt friöarverölaun Nobels. Það var eftirminnilegur atburöur og víöfræg- asta viöurkenningin af mörgum sem Amn- esty hefur fengiö á stuttum en heillaríkum ferli sínum. Til Amnesty International teljast nú rúmlega 200 þúsund félagar. Þeir.búa í 134 þjóölöndum. Sérstakar landsdeildir eru í 39 af þessum löndum, hópar og einstakir félagsmenn í öörum. Aöalstöövar samtak- anna eru í Lundúnum. íslandsdeild Amn- esty International var stofnuö 15. septem- ber 1974. Félagar hennar eru nú um 300. Skrifstofa deildarinnar er í Hafnarstræti 15. Hún er opin mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 4—6 e.h. Formaöur íslandsdeildarinnar er nú Hrafn Bragason borgardómari. Ársgjald félaga er nú fimm- tíu nýkrónur. Þar sem við vitum nú um markmið samtakanna og hina ytri gerö þeirra, liggur næst fyrir að víkja til innviöanna og gera grein fyrir því hvernig unnið er aö lausn daglegra verkefna. Fyrst ber að nefna öflun upplýsinga um mannréttindabrot. Eftir aö þær hafa borist aöalskrifstofunni frá félagsmönnum eöa aöstandendum fanga, eru mál rannsökuö mjög gaumgæfilega, oft af sendimönnum eöa nefndum samtakanna, sem fara á vettvang til aö fylgjast meö réttarhöldum, heimsækja fangelsi eöa tala máli fanga viö stjórnvöld. Fjörutíu feröir voru farnar í þessu skyni á sföasta starfsári. í öllum landsdeildum eru starfshópar sem vinna saman aö afmörkuðum verkefn- um. Sumir hópanna starfa einkum aö málum samviskufanga, aörir að skyndiaö- geröum, baráttu gegn dauöarefsingu eöa málum hinna svonefndu mánaöarfanga. Viö lok sl. starfsárs var tala þessara hópa samtals 2427 í 42 þjóölöndum. Eftir aö rannsókn mála er lokið, ákveöur starfsfólk aöalskrifstofunnar til hverra ráða beri ,að grípa. Oft eru sömu mál send fleiri en einni landsdeild til úrlausnar. Oftast fela landsdeildirnar starfshópunum að annast framkvæmdir. í sumum tilvikum, t.d. skyndiaögeröum eða málum sem-varöa hina svonefndu mánaöarfanga, fá allar landsdeildir stundum eitt og sama verkefn- iö. Hér má nefna til dæmis, aö sé um samviskufanga aö ræöa, hefja hóparnir störf meö því aö skrifa þeim eöa aöstand- endum þeirra bréf í því skyni aö fullvissa fangana um aö þeir séu ekki meö öllu gleymdir, aö til sé fólk sem láti sig örlög þeirra miklu skipta. Um þaö eru margar sannar sögur, aö þetta eitt hafi ýmsum orðiö til ómetanlegrar hjálpar, kveikt Ijós nokkurrar vonar í miklu myrkri. Þá eru yfirvöldum send kurteislega stíluð bréf, þar sem þess er farið á leit, aö fangi fái aö njóta frumstæðustu mannréttinda, aö hætt veröi misþyrmingum, ef um þær hefur veriö aö ræöa, fangi veröi leiddur fyrir rétt, ef til þess hefur enn ekki komiö, að fangi veröi leystur úr haldi, ef hann hefur sannanlega ekki beitt ofbeldi eöa hvatt til þess. Þess eru mörg dæmi, aö bréf, sem yfirvöldunum berast um þetta frá ýmsum heimshornum, hafi leitt til hins ótrúlegasta árangurs. Harösvíruöustu þrjótar kæra sig oftast ekki um aö vera settir í sviösljós 'með píslartól sín. Þess vegna vilja þeir stundum fremur I fá aö kaupa sér friö, en eiga í ófriði vegna einhvers umkomuleysingja. Stundum tekst aö ná sambandi viö skyldulið fanga. Það leiöir oft til þess aö veitt er fjárhagsleg fyrirgreiösla eöa önnur aðstoð. Á svipaöan hátt er unnið þegar um er aö ræöa þá þrjá fanga, sem sérstaklega er vakin á athygli mánaöarlega. Nöfn þeirra eru send deildunum frá aöalskrifstofunni í Lundúnum. Þær kynna þau almenningi og skrifa yfirvöldunum bréf, þar sem beðið er um miskunn og réttlæti. Til skyndiaögeröa er gripiö til aö bjarga föngum frá dauðadómum. Þá ber einnig aö minna á sérstakar herferöir sem farnar eru til aö vekja athygli á margendurfeknum og grófum mannréttindabrotum, sem framin eru í nafngreindum löndum. Óháð alþjóðasamtök Hér verður aö minna á, aö Amnesty er óháö stjórnmála- og trúarhreyfingum og tekur ekki afstööu til þeirra. Um þetta segir svo í lögum íslandsdeildarinriar: „Félagsmenn deildarinnar skulu í öllu starfi sínu í hennar nafni eöa á hennar vegum varast hlutdrægni og gæta heildar- jafnvægis í starfi sínu fyrir fanga í hinum ýmsu ríkjum heims, óháð stjórnmálaaf- stööu þeirra eöa þjóöskipulagi." Þetta er t.d. gert á þann hátt, aö þegar starfshópur fær mál fanga til fyrirgreiðslu, eru þau jafnan tvö eöa þrjú, oftast eitt frá einhverju ríki kommúnista, annaö frá ríki þar sem kapítalistar eru viö stjórn og eitt frá einhverju ríkja þriöja heimsins. Sama regla gildir um fanga mánaöarins. Þannig er reynt aö foröast að samtökin veröi nokkurn tíma meö réttu ásökuð fyrir aö draga plóg einhverrar einnar kreddu á kostnaö annarrar. Samtökin láta sig hreint engu varöa, hvort pyntingatólum er beitt aö fyrirskipunum fasista, kommúnista eöa annarra valdaníðinga. Þaö er þjáning hins Frh. á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.