Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Qupperneq 2
Heilræði hennar — forstjórans: Gleymdu að þú ert kom Hanne Skotvedt, 32 ára, forstjóri norsks fyrirtækis sem flytur inn japanska bíla hefur vakiö athygli fyrir dugnaö og atorku í starfi. Þetta viðtal birtist fyrir nokkru viö hana í norska blaöinu „Nu“. í viðskiptalífínu leiði ég ekki sérstaklega að því hugann að ég sé kona, segir Hanne Skotvedt. — Meiningin var, að ég færi í bókagerð — yröi bókbindari. En pabbi fór að flytja inn bíla 1960, og ég byrjaði að telja Morr- is-bíla á leiðinni i skólann. 18 ára, daginn eftir að ég lauk verzlun- arskólaprófi, byrjaði ég aö vinna á Skotvedt-bílaverkstæöinu, á skrifstofunni. Það var gert ráð fyrir slíkri vinnu fyrir stúlku. Hvað strákarnir sögðu, þegar ég ákvaö að byrja á verkstæðinu sjálfu? Ekki neitt sérstakt, held ég. Þeir höfðu þekkt mig í þrjá mánuði! Að það væri brautryðjendastarf hjá stúlku að gerast bifvélavirki? Nei, ég hugs- aði aldrei út í það. Hvorki þá né síðar. Af hverju ekki? Kannski af því að ég á engan bróður. Ég lít á það sem sjálfsagðan hlut, að kona geti gert allt, sem aðrir geta gert. Ég á tvær systur. Hin eldri, 35 ára, er sennilega bezt menntaða húsmóðirin á landinu. Eftir fjögurra ára nám í bókagerö í Munchen fór hún á Berkeley-háskóla í Kali- forníu og kom þaöan með meistarapróf í stjórnunarfræðum. Svo vann hún í hálft annaö ár hjá Vinnuveitendasambandinu, en gerðist þá húsmóöir. Menntunin til einskis? Nei, þaö held ég ekki. Fólk á aö velja það, sem því fellur bezt. Yngsta systirin er 29 ára gömul og kaus aö verða bóndi. Giftist búfræðingi. Þau reka bú í Vestfold og hafa skipt á kúm og nautum. Heima hjá okkur var ekki reynt að hafa bein áhrif á neinn. Við heyrðum, hvað talað var um. Þegar pabbi var heima, var talað um viöskipti. Þaö var sjálfsagt mál, að ég færi út í atvinnulífið. Þaö þurfti ekki aö hvetja mig neitt til þess. Ég fór frá verkstæöinu hér til Englands til að vinna í hálft ár viö verksmiðjurnar þar. Skotvedt flutti inn enska bíla. Morris, Rover, MG, Wolseley — þetta voru fín nöfn, tengundir, sem sjást varla lengur. Þaö er næstum því sorglegt. Norömenn eru hlynntir Englendingum, sem eru ágæt- ismenn. Ég er viss um, aö þeir geti framleitt eins góða bíla og aðrir. En verksmiðjurnar eru á eftir tímanum. Þeir hafa ekki ráð á endurbótum — verkföllin hafa eyðilagt mikið. Viö misstum innflutninginn 1970. Ley- land vildi sjálft annast innflutningsstarfs- emina. Nú er Leyland nánast horfiö af markaönum. Pabbi leitaði fyrir sér um eitthvað annað í staöinn. Hann haföi hugboð um að Japan- ir væru á uppleið. Hann kannaöi hvort ein- hverjar tegundir væru lausar. Og við feng- um umboð fyrir Honda. Ég heyröi ekkert frá neytendasamtökunum þegar myndin birtist af mér á bílnum. Sama ár birtist lítil fréttatilkynning í mörgum blöðum. I henni sagöi, aö nýtt inn- flutningsfyrirtæki hefði veriö stofnað, Hasco Motor A/S, og veitti því forstöðu Hanne Skotvedt. Birtar voru jafnframt myndir af henni ásamt þeim upplýsingum, að hún væri 21 árs gömul. Jú, þetta vakti þó nokkra athygli. Ég náöi ekki aö veröa útlærður bifvéla- virki. Heföi heldur ekki haft þörf fyrir þaö núna, úr því að ég er meö Honda. — Nei, viö höfum ekki reynt aö notfæra okkur þaö, að hér sé ung stúlka í hörku karlmannsstarfi — nema í fyrstu blaðatil- kynningunni. Ég sel ekki bíla persónulega. Viö flytjum þá inn, og bílasölum er nákvæmlega sama eða ætti aö vera þaö, þó kvenmaður annist innflutninginn. Kona í karlmannsstarfi, þannig hugsa ég aldrei. Hvort þeir geri þaö karlmennirnir, sem ég hitti? Ekki þeir, sem þekkja mig, og aldrei jafnaldrar mínir. Ég ferðast helzt ekki ein. Fer aldrei ein á bar, ef ég vil vera ein. Sama hvar sem er í Evrópu. Það getur veriö plága aö fljúga innanlands í Noregi. Annars er ég jafnvel oftar í Japan en í Osló. Og á fundunum þar er ég nær alltaf eina konan. Mér er alveg sama. Ég veit, aö Japanir ræddu um þetta sín á milli. En þeir eru orðnir vanir þessu núna. Þeir vita, að salan á Honda í Noregi er hin næstmesta í Evrópu, markaöshlut- deild okkar var 4,7 prósent í fyrra. Seldum milli 4500 og 5000 bíla. Hvort ég sýni hörku í viöskiptum? Beiti kvennabrögðum? Hef ekki hugmynd um þaö. Eins og ég sagöi áðan, þá lít ég alls ekki á mig sem konu í viöskiptalífinu. Ég er starfsmanneskja. Afstaða mín til kvenréttindamála er æs- ingalaus. Einhver mesta auðmýking fyrir konur felst í kvótakerfinu samkvæmt kynferöi. Aö hæfileikar skuli ekki ráöa mestu í samkeppni viö karlmenn, heldur líffræöi- legt atriði. Jafnframt geri ég mér Ijóst, aö einhvers staöar verði að byrja. En allt kvótakerfi eftir kyni veröur aö afnema hiö bráðasta. Vinnan og fjölskyldan tekur allan minn tíma. Ég er gift og viö eigum tvö börn, 6 og 4 ára. Við höfum þekkzt, frá því aö ég var 17 ára, og ég var farin aö vinna löngu á undan honum. Hann þurfti að gegna her- þjónustu og síöan læröi hann viöskipta- fræði. Þú biður um ráö til kvenna í viðskiptalíf- inu. Hugsaðu ekki um aö þú sért kona. Gleymdu því. Starfið kemur kynferöi ekkert viö. Ef þér finnst þaö hamla þér, aö þú sért kona, þá er þaö sjálfri þér aö kenna, þinni eigin afstöðu. Nú eru konur studdar á öllum sviöum. Og — meö kvótakerfinu — teknar fram yfir karlkyns keppinauta. Þess vegna ætti aö vera auöveldara aö vera kona en karlmaö- ur aö þessu leyti. Hljómar þetta vel? Ég skal viöurkenna, aö ég naut aöstööu minnar. Eins og ég sagöi áöan, átti ég eng- an bróöur. Ég fékk tækifærið. Faðir minn hjálpaði mér. Ég byrjaöi nokkrum þrepum ofar en flestir aörir, einnig flestir karlmenn. En svo reynir á aö fara vel með það, sem maður hefur fengiö. Og langhelzt að auka viö þaö. Þaö skiptir mjög miklu máli og sýnir, hvað í manni búi. Maöur ræður sér sjálfur. Árangurinn er undir manni sjálfum kominn. Ég fyrirlít hinn norska þjóðarsjúkdóm, sem kallast kröfugerö. „Ég á kröfu til þess ..., ég á heimtingu á því..." Kröfur eiga menn aö gera til sjálfra sín, en ekki til annarra. Ég verö oft reiö, þegar ég heyri frétta- menn norska útvarpsins leggja spurningar fyrir fólk á vinnustööum. Þaö er spurt af meðaumkvun og höfð áhrif á svörin: „Er ekki mikill hávaði hérna? Hefur þetta ekki veriö erfiöur dagur hjá þér?“ Af hverju er aðeins hið neikvæða dregiö fram? Þegar við lifum góðu lífi, og finnst það eiginlega sjálfum líka. Þaö er verið að innræta Norðmönnum neikvæðan hugsunarhátt. Lyfið gegn þjóðarsjúkdómnum? Hugsa jákvætt! Þaö er þægilegra fyrir alla aöila og ekki sízt fyrir þann, sem þann- ig hugsar. Einhverja jákvæða hugsun í lokin, Hanne Skotvedt, kl. 16.15 á föstudegi og það rignir úti? Þegar þið eruð farin, ætla ég að kveikja á nýja skrifborðslampanum, sem ég var aö kaupa, og á standlampanum, en slökkva öll önnur Ijós, hlusta á tónlist og halda áfram að vinna. — SvÁ — úr „NÁ“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.