Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 11
Alexander — Einn mesti afburöamaöur sögunnar — eöa valdasjúkur herkóngur sem vildi leggja allan heiminn aö fótum sér Makedónía nefndist fjöllótt og frjó- samt land norðan Hellas. Hættir fólks- ins þar og siðir voru fornir og andleg menning frumstæð. Grikkir litu niður á þessa granna sína, þrátt fyrir skyld- leika, og töldu til barbara. Grískrar menningar tók ekki að gæta í Make- dóníu fyrr en á ofanveröri 5tu öld f.Kr. Þá fór andleg iðkan í vöxt, svo sem sjá má af því aö þar dvaldi leikskáldiö Evr- ipídes (480—407) síðustu ár sín. Árið 359 f.Kr. settist á konungsstól í Makedóníu Filippus II (382—336). Fil- ippus var menntaður maður og herfor- ingi góöur. Hann efldi herinn og hóf aö stækka ríki sitt. Þegar hann hafði unn- iö borgir ýmsar og bæi í Þrakíu og Þessalíu, lagöi hann Grikkland allt aö fótum sér. Eftir orustuna viö Keróneu 338 f.Kr., komu fulltrúar grísku borg- ríkjanna (utan Spörtu) saman í Kor- inþu-borg og kusu Filippus leiötoga sinn í friði og stríði. Þar var einnig ráö- inn ófriður á hendur Persum. Árið 336 f.Kr. hélt ein hersveit Filippusar yfir til Asíu, en honum entist ekki aldur til fararinnar. Þaö sama ár var hann veg- inn í brúökaupi dóttur sinnar. Grikkir eygðu nú von um að heimta frelsi borgríkja sinna aö nýju. Engan grunaði, að syni Filippusar, unglingi aö árum, tækist að halda ríkinu saman og fór Demosþenes (384?—322) um hann háðulegum orðum. En raunin varö önn- ur. Unglingurinn átti ekki einungis eftir að feta í spor föður síns — hann átti eftir aö veröa allra konunga mestur. Þessi unglingur og sonur Filippusar Makedóníukonungs var Alexander mikli (356—323). Alexander varð snemma harðger og óvæginn. Segir frá því þegar hesturinn Bukephalos var boðinn Filippusi til kaups. Hrossið var ótemja og fengu þjálfuðustu riddarar konungs ekkert við það tætt. Gekk þá Alexander kóngssonur fram, tók í beislistaumana, sneri hrossinu móti sólu svo þaö fældist ekki skugga sinn, kjassaði það og sefaði þar til loks það lét að stjórn. „— Sonur rninn," hrópaði þá Filippus: „Þú verður að leita þér konungsríkis sem hæfir þér betur en Makedónía. Hún er þér alltof lítil." Ungur var Alexander settur í skóla. Var honum fenginn meistari, spekingurinn Ar- istóteles (384—322). Hann var Alexander sem faðir og lagði honum óspart lífsregl- urnar: „Með því að þér sé stórt í hug, þá prýddu þig fyrst með ráðspekinni, en tak síðan til vopna þinna.“ Undir kodda Alex- anders lá lllionskviða þaullesin og rýtingur. Filippus fræddi son sinn um fyriraetlanir sínar í Asíu og lét hann fá reynslu í hernaði. Við Keróneu 338 f.Kr. stjórnaöi Alexander riddaraliði föður síns, aðeins 18 ára gamall. Áður en tvö ár voru liðin, var hann sestur í hásæti Makedóníukonungs. Alexander treysti fyrst stööu sína í Makedóníu og Grikklandi. Herforingjar föður hans voru honum trúir og herinn all- ur. Hélt Alexander í norðurátt og treysti þar landamæri sín i nánd Dónár. Grikkjum barst þá sú fregn, að konungur væri fallínn, og undir forystu Þebubúa hófu þeir upp- reisn. Alexander brá skjótt við. Áður en varði var hann kominn að múrum Þebu, jafnaði borgina við jörðu og seldi í þræl- dóm þá íbúanna sem hann ekki drap. Var sem þyrmdi yfir Grikkl við þessi tíðindi; slík höfðu ekki orðið örlög neins grísks borgrík- is. Létu þeir af allri mótspyrnu og kusu Alexander leiðtoga sinn í Korinþuborg, sem föður hans fyrrum. Þegar kyrrð var komin á heima fyrir, stefndi Alexander her sínum gegn Persum yfir til Asíu. Hann skipti eignum sínum og löndum milli foringja sinna og vina. Einn þeirra, Perdiccas, spuröi þá foringja sinn hvað hann ætlaði eiginlega sjálfum sér. „Vonina," svaraði Alexander. Hinn holli Perdiccas sagði: „Við, sem berjumst meö þér, viljum ekki deila meö þér öðru en von- um þínurn.” Alexander hélt yfir Hellusund árið 334 f.Kr. Fylgdu honum 30 þúsund fótgönguliöar og 5 þúsund riddarar, vel vopnaðir allir saman og þjálfaöir. Fyrsti stórsigur Alexanders var við Gran- ikosfljótið. Þrátt fyrir ofurefli liös féllu þeir hver af öðrum persnesku jarlarnir þar um slóðir. Hélt Alexander sem leið lá meðfram vesturströnd Litlu-Asíu og hertók þar allar hafnir. Þegar haustaði, færði hann sig inn í land til vetursetu í borginni Gordion. Þar í borg var Gordion-hnúturinn frægi. Honum fylgdi sú spásögn, að hver sá sem leysti hann, skyldi ráða yfir allri Asíu. Brá Alex- ander sverði sínu og hjó í sundur hnútinn og er haft aö orötaki síðan, að höggva á hnútinn. i þennan tíma var Persakonungur Dar- eios III. Dareios var kóngur góður en lítill herforingi. Hann kallaði sjálfan sig „konung konunganna” og var ákveöinn í að stöðva framsókn Alexanders. Hélt hann með geysimikinn her sinn, e.t.v. 6—700.000 manns, til móts við Alexander og varö fundur þeirra við Issos haustiö 333 f.Kr. Persakonungur galt þar hræðilegt afhroð og komst sjálfur nauöuglega undan. Féll í hendur Alexanders mikiö herfang og þ.á m. fjölskylda Dareiosar. Fornir menn rómuðu þá göfugmannlegu framkomu Al- exanders, að fara með þessa fanga sína sem konunglega þegna. Dareios vildi nú kaupa sér friö, en Alex- ander aftók allt slíkt. Margir liðsmanna hans voru þess þó fýsandi. Vinur konungs, Parmeníon, sagði við hann: „Ef ég væri Alexander, þá myndi ég taka tilboði Dar- eiosar um að fá allt land vestan Efrats gegn því að semja friö.“ Alexander svaraði um hæl: „Þaö myndi ég líka gera, ef ég væri Parmeníon.“ Alexander hélt suður með ströndum Miðjarðarhafs og mætti lítilli mótstööu þar til kom að hinni fornu borg Fönikíumanna, Tyros. Tyros lá á lítilli klettaeyju, girt múr- um miklum og tók þaö Alexander sjö mán- uði að ná borginni á sitt vald. Þykir taka hennar meö meiriháttar afrekum Alexand- ers. Sem í Þebu var engum borgarbúa þyrmt, og seldir í þrældóm þeir sem ekki voru drepnir. Eftir töku Gaza í Palestínu, var leiðin siðan greið til Egyptalánds. Egyptar höfðu aldrei unað yfirráðum Dareiosar III og fögn- uðu Alexander sem frelsara. Þar hafði Al- exander vetursetu áriö 323 f.Kr. Sýndi hann guðum innfæddra viröingu sina og heimsótti véfrétt Amons Ra úti á eyöimörk- um Líbýu. Segir sagan, að guöinn hafi þá viöurkennt Alexander sem son sinn. I Egyptalandi reisti Alexander hafnar- borgina Alexandríu. Varö hún brátt merkasta borg hins forna heims. Þangað færöist sú mikla verslun sem Fönikíumenn höfðu haft og hverfa þeir nú úr sögunni um leið og tekur aö bera á Gyðingum í þeim verslunarborgum sem Alexander stofnaði. I Alexandríu blómstraði hvers kyns vísinda- starfsemi og víðfrægt var bókasafnið þar í borg. Árið 331 f.Kr. hélt Alexander frá Egypta- landi með her sinn og stefndi beint inn í Asíu eftir viödvöl í Tyros. Viö Gágamela háöu þeir Dareios III úrslitaorustu. Þar voru aöstæður allar Dareiosi í hag og sem fyrr var her hans miklu fjölmennari en her Alex- anders. En Alexander og menn hans unnu þarna frækilegan sigur: Misstu fátt manna en stráfelldu her Dareiosar. Var þá veldi Persa hrunið. Dareios safnaöi ekki aftur liði, heldur flýði austur til Ekbatana. Skömmu síðar tók Alexander Babylon og svo féllu þau hvert af öðru stjórnarsetur Persaveldis, Súsa, Persepólis og Ekbat- ana. Konungshöllina í Persepólis brenndi Alexander til grunna í hefndarskyni fyrir ofbeldisverk Persa í Grikklandi forðum og til merkis um það að lokið væri völdum konungsættarinnar persnesku. Alexander kom til Ekbatana 330 f.Kr. og flýöi þá Dareios til fjalllenda sunnan Kasp- íahafsins. Fóru nú menn hans að bera brigður á foringjahæfileika hans, tóku hann höndum og myrtu rétt í þann mund sem hersveitir Alexanders bar að. Alexander lét jarðsetja lík Dareiosar III með viðhöfn í konungagröf og taldi sig eftir það lögmæt- an arftaka Persakonungs og hefnanda „konungs konunganna“. Nú hófst sá þáttur herferðar Alexanders sem hvað ævintýralegastur þykir og vakti furöu samtímamanna. Mælskumaðurinn Æskínes sagöi: „Líf vort hefur verið ólíkt æfi annarra manna, komandi kynslóðir munu telja atburöi þá til ævintýra, sem vér höfum augum leitt." Alexander og her hans fóru nú inn i fjarlæg og áður ókunn lönd, víða torfarin, þar sem nú eru Afghanistan og Pakistan, allt austur yfir Indusfljót og norður í Túrkestan. Alexander lenti í mörg- um og hörðum orustum þarna og beittu innfæddir fílum í hernaði sínum, sem Grikkjum stóð stuggur af, því slíkar skepn- ur höfðu þeir aldrei séð. Mest var orustan viö Indus, þar sem indverski konungurinn Phoros varöist hetjulega. Alexander hugðist komast til endimarka veraldar: þau ein þóttu honum sæmileg landamæri ríki sínu. En hermenn hans voru orðnir uppgefnir og á bökkum Indusfljóts varð Alexander aö láta staöar numið. Hluta liðs sína sendi hann sjóleiöina heim og náöu skipin heilu og höldnu við Efratsósa. Þetta mun vera upphaf mikilvægra siglinga milli Indlands og Mesópótamíu. Sjálfur hélt Alexander og meginhluti hers hans land- leiðina vestur. Eftir miklar mannraunir komust þeir til Babylon, hinnar nýju höfuð- borgar rikis Alexanders, eftir sex ára fjar- vist. Alexander entist ekki aldur til þess að skipuleggja ríki sitt sem hann æskti. Her- feröir höföu tekiö tima hans allan. Helsta hugsjón hans var að útbreiöa gríska menn- ingu til allra þjóða. Til þess þurfti að sam- eina hinn austræna heim og þann vest- ræna. Alexander vildi vera konungur þeirra beggja. Hann tók i her sinn fjölda aust- rænna manna og hvarvetna reisti hann borgir að grískri fyrirmynd, að sagt er 70 talsins, en ekki nema þriðjungur þeirra þekkist nú. Í Súsu árið 324 f.Kr. skipaöi Alexander 80 hershöfðingjum sínum að kvænast dætrum persneskra fyrirmanna. Sjálfur hafði hann átt dóttur fylkisstjórans í Baktríu og í Súsu gekk hann að eiga dóttur Dareiosar III. Talið er að allt að 10 þúsund vestrænir menn hafi fariö að dæmi hans og þeim launaði konungur öllum. Vestrænir aöalsmenn höfðu litinn skilning á samein- ingaráformum þessum; fyrirlitning á barb- örum í austri var þeim í blóð borin. Alexander tók við af höfðingjum og kon- ungum sem voru tignaöir sem guöir og til þess að skapa ekki glundroða í þessum ríkjum skipaði hann svo fyrir að sér skyldi einnig sýndur guölegur sómi og féllu menn austur í löndum fyrir hásæti hans og til- báðu sem guö. Þessi guðshugmynd féll vestrænum mönnum jafnvel enn verr en tengslin við barbara. Samsæri voru mynduð gegn Al- exander og honum sýndur ýmis mótþrói, en allt slíkt barði hann niöur harðri hendi. Sagnir herma að síðustu æviár Alexanders hafi verið honum döpur, fáir haft skilning á hugmyndum hans og gerðist þá líf hans æði tómlegt. Samt fundu allir hvert stór- menni hann var og hann var nefndur „hinn mikli" í lifanda lífi. Varðveist hafa brot úr bréfum Alexand- ers og þykja þau til merkis um hversu at- hafnasamur hann var. Sleitulaust styrkti hann atvinnulif og veitti auöæfum Persa- konungs út í viðskiptalífið; hann bætti sam- göngur og reisti borgir verslunar og menn- ingar. Herferðir hans urðu í aðra röndina vísindaleiðangrar, þær juku mjög þekkingu manna á heiminum, og hvers kyns visinda- starfsemi styrkti Alexander óspart og einn- ig rannsóknir meistara síns og fósturföður, Aristótelesar. Alexander mikli olli aldahvörfum í menn- ingarsögunni. í kjölfar hans breiddist grísk menning út yfir hin fornu menningarlönd. Með honum hófst öld hellenismans; öld grísku heimsmenningarinnar. Árið 323 f.Kr. tók Alexander ákafa sótt, sem á fáum dögum lagði hann í gröfina, aðeins 33 vetra gamlan. „Nú gengur sól í ægi,“ sagði meistari Galterus við oröin þau tíðindi. Það er hæfilegt að hinn kunni breski sagnfræðingur, Sir William Tarus, slái botn í .þessa samantekt um Alexander mikla. I^ann segir svo í sínu mikla ritverki um Alexander: „Hvers konar maður var Alex- ander mikli? Við sjáum það best í sam- skiptum hans við hershöfðingja hans: Þeir voru höfðingjar, ástríðufullir, metnaðar- gjarnir og öðrum mönnum afberandi um flest, en á meðan Alexander mikli lifði, voru Perdiccas og Ptolemy aðeins góðir stór- fyikishöföingjar, Antigonus hlýðinn jarl í Persalandi, Lysimachus og Peithon ein- ungis lítt áberandi liðsmenn hans. Alex- ander mikla dreymdi stórt og hann fram- kvæmdi stórt. Hann er eitt af máttugustu og frjósömustu öflum veraldarsögunnar. Alexander mikli er upphaf nýs tíma — ekk- ert varð eins og það hafði áður verið.“ J.F.Á. tók saman. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.