Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 3
Indriði G. Þorsteinsson Loftur Einarsson kvaddur 3. september 1916 9. apríl 1982 Hægt bærist aldan viö Hafnir, hljótt fellur sær um sker og minnist á mánaskinskvöldum viö moldir, sem skýla þér. Sæfarar heimtast af hafi, halda beint í sitt naust, landþurfi af lamstri sjóa lúöir um ævihaust. Einn hélst þú úti lengi enda skreiö bátur þinn á blikandi bjartsýnisöldum búnum sem fullhuginn. Þeir vita sem velkjast úti aö vörin bíöur þess ein aö beri þeir feng úr fjöru í fangi, sitt dauöamein. Samt koma þeir allir aftur og enginn feigö þeirra sér. Aö endingu eru þeir grafnir meö yfirsöng þar og hér. Hægt bærist aldan við Hafnir, hljótt fellur sær um sker. Oft eru skáldin auðnusljó Gömul kona: Þetta kynslóðabil, sem margir eru aö tala um, þekki ég ekki. Hef aldrei kynnst þvi, og er þó farin að tifa þetta eins og þiö vitið, aðeins upp á ní- unda tuginn. Strax þegar ég kom hingað suður og settist aö í kjallaranum, þar sem ég er og verð víst það sem eftir er, fór ég aö mínum hluta að taka þátt í búskapn- um á blettinum viö húsiö, þurrka heyiö og setja það svo í svartan poka, svo að ruslakallarnir blessaöir geti tekið það. Þá komu til mín krakkar úr næstu húsum og vildu hjálpa mér við raksturinn. Ég eign- aöist þarna undir eins ágætis kunningja. Og á vetrum komu þeir og hjálpuðu mér viö aö moka snjóinn, sem vill safnast viö dyrnar hjá mér og á stéttina. Og það held ég að þessi krakkagrey og allt upp í stálpaöa unglinga geti þegiö aö heyra gamla sögu eöa ævintýr, rétt eins og sveitabörnin. Og okkar vinátta endist lengi. Nú eru þeir komnir undir fermingu, sem til mín komu fyrst. Börnin bjóðast til aö skreppa fyrir mig i búö. Ef þau sjá mig koma og vera aö rogast meö vörupoka úr búöinni koma þau hlaupandi og bera vör- urnar heim til mín. Þetta er nú mín reynsla af æskunni. Þaö kemur sér vel aö fá hjálp. Ég er alveg orðin handleggjalaus. Ég kenni þaö mestu vatnsburðinum í gamla daga. Þaö var langt í vatnsbóliö á mínu æskuheimili. Bæjarhúsin voru upp á hól. Þaö var alltaf siður að velja húsum staö þar sem snjó- léttast var, uppi í brekku eöa á hólum, þar var líka staöarlegast og best útsýniö. Hjá okkur þurfti svo að sækja allt vatn niöur i a, sem rann á jafnsléttu. Þetta þótti sjálfsagt. Alltaf nóg af börnum og kvenfólki til þess. Þetta var ekki taliö til erfiðustu verkanna á heimilunum, karl- mennirnir voru hafðir í slarkinu sem kall- aö var, skepnuhirðingu og sjósókn. Endalaus þrældómur hjá öllum sem eitthvaö gátu. Þessi gamla kona kemur stundum til okkar hjóna. Hún fylgist vel meö öllu, skemmtilegast þykir henni aö tala um bækur og blessuð skáldin. Blessuö skáldin, segir hún gjarna. Maöur var allur í gömlu skáldunum í æsku, segir hún. Mikiö var nú undarlegt aö sjá nýju kvæö- in eftir Davíð og Stefán frá Hvítadal. Þetta var svo ólíkt því sem maöur átti aö venjast, strax þótti mér þaö nýstárlegt og fallegt. Mig minnir aö fyrstu kvæöi Stef- áns kæmu í riti, sem Bjarni frá Vogi gaf út. Ætli þaö hafi ekki heitið Birkibeinar. Bjarni var þingmaöur Dalamanna, menntamaöur syöra og mikill höfðingi. En sveitaskáldin, álit okkar á þeim? Jú, allsstaöar voru hagyröingarnir. Þeir voru nú misjafnlega vinsælir eins og gengur. Þeir höföu þaö til aö vera dálitiö hníflóttir stundum. Þaö var nú sóst eftir því aö vera í vist á prestsetrunum. En stundum var nú ekki nema annaö hjónanna val- menni. Sumar prestkonurnar voru ein- stök gæðablóð, sem öllum vildu líkna, aörar voru nískar og harðlyndar, eins og gengur. I minni sveit voru tvær slíkar nokkru fyrir mína tíö, sín af hvorri sort- inni, voru auövitð mjög bornar saman. Sú sem lakari orð fékk, var dóttir Skáld- Rósu, glæsileg kona álitum og myndar- húsmóöir, en þótti nokkuð vita af því aö vera orðin prestsdama. Þaö var mikið æöarvarp á þessu prestsetri, hlunninda- jörö og þetta þótti gott brauð. Einhverju sinni haföi þessi vísa verið rituð á trog- botn í búrinu. Flest hér knýja á freðinn vegg fátæk sveitahjúin. En drjúgum aflar dún og egg drambsöm Árnessfrúin. Vinnumaöur á prestsetrinu hét Jón Benediktsson. Hann lagöi hug á systurd- óttur prestfrúarinnar, sem þar var á bæn- um í skjóli frænku sinnar. Hann varö að hrökklast burt, þótti ekki nógu gott mannsefni. Þetta var greindarmaður og vel hagmæltur. Hann orti um vist sína á prestsetrinu: Hlákublæ meö hlýjan yl hvergi fæ ég duliö. En þó vægir ekki til innanbæjarkulið. Þetta er nú kannski ekki mikill skáld- skapur, en sýnir andann. En af þessum manni haföi ég frekari spurnir. Hann gekk síðar aö eiga eina af afasystrum mínum. Þaö var góö kona og greind. Hún haföi mikiö dálæti á skáldskap og skáldmæltir menn þóttu nú alltaf skemmtilegri og ævintýralegri en þessir venjulegu og jaröbundnu, sem sífellt voru meö hugann bundinn viö skjáturnar sínar. En ekki þóttu slíkir menn álitlegir til mægöa, þaö man ég að var álitið allt fram á mina daga, blessuö veriö þið. Systir frænku minnar reyndi að spilla á milli þeirra og tala um fyrir hinum villuráfandi sauði fjöl- skyldunnar. Eitthvað komst hann á snoðir um þetta og orti: Þótt mig glósur gangi á og gjarna óljósar sögur, þér ég hrósa á meðan má menjarósin fögur. Þetta var auðvitað ort til unnustunnar. Þau giftu sig og áttu börn. En þau voru bara fátæk hjú og þau barnanna, sem ekki dóu strax, voru tekin af þeim í fóstur. Hreppstjórarnir sáu um þaö. Ég kynntist þessari frænku minni, þegar hún var orö- in gömul ekkja. Einu sinni, sagöi hún mér, var barn hennar tekiö frá henni fjórum stundum eftir aö hún ól það. Því var kom- iö í fóstur. — Já, svona var nú líf fátækl- inganna, allt fram á okkar daga. Loks rifu þessi hjón sig upp og fluttu í annan lands- fjóröung. Maðurinn réöi sig á bát úr Eyja- firöi. Þar drukknaöi hann. Þiö kannist viö gömlu böguna: Oft eru skáldin auönusljó, af því fara sögur. En gaman er aö geta þó gert ferskeyttar bögur. Hún er af Ströndum vestra konan gamla, sem hér haföi oröið. Jón úr Vör 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.