Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Side 9
 iinnustofu sinni í ngdur málverkum sem áttu að fara á i Jeanne Bucher 1970. Öndin ógnvekjandi (1959) Lítill oflátungur (1957) yfir 100 málverk og 900 grafík-myndir og teikningar. Hann haföi efni á því aö gefa gjafir, því aö þegar áriö 1966 voru myndir hans komnar i gott verö, málverkiö kostaöi þá nærri 100.000 danskar kr. Þá var þaö annar mikill draumur hans, að stuöla aö útgáfu 30 binda rits um nor- ræna list sl. 10.000 árin. Þessi heildarúttekt átti aö gefa norrænni list sinn eigin sögu- lega bakgrunn, sem hann áleit aö skorti algjörlega. Jorn benti réttilega á þaö, aö í hinu mikla riti André Malraux: „L’Univers Des Formes”, sem er í 40 bindum, væru Noröurlöndin ekki til. Og ekki einu sinni í bindinu um fólksflutningana í Evrópu er eitt einasta listaverk frá Noröurlöndum á mynd, þótt menn væru neyddir til aö vísa til þessa í textanum. Hann hólt því fram, aö sökin væri hjá norrænum listsagnfræðing- um, sem aldrei heföu mótmælt þessari sögufölsun, en lægju frekar hundflatir fyrir henni og rembdust viö aö vísa til erlendra áhrifa í allri mikilli list fortíöar okkar og nútíðar. Líkast til væru norrænir listsagn- fræöingar blindir fyrir einkennum norrænn- ar listar. Þá réöist hann einnig á listrýnend- ur fyrir aö stunda sömu iöju og vera blindir á norræn sérkenni í myndlist. Hann kenndi þessum mönnum um, hve erfiölega gengi aö afla þessari hugmynd sinni stuönings, þrátt fyrir miklar peningagjafir hans og skelegga baráttu. Þeir drægju allt afl úr norrænni myndlist . . . Listamaðurinn Asger Jorn haföi þannig mörg járn í eldinum samtímis, er hann var upp á sitt besta, þótt ekki yröu allir draum- ar hans að veruleika á meðan hann liföi og hann yröi fyrir miklum vonbrigöum. Menn höföu einfaldlega ekki viö honum á fluginu, hann var svo fangt á undan. Hann vildi fikta í öllu, haföi skoöanir á öllu og lét þær alls- staöar i Ijós, en hann var víðsýnn og viöur- kenndi hreint út, þá er hann haföi rangt fyrir sér. — Nú rætast draumar hans einn af öörum og þannig var hiö mikla heims- listasafn hans í Silkiborg oþnaö nú nýlega. Allt í sambandi viö þá byggingu var hjúpaö leynd t.d. máttu skattborgarar helst ekki vita að þaö hafi yfirhöfuð kostaö eitthvaö þótt slíkar framkvæmdir skili sér yfirleitt í beinum og óbeinum hagnaöi. Ekki veit ég ennþá hver teiknaði húsiö en ég veit aö Jorn Utzon geröi frumriss af safnbyggingunni upprunalega. Þaö er hinn sami Jern Utzon og teiknaöi óperuhúsiö í Sidney og átti fótum fjör aö launa, eftir aö húsiö reis og hann á brott frá Ástralíu. Ástæöan var sú, aö húsiö fór svo hrikalega fram úr kostnaöaráætlun, þótt nú haföi hann vafalítiö skilað sér í margri mynd. Nú er þaö stolt borgarinnar og bygging þess viöurkennd í senn fagurfræöilegt og verk- fræðilegt meistaraverk. Það er dálitiö merkilegt, aö segja frá því, aö þessir tveir heimsfrægu synir Danmerk- ur kynntust í fagurlistaskólanum í Kaup- mannahöfn, en Jorn var formaöur nem- endafélags málaradeilda, en Utzon arki- tektadeildar og þaö leiddi þá saman. Löngu seinna bauð Asger Jorn vini sínum Jorn Utzon aö vera í byggingunni, en skil- yrðið var, aö hann hætti aö skrifa sig Jorn samkvæmt hinum alþjóölega hætti aö stafa nafnið. „Hvaö“, svaraöi Jorn Utzon, „nú gengur þú of langt. Ég nota nefnilega ekki fyrsta skírnarnafnið mitt. Það er As- ger! Ævintýrið um Asger Jorn er einnig sagan um málarann er eignaðist aldrei málara- trönur. Hann var svo fátækur lengi vel aö hann haföi ekki efni á því að festa sér trön- ur, og þegar hann var orðinn vel efnaður haföi hann alfarið vaniö sig á aö stiila léreftsrömmunum upp viö vegg eöa leggja þá á gólfið og mála svo á þá. Þessum mál- unarmáta breytti hann ekki frekar en aö hann sveigöi af þeirri leið sem hann mark- aöi sér í upphafi, — að verða sannur mál- ari. Og þrátt fyrir allt mun varla fyrirfinnast það listasafn í heiminum er kennir sig viö 20. öldina aö ekki sjáist þar á vegg ein eöa fleiri myndir eftir danska málarann Asger Jorn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.