Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 13
Karl 12. Jóhann Svíakonungur, afi Gústafs prins. Desideria drottning, amma Gústafs prins, af frönskum ættum. Óskar I., Svíakonungur. tónlistarsmekk manna á aöra öld, en um flestar aörar tónsmíöar hans verður þaö ekki sagt. Þetta var rómantískt tímabil, og hann samdi fjölda rómansa eöa man- söngva, sem um áratugi voru sungnir af sannri innlifun og tilfinningu, en eru þaö sjaldan nú. Þó má geta þess, aö í yfir hundraö ár hefur sálmurinn „Min levnads- timmar stupa“ viö lag eftir Gústaf, prins, gegnt sama hlutverki í Svíþjóö og „Allt eins og blómstrið eina“ á íslandi. i júlí 1852 fór Óskar, konungur, sér til heilsubótar til baöstaöarins Kissingen í Bayern og bauð meö sér syni sínum, Gúst- afi, prins. Síöan var haldið til Sviss í agúst, og þá voru móöir Gústafs og systir, Eugenie, prinsessa, meö í förinni. Taliö er, aö Gústaf hafi ofkælt sig í Ölpunum, en hann var oröinn allþungt haldinn eftir feröalagiö frá Sviss til Lybeck í byrjun sept- ember. Þó vildi prinsinn halda geröri áætl- un og fylgja fööur sínum til Noregs. Var svo haldiö á haf út áleiöis til Noregs á létti- snekkju 12. september, en eftir tveggja daga siglingu skall á ofsaveöur, svo að leita varö neyöarhafnar í Frederikshavn á Norður-Jótlandi. Áfram var síðan haldiö eftir sólarhring, en sjógangur var hinn versti. Þegar komiö var til Kristianiu, var prinsinn meö háan hita og færustu læknar voru til kvaddir. 20. september var ugg- vænleg tilkynning gefin út um líðan prinsins og önnur fjórum dögum síðar, þar sem minnzt var á svefnlausa nótt og sagt, aö sjúklingurinn væri mjög máttvana og órór. Nokkrum stundum síöar kom svo hin þriðja: „Eftir vægt dauöastríð fékk hans konunglega tign hægt andlát kl. 11 f.h.“ Gústaf, prins, var þá 25 ára og þremur mánuðum betur. Þegar kista hans kom til Stokkhólms og var borin frá hafnarbakkanum til Riddara- hólmskirkju, var leikinn sorgarmars eftir prinsinn, sem hann haföi tileiknaö sjálfum sér. Þjóöin var slegin harmi, sem varö þeim mun meiri sem betur kom í Ijós, hver hann haföi verið. Sjálfur liföi hann þaö ekki aö heyra vorsönginn, „Glad sásom fágeln“, sunginn opinberlega. „Sjung om student- ens lyckliga dag" var fyrst sunginn af stúd- entakór í Uppsölum 18. marz 1852, hálfu ári fyrir dauða prinsins. Fyrsti kennari hans í tónlist, Adolf Fred- rik Lindblad, tónskáld, var 26 árum eldri, en liföi 26 árum lengur. Sá, sem orti „Glad sásom fágeln“, sem Gústaf, prins, geröi lag viö, og samdi aö beiðni prinsins texta viö mars, sem hann haföi þegar samið, svo aö úr varö „Sjung om studentens lycklinga dag“, hét Her- mann Sátherberg, skáld og læknir. Fyrir honum hljómuöu þeir söngvar um langan aldur. Hann var 15 árum eldri en prinsinn og liföi 45 árum lengur. Höfundur Gluntanna, Gunnar Wenner- berg, síöar menntamálaráöherra og lands- höföingi, var samtíma Gústaf, prins, i Upp- sölum. Hann var 10 árum eldri en hann og liföi 50 árum lengur. Þegar bróðir Gústafs, prins, Karl 15. Svíakonungur, lézt áriö 1872, lét hann ekki eftir sig erfingja aö krúnunni. Heföi Gústaf, prins, lifað þá, heföi hann oröið konungur í Svíþjóö, en þess í staö tók þriöji bróðirinn í rööinni við konungdómi, Óskar 2., sem er langalangafi Karls 16. Gústafs núverandi Svíakonungs. Gústaf Svíaprins fæddist aö vori og dó síðsumars. Honum var þaö veitt aö lifa aö- eins æskuna, vor mannsævinnar. Sveinn Ásgeirsson 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.