Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 15
þarna; þetta er efri deild Alþingis 1894. Hér inni í borðstofu eru hins vegar gamlar myndir, önnur frá Vigur frá árinu 1874, Ijósmynd, og hitt málverk eftir Jón Trausta af Hestinum eins og hann blasir við frá Vigur. Sú mynd er frá 1912, signeruð G.M. Guðmundur Magnússon." I' borðstofunni eru gömul eikarhúsgögn, buffet forkunnarfagurt, dökkbæsað með koþarlömum og slípuðu gleri. Buffetinu fylgir tauskápur úr sama efni, breiður með einni hurö og stórri rúðu með gardínu fyrir. Þetta buffet er keypt um 1920 og þá gamalt frá fornum herragarði í Danmörku. Þetta er úr búi Bjarna og Bjargar, þessi borðstofuhúsgögn fylgdu, stólarnir eru farnir aö láta á sjá, en borðið er ágætt. Uppi á buffetinu trónar stór kanna af látúni, gyllt og falleg og undirritaöur spyr hvort þetta sé súkkulaöikanna. „Þetta er kaffikanna, hún er ég veit ekki hvaö gömul; viö höfum notað hana spari, hún er afskaplega skemmtileg þessi kanna og hún er úr búi frú Þórunnar og séra Sigurðar og það er hefð að hún fylgi eyj- unni.“ Ég er að ala upp þriðja ættliðinn Talið berst að breyttri stöðu konunnar og ég spyr grimmt hvort Sigríður hafi verið kúguð hér í Vigur. „Nei, það vil ég ekki segja; ég hef haft mitt fram alveg eölilega. Ég segi nú stund- um í gamni, að ég sé að ala upp þriðja ættliðinn, eða þriðju kynslóðina, því að ég er búin að ala upp kallana mína, þeir eru farnir að vinna kvennaverk, ef því er að skipta. Þeir eru ekki aldir upp við það, — svo auðvitað mín börn — og barnabörnin eru farin aö koma núna.“ „Getur verið, að sveitakonan búi viö meira jafnræði í hjónabandi, en heima- vinnandi konur annars staðar?" „Ég veit ekki, ég held að húsmóðir, hvort sem hún er í borg eða bæ, geti ráðið miklu um það hvernig lífinu er lifað. Manni finnst kannski að þetta sé bindandi á meðan ver- ið er með ung börn. Svo þegar því sleppir, getur maður farið að veröa laus við. Ég hika ekkert við að fara út af heimilinu eins og til dæmis í fyrravetur, þá þurfti ég að skreppa suður og hikaði ekkert við áð fara og skilja þá tvo kallana eftir, þeir lifðu þetta af. Ég reyndi að taka svolítið til fyrir þá svo það yrði ekki alveg eins mikið fyrir því haft að ná sér í mat, en þetta gekk ágætlega og þænum héldu þeir alveg í toppstandi, ég hugsa þeir hafi bara ekki sleppt skrúbbi og kústi á meðan. Við þetta voru þeir þó ekki aldir upp.“ Ég treysti konum „Hvað með þann aldaranda aö konur ganga í störf sem einungis tilheyrðu körl- um áður, jafnvel forsetaembætti?“ „Ég treysti konum engu síður en karl- mönnum ef því er að skipta, og ég vil benda á, að það eru fleiri karlmenn á þingi en konur, en hvað er gert? Ég held það væri ööru vísi unnið, ef þar væru fleiri kon- ur, þær væru samviskusamari. Eftir sumar þessar glefsur i útvarpinu, sem maður hef- ur heyrt af þingfundum nú í sumar, þá fyndist mér betur gert ef þetta hefði ekki komið fyrir almenningsheyrn. Ég held, að enginn gæti ímyndaö sér, að þetta væri frá Alþingi islendinga ef hann vissi það ekki fyrir. Okkar vestanmenn gerðu sannarlega ekki garöinn frægan. Þú minntist á forseta- embættið og þá finnst mér, að eftir þetta eina ár, sem kona hefur gegnt því, hafi fólk, sem jafnvel kaus hana ekki, getað borið viröingu fyrir henni. Vigdís virðist vera blátt áfram og eiga gott með að umgangast fólk. Annars höfum við veriö mjög heppin með okkar forseta; þeir hafa allir verið mjög frambærilegir menn og það embætti hefur haldið virðingu sinni, það er alltaf vandi að setja ekki niður hluti sem eru búnir að fá hefð, hvort sem það er forsetaembætti eða einhver önnur staða.“ Steingerður Guðmundsdóttir Vor- sprotinn ungi Hughrif af málverkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream Þú Hér er hömrum — úr dvelur öræfa-tign gleði mold í með í eld-dansi sem vorsprotinn sýningarsalnum — seið epla — ungi - gengur í mildi lýsa — og ómvana í leiftra — setzt hljómi. skini vekja — á Hér er sólar gleðja — víxl. músíkk er mynnist þó lita — viö vágestur I dulheimi lína íöilgrænt lífs: andrúmsins og gras. vígfimur býr Ijóss. Skynjar Dauði söknuður — Augaö töfra bæri bláir nýtur — í tæru sigur hljómar — sálin bliki af blá skynjar — himins — hólmi þögn. skynjar í í kyrrð dökkva hildarleik. Hér er í himins — gróðurilmur: eirrauðum glettni Hugur skógur — tindum í léttu reikar björk fjalla — skvampi til og þrótt lækjar. horfinnar lyng- í Þau tíðar sjávarilmur: kul-bláma verk í fjara — kletta — er hljóðum þang blýgráum málarinn trega og brimsorfnum skóp — og þari. huldu rísa þökk. Sigurður Skúlason magister: Sumarkveðja til Sigmunds Aumt er hve eigum vér afburðamennina fáa. Oss hinum lætur víst best eitthvert dútl við hiö smáa. Of margt er hneppt í alls konar viðjar í dag. Ef til vill skortir oss staðbetri þekking og lag. Einn er samt sá sem viö undirmálsmennskuna slapp. Allflesta morgna hann verðskuldar lófaklapp fyrir að sýna oss á frábæran hátt hvílíkt blaður fyllir vort gelgjuskeiös þjóðlíf á ýmsa lund. Heill sé þér, dáðrakki hugvitsmaður, hönnuður íslenskrar skopmyndalistar um stund, S I G M U N D ! 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.