Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 7
HUSGCN Islenzkur homsófi af norskum uppruna Óneitanlega er ánægjulegt, þegar hægt er aö vekja athygli á einhverju góöu, sem framleitt er á íslandi. Þar á meöal er þessi „Partý“ hornsófi, sem svo er nefndur. Gerðin mun vera norsk, en framleiðslan er hjá Sameinuöu kaupfélagatrésmiöjunum á Hvolsv- elli. Grind og umgjörö eru úr furu, en yfirdekkt meö leðri — ullaráklæöi þó fáanlegt. Bólstrað er meö svampi og ágætt er aö sitja í þessum hornsófa, sem samanstendur af tveimur einingum: Fjögurra sæta og tveggja sæta. Sófaborð í sama stíl er einnig á boðstólum. Meö leöuráklæöi kostar þessi hornsófi kr. 21.215,- meö ullaráklæöi 17.790 og sófaboröið kostar kr. 3.110,- allt í JL-húsinu, en selt víöar. reyr Þegar gengiö er um húsgagnaverzlunina í JL-húsinu, vekja sér- kennileg reyrhúsgögn athygli og skera sig töluvert úr ööru, hvaö útlit snertir. Þarna eru stólar og borö frá Ítalíu og er ekki aö sökum aö spyrja, þegar ítölsk hönnun er annarsvegar. Eins og myndirnar sýna, er tvennskonar reyr notaður: Sver í buröargrind, en grennri reyr er fléttaöur í hliðarnar. Stólarnir eru mjög mjúkir ásetu og yfirdekktir meö þunnu bómullarefni. Þessi húsgögn eru einungis seld í settum, sem eru tveggja sæta sófi, tveir stólar og sófaborö úr reyr og meö glerplötu eins og sést á myndinni. Þannig sett kostar kr. 21.790. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.