Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Qupperneq 3
Tvœr konur. Önnur spinnur á halasnældu, hin vefur viö fót sór. Hluti af teikningu eftir Sigurð Guömundsson málara (1833—1874). Þjms. Ljósmynd: Gíslí Gestsson. óalgeng á sessuborðunum og stundum eru einnig á þeim ár- töl. Spjaldvefnaður Enn ein vefnaðargerðin sem einkennir gamlan íslenskan listvefnað er spjaldvefnaður. Meö þessum vefnaði voru ein- göngu ofin bönd og borðar ýmiss konar. Hvorki var notaður til þess vefstaður né vefstóll, held- ur var uppistaðan strengd við belti vefkonunnar annars vegar og til dæmis við rúmstuðul hins vegar. Skilin voru ekki gerð með höföldum, heldur með litlum ferhyrndum spjöldum, oftast úr tré; voru göt á hornum þeirra, uppistöðuþræðirnir þræddir í gegnum þau og skil mynduð með því að snúa spjöldunum. Fór það eftir munstrinu sem vefa átti; hvernig þrætt var í spjöldin. I spjaldvefnaði hylur uppistaðan oftast nær ívafið, og var hún þá höfð í þeim litum sem fram áttu að koma á bandinu. Islenskar konur þóttu mjög leiknar að vefa í spjöldum áður fyrr, og mun spjaldvefnaður hafa tíðkast hér á landi allt frá upphafi. Er hann raunar eini ís- lenski listvefnaðurinn sem til eru leifar af frá miðöldum. Er um að ræða í fyrsta lagi lítinn bút af bandi með ógreinilegu munstri, mislitu, úr konukumli að Reykjaseli frá 10. öld. í öðru lagi eru til þrír fremur breiðir borðar, einnig mislitir. Er einn þeirra bekkjóttur með sérstæðu, smágerðu munstri, en hinir tveir með munstrum, meðal annars úr brugðnu munstur- bandi, með stílfærðum dýra- og fuglamyndum ásamt ýmiss kon- ar fléttingum og hnútum. Borð- arnir varðveittust á refilsaum- uðu altarisklæði frá Höfða í Höfðahverfi frá fyrri hluta 16. aldar; þeir hafa helst verið tald- ir frá 15. öld, en kynnu að vera eldri. Af spjaldvefnaði frá síðari öldum, líklega þó eingöngu frá 19. öld og byrjun 20. aldar, hafa aðallega varðveist styttubönd, sessubönd og axlabönd. í bönd þessi ófu konur, með tvöföldum vefnaði, áletranir og alla vega bekki eftir reitamunstrum. Var efnið fíngerður togþráður — eins og er reyndar í miðalda- böndunum einnig — og eru sum böndin ótrúlega þétt og smá- gerð. Aletranirnar voru ósjald- an heillaóskavísur af ýmsu tagi, svo og nafn eða fangamark eig- anda og ártal. Á sessubandi má til dæmis sjá eftirfarandi vísu: Sæll æ sittu, scssu bittu svo með bandi, cn það vittu, það er til styttu óbrúkandi. Fer ekki milli mála til hverra nota bandið var ætlað. Sama er að segja um þessa vísu: Sá scm bindur sessu í hnakk með sögöu bandi vcrndi hann j;uö frá voða og jjrandi á vatni, sjó ojj þurru landi. Stefán skáld Ólafsson orti ekki aðeins vísur um heldur einnig á vefnað. Eftir hann er þessi vísa til að vefa í band: l>cssi iðja áfram rann, endi er kominn á linda; letrin biðja lanjjs uni hann, að lukkan styðji cignarmann. Ekki verður af efninu ráðið hvort vísan sé ætluð á sessu- band, styttuband, eða ef til vill á belti. En eftirfarandi tvær vísur eru af styttuböndum: llaldi guð í hönd á þcr • hcr og veg þinn grciði, cn þcgar lífið úti er í eiiífa sælu lciöi. Undir Jesú verndarvæng vafin ætíð sértu. í göngu, stöðu, scss og sæng sæl og blessuö vertu. Fótvefnaður Miklum mun algengari en spjaldvefnaður mun hinn svonefndi fótvefnaður hafa ver- ið þegar vefa átti bönd, einkum þau sem piinni ástæða þótti að vanda til, svo sem sokkabönd og svuntubönd. Voru fótofin bönd unnin úr togþræði eins og spjaldvefnaðurinn, en oftast voru þau með þráðarbrekáns- vend, einskeftuvend þar sem uppistaðan hylur ívafið. Þegar ofið var á fæti var slöngunni, uppistöðunni, brugðið um annan fótinn þannig að fram kom þráðaskil, haldið í slönguna með vinstri hendi, ívafinu brugðið í skil með þeirri hægri og skilin einnig tekin með henni, gagnstæða skilið með lausahöf- öldum jafnframt. Bandvefnað- araðferð þessi er trúlega æva- forn. Hún þekkist þó ekki í ná- grannalöndum okkar, nema hvað spurst hefur til hennar í Færeyjum, og eins mun hafa verið ofið á fæti á Araneyjum undan vesturströnd írlands fram yfir miðja þessa öld og er kannski enn. Álgeng fótofin bönd voru ýmist með þverrákum eða langröndótt, og fór það eftir því hvernig litum var raðað niður í slönguna; nefndust þau tenningabönd og ásabönd. Munsturofinn fótvefnaður þekk- ist einnig, rósabönd og augnofin bönd eða tiglabönd. Við vefnað á þeim voru munsturskilin tekin með aukahöföldum. Lokaorð Eins og fram hefur komið, var svo til allur vefnaður hér á landi unninn úr íslensku ullarbandi, listvefnaðurinn að verulegu leyti úr togþræði. Engar heim- ildir eru um línvefnað á íslandi fyrr á öldum, hvað þá vefnað úr silki; slíkir dúkar voru aðkeypt- ir. Erlent ullar- og bómullar- garn fer lítilsháttar að tíðkast til vefnaðar er líða tekur á 19. öld, og með tilkomu sérstakrar vefnaðarkennslu, til dæmis í húsmæðraskólum, á fyrri hluta þessarar aldar eykst stórum notkun á innfluttu vefjargarni. En þrátt fyrir þetta hefur ull- arbandið haldið velli í íslensk- um listvefnaði og gerir enn, góðu heilli. Og þó svo að gömuí vefnaðarhefð hafi í mörgu orðið að þoka fyrir nýjungum, er þekkingu á henni markvisst haldið við og mun vart glatast úr þessu. 10.1. 1983. úr Vör Þrjú kvœði Þœgileg hugsun Undarlegt að vakna gamall á hverjum morgni, og þykja gott að vera ekki dauður. Undarlegt að vita að á því sem er hlýtur senn að verða tiltakanleg breyting. Þægileg hugsun að vita að þegar til þessa kemur muni maður ekki taka eftir því sjálfur. Og að vita líka að þann dag munum við ekki þurfa að vakna til þess að fara á fætur ... Osköp þægileg hugsun, finnst manni. Handrit Nú blæs ég rykið af þessu kvæði sem enn hefur notið þeirra einstæðu réttinda að þurfa ekki að koma á prent. En þú, háttvirtur lesandi, mætir skáldunum á göngu á hverjum góðviðrisdegi með orð sín, þrjá langhunda, í bandi. Brosandi kinkar þú kolli eða tekur ofan, hefur mikilsverðum störfum að gegna, og heldur svo í aðra átt. Um bœkur í. Víst hef ég eins og allir vita lifað á orðum. Nei, ekkert bréf. En berðu þá kveðju að ég komi ekki í haust, að vorið muni koma. Vel er ort. Það veit ég áður en ég lýk upp spjöldum, eins hitt að ég myndi ekkert skilja. — Ef ég kæmist að efninu myndi það mig engu varða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.