Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 5
Undirstaöa fiskverkunar og alls atvinnulífs í Viöey var aö sjálfsögöu hafskipabryggjan viö Sundbakka, en engin slík bryggja var þá í Reykjavíkurhöfn. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Kópía: Ljósmyndasafnið h/f. Stakkstæöin á Sundbakka. Grundvöllurinn undir saltfiskframleiöslunni var svo til vonlaus, því af hverjum 6 krónum, sem saltfisksyndíkatiö á Spáni gaf fyrir skippundið, komu aðeins 2 krónur í hlut framleiöslunnar. Hitt fór til umboðsmanna og milliliöa. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Kópía: Ljósmyndasafnió h/f. inu öllu. Lýsingar Jónasar á vinnubrögðum opinbera annars ekki neitt nýtt — að því frá- töldu, hvernig mjólkinni var komið á markað. Á þessum fyrstu árum aldar- innar brugðu bæjarbúar Reykjavíkur sér í fjósin á kotun- um í kring og fengu þar sína mjólk. Þótti það skipulag all- gott. Þeir gátu af eðlilegum ástæðum ekki komið í Viðeyj- arfjósið sömu erinda, enda var Eggert maður framtíðarinnar og skildi þann hátt, sem hér þurfti að hafa á. Hann varð lík- lega fyrstur manna til að koma á fót mjólkurbúð — hún var í Uppsalakjallaranum í Aðal- stræti, og Guðrún Jónsdóttir, sem þar réð ríkjum, var venju- lega kölluð mjólkurbússtýra. Búskapurinn í Viðey var ein- stæður í þá veru, að á hverjum degi ef fært var, varð að flytja mjólkina yfir sundið í Laugar- nes og síðan á vögnum niður í Aðalstræti. Eggert Briem var talinn gáfaður maður og fjölfróður. Hann innleiddi ný vinnubrögð við búskap, braut land í Viðey til nýræktar og hlúði að æðarvarp- inu. Kona hans var Katrín, dótt- ir Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal og systir Muggs lista- manns. þau Katrín og Eggert þóttu með afbrigðum glæsileg hjón og Viðey bar með sér í þeirra búskapartíð, að þar var höfðingjasetur. Mannskaði við Viðey Þeir sem sáu um daglega flutninga til og frá Viðey, kom- ust oft í hann krappan. Enda þótt sundin geti verið fögur og meinleysisleg á lognkyrrum kvöldum, er með ólíkindum hversu hafrót getur náð sér þar á strik í ofstopaveðrum. Eitt slíkt veður gekk hér á 7. apríl 1906. Einmunatíð var allan marzmánuð, en snarbreyttist til hins verra með aprílbyrjun og var óstætt veður með sunnan slagvirði þann 5. apríl. Menn voru kappsfullir á þilskipunum í þá daga og aðeins þeir elztu og reyndustu biðu á meðan veðrið gekk yfir. Þann 7. apríl gerði við Faxaflóa eitthvert mesta af- takaveður á suðvestan, sem menn kunna frá að greina og komust skipin mörg í krappan dans að ná heim, en tvo menn tók út, þegar hnútar riðu yfir skipin. Þá áttu margir Reykvík- ingar skyldmenni eða kunningja á sjó og var fylgzt gerla með skipunum á barningi þeirra síð- asta spölinn. Þá tóku menn eftir skipi á siglingu utan við eyjar og átti það sýnilega í erfiðleikum; hafði uppi aftursegl og stagfokku, en gaffallinn á stórseglinu brotinn og ljóst, að skipið hafði orðið fyrir áföllum. Þetta reyndist vera kútter Ingvar, eign Duus- verzlunar í Reykjavík. Eins og á stóð, treysti skipstjórinn sér ekki til að ná inn á Reykjavík- urhöfn eftir venjulegri siglinga- leið, heldur sigldi hann norðan við Engey og hefur trúlega ætl- að að ná inn Viðeyjarsund. En veður gerðist sunnanstæðara um hádegið og suðvestur af eyð- inu í Viðey verða skerjaflákar, sem ekki sjást í kyrru veðri og sjó, en brýtur á þeim í brimi. Skipstjórinn hefur séð, að hann næði ekki sundinu og að veðrið mundi hrekja skipið á skerja- flákana við Viðey. Menn sáu úr landi, að á Ingvari voru segl dregin niður og varpað akkeri. Ekki er alveg ljóst af frásögn- um, hvort skipið var þá þegar strandað, eða hvort það rak eftir það, unz það steytti á skeri. Ljóst virðist, að akkerið hafi um síðir krækst við skerið og haldið Ingvari þar unz hann brotnaði. Fjöldi manns var kominn í fárviðrinu niður að höfn; þaðan grillti í möstrin, en Hermann spítalaráðsmaður í Laugarnesi símaði og sagði skipið strandað og áríðandi að hefja björgunar- aðgerðir strax. Bæði þaðan og úr Viðey sást, að menn voru komn- ir í reiðann, en skipið hallaðist ákaflega og gengu stórsjóirnir látlaust yfir það. Meðal örvæntingarfullra áhorfenda við höfnina voru sumir fremstu ráðamenn þjóð- arinnar; Hannes Hafstein ráð- herra, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Páll Einarsson bæjarfógeti og Thomsen kaup- maður, sem var einn af braut- ryðjendum slysavarnastarfs á íslandi. Þeir leituðu svo sem framast mátti verða að bjarg- vætti og loks fengust menn til að róa út í gufuskipin, sem lágu fyrir akkerum á ytri höfninni. Næst var Reykjavíkin, síðan Súlan og Seagull, togari Þor- valdar á Þorvaldseyri. Á þessum skipum töldu menn siglingu inn- undir Viðey alls ófæra, en á Gambettu vildi skipstjórinn reyna, en gafst fljótlega upp. Var þá útséð um hvernig færi. Eggert Briem og heimamenn í Viðey drógu bát langa leið yfir tún og móa, en brimrótið suð- vestan við eyna var meira en nokkur hafði séð og dauðinn vis hverjum sem lagt hefði út í það á árabáti. Eggert og hans menn sáu hvernig brimskaflarnir slitu hvern manninn af öðrum úr reiðanum, unz Ingvar brotnaði. Áður en dagur var að kvöidi kominn, hafði 11 lík rekið í Við- ey. Var sá dagur svartur sorg- ardagur fyrir Viðeyinga og Reykvíkinga, sem höfðu atburð- inn svo að segja fyrir augunum án þess að geta komið til bjarg- ar. Síðast var aðeins einn maður sjáanlegur við siglutréð; hafði sá að öllum líkindum bundið sig fastan og hékk þar með höfuðið 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.