Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Síða 12
Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndahöfundur: — kona og kvikmynd — - Úr La Pointe Courte eftir Agnes Varda. Fyrri hluti greinar, sem birt er í tilefni Kvikmyndahátíðar 1983. Höfundurinn hefur stundað nám í kvikmyndagerð og kvikmynda- stjórn í Frakklandi og vinnur að nýrri kvikmynd, „Á hjara verald- ar“, sem frumsýnd verður síðar í vetur. ... et la marquise resta pensive. MYNDIN IUPPHAFI VAR Huldukona Alice Guy var kona. Hún var fyrsti höfundur kvikmyndanna. Hún gerði fyrstu mynd sína La Fée aux Choux í byrjun árs 1896, nokkrum vikum áður en sjónhverfingamaðurinn Meliés birtist á tjaldi myndgaldranna. Hvort sem það hefur verið fyrir töfrabrögð Meliésar eða vegna myndhvarfa í söguritun féll Al- ice í skuggann af þessum marg- fræga skemmtikrafti enda stúlkan kornung og hafði ekki aðra klæki handbæra í upphafi en vélritun. Þó Alice sé raunverulega fyrsti höfundurinn verður Meli- és þó talinn brautryðjandi kvikmyndalistarinnar bæði vegna þess hve afkastamikill hann var og fyrir fádæma auðg- un á tæknibrellum og mynd- máli. Meliés ruddi brautir. Þessar brautir urðu breiðar og það vill nú gjarnan verða svo að allt er borið í breiðstrætin og annað gleymist. Þannig splæstu menn ýmsu á Meliés sem réttilega var í eigu Alice og þykir okkur í vinafélagi Ara fróða hæfa að splæsa hér aftur í sannsögulegt form hvað snertir hlut Alice til kvikmyndanna, þótt um þröngar götur sé að fara. Undralandið Fröken Lísa eins og hún var kölluð lenti á réttum stað með ritvélina sína. Ung þurfti hún að vinna fyrir sér í ljósmyndavöru- búð Léon Gaumont við Óperuna og þegar Louis Lumiére bauð Léon á þá sögufrægu bíósýningu þann 22. mars 1895, leyfði hann Alice að rölta með. Eftir það sögufræga kvöld lét Alice sig dreyma daglangt við undirleik ritvélarinnar og kom loks að máli við Léon og sagði að þær væru orðnar nokkuð ein- hæfar heimildakvikmyndirnar sem þessir strákar væru að gera; það þyrfti að mynda litlar sögur. Hún hamraði eins fast á sínu og ritvélin á verslunarbréf- unum. Ljónið lét undan. í byrj- un árs 1896 gerði Alice Guy fyrstu mynd sína: La Fée aux Choux (Alfurinn í kálgarðin- um). Fröken Lísa, sem aðeins var tvítug að aldri, var ekki fjarri undralandi barnsins og þessi fyrsta mynd hennar, „litla sag- an“ sem rúmaðist á þrjátíu metra langri filmu, var skýr vottur þess. Nýgift hjón eru úti á gangi er þeim birtist álfkona sem töfrar fram barn í kálhaus. Myndir hennar urðu margar og fóru víða eins og hún sjálf. Lengi bjó hún í Bandaríkjunum og rak eigið kvikmyndaver í fé- lagi við mann sinn, en ekki eru myndir hennar sagðar .hafa flörtað við fullkomnunina og er það kannski ekki aðalatriðið heldur hitt að hún óð í farar- broddi og það hefur gleymst! En bæði karlar og konur eru sammála um að styrkur hennar hafi legið í næmni og þekkingu hennar á konunni, auga hennar fyrir óendanlegu ljósbroti kvenverunnar og þar af leiðandi fádæma magnaðri leikstjórn kvenleikara. Ljósið Önnur var sú kona sem lýsti upp áður óséða fleti og það var Germaine Dulac, 1882—1942. En hún var mun betur stígvéluð en Alice Guy þar sem hún hafði öfluga menntun í bókmenntum, tónlist og ljósmyndun að bak- hjarli, var rík, feministi, kommi og krítiker en kvikmyndirnar uppgötvaði hún í fyrri heims- styrjöldinni. Hún gekk beint að hlutunum með brýnda vitund, fékk uppljómun snemma á ferli sínum; skildi að hughrif spretta fram vegna myndrúmslofts fremur en rás atburða; að gildi kvikmyndar liggur minna í at- burðarás en í blæbrigðum myndar sem slíkrar og enda þótt túlkun leikara sé alltaf mikilvæg í sjálfu sér öðlast hún ekki fullt gildi né nær fullum styrkleika nema í samspili við aðra þætti myndmáls. Germaine Dulae varð ljóst að eitthvað var að stirðna innan kvikmyndanna strax í upphafi, kölkun var hlaupin í liðamót og aðeins gert ráð fyrir einni stell- ingu sem „Hið stóra Públíkum" gæti farið í án þess þó að nokkur þekkti né gæti bent á hvar væri að finna þennan mikla lasna skrokk sem públíkum var nefnd- ur. Germaine Dulac hóf að birta teoríur sínar jafnhliða kvik- myndastjórn, fékk Louise Delluc í félag með sér og urðu þau brátt ásamt nokkrum öðrum þekkt undir merkimiðanum „franska avant-garde línan“. 1925 skrifar hún: „List hreyfingarinnar, það eru kvikmyndirnar og ég á við með hreyfingu; framvindu lífsins sjálfs, atburði og rás hugans sem veldur þessari hreyfingu. Allt er hreyfing í kringum okkur, í hinu óþekkta jafnt sem hinu áþreifanlega og það er þetta villta flug hugar okkar, líkama okkar, heimsins sem við lifum í sem er kjarni sannrar kvikmyndahugsunar." Tær list Myndum hennar var ekki allt- af jafn vel tekið. í La Mort du Soleil (Dauði Sólar) kemur hún örvinglun manns sem fengið hefur heilablóðfall áleiðis með mynd Ijóss og skugga. Myndin var klippt niður þar eð ekki þótti þessi myndgerð sálarlífs líkleg til að ganga hikstalaust í áhorfendaskarann. En hún fékk brátt annað tækifæri. Og það var í La souriante Ma- dame Beudet (Síbrosandi frú Beudet, 1923) sem Germaine Dulac tókst að breiða úr væng- hafinu. Sú mynd, sem gerð er eftir leikriti, er lýsing á hugar- angist konu, eins konar Madame Bovary. Þetta er kaupmannsfrú frá Chartres, viðkvæm og veik- byggð, sem lifir í hörmulegu hjónabandi; er lokuð inni allan liðlangan daginn. Maðurinn er fauti og fær óhemjuleg afbrýð- isköst og hræðir næstum líftór- una úr konunni með því að svið- setja sjálfsmorð með jöfnu millibili en skammbyssan er alltaf tóm. Þar til kvöld eitt að síbrosandi Madame Beudet hleður byssuna ... I þessari mynd veifaði Ger- maine Dulac burt þessum ýkta svipbrigðaleik sem var hefð þöglu myndanna og ofan á mjög einfaldan og tæran leik lagði hún sem kontrapunkt sveigjan- leika myndar og notaði jafn- framt hluti og hreyfingar til að spegla hugarvíl. Myndin vakti mikla furðu og uppþot, hrifningu sumra og undrun annarra. I tilefni þess og einnig vegna vonbrigða á með- ferð Dauða Sólar hrópaði hún upp yfir mannfjölda samankom- inn í Vinafélagi Kvikmynda 7. desember 1924: „Haldið þið að kvikmyndir eigi frekar að vera list frásagnar heldur en list upplifunar? Einföld spurning en ef til vill þung á metunum. Þið skuluð ekki halda að ég ætli að segja sem svo; við erum bara að hugleiða og leita fyrir okkur. Það er allt og sumt. Það er svo fjarri mér að útiloka af tjaldinu í einu vetfangi þessar fallegu eða grátklökku litlu sögur sem við skrifum öll af því að beðið er um þær fyrir áhorfendur sem við þekkjum að vísu ekki en sem heimta þær víst að því er sagt er. Ég bið aðeins um eitt; þegar fram kemur kvikmyndahöfund- ur sem reynir að hrífa með upp- lifun einni saman, með næmn- inni, með hreyfingunni vegna hreyfingarinnar; hjálpið þessum listamanni, því með því að berj- ast gegn bókmennta og leik- húsmengun í listgrein sinni hef- ur hann að öllum líkindum sannleikann sín megin." Germaine Dulac var meðal fremstu kennisetjara sem gerðu grein fyrir kjarna og eðli kvik- myndanna á tímum þöglu myndanna, tilgangi þeirra og takmörkum. Síðustu árin ferð- aðist hún um, hélt fyrirlestra, skrifaði greinar og lagði alla sína póetísku hugsun, sinn snjalla stíl og sannfærandi rödd í að opna augu fjöldans fyrir kvikmyndalist sem væri óháð, tær og sterk. Ósigrandi streymdi hún um með sígarett- una í munninum, stafinn í ann- arri hendi, myndspólu undir hinni, alltaf sama myndin á spólunni, hvert sem hún fór. Myndin um baunina. Myndin sem birti skýrast og heillegast sköpunargáfu Germaine Dulac. Þetta var mynd sem gerð var með svonefndri „accéléré" tækni. Við sjáum baunina spíra, stilkinn spretta upp úr mold- inni, hækka, sveigjast, berjast í stormi og regni, blað vaxa og annað. Engin saga á bak við þetta, engin persónusköpun, engin sálfræðileg uppbygging í þessari mynd. Samt er þessi fæðing, þessi uppvöxtur, þrot- laus leitin eftir ljósinu, mynd sköpunar og endurnýjunar nátt- úrunnar eins magnþrungin í þessu töfrablandna myndformi og sterkustu harmleikir leikhús- anna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.