Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Side 14
Úr ytri húðinni
Á glæfralegri rennibraut fjallsins
ek ég ígegnum birtu skuggastræta
með ljóslausar vínstofur
í heila.
Ég vil slökkva á öllu.
Reyni að skína ígegnum mig
og tilraun mína til brotthlaups.
Hópferðir út úr ytri húðinni
hafa lengi staðið til
þótt aldrei verði það víst
hvort það er ég
eða ímynduðu skammtarnir,
lang raunverulegasti veruleikinn,
svefninn sem ég sækist svo eftir.
Hreyfanleg náttúra lokuð inni.
í þessari endalausu, skilningslausu, draumlausu,
sjónlausu, vonlausu,
en þó áætluðu ferð.
Þessa svefns.
Framtíð
í næstu framtíð
verður mér líklega hent ofan
í jörðina.
Limurinn mun rotna,
farartæki hugsunar, beinagrindin
eyðast að lokum.
Ér ég lifandi mold?
Gangandi hugsandi mold?
Rökrétt líffræðilegt samhengi?
Og ég hef eytt tíma mínum í að reyna
að elska fallegar húðklæddar
tilvonandi berar hauskúpur.
Ég dái þig Ijóshærða hauskúpa
og blekkingin helst
til eilífðar.
Þorri Jóhannsson er tvitugur að aldri og hefur komió út eftir ha
ein Ijóðabók, „Sálin verður ekki þvegin", 1980. Tvivegis hafa ái
birzt Ijóð í Lesbók eftir hann. Síðastliðná tvo vetur hefur ha
stundað málanám á Spáni.
Mynd: Óskar Thorarensen
Þorri Jóhannsson
Ærar R. Kvaran |JM DAUÐANN I
Er dauðinn endir
allrar tilveru mannsins?
Tvennt er þaö sem oft fer
saman og hygg ég, að það sann-
ist vel á okkur Islendingum. En
það er einþykkni og rík hvöt til
sjálfstæðis. Ef þetta er rétt, þá
er það í senn kostur okkar og
galli. Annars vegar leiðir þetta
til þess að við viljum standa sem
mest á eigin fótum og erum
reiðubúnir að fórna allmiklu til
þess. Hins vegar leiðir þetta oft
til sundurlyndis. Þetta kann að
skapa sterka einstaklinga, en
það getur einnig haft í för með
sér hættuleg sjúkdómseinkenni
þjóðar okkar, því við erum
deilugjarnir eins og forfeður
okkar.
Þó vil ég nefna hér efni sem
jafnvel íslendingar geta ekki
deilt um, en það er: aö eitt sinn
skal hver deyja.
Þegar þess er gætt að þessi
örlög bíða okkar allra, þá er það
furðulegt, hve sjaldan er á þetta
minnst. Það er varla gert nema
við jarðarfarir eða í lofgreinum
um látna. Hafa menn þá engan
áhuga á þessum vissu forlögum
sínum? Vafalaust. En það þykir
víst ekki smekklegt að minnast
of oft á það. Hvers vegna? Ætli
hin ömurlega mynd sem vísind-
in hafa dregið upp af dauðanum
eigi ekki einhvern þátt í því?
Hvernig er þá þessi mynd? Hvað
er læknum og hjúkrunarkonum
kennt um dauðann? Þetta: þegar
hjartað hættir að halda blóðrás-
inni gangandi, þá fær heilinn
ekki lengur neina næringu og
skemmist mjög hratt. Það tekur
ekki lengri tíma en stundar-
fjórðung eða svo. Þegar hér er
komið, segja textar læknavís-
indanna, er persónuleiki sjúkl-
ingsins ekki lengur fyrir hendi.
Hann hefur verið eyðilagður
fyrir fullt og allt. Einstaklingur-
inn hættir að vera til.
Kenning læknis-
fræðinnar og
andmælin gegn heiini
Öldum saman hafa lækna-
skólarnir kennt læknum og
hjúkrunarkonum þessa óhugn-
anlegu og fagnaðarsnauðu kenn-
ingu. Og hvaða fólk er þetta?
Það er fólkið sem ætlast er til að
hjálpi okkur á banabeði! Hjálpi
okkur að sætta okkur við dauð-
ann! Þess er tæplega að vænta
að þeir, sem þessu trúa, telji
þetta sérstaklega örvandi um-
talsefni. En nú vaknar spurn-
ingin: Hefur þessi kenning verið
svo vel staðfest, að þar komist
enginn efi að? Er þetta heilagur
sannleikur sem við getum treyst
hvernig sem á stendur? Eða
varðar okkur kannski ekkert um
þetta? Heimskunnur maður
komst svo að orði um það:
„Ekkert va 1 í lífinu kemst
undan áhrifum þess hverjum
augum persónuleikinn lítur á
örlög sín og dauða. Þegar allt
kemur til alls er það skiln-
ingur okkar á dauðanum sem
ákveður svörin við öllum
þeim spurningum sem lífið
leggur fyrir okkur. Af þessu
leiðir nauðsyn þess að búa
sig undir hann.“
Og hver sagði þetta? Það var
Dag Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna.
Við brugðum þeirri spurningu
upp áðan, hvort læknisfræðin
væri að segja sannleikann, þeg-
ar hún segir okkur, að dauðinn
sé endir allrar tilveru mannsins.
Þótt undarlegt megi virðast,
eru það einmitt þeir sem eru að
deyja, sem mynda andmælin
gegn þessari læknisfræðilegu
kenningu. Hvers verðum við vör
þegar við deyjum? Hvað sér
hinn deyjandi við Iokin? Er
dauðinn í skilningi hins deyj-
andi hrein úrþurrkun eða nýtt
upphaf?
Ójarðneskt umhverfi
sem einkennist af birtu
Það skal fúslega viðurkenrit,
að flestir sjúklingar virðast líða
inn í meðvitundarleysið án þess
að verða varir við það. En svo
eru bara aðrir sem eru bersýni-
lega með fullri vitund til loka og
segjast „sjá“ inn í það sem fyrir
handan er, og geta skýrt frá
þessari reynslu sinni áður en
þeir gefa upp öndina. Þegar fólk
sér í sýnum látna ættingja og
vini. Það sér trúarlegar persón-
ur. Það sér ójarðneskt umhverfi
sem einkennist af birtu, fegurð
og mjög sterkum litum. Og þess-
ari reynslu fylgir algjör breyt-
ing á líðan viðkomandi. Þessum
sýnum fylgir ró, friður, upp-
hafning og trúarlegar tilfinn-
ingar. Sjúklingarnir hljóta fagr-
an dauða; þvert á móti hinni
venjulegu deyfð, drunga og öm-
urleika sem almennt er búist við
þegar fólk deyr. Það er athygl-
isvert að þeir sem ekki sjá nein-
ar sýnir, verða engu síður varir
við þessa stórkostlegu breytingu
á líðan sinni, sem meðal annars
lýsir sér í því að sársauki og
þjáning hverfur.
Yfirskilvitleg reynsla deyj-
andi fólks er vitanlega ekkert
nýmæli. Hér er um forna
reynslu deyjandi fólks að ræða.
En sökum hinna almáttugu vís-
inda og ótta við að slíkt yrði tal-
ið annað hvort til geðveiki eða
ofsjóna, hefur fólk vafalaust
leynt þessu og reynt að láta ekki
á því bera. En nú verður ekki
lengur um þetta þagað, hvort
sem það brýtur í bága við alda-
gamlar kenningar vísinda eða
ekki. Læknar hafa orðið svo
mikils vísari í þessum efnum, að
þeir geta ekki lengur orða bund-
ist. Enda er það ekki nema sjálf-
sagt, ef menn vilja þá ekki leyna
sannleikanum vísvitandi.
Bók dr. Erlends
og Karlis Osis
Árið 1977 kom út í New York
bók sem vakti mikla athygli og
ber nafnið At The Hour Of Death
(Á dauðastund). Höfundar þess-
arar bókar eru tveir og er mér
sérstakt ánægjuefni að geta tek-
ið það fram, að annar þeirra er
íslendingur. Bókin er eftir þá dr.
Karlis Osis, sem er meðal kunn-
ustu sálarrannsóknamanna
Bandaríkjanna og rannskaði
meðal annars hæfileika Haf-
steins Björnssonar, og dr. Er-
lend Haraldsson, sem þegar hef-
ur skrifað mjög athyglisverða
bók um könnun á dulrænni
reynslu Islendinga, trúarvið-
horfum og þjóðtrú, sem ber
nafnið Þessa heims og annars.
Það er orðið nokkuð síðan dr.
Karlis Osis fór að fá vaxandi
áhuga á því sem fólk sér og segir
á banabeði. Árið 1966 kom út
bók eftir hann í Bandaríkjunum
um rannsóknir hans á þessum
efnum og vakti hún mikla at-
hygli. En fyrsta þess ,háttar
könnun dr. Osis var þó gerð
1959—1960 samkvæmt ósk
Parapsychology Foundation. En
árið 1972 fékk hann styrk til
sams konar rannsókna í gjör-
ólíku menningarþjóðfélagi, Ind-
landi, og til samstarfs í þessum
indversku rannsóknum fékk
hann íslendinginn dr. Erlend
Haraldsson í lið með sér. Þessi
indverska rannsókn var gerð til
þess að ganga úr skugga um það,
hvort niðurstöðurnar af rann-
sókninni í Bandaríkjunum væru
dæmigerðar fyrir bandarísku
þjóðina. En niðurstöður ind-
versku könnunarinnar reyndust
þær sömu, þrátt fyrir gjörólíka
menningu, trúarbrögð og lífs-
viðhorf þessara ólíku þjóða. Bók
þeirra dr. Karlis Osis og dr. Er-
lends er nú komin út í íslenskri
þýðingu og er það mikill ávinn-
ingur. Hún heitir „Sýnir á dán-
arbeði“ og gefin út af Skuggsjá í
Hafnarfirði 1979.
Ein önnur bók er komin út á
íslensku um þetta fróðlega efni,
bók Raymonds A. Moody jr. Líf-
ið eftir lífið en hún vakti gífur-
lega athygli þegar hún kom út í
Bandaríkjunum 1975.
Thanalogy — ný
fræðigrein
Þótt sannarlega sé margt
merkilegt að finna í bók
Moodys, þá verður bók þeirra
doktoranna Osis og Erlends þó
sennilega að teljast fyrsta vís-
indalega rannsóknin á þeim
14