Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 15
Dauöastundin, málverk eftir Einar Jónsson frá Galtafelii, málaó 1908—1915. Myndin er í hinni nýju bók um Einar Jónsson, sem Skuggsjá hefur gefiö út og er birt hér meö leyfi Listasafns Einars Jónssonar. fyrirbærum sem svo margir hafa lýst á dauðastund sinni, en þeir áttu tal við yfir 1000 lækna og hjúkrunarkonur á Indlandi sem frá slíku höfðu að segja. Þessar rannsóknir hafa nú vakið svo mikla eftirtekt, að vísindin hafa orðið Thanalogy eða dauða- fræði. Virtasti sérfræðingur og kunnasti á þessu sviði í Banda- ríkjunum er dr. med. Elisabeth Kúbler-Ross í Plossmoor í 111- inois, en hún skrifar formála að báðum þeim bókum sem ég hér að framan hef nefnt um þessi fyrirbæri. Hún segir meðal ann- ars í formála bókar Moodys Lífið eftir lífið: „Ég tel að við séum komin að krossgötum í andleg- um málum mannlegs lífs. Við verðum að taka í okkur kjark til þess að opna ýmsar lengi luktar leiðir og játast um leið undir þann sannleik, að vélræn, vís- indaleg tækni okkar tíma er þess ekki umkomin að takast á við fjölmargar ráðgátur og fyrirbæri mannlegs lífs.“ Sýnir við dánarbeð eru vitan- lega ekki fremur en önnur sál- ræn fyrirbæri neitt nýnæmi. Þetta hefur hvort tveggja fylgt mannkyninu frá upphafi vega, enda er þeirra getið í ævisögum og bókmenntum allra alda. En þrátt fyrir þetta hefur staðið á vísindalegum rannsóknum. Fyr- ir meira en hálfri öld lýstu tveir brautryðjendur sálarrannsókna sýnum við dánarbeð, en það voru þeir Fredric Myers, nafn- kunnur, breskur fræðimaður í klassískum bókmenntum, og heimspekingurinn James H. Hyslop við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. En þeir gerðu ekki sérstakar rannsóknir á þessum sérstöku fyrirbærum, sem þess vegna voru ókunn með- al vísindamanna yfirleitt, þang- að til undarlegir hlutir tóku að gerast á heimili Sir William Barretts, eðlisfræðiprófessors við Royal Couege of Science í Dyflinni. Eiginkona Sir Williams var læknir og sérfræðingur í upp- skurðum í sambandi við fæð- ingar. Nóttina þann 12. janúar 1924 kom hún þjótandi heim til sín af sjúkrahúsinu í mikilli spennu til þess að segja manni sínum frá tilfelli sem snart starf hennar. Lafði Barrett hafði ver- ið kvödd til þess að taka á móti barni Dorisar nokkurrar! (eftir- nafni var leynt í skýrslunni) og þó barnið fæddist fullfrískt, var Doris að dauða komin. Lafði Barrett lýsti þessu með eftirfar- andi orðum: „Allt í einu leit hún áköf í átt til viss hluta herbergisins og geislandi bros færðist yfir alla ásjónu hennar: „Yndislegt," sagði hún. „Ó, yndislegt, dásam- legt.“ Ég spurði hana: „Hvað er yndislegt?" „Það sem ég sé,“ svaraði hún lágri ákafri röddu. „Hvað sérðu?" „Yndislega birtu — dásamlegar verur.“ Það er erfitt að lýsa þeirri sterku til- finningu raunveruleika sem kom fram við það hve gagntekin hún var af sýn sinni. „Já, en þetta er pabbi! Ó, það gleður hann svo mikið að ég skuli vera að koma. Hann er svo undur- glaður. Þetta væri með öllu full- komið ef W (eiginmaður henn- ar) kæmi bara líka.“ Sá systur sína sem hún vissi ekki þá aö var látin Henni var nú fært barnið svo hún gæti virt það fyrir sér. „Finnst þér ég ætti að vera kyrr vegna barnsins?“ sagði hún þá. Síðan virtist hún snúa sér aftur að sýn sinni og sagði: „Ég get ekki — get ekki verið kyrr hérna. Ef þú gætir séð það sem ég sé, þá mundir þú skilja, að ég get ekki verð hér kyrr.“ Það var bersýnilegt að þessi unga kona sá eitthvað sem var henni svo raunverulegt, svo full- nægjandi og svo mikils virði, að hún var reiðubúin að fórna fyrir það lífi sínu og eigin barni. Þegar eiginmaður hennar kom inn í herbergið, þá sneri hún sér til hans og sagði: „Þú lætur ekki drenginn okkar í hendurnar á neinum sem elskar hann ekki, er það?“ En þegar hann nálgaðist hana, vék hún honum undan og sagði: „Leyfðu mér að horfa á þessa yndislegu birtu." Nú vaknar spurningin um það, hvort hér hafi einungis ver- ið um óskhyggju að ræða, sem komið hafi fram í formi ofsjón- ar. Dr. Barrett velti slíkri skýr- ingu fyrir sér, en hafnaði henni, sökum þess, að meðal þess látna fólks sem Doris sá var mann- eskja sem hún átti ekki von á að sjá þarna. En þannig var mál með vexti, að systir hennar, Vida, hafði látist þremur vikum áður. Hins vegar hafði þess vandlega verið gætt að Doris frétti þetta ekki, sökum þess hve heilsu hennar var ábótavant. Doris varð því mjög hissa, þegar það gerðist sem hér verður lýst. Lafði Barrett lýsir því með þess- um orðum. Hún ávarpaði föður sinn heit- inn og sagði: „Ég er að koma.“ Um leið sneri hún sér til mín og 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.