Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 8
FCNI.IST Hvenær fær íslenzk tónlist þak yfir höfuðið og hvernig yrði heppilegasta lausnin? Það er afar vandasamt verk- efni að ná fullnægjandi hljóm- burði fyrir allar greinar list- túlkunar í alhliða áheyrendasöl- um. Það er svo vandasamt, að bæjarfélög, sem hafa nægilegt fjármagn til umráða, byggja heldur tvær eða þrjár hallir, sem hver fyrir sig hefur sínu af- markaða hlutverki að gegna með hliðsjón af hljómburði. í Minneapolis hefur nýlega verið byggt sérstakt hljómleikahús. í Washington er nýtt óperuhús og nýtt sérstakt hljómleikahús. Og svo er víðar. En mörg bæjarfé- lög munu þó í framtíðinni skapa túlkandi listamönnum aðstöðu í alhliða áheyrendasölum (multi- purpose auditorium). Til að skilja betur, við hvað er átt með slíkum húsakynnum, er rétt að líta nánar á fyrirrennara þeirra, hrein óperuhús og hrein hljóm- leikahús. Þessi húsakynni til sérstakra nota hafa uppruna- lega þróazt úr alhliða húsakynn- um, sem ekki hafa verið byggð með tilliti til neins listræns flutnings, heldur verið ætluð fyrir borðhald, móttöku gesta, réttarhöld, tilbeiðslu og svo framvegis. Byrjunin varð í hallarsölum Upprunalega voru því óperur og hljómleikar sett á svið á stöð- um, sem ætlaðir voru til ann- arra nota, svo sem í hallarsöl- um, ráðhúsum, borðsölum, alls konar fundarsölum og í lysti- görðum. Stólum var yfirleitt komið fyrir í öðrum enda salar- ins, og tónlistin eða óperan flutt á palli, sem reistur var til bráðabirgða í hinum endanum. Og þar sem algengast var, að salir í byggingum þeirra tíma væru háir, langir og mjóir áttu hljómleikar og óperur uppruna sinn í slíkum salarkynnum. Og þegar eigendur og arki- tektar tóku að huga að endur- bótum á þeim húsakynnum, sem fyrir voru, eða að byggja ný til óperuflutnings eða hljómleika- halds, þá voru fyrstu salirnir í því skyni nánast eins í laginu og þeir, sem arkitektarnir voru vanir, háir, langir og mjóir. Myndirnar sýna þróun hljómleikasalanna. Fyrst er að- eins upphækkaður pallur í öðr- um enda salarins, síðan bætast við mjög þröngar svalir með- fram hliðarveggjum og fyrir hinum enda salarins og loks, eins og í Boston Symphony Hall, sem byggð var skömmu eftir síð- ustu aldamót, eru veggirnir skásettir við hljómsveitarpall- inn. Óteljandi hljómleikahús hafa verið byggð eftir þessu sniði, og meðal þeirra eru sum, sem að hljómburði eru talin hin allra vönduðustu, svo sem Musikvereinssaal í Vín, Mechanics Hall í Worchester, Massachu- setts, Neues Gewandhaus í Leipzig, Boston Symphony Hall, Concertgebouw í Amsterdam og hljómleika- húsin í Basel, Zúrich og Leningrad. Þverskurður og grunnteikning af alhliða tónlistarhúsi, sviðið og turninn til vinstri, salurinn til hægri. í Evrópu eru nær öll hús og salarkynni, sem ætluð eru tónlistarflutn- ingi, byggð út frá einu meginsjónarmiði. Hljómleikahús í Evrópu er einvörðungu til þess hannað að halda þar hljómleika. Það hentar því ekki fyrir leiksýningar, dans, söngleiki eða óperur. Operuhús í Evrópu er þannig byggt, að það hæfi sem bezt til flutnings á óperum, og það er því ekki hentugt til hljómleikahalds, hvað hljómburð snertir. Leikhús er fyrir hin hefðbundnu, eiginlegu leikrit, og það hentar að jafnaði ekki fyrir hljómleika vegna hljómburðarins. Þau verkefni, sem hljómburðarráð- gjafar fá við að glíma. í Evrópu, þegar um er að ræða byggingar fyrir listtúlkun, eru því yfirleitt ekki svo margslungin. í Kanada og Bandaríkjunum hafa þeir, sem ráða yfir fjármálunum, tekiö nær alveg öfuga stefnu við þá, sem starfsbræður þeirra í Evrópu hafa fylgt. Frá því um 1910 hafa þeir, sem veita fé eða afla þess til nýrra bygginga til tónlistarflutnings í Norður-Ameríku, yfirleitt kosið að byggðar yrðu stórar hallir, þar sem hafa verið sæti fyrir 1400—3700 manns og hentuðu til allra tegunda tónlistariðkunar, allt frá hamslausu rokki til vísnasöngs eins manns með lútu. Þróun sérstakra óperuhúsa hefur verið allmiklu flóknari. Fyrsta skrefið var að koma fyrir einhvers konar grind til að af- marka framsvið milli áheyr- endasvæðis og leiksviðs. Næsta skref var að útbúa „gryfju" fyrir framan áheyrendasvæðið handa hljómsveitinni. Sviðið var stækkað, og þröngum svölum var bætt við meðfram veggjum hins kassalaga áheyrendasalar. Þróunin varð síðan sú, að sval- irnar urðu margar með mörgum sætaröðum, en slíkt átti sér ekki stað í hljómleikahúsum, þar sem venjulega eru aðeins einar eða tvennar mjóar svalir. Með frekari þróun óperuhús- anna leiddi þörfin á síauknu sætarými til þess, að húsameist- ararnir færðu út hliðarveggi áheyrendasalanna án þess að stækka ramma framsviðsins og sköpuðu þannig skeifulaga áhorfendasali. En við þessa út- færslu skeyttu húsameistararn- ir ekki um, hvernig sást frá stúkunum á sviðið. En þótt æ meira tillit hafi verið tekið til sjónlínanna, tíðkast það þó enn við hönnun nýrra áheyrenda- sala, að svalir eða stúkur nái nær alveg að framsviðinu. Líklega hafa Richard Wagner og arkitektar hans innleitt eina af hir.um meiriháttar breyting- um, sem orðið hafa á hönnun áheyrendasala. í Prinzregenten Theater í Munchen og Festspiel- haus í Bayreuth eru áheyrenda- salirnir fleygmyndaðir eða vænglaga, og má rekja þá lögun til grísku hringleikhúsanna. Þessi gerð er enn algeng við hönnun alhliða áheyrendasala. Hljómleikahús og óperuhús Hér hefur aðeins verið fjallað um grunnmynd hinna ýmsu gerða áheyrendasala, en það er hið þrívíða mál salanna, sem skiptir mestu hvað hljómburð varðar. í óperuhúsinu eru áheyrend- urnir, sem valda hljóðdeyfingu eða dumbun, dreifðir um alla hluta salarins, og þess ber einn- ig að gæta, að leiksviðið með öllu því tilheyrandi er mjög hljóðdeyfandi. Loftið í áheyr- endasalnum er eini flöturinn í óperuhúsinu, sem endurkastar hljóðinu að einhverju marki — eini hljómgrunnurinn (sound reflection surface). Með tilliti til hljómburðar er hljómleikahúsið nærri því and- stæða óperuhússins. Sum hljómleikahús hafa aðeins eina sætaröð á svölum, og yfirleitt eru þær ekki fleiri en tvær. Þannig verður verulegt rúm með „hörðum" flötum fyrir ofan hina hljóðdeyfandi áheyrendur. Ef éngin efni, sem deyfa hljóð, eru sett á veggi eða loft þessa efra rýmis, og ef þar eru að minnsta kosti tveir stórir, gagnstæðir, samhliða fletir, getur þessi efri hluti kassalaga hljómleikahúss haldið uppi endurómi og safnað hljómmagni, ef svo má að orði komast. Frh. á bls. 13. Tónlistarhúsið f Kitchener í Kanada, þar sem Karlakór Reykjavík- ur söng fyrir hálfu öðru ári. Tónlistarhúsið í Kitchener í Kanada. Hér er sahirinn tilbúinn fyrir stóra Ujómsveit, en yfir sviðinu sjást færanleg stykki, nem notuð eru til að breyta Ujómburðinum. Á myndinni til hægri sést for- salur hússins, sem er með sama glæsibrag og annað. CENTREIN THE SQUARE: Nýjasta alhliða listahöll Kanada sérstaklega til óperuflutn- ings hafa þróast eins og myndröðin sýnir að ofan. Þau nýjustu eru með áhcyrendasal, sem er eins- og skeifa í lögun. Tónlistarhús, sem byggð hafa verið einvörðungu með hljómleika í huga, hafa þróast eins og hér er sýnt. ímyndið ykkur 2.000 sæta áheyrendasal, sem er það stór, að 100 manna hljómsveit ásámt kór rúm- ist vel í hljómsveitargryfj- unni, og að verið sé að flytja eina af óperum Wagners, en svo allt í einu eða innan við hálftíma síð- ar hafi sama vettvangi ver- ið breytt í leikhús með litlu sviði, þar sem er einn gam- all hægindastóll og nokkrir aðrir húsmunir og aðeins einn maður leikur. Nýjasta alhliða listahöll í Kanada, „The Centre in the Squ- are“, í Kitchener í Ontario, er sannkölluð snilld að allri gerð. Við hönnun hennar hefur verið kappkostað, að hljómburðarskil- yrði yrðu hin ákjósanlegustu hverju sinni, hvað sem á dagskrá væri, jafnframt því sem viðteknum reglum um húsa- smíði væri fylgt og listrænum kröfum fullnægt varðandi heildarsvip. „The Centre in the Square" getur rúmað 110 manna hljómsveit á sviðinu, og það tek- ur fjögurra manna vinnuhóp 30 mínútur að breyta aðstöðunni til allt annarra nota. Þessu eiga menn ef til vill bágt með að trúa, enda var slíkt ekki hægt áður fyrr. En áþekk- um alhliða listahöllum fjölgar nú mjög í Norður-Ameríku, og með hverri nýrri slíkri byggingu komast hönnuðirnir nær því að ná því takmarki að fullu, sem þeir hafa sett sér. Hönnun listahallarinnar í Kitchener önnuðust Artec Con- sultants í New York með aðstoð hins víðkunna hljómburðarsér- fræðings Russell Johnsons, sem átti margar hugmyndir að því sem gert var í því skyni að hljómburðurinn yrði sem full- komnastur. Atján stöplar ger- breyta eiginleikum hússins Byggingin er fyrst og fremst við það miðuð, að hún geti til fullnustu þjónað alhliða tilgangi við flutning á tali og tónum að viðstöddum allt að 2.000 áheyr- endum. Sæti eru á þremur hæð- um eða gólfum og á tvennum svölum á báðum hliðarveggjum salarins. 34 metrar eru frá bakveggnum að sviðstjaldinu, og hljómsveitargryfjan, sem er hin stærsta í Kanada, sækir fyrir- mynd sína til óperuhússins í Bayreuth í Vestur-Þýzkalandi. Sætaskipunin er sveigjanleg og hægt er að hækka og lækka loft yfir sviðinu. 18 stórir, hreyfanlegir sviðs- „stöplar“, sem bókstaflega er rennt á hjólum með sérstökum útbúnaði og hægt er að raða upp á margvíslegan hátt, breyta eig- inleikum hallarinnar allt frá því að vera óperuhús til að vera eins og lítið leikhús, eins og áður var sagt. Þær helztu nýjungar, sem gera þennan sveigjanleika mögulegan, eru hin þrískipta hljómsveitargryfja, sem nær langt undir sviðið, og þessir 18 háu, hreyfanlegu „stöplar. Þeir eru reyndar algjör nýjung í hönnun leikhúsa og skapa nær ótakmarkaða valkosti í sam- bandi við hljómburð. Hver þess- ara stöpla er nærri níu metra hár og vegur um sjö tonn. Stöplarnir mynda hljómburð- arvegg, þegar þeir snúa á einn veg, en sé þeim snúið í hálf- hring, verða þeir að stúkum á þremur hæðum og geta tekið allt að tólf manns í sæti. En með því að raða þeim kringum sviðið er hægt að búa til lítið hring- leikhús fyrir sýningar og ráð- stefnur með takmarkaðan fjölda áheyrenda og þátttakenda. Höllin tekur 1.920 manns í sæti fyrir utan stöplana. „The Centre in the Square" hóf starfsemi sína 27. september 1980, og framkvæmdastjórinn, Geoffrey Butler, hikar ekki við að fullyrða, að viðbrögð áheyr- enda og flytjenda hafi verið eins góð og hugsanlegt var. í megin- atriðum hefur allt, sem hönnun listahallarinnar varðar, tekizt eins og til var ætlazt. Byggingin kostaði nær 11 millj. dollara og hún hefur ýmsa kosti umfram önnur hús, sem byggð hafa verið í seinni tíð í sama tilgangi, aðra en þær nýj- ungar, sem áður hefur verið greint frá. Þar er undirbúnings- eða æfingasalur fyrir hljómlist- armenn. Búningsherbergin eru rúmgóð og þægileg. Stórar bakdyr eru að sviðinu til að auð- velda flutning hvers kyns bún- aðar. Upptökukerfi er hið full- komnasta í höllinni, ljósabúnað- ur tölvustýrður og Super Troup- er ljóskastarar eru ávallt til reiðu, ef á að kvikmynda. Operur og rokktón- list jöfnum höndum Framkvæmdastjórinn segir, að um helmingur sýninganna og annars, sem gerist á sviðinu, sé á vegum utanaðkomandi aðila, sem taki aðstöðuna á leieu. „Stefna okkar er sú að hafa sem mesta fjölbreytni. Við viljum ná til eins margra hópa og hægt er, en viljum ekki höfða til fámenns úrvals. Við höfum upp á óperur, ballett og sinfóníur að bjóða, en hér er einnig leikin rokk-tónlist og hingað koma margs konar leikflokkar og listamenn með mjög mismunandi efnisskrá. Allt gengur þetta ágætlega vegna hinna vel heppnuðu nýj- unga við hönnun listahallarinn- ar.“ í tengslum við hana er einnig Kitchener-Waterloo listasafnið, sem eykur að sjálfsögðu á gildi „The Centre in the Square" 'sem menningarmiðstöðvar í snður- hluta Ontariofylkis. Stjórnandi Kitchener-Wat- erloo Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, Raffi Armenian, líkir áheyr- endasalnum við beztu hljóm- leikahús í Evrópu og segis{ ekki vita um neinn sal í Kanada, sem jafnist á við hann. En það er ekki aðeins stjórnandinn og hljómsveit hans, sem hafa hrif- izt svo mjög af árangrinum af hinni vönduðu hönnun hallar- innar, heldur leggja margir gagnrýnendur og sérfræðingar þangað leið sína gagngert í þeim tilgangi að kynna sér hljómburð Frh. á bls. 13. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.