Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 3
hins vegar hættur að undrast, þú ert búinn að læra í skóla að grasmaðkurinn er lirfa sem breytist í púpu og út úr henni skríður fiðrildi. Þessi kunnátta ætti að gefa þér skilning á því ofboðslega kraftaverki sem lífið er, en af því að þú ert ekki leng- ur barn, þá ertu búinn að missa hæfileikann til að sjá í þessum litla grasmaðki dæmi um óþrot- legan lífsviljann; sjálft lífs- kraftaverkið: Einn góðan veður- dag mun grasmaðkurinn geta flogið. í rauninni er hann fiðr- ildi allan tímann; hann er eins konar felumynd af fiðrildi, en hann bara veit það ekki. Skil- urðu hvað ég er að fara? Það er um þann lífsvilja, og það krafta- verk, sem birtist í grasmaðkin- um, sem feikritið meðal annars fjallar." Og þú vilt ekki fara nánar útí það? „Ja, sumir í leikritinu standa nær þessu kraftaverki en aðrir. Sumir hafa slitnað úr tengslum við það, með þeim afleiðingum að lífsvilji þeirra er stórskadd- aður. Og sem sé; ef leikritið fjallar um eitthvað — sem ég vona með guðs hjálp að það geri — þá fjallar það um lífstrúna, lífsbeiskjuna og grasmaðkinn." Þetta er áhrifamikil þrenn- ing? „Já. Ég get líka tekið fram að þetta er átakamikið leikrit — og grimmt." En viltu þá segja mér hvort það einkennist af bjartsýni ell- egar bölsýni? „Það einkennist af sömu bjartsýninni og birtist í gras- maðkinum. Þótt hundruð kjarn- orkusprengna hangi yfir höfð- um okkar, þá drepur það ekki lífsviljann sem birtist í öllu — stóru sem smáu. Á honum verð- um við að byggja ef við ætlum að lifa það af sem ógnar okkur." Og hvað er það helst sem ógnar okkur, að þínu mati? „Það sem ógnar okkur helst er að einstaklingurinn er í margfaldri hættu. Það er ekki aðeins að við eigum á hættu tor- tímingu, heldur hefur verið gert samsæri gegn manneskjunni í einstaklingnum. Ef við ætlum að lifa af, þá lifum við af sem einstaklingar en ekki sem ein- hver heild sem kallast samfélag. Sjálfsagt hefur alltaf verið mik- ill vandi að vera manneskja; nú , er það að minnsta kosti mjög mikill vandi, og ef þessum sam- særisöflum gegn manneskjunni tekst að drepa einstaklinginn, Mikill vandi að vera manneskja — ef þess- um samsærisöflun gegn manneskjunni tekst að drepa einstaklinginn. þá eigum við enga framtíð fyrir okkur. Það þarf engar kjarn- orkusprengjur til.“ En er í rauninni hægt að drepa niður í okkur einstakling- inn ? „Hm.“ Birgir hugsar sig um góða stund. „Kannski er það ekki hægt. Við sjáum í dag menn sem búa við ómennsk skil- yrði, til dæmis í einræðisþjóð- félögum þar sem ekki er aðeins bannað að tala, heldur beinlínis að hugsa og finna til, og þar sem lífsháski er fólginn í þrá hverr- ar manneskju til að tjá sig — þarna sjáum við menn sem rísa upp, óvaldaðir af öllu nema sjálfum sér; menn sem gerast svo djarfir að segja það sem þeir hugsa. Þeir leggja lífið að veði til þess eins að hafa skoðun, til þess eins að lýsa tilfinningum sínum. Ég segi til þess eins, en það er einmitt þetta eitt sem gerir manninn að manneskju, og það eru þessir menn sem eru — á Biblíumáli — „ljósið sem skín í myrkrinu". Svo hættulegir eru þessir menn hinum ómennsku samfélögum að einskis er látið ófreistað til að koma í veg fyrir að þeir geti talað; þeir eru lokað- ir inni, eða pyntaðir til að láta af því að vera menn, eða þeir eru hreinlega drepnir. Það er í rauninni stórmerkilegt að þjóð- félög — sem eru svo gegnsýrð af mannhatri að þau hafa skipu- lagt baráttu gegn manninum með öllu því valdi sem þau búa yfir — skuli ekki hafa náð meiri árangri í mannhatri sínu en svo, að einstaklingar þora enn að standa upp í krafti þess eins að vera manneskjur. í þessum ein- staklingum krystallast von mannkynsins." Birgir heldur áfram: „Komm- ersjalisminn, eða auðhyggjan, í hinum svokölluðu lýðræðisríkj- um hefur í eðli sínu sama markmið og stefnt er að í ein- ræðisríkjunum; þ.e.a.s. afnám manneskjunnar í einstaklingn- um. Munurinn liggur aðeins í aðferðunum sem beitt er. Við megum ekki gleyma því að þess- um vísi að lýðræði, sem við búum við, hefur beinlínis verið neytt upp á þjóðfélögin með mikilli og strangri baráttu." Hefurðu svar við því hvers vegna maðurinn hefur sjálfur byggt upp ómennsk samfélög? „Nú er stórt spurt. En þetta er ágætt; þetta tengist nefnilega leikritinu svolítið. Svarið við því hvers vegna maðurinn hefur bú- ið til ómennsk samfélög er auð- vitað það, að hann er enn að mestu leyti ómennskur. Hann er enn lítið annað en dýr í frum- skóginum og sjálfsupplifun hans er að stórum hluta upplif- un valdsins. Samkenndin með öðrum er ennþá á frumstigi. At- hugum að samkennd, eða húm- anismi, getur ekki orðið til af sjálfu sér. Ef þú gerir mér eitthvað á móti skapi, þá lem ég þig. Ég lem þig alveg látlaust þangað til þú lemur mig svo mikið aftur að ég finn að það er sárt að láta lemja sig. Ég upplifi þinn sársauka í gegnum minn. Og þannig upplifi ég sjálfan mig í öðrum, og útkoman er sam- kennd. Mannúðin er ekki til af einhverju bríaríi eða duttlung- um náttúrunnar, heldur er hún „Ég heyri rödd, sé andlit, kannski grettu eða bros. Svo fer fólkið að tala, fyrst nokkur orð, síðan heilar setningar. Að lokum hittist fólkið og ég verð að ráða framúr því hvað það gerir þá, hvernig hver grípur inní annars líf.“ nauðsyn; allt að því líffræðileg nauðsyn. Það er engin ástæða fyrir mig að elska þig, nema sú að þannig getur sá sem ég elska mest — það er að segja ég sjálf- ur — lifað af. Þar sem báðir hafa þessa sjálfstilfinningu neyðumst við til að skilja að við verðum að elska hvor annan eins og sjálfa okkur, vegna þess að annars munum við drepa hvor annan." Birgir glottir. „Þetta er allt óskaplega kristilegt og Biblíu- legt, er það ekki? En það er ágætt; þetta er í samræmi við mínar tilfinningar. Öðru langar mig að víkja að. Okkur hættir í dag til að tala í stórum fyrir- sögnum. Við segjum að þjóðfé- lagið eða kerfið sé svona og svona, en gleymum því að þetta kerfi er í höndum einstaklinga með sameiginleg markmið. Það er allt að því látið eins og kerfið sé eitthvað sem lýtur sínum eig- in lögmálum, en í rauninni lýtur það aðeins lögmálum mannsins. Þetta undirstrikar enn betur gildi einstaklingsins í þágu mannúðarinnar eða hatursins." Þú talaðir um að þessar hug- leiðingar tengdust leikritinu þínu. „Já. Sjáðu nú til. Fyrir nokkr- um árum var pólitískt leikhús, eða vandamálaleikhús, mjög í tísku. Einkenni þess var að sjónum var ekki beint að ein- staklingnum, lífi, tilfinningum og baráttu hans, nema þegar slíkt snerti tiltekin pólitísk vandamál. Leikritið mitt beinir aftur á móti fyrst og fremst sjónum að einstaklingnum. Þar vegast á, eins og ég sagði áðan, lífsástin og lífsbeiskjan. Það er leitað svara við spurningunni um hvernig hægt sé að lifa af þann ómennska veruleika sem óneitanlega ræður miklu í lífi okkar í dag.“ Ég ákvað að gera enn eina til- raun til að fá hann til að fara út í smáatriði leikritsins. Spurði: Og hvaða fólk leiðir þú saman til að takast á við þetta ? Hvað verður því tilefni til að velta þessu fyrír sér? „Hm.“ Birgir hugsar lengi. „Sko — í hverju andartaki sem þú lifir felst spurning um sjálf- an þig. Spurning um það hvort þú sért að verða hæfari eða óhæfari til að nálgast það mennska í þér. Lífstilfinning þín — hvort hún er jákvæð eða neikvæð, ef svo má að orði kom- ast — hún gerir útslagið um það hvernig líf þitt verður; hvernig samskipti þín við aðra verða og upplifun þin á sjálfum þér. Um þetta snýst leikritið mitt.“ Þetta eru stórar og miklar spurningar. Hvernig hefur þér gengið að koma þeim fyrír í leik- riti? „Þessar spurningar eru, eða eiga að minnsta kosti að vera, eðlilegur hlutur af lífi hvers manns. Þær eru alltaf meiraéða minna að verki, hvort sem menn gera sér grein fyrir því eður ei. Frh. á bls. 15. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.