Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 11
hafi reyndar þegar verið sagt orðrétt, þótt ekki eigi það við Colorado Springs, heldur hafi ritstjóri blaðs í Kitchener sagt þetta fyrir skömmu, er hann hafi verið að ræða um aðra byggingu, „The Centre in the Square" í Kitchener, sem nú sé tveggja ára gömul — spegil- mynd „Pikes Peak Center“. Hér sé um sams konar bygg- ingar að ræða frá sjónarmiði hönnunar, og báðar hafi þær verið reistar fyrir opinbert fé eftir langvinnar deilur og um- ræður. En svo sé eftir að vita, hvort eins vel takist til um reksturinn og starfsemina í Col- orado Springs eins og gerzt hafi í Kitchener. í lok greinarinnar segir í blaðinu: Ritstjórinn í Kitchener telur, að lykillinn að velgengni hallar- innar sé stjórn hennar. Hann þakkar Butler framkvæmda- stjóra hinar frábæru viðtökur og vinsældir, sem „The Centre in the Square" hafi hlotið. „Inn- an árs,“ spáir hann, „mun eng- inn vera á móti höllinni, ef hún hefur verið skynsamlega rekin. Það er lóðið: Það verður að reka hana rétt. En ef sæmilega vel tekst að reka hana, þá mun heldur ekki vera hægt að finna neinn, sem hafi nokkurn tíma verið á móti henni. Þá munu all- ir segja: „Ég var með þessu alla tíð. Mér fannst þetta góð hug- mynd frá upphafi." Nei, það verður ekki nokkur lifandi sála, sem hefði greitt atkvæði gegn henni." Russell Johnson er sannfærður í annarri grein í blaðinu Col- orado Springs Sun, sem helgaði höllinni sunnudagsútgáfuna að mestu, er vitnað í ýmis ummæli Russell Johnsons. „Töfrar, fegurð, ljómi og blórni," segir Johnson, þegar hann er spurður um einkenni hljómburðar í fyrirmyndar tón- Iistarhöll. „Þeir, sem sækja hljómleika, vilja þetta allt.“ Og þessi hljómburðarsérfræðingur við byggingu „Pikes Peak Cent- er“ er ekki aðeins að reyna að vera mælskur. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um það, hvernig þessum gæðum verði náð. En verkefni hans sem ráð- gjafa í þessum efnum er flókn- ara en venja er vegna þess, að í hinum alhliða tónlistarhöllum, sem hann hannar, verður að vera hægt að flytja efni, sem gerir hinar ólíkustu kröfur til hljómburðar. Áheyrendasalur, sem hentar sinfóníuhljómsveit vel, getur verið afleitur fyrir mannsröddina. Þess vegna eru margir hönnuðir mjög andvígir hinum svokölluðu alhliða bygg- ingum. Russell Johnson er áber- andi undantekning. „Þeir hafa alveg á röngu að standa allir saman,“ segir John- son af eldheitri sannfæringu. Með tilvísun til þess, hve vin- sældir hallarinnar í Kitchener hafa orðið miklar, en þá höll hannaði hann fyrir tveim árum, segir hann slíka alhliða áheyr- endasali fremur vera heillandi verkefni en eitthvað, sem beri að gjalda varhug við. Lausn hans er að sameina ákjósanlegustu eiginleika tónlistarhalla og leikhúsa í einni byggingu, en láta vera hægt að hagræða hlut- um inni í henni til að fá þann hljóðburð, sem henti hverju sinni. Hljóðhiminn og tjöld The Pikes Peak Center er hugmynd hans í framkvæmd. Að mörgu leyti hefur höllin hefðbundin einkenni tónlistar- halla. Þar er hátt undir loft og byggingin er rétthyrnd að veru- legu leyti. Þegar sinfóníutón- leikar eru haldnir, situr hljóm- sveitin fremst á sviðinu, og þannig fæst nánara samband milli flytjenda tónlistarinnar og áheyrenda. Sérstaklega hefur verið til þess vandað að ein- angra áheyrendasalinn gegn há- vaða að utan sem og frá hitun- ar-, loftræstingar- og loftkæl- ingarkerfum byggingarinnar. En ef til vill er það mikilvæg- ast, að yfirborð allt innanhúss hefur verið þannig úr garði gert, að dumbun (absorption of sound) sé sem minnst, en endur- kast tónanna sem mest. Þykk og þétt múrhúðun og steinsteypa voru sérstakrar gerðar, og á gólfum eru engin teppi, sem eru mjög skaðleg góðum hljómburði. Viðargólfum, sem sumir þekktir hljómburðarsérfræðingar telja beztu miðlana fyrir djúpa tóna, var einnig algerlega hafnað. Að- stoðarmaður Russell Johnsons, Robert Wolff, orðaði það þann- ig, að „ef menn finna hljóminn með fótunum, nái hann ekki eyr- unum“. Reyndar eru það áheyrend- urnir og klæðnaður þeirra, sem veldur mestri dumbun. Ýmsir hljómburðarfræðingar hafa viðrað þá hugmynd, að sett verði skilyrði varðandi klæðnað í tónlistarhúsum, en undirtektir hafa verið dræmar, og flestum hefur lærzt að líta á áheyrendur sem óhjákvæmilegan ókost frá sjónarmiði hljómburðarhönnun- ar. Svo langt sem þetta nær, myndi höllin vera hin ágætasta fyrir hljómleika, en lakari sem leikhús. Johnson og Wolff hafa því bætt við ýmsum veigamikl- um þáttum í hönnunina, svo að höllina megi nota jöfnum hönd- um til annarra hluta. Geysistórt hljómburðarhvolf, sem svífur yfir sviðinu, er mest áberandi. Þegar hljómleikar eru haldnir, er það haft fast uppi við loftið, og þannig eykur þessi hljóðhiminn (canopy) breidd hljómsins. En þegar leikarar eða söngvarar koma fram, er hvolfið lækkað til að ná beinni hljómburði. Það væri út af fyrir sig hægt að breyta hæð þess í hléi. Þá eru einnig tjöld í loftinu, sem hægt er að láta renna niður, eins og til dæmis þegar hátal- arakerfið er í notkun i höllinni og þá til þess að deyfa hljóðið að nokkru leyti. Þannig getur tal orðið greinilegra. Hinir hreyfanlegu sviðsstöpl- ar eru merkasta nýjungin, bæði frá sjónarmiði hljómburðar og hönnunar hússins. En um þá er fjallað í greininni um „The Centre in the Square" í Kitchen- er. — Samantekt Sv.Ásg. — Er ástæða til að gera verr við Yfirleitt ríkir á því fullur skilningur, að lista- og menningarstarfsemi fái ekki þrifizt, nema kostað sé uppá aðstöðuna til samræmis við þann árangur, sem æskilegt þykir að ná. Sumt af þessu verður að fá samastað undir opinberum hatti; stofnanir, sem reistar eru og reknar í nafni þjóðarinnar. Við byggjum sam- eiginlega þjóðarbókhlöðu nú sem stendur og þegar á kreppuárunum ríkti svo góður skiln- ingur á þörfum leiklistarinnar, að þá var ráð- izt íað byggja þjóðleikhús. Með borgarleik- húsinu nýja verður enn betur séð fyrir þörfum leiklistarinnar og myndlistarmenn þurfa varia að kvarta með Kjarvalsstaði, Norræna húsið og marga smærri sali til reiðu. Það er aðeins tónlistin, sem orðið hefur útundan: Hún á ekkert sæmandi hús á því herrans ári 1983 og fyrirsjáanlega verður bið á því. Annað gengur fyrir, hvort sem þörf er á því eður ei: Ónauðsynlegt tildurhús yfir Seðlabanka ís- lands til dæmis og ónauðsynlegt steinsteypu- virki yfir ónauðsynlega stofnun, Framkvæmdastofnun ríkisins. Augljóslega er þó ástæðan ekki sú, að tón- listin sé vanþróuð okkar á meðal; öðru nær. Við eigum herskara af vel menntuðu tónlistar- fólki og konsertar í einhverju formi eru svo tíðir, að þeir mega kallast daglegt brauð. Yfir vetrarmánuðina, ograunar lengur, er Sinfóní- an með tónleika í annarri hverri viku og stundum aukatónleika þess á milli. íslenzka óperan er orðin fastur Hður í tónlistarlífinu með uppfærslur um helgar og íslenzka hljómsveitin er orðin annar fastur liður. Að minnsta kosti fjórir fjölmennir kórar æfa að staðaldri: Karlakór Reykjavíkur, Fóstbræður, Pólýfónkórinn og Söngsveitin Fílharmonía. Kammermúsíkklúbburinn er gamalgróinn og fastur í sessi og Jazzvakning hefur stóran hóp á sínum snærum. Þannig mætti víst lengi telja og síðan má sjá og heyra, að auglýstir eru margskonar tónleikar, svo sem Myrkir músíkdagar, þar sem flutt eru verk ungra tónskálda og urmull af konsertum, þar sem ýmist er sungið eða leikið á hljóðfæri, nema hvorttveggja sé. Þessi gróska er svo mikil, að hún er óskilj- anleg samkvæmt mannfjöldareglunni — og óskiljanlegt er hitt einnig, að öll þessi tónlistargróska fær inni hjá öðrum uppá náð og miskunn, þegar frá er tekin íslenzka óper- an. En Gamla Bíó er ekkert annað en bráða- birgðalausn; annmarkarnir liggja í smæð svið- sins. Af þessu má ráða, að frammámenn í tón- listinni hafi ekki haft nægilegan metnað og dugnað til að vekja upp þann eldmóð, sem lætur hjólin snúast. Það kemur fyrir lítið að hver nöldri í sínu horni; sameiginlegt afl tón- listarmanna og tónlistarunnenda ætti hins- vegar að geta unnið stórvirki. Kjarvalsstaðir væru ef til vill ekki til, ef aldrei hefði komið þrýstingur frá myndlistarmönnum og Leikfé- lag Reykjavíkur á sinn stóra þátt í því með þrýstingi á borgaryfirvöld, að nýtt og glæsi- legt leikhús er í þann veginn að komast uppúr jörðinni í Kringlumýri. Nú kann einhver að segja sem svo, að þetta sé hvorki rétt né satt: Allir meiri háttar tón- leikar fari fram í Háskólabíói, þar sem bæði er sæmilega hátt til lofts og vítt til veggja. Rétt er það að vísu. En Háskólabíó er teiknað sem kvikmyndahús og þykir hafa afleitan hljómburð, sem er nú einu sinni það sem allt snýst um. Sleppum því, hvað Háskólabíó er óhrjálegt hús og ljótt, — vel mætti við það una, ef það hefði góða eiginleika til hljóm- flutnings. Þetta hús er æfingastaður og kons- ertsalur Sinfóníunnar vegna þess að ekki er í önnur hús að venda. Þess er skemmst að minnast, að hljómsveitin flutti í konsertformi óperuna Tosca ásamt einsöngvurum ogkór. Þetta var stórkostlegur flutningur með söng- og músíkkröftum, sem viðgetum verið stolt af og hlýtur að leiða hugann að því, hvað hægt væri að gera á alvörusviði í góðu hljómleika- húsi. Það segir líka sína sögu um áhugann, að fjórum sinnum var verkið flutt fyrir fullu húsi. í þessu sambandi er einnig ástæða til að minnast á Listahátíð, sem vegna húsleysis hefur orðið að fara með stórstjörnur eins og Rostropovitsj og Pavarotti í Laugardalshöll- ina. Þar er ágætt að leika handbolta og halda vörusýningar, en sem konserthús er Laugar- dalshöllin óboðleg, jafnt fyrir flytjendur sem áheyrendur. Venjulega er það drýgst til árangurs, þegar kvenfélögin beita sér fyrir einhverju. Og nú ættu íslenzkir tónlistarunnendur að mælast til þess við kvenfélögin, að þau beiti sér fyrir því að byggt verði svo sem eins og eitt hús yfir tónlistina. Hún er útigangshrossið í menning- unni; við skulum taka hana í hús oggera við hana vel. Allt þetta frábæra hæfileikafólk á það skilið. Og áhugasamir áheyrendur raunar einnig. Orð eru nú einu sinni til alls fyrst — og til þess að einhver blábyrjun geti átt sér stað, birtir Lesbók að þessu sinni greinar um nýj- ustu lausnina á þessu sviði úti íhinum stóra heimi: Alhliða áheyrendasali, þar sem hljómburði er breytt með tæknilegum tilfær- ingum og sama húsið hentar fyrir 200 manns í sæti í kring um einn mann, sem leikur á gítar — og upp í 2.000 manns í sæti, þar sem hlýtt er á stærstu óperur tónbókmenntanna ellegar rokkhljómleika. Slíkt hús yrði æfingastaður og konsertsalur Sinfóníunnar ogíslenzka óperan mundi fá þar inni fyrir sína starfsemi. Kórarnir einnig og ef að líkum lætur yrði húsið ásett hvern einasta dag og hvert kvöld, nema kannski yfir sumar- ið. Gísli Sigurdsson. tónlistina? Nýja tónlistarhöllin í Colorado Springs vígð. Þannig iítur húsið út að innan, þegar horft er af sviðinu fram í salinn. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.