Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 13
Alhliða áheyrenda- svalir Við flutning margra verka má segja, að hinn rétti hljómburður eigi að vera sterkur, enduróm- andi og lifandi. Þegar um önnur verk er að ræða, getur hann þurft að vera nægilega skýr eða öllu heldur að koma tali, orðum, vel til skila. Og í sumum tilfell- um, eins og til dæmis í óperum, er hinn rétti hljómburður á milli þeirra tegunda hljóm- burða, sem átt er við hér að framan. Hvernig geta eigendur og arkitektar leyst slík vanda- mál? Ein lausn er að byggja og starfrækja tvo eða fleiri áheyr- endasali, og að minnsta kosti einn sé nær eingöngu ætlaður fyrir hljómleika, en einn eða fleiri séu fyrst og fremst fyrir flutning á leikritum, söngleikj- um og óperum og fyrir danssýn- ingar. Þessi lausn hefur að sjálfsögðu víða verið valin. í Mtinchen er Herkulessaal fyrir hljómleika, en Þjóðaróperan og Prinzregenten fyrir leikræn verk. í Vín er Ríkisóperan og Musikvereinssaal. Ný lausn: salir fyrir allskonar flutning í Norður-Ameríku hefur skortur á nægilegu fé oft á tíð- um orðið til þess, að stjórnir borga og háskóla hafa valið þann kostinn að reisa eina bygg- ingu með alhliða áheyrendasal fremur en. hljómleikahús og óperuhús. Þessi eini áheyrenda- salur verður að vera þannig úr garði gerður, hvað byggingu og hljómburð snertir, að þar sé á fullnægjandi hátt hægt að halda hljómleika og flytja óperur og að þar geti einnig farið fram allt það, sem æskilegt sé að nota sal- inn til. Þessu marki er hægt að ná að minnsta kosti að hluta með því að hanna salinn þannig, að tiltækilegt sé á nokkrum mínútum að breyta hljómburð- inum að verulegu leyti, eftir því sem við á hverju sinni. Á síðustu árum hafa margir áheyrenda- salir verið þannig byggðir í Norður-Ameríku, að hægt hefur verið í meira eða minna mæli að færa til hljóðdeyfandi hluti með vélar- eða handafli. Til eru aðrar aðferðir til að laga hljómburð að þörfum hverju sinni á örstuttum tíma. í Daniel Recital Hall í Greenville, Suður-Karólínu, er loftið í þremur stórum hlutum. Hægt er að hækka og lækka hvern hluta um allt að því fimm metra með vélarbúnaði. Undanfarin ár hefur athyglin beinzt að verulegu marki að nýj- um aðferðum til að hagræða hljómburði — með rafeinda- tækni. The Royal Festival Hall í London, Ráðstefnuhöllin í Moskvu og áheyrendasalir há- skólans í Vestur-Michigan og Purdue-háskóla eru meðal þeirra staða, sem á ýmsan hátt nota rafeindatækni til hagræð- ingar á hljómburði. Eitt helzta vandamálið í sam- bandi við breytingar á hljóm- burði áheyrendasalar, þannig að hann henti óperu í stað hljóm- leika eða öfugt, er hönnun, til- færsla og geymsla þeirra hluta, sem notaðir eru í því skyni. Hlutirnir eða stykkin þurfa að vera úr þungu efni, ef fullnægj- andi árangur á að nást. Fyrir- ferð þeirra og þungi gerir flutn- ing þeirra og geymslu að erfiðu máli. Breytingarnar mega ekki krefjast nema takmarkaðs mannafla og ekki taka meira en klukkutíma. (Þetta eru nokkur atriði úr grein eftir Russell Johnson arkitekt, sem í meira en ald- arfjórðung hefur einbeitt sér að lausn vandamála varðandi hljómburð og teiknað hljóm- leikahús, leikhús og áheyrendasali víða um heim. A miðjum sjötta áratugnum kom hann fram með hugmyndir, sem þá voru byltingarkenndar, um alhliða áheyrendasali (multi-purpose auditoriums), þar sem mætti breyta hljóm- burðinum eftir aðstæðum og þörfum á örskömmum tíma. Meðal þeirra stórbygginga, sem Russell Johnson hefur hannað, má nefna Ciowes Hall í Indianapolis, Great Hall í Hamilton, Ontario, Menn- ingarmiðstöð Filippseyja í Manila, Masonic Hall í Mel- bourne, Ástralíu, og Franklin Congress Hali í Berlín.) Nýjasta alhliða listahöll Kanada þessarar alhliða hljómleika- og listahallar. Við þessa samantekt úr vikublaðinu „Performance“ má bæta því við, að í síðustu söngför Karlakórs Reykja- víkur til Ameríku, kom kór- inn til Kitchener og söng þá í „Centre in the Square“. Hafa þeir kórfélagar síðan minnst þess, hve frábær hljómburð- ur hafi verið þar og ánægju- legt að koma þar fram. Sjálft húsið er þeim sérstaklega hugstætt sem framúrskar- andi lausn á alhliða tónlistar- flutningi — og um leið sú fyrirmynd, sem við ættum að hafa í huga, þegar tónlistin eignast loksins verðugan samastað á íslandi. Umbætur á lýðræðisskipu- laginu II Eftir Björn S. Stefánsson Kosningar í fyrri grein var greint frá aðferð Borda til að greiða at- kvæði þegar fleira en tvennt kemur til greina. Þá raða menn kostunum (tillögunum) og við uppgjör fá kostirnir stig, efsti kostur einu stigi meira en næsti kostur og svo koll af kolli. Niðurstaðan er málamiðlun. Þannig getur kostur sem enginn setur efst- an, en flestir næstefstan, feng- ið fleiri stig en kostur sem all- margir setja efstan, en all- margir aðrir neðstan (jafnvel má setja upp dæmi þar sem kostur er efstur hjá meirihlut- anum og neðstur hjá hinum og fær færri stig en kostur sem er ýmist næstefstur eða efstur á öllum seðlunum). Athugum nú gildi aðferðar Borda við kosningar með eftir- farandi dæmi. Kjósa á um þrjá frambjóðendur, Al, A2 og B, á hefðbundinn hátt. Menn skipt- ast í tvær fylkingar, um A eða B, og síðan skiptist A-liðið á 1 og 2. B gæti náð kosningu með minna en 40% atkvæða, ef A- liðið skiptist nokkurn veginn jafnt á Ál og A2. Með aðferð Borda forgangsraðaði A-liðið ýmist A1,A2,B eða A2,A1,B, en B-liðið myndi forgangsraða B,Al eða B,A2 (sísta kostinn þarf ekki að færa á kjörseðil- inn). Þarna kemur fram að A-lið- ið spillir fyrir sér með því að tefla fram tveimur, þegar kos- ið er á hefðbundinn hátt. Þess vegna hafa menn varast klofn- ingsframboð, en vandinn er þá oft sá að ákveða hvorum eða hverjum á að halda til baka. Er það A1 eða A2 sem klýfur liðið? Með slíkum vinnubrögð- um er réttur fólks til að láta skoðun sína uppi takmarkaður. Með aðferð Borda er minna að varast í þessu tilliti. Með þeirri aðferð er vitaskuld eng- in þörf að endurtaka kosningu, eins og sums staðar er gert þegar fleiri en tveir eru í boði og enginn fær hreinan meiri- hluta. Þvert á móti er meira að marka uppgjör þar sem kosið var um fjóra en ef kosið hefði verið um þrjá þeirra eða að- eins tvo. Þá hefur reynt meira á yfirburði þess sem fær flest stig, með sömu rökum og að sá sem sigrar í fjögurra manna skákmóti hefur sannað betur yfirburði sína en ef einn eða tveir keppinauta hans hefðu ekki komið til leiks. Menn þurfa hér ekki að for- gangsraða öllum kostum. Kjósandi sem kýs B og gerir ekki upp á milli hinna, setur B einan á blað, en það táknar að A1 og A2 skipta með sér öðru og þriðja sæti. B fær þar 2 stig fyrir að vera ofan við 2 kosti, en annað sæti sem gefur eitt stig skiptist á A1 og A2 og kemur V2 stig í hlut hvors. Aðferðin var notuð við tvö tækifæri á deildarfundi í Há- skóla íslands þar sem deildin átti að taka afstöðu til hæfra umsækjenda um stöður (þeir voru 4 í annarri deildinni og 3 í hinni). í bæði skiptin hafði einn umsækjandi það mikið fylgi, að úrslit voru ótvíræð með hefðbundinni aðferð. Að- ferðin var notuð þrisvar í vís- indastofnunum til að raða upp óskum um nýjar stöður. Ekki er þörf á að gera grein fyrir þeim málum hér, heldur má styðjast við þá reynslu sem þar fékkst með einfaldara skýringardæmi. Ákveða á skipun tveggja efstu sæta á framboðslista við fulltrúakjör. Allir sem hlut eiga að máli eru á því að þar skuli vera fulltrúar tveggja hópa, HA og HB. (Hóparnir geta til dæmis verið karlar og konur eða fyrrverandi full- trúar og nýliðar.) Ágreiningur er hins vegar um það hvaða einstaklingar komi helst til greina úr hvorum hópi. Þátt- takendum er boðið að raða í tvö, efstu sætin á þann hátt sem margir hafa kynnst við prófkjör til undirbúnings framboðslista. Hugsum okkur að hver þátttakandi fylgdi því að setja í tvö efstu sætin sinn úr hvorum hópnum, en fylgið skiptist á tvo fulltrúa úr HA, en 5 úr HB. Þá gætu tveir úr HA hæglega lent í endanlegri röð. Öðru vísi færi ef tillögur kæmu fram um listaraðir og þátttakendur tækju afstöðu til þeirra að hætti Borda. Þá yrði ailtaf sinn úr hvorum hópnum í tveimur efstu sætum 1 tillög- unum, í samræmi við ofan- greint viðhorf þátttakenda, t.a.m. HA1.HB2 á einum lista, HB3.HA1 á öðrum, HA2,HB4 á þeim þriðja og HB1.HA2 á þeim fjórða. Þegar þátttakend- ur hafa raðað þessum tillögum (t.d. listabókstöfum), má reikna stigin og þá yrði að sjálfsögðu sinn úr hvorum hópnum á þeim lista sem flest stig fengi. Ljóst er að þarna geta kostirnir orðið býsna margir, þótt ekki eigi að ákveða röð í nema fáein sæti, en þannig er það í raun og veru. Það er svo þeirra sem sjá um framkvæmd prófkjörs að hafa kostina ekki fleiri en að þátttakendur geti ráðið við að raða, en það er ekki nýtt vandamál. Skýringardæmi þar sem 13 þátttakendur taka afstöðu til þriggja kosta: A, B og C. Þátt- takendur skiptast í afstöðu sinni í 3 hópa. í fyrsta hópnum eru 5 og kjósa helst A og þar næst B. í öðrum hópnum eru 4, með B efst og síðan C, og í þriðja hópnum eru einnig 4, með röðina C,A,B. Atkvæða- eða kjörseðlar þeirra líta þannig út: 1. hópur 2. hópur 3. hópur A B C B C A C A B Við uppgjör fær A 5 sinnum 2 stig frá 1. hóp og 4 sinnum 1 stig frá 3. hóp, B fær 5x1 stig frá 1. hóp og 4x2 stig frá 2. hóp, en C 4x1 stig frá 2. hóp og 4x2 stig frá 3. hóp. A kemur best út með 14 stig, B fær 13 og C 12 stig. Hér er enginn vandi að ákveða í hvaða röð á að bera kostina undir atkvæði, eins og væri með hefðbundnum vinnu- brögðum. Þeir eru lagðir fyrir samtímis. Eins er ef um kosn- ingu væri að ræða, að hún yrði útkljáð í einni umferð. Lesend- ur athugi hvernig kosning færi með hefðbundnum hætti í tveimur umferðum og þeirri afstöðu þátttakenda sem að ofan greinir. Leiðrétting í fyrsta hluta greinarinnar brenglaðist niðurlagið, en er rétt svona: Enn má finna það að ríkjandi fyrirkomulagi við atkvæða- greiðslu, þar sem menn fá sjaldan tækifæri til að taka afstöðu til állra þeirra kosta sem málið býður í raun og veru upp á, að þar er ekkert á hreinu með þá afstöðu sem menn höfðu eiginlega í mál- inu. Menn gera það í senn að ýkja ágreining og breiða yfir hann, þeg- ar aðeins er tekist á um tvo kosti í atkvæðagreiðslunni, en geta ekki sýnt með atkvæði sínu hvað þeir helst vildu og hvernig sú afstaða sem atkvæðið sýnir, er eiginlega málamiðiun. Kjörnir fulltrúar eru svo í vandræðum að gera grein fyrir afstöðu sinni eftir á, að sanna það umbjóðendum sínum að þeir hefðu eiginlega viljað dálítið annað en þeir töldu ráðlegast að greiða atkvæði, eins og mál stóðu. Þessu fylgir ómæld fyrirhöfn fulltrúanna og oft á tíðum óréttmætt vantraust umbjóðenda þeirra, almennings, og jafnvel almenn fyrirlitning. Með aðferð Borda getur hver þátttak- andi skjalfest forgangsröðun sína, en uppgjörið sýnir hvernig mála- miðlun fer fram. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.