Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 5
undur var utan eiginmaðurinn og sá, sem útsetti tónlistina. Margoft lýsir frú Heiberg því yfir í ævisögu sinni að allra bestu stundir sínar séu úti í náttúrunni. Þau hjón eyddu öll- um sumrum utan borgarinnar sem og reyndar allir, sem eitthvað máttu sín á þessum dögum. Sumarið 1842 leigðu þau Bakkahúsið, þar sem Heiberg dvaldist í bernsku hjá þeim Rahbek-hjónum. Ekki auðnaðist frú Heiberg að sjá þau hjón í lifanda lífi, en hún var mjög kunnug sögu þeirra og hugsaði mikið um þau þetta sumar á slóðum þeirra. Hún fann til samúðar með Kömmu, sem um- bar með „miklu frjálslyndi og manngæsku andlega (platónska) ást Rahbeks", sem varð sífellt ástfanginn í nýjum og nýjum dömum, sem heimsóttu hann á heimili þeirra. Þegar Rahbek beið óþolinmóður eftir þessum heimsóknum og gægðist út um hvern gluggann af öðrum, sagði Kamma: „Þú ættir að fara í smá gönguför niður veginn, Rahbek, og fá þér frískt loft.“ Og þegar frú Heiberg skar rósir af eldgömlum, mosavöxn- um rósarunni, velti hún fyrir sér, hvort það væri af þessum runni, sem Kamma skar rósina og gaf Baggesen, sem hann síð- an orti um. En á hverju einasta sumri um 15—20 ára skeið dvöldust þau hjón að sumu leyti gegn vilja sínum hjá Suhr-fjölskyldunni á Sölyst við Strandvejen. Hei- berg-hjónin kynntust Suhr- hjónunum fyrst í baðferð til Ems. Suhr var forríkur við- skiptajöfur í Kaupmannahöfn, en hafði eiginlega lokað sig inni 20 bestu ár ævinnar til að koma fótunum undir fyrirtæki það, sem hann erfði eftir föður sinn og stóð þá höllum fæti. ískuldi ríkti á milli Suhr-hjónanna, en þau voru aftur á móti hvort í sínu lagi mjög hlýleg gagnvart Heiberg-hjónunum. Suhr hafði lokað sig úti frá öllum skemmt- unum, en hóf að sækja leikhús („gaa paa Comedie", eins og sagt var á þessum dögum), eftir að hann hafði kynnst frú Heiberg og var sem eðlileg og hispurs- laus framkoma hennar bræddi þelann í brjósti hans. Hann bað nú þau hjón að gera sér þá ánægju að dveljast einn mánuð á sumri á Sölyst. Þar höfðu þau prýðisvistarverur fyrir sig og vagn til eigin afnota. Mikið var um boð og samkvæmislíf og áleit Suhr að Heiberg-hjónin drægju fólk að heimili sínu. Heiberg fellur frá Þegar Suhr lést, 10. nóvember 1858, ánafnaði hann Heiberg- hjónum aðalbygginguna á bæn- um Bonderup við Ringsted. Ein- hver óhugur sótti að frú Heiberg gagnvart þessum stað og svo fór, að annað sumarið, sem þau dvöldust þar, lést Heiberg úr þarmabólgu eftir þjáningarfull veikindi, 25. ágúst 1860. Marten- sen-hjónin voru frú Heiberg mikil stoð og stytta í þessu mót- læti og frúin sat hjá henni jarð- arfarardaginn og las fyrir hana útfararræðu manns síns á þeirri stundu, sem hann flutti hana inni í Kaupmannahöfn. Á þess- um tíma var ekki siður að konur væru viðstaddar jarðarfarir, en frú Heiberg hafði fléttað fagran krans úr haustblómum með hjálp nokkurra barna þarna í sveitinni og sent á kistu manns síns sem hinstu kveðju. Gagnkvæm kurteisi og riddaramennska 29 ára hjónabandi var lokið. Þau hjón skildu varla nokkurn tíma nema hvað frúin fór í fylgd bróður síns til baðstaðarins Marienbad tvö sumur, þegar Heiberg varð að vera eftir heima hjá veikri móður sinni, Frú Heiberg ásamt fósturdætr- um sínum. Myndin er tekin 1874. í tilefni sýn- ingar Leikfé- lags Reykja- víkur á leikriti Per Olov En- quists, Úr lífi ánamaðk- anna. Jafnvel hinar fegurstu prima- donnur verða að beygja sig fyrir lögmálum ellinnar. Hér er frú Heiberg á gamals aldri; myndin er tekin 1882. sem lést 4 árum á undan honum. Brosleg er lýsing frú Heiberg á fyrsta aðskilnaði þeirra hjóna, en það var sumarið 1845, eftir 14 ára hjónaband. Þau dvöldust þá á Sölyst að venju. Þá leigði Hei- berg sér fiskibát og sigldi til eyjarinnar Hven og dvaldist þar í viku í stað 2—3 daga, sem hann hafði áætlað í fyrstu. Ekki var lengra til eyjarinnar en það að fólkið á Sölyst fylgdist með ferðum bátsins í kiki og á kvöld- in gekk frú Heiberg um strönd- ina og lét sig dreyma um að eig- inmaðurinn fylgdist með ferðum sínum í sjónauka. En þessi ferð Heibergs var nokkurskonar pílagrímsferð til heimkynna stjörnuspekingsins Tycho-Brah- es og hugðist hann beita sér fyrir því að honum yrði reistur minnisvarði á Hven, þó að sú fyrirætlun rynni út í sandinn vegna áhugaleysis ráðamanna. I hugleiðingum sínum um hjónaband sitt og Heibergs seg- ir frúin að þar hafi ekkert lít- ilmótlegt og hversdagslegt spillt neinu og samband þeirra hafi verið byggt á gagnkvæmri kurt- eisi og riddaramennsku. (Hún talar um „et courtoisieforhold".) Hún telur, að það hafi komið hjónabandinu mjög tl góða að hún hafði eigin tekjur og þurfti ekki að biðja eiginmanninn um hvern eyri. Áhorfendur drógu sjálfir vagninn hennar Frú Heiberg var á leiksviðinu í 36 ár og starfaði eftir það í 7 ár sem leikstjóri við Konunglega leikhúsið. Hún lék óteljandi hlutverk, bæði létt og alvarleg. Hún lék í „vaudevillum" manns síns og alvarlegri leikritum hans. 127 sinnum lék hún í Elv- erhöj, þar af Agnete í 27 ár, en síðar Elísabetu. Hún lék líka í eigin leikritum „Apakettinum" og „Sunnudegi á Amager“. Höfundar kepptust um að skrifa leikhlutverk fyrir hana og hún vann eftirminnilega leik- sigra, t.d. sem blinda stúlkan í „Dóttur Renés konungs" eftir Hertz og i titilhlutverki „Dinu“ eftir Oehlenschláger. Að lokinni frumsýningu á „Dinu“, þar sem frú Heiberg var hyllt með óvenjuinnilegu og löngu lófa- klappi, spenntu áhorfendur og vegfarendur, sem safnast höfðu saman á Kóngsins Nýjatorgi, hestana frá vagni hennar og drógu hann spottann heim í Bredgade. Slíka upphefð höfðu ekki aðrir hlotið en Friðrik 6. og Thorvaldsen. Frúin vissi ekki af þessu fyrr en hún steig út úr vagninum, slíkur var troðning- urinn í fólkinu og hún hélt að þessvegna æki vagninn svona skrykkjótt. Frú Heiberg lék í fjölmörgum leikritum Shakespeares og margar blaðsíður í ævisögu hennar fjalla um túlkun á hlut- verk Lady Macbeth. Fram að þessu höfðu eldri leikkonur allt- af leikið þetta hlutverk og lagt aðaláhersluna á gráa illsku lafð- innar. En frú Heiberg lagði mesta áherslu á ástríðuhita hennar í túlkun sinni. Hún lék Maríu Stuart í leik- riti Schillers, en var ekki sátt við meðferð höfundar á persón- unni. Seinna leikstýrði hún leik- riti Björnstjerne Björnsons um Maríu Stuart og var mjög ánægð með skilning hans á henni. Björnson áleit að raunv- eruleg orsök ógæfu Maríu Stu- art hefði verið hin mikla fegurð hennar, ástleitni og suðræn létt- úð, sem varð þess valdandi að háir og lágir gerðust ástríðufull- ir tilbiðjendur hennar og í raun- inni hafi hún aldrei eignast neinn vin. Aftur á móti sætti frú Heiberg sig ekki við virðingar- leysi það sem Björnson sýndi nafni Krists og Biblíunni í leik- ritinu og strikaði út atriði, þar sem þetta kom fyrir. Björnson var viðstaddur frumsýninguna og lét þetta gott heita. Aðalmótleikari frú Heiberg var Michael Wiehe. Hún hafði um nokkurra ára skeið fylgst með þessum unga og að hennar mati efnilega leikara í því skyni að yngja upp í elskhugahlut- verkum. Hún stuðlaði að því að þessi feimni og duli leikari fengi fleiri og meiri hlutverk og fór að leika á móti honum sjálf og minnist oft í ævisögu sinni á hinar djúpu og duldu tilfinn- ingar hans og ástríðuhita. Smám saman vann hann hugi og hjörtu áhorfenda og varð um langt skeið aðalmótleikari henn- ar, sjálfrar prímadonnunar. Öfund og illkvittni Heiberg var um 7 ára skeið leikhússtjóri við Konunglega leikhúsið. Hann kom því m.a. til leiðar að aftur var farið að leika leikrit Holbergs og þau fengu æðri sess í augum áhorfenda en verið hafði um skeið. En nú kom upp mikil andstaða frá ráða- mönnum leikhússins og mörgum leikaranna gegn Heiberg og þeim hjónum báðum. Bar þar margt til, svo sem sú frelsisalda, sem flæddi yfir Evrópu 1848 og einveldisafsal Kristjáns 7. það ár. Leikararnir vildu nú sjálfir fá meiri völd í leikhúsinu. Þar var í fremstu fylkingu ungur, myndarlegur og ákaflega framagjarn leikari, Höedt að nafni, sem einnig predikaði nýja leikhústúlkun, þar sem tækni var fremur í hávegum höfð en tilfinningar. Hann hafði ótrúleg áhrif á meðleikara sína upp á móti þeim hjónum, m.a. Nielsen, sem öfundaðist líka út í vel- gengni og vinsældir frú Heiberg, sem hann áleit vera á kostnað leikframa konu sinnar (áður frú Wexschall, velgerðarkonu Hönnu Pátges, en vinskapur þessara tveggja stóðst allar raunir). Jafnvel Wiehe varð fyrir miklum áhrifum af Höedt Frh. á bls. 15. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.