Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu fffi MAt/RS- WAf« Kouu Xaosth Hími HÁVAPI ewt>- BjKmrÁ HfM- vÓru fRUM- tru i Bikict UA iw m- 1 A 'A H K ft R \nrm SS2 i s R Ö N b S T- K R. A K l M N MVll-a K A L A R \7m m A U K l -£> A**>A A R 1 M N CRU VAFA '0 -fvm ZlHi N T Kfltijt C\ue S T yi 1 T N B U i FUU L ótvti Stabu- A»- kwti T R n í A R b T Ö F jroru- HUí- ÓA&Nl S '0 T A b ■R A ÍKYiO tHiwm TUU* A F A H A &OIAR T u X> P A R T L U T R A clvu* Jkf-t— HVATUR Ý F 1 R ÍTIKA1 R 'o 5 JoD- WN HrA AF 1 HAf JL A s A Ww* inmu b & R N FL*TI ÍKADI A s A __ SKCt T £ I r'fu RVCN- T u ri. U R 'RTT iKíií- AM A u S r U R FUU L /NW L u i r u R HAKA i Khiar S ? E IT 1 L D 5 Æ írmc. B tóh A L VlTHiW 'A LL Æ L 1 i> et* a PÚKI S 'o A Ltóþ 'o t> u R (AMAlX S L. A F 1 VlPUR- K(N**T ríjny T Á T A i> 5TÓR. tri A R * w - tevii 5 Ý T w A ÍPCR. INU F A P 1 N M BifcJA BoL- tKUA A T T — N A HIÓM AR R \L y R 1 R M3 STRlfi. AL A Bc?vc- STAF- UR. m kiws- nafn AFKOM-Í S?Fifl- ENO- DP FIÍK- URIMM ýuf) ■ WÁLM- UR DHR- ElNK- AÐIR RULI Ck U3> H/tFlR. y?j Tv i -* 4* ÆPlR OieTA UM / Miwda bVIRT fVENA ODA- (xO T CkHÖÞA' VÆ N - UG,r Ál'it áAM*Ll 5» 1 F- J>ýR Kipp- UR /Í.ÁTT - AP. ~ , TÆVSl liAWAR yMDis Lokki S Ky N- FÆRUM hrýtf Af>- bÆTA K£|N KAMN £ KK I B'ar- A N N AFN Þrauta + ÍíJOIMG • fRUM- e f/mi HLTÓfi- FÆPI ELSKA R/EKTAR LANt> iKRÆF- AM 1REM\ STÁV- AR- PVR L'iKAMS- HLUTIMN A V D YrRl Kv/I£>- VoDx/A Kísk VUClL^ Htró o ÍKVIOA FoR.- fA'ot>- IR áRUAC* ue<»vi- IKIHLT- Af\ BAR- DAúl Pl/ELTA Lcnla OflW-' HLUTI FuaLAR M evoa ÍULL Latuk Yætla Á HÚSI £LO ~ ÍTÆS) I RSK fmsT RRoPP. >e pt^ K- AKJUM 2 e<wi Rc>»v.Tai> L'itil ALCA 1 _ ■ V'onoaR + FLANI líKÁtl SneTtun R UM G, Sumir hafa slitnað... sjálfan mig betur. Eg rétti upp spegil samkvæmt formúlunni: Spegill, spegill, herm þú mér ... hver ljótust er, eða fegurst er, eftir atvikum." Já, en hvers vegna leikrit en ekki eitthvað annað? „Sá veruleiki sem heillar mig í leikhúsi er það þegar fólk og atburðir á sviðinu hafa náð svo sterku sambandi við áhorfendur að það er hægt að segja: Við erum eitt. Samruni veruleika sviðsins og fólksins sem hlustar og horfir er svo heillandi, svo djúpur og merkilegur í sam- kennd sinni, að ég leita sífellt eftir honum — bæði sem mann- eskja og rithöfundur." Gott og vel, en gerist ekki nákvæmlega það sama þegar maður les skáldsögu eða ljóð sem hefur áhrif á mann, þótt það sjáist ekki uppi á sviði? „Jújú, í eðli sínu er það sjálf- sagt hið sama, en það er stór- kostlegt að sjá þetta gerast; þeg- ar veruleiki skáldskaparins hef- ur snert veruleikann í þessu fólki sem er í salnum. Svo und- arlega sem það kann að hljóma, þá er þetta veruleiki sem maður nær ekki til í daglegu lífi vegna þess að þar er hver maður að leika. Hann leikur fyrir sjálfan sig, á sjálfan sig og á aðra.“ Hm. Nú segja sumir að okkur finnist leikhúsið svo heillandi sem raun ber vitni einmitt vegna þess að það sem þar fér fram er bara piat, þykjustuleik- ur. „Hvað er plat? Lifum við ekki flestir einhvers konar plat- tilveru? Sumir eru meira að segja svo alteknir af eigin plati að þeir halda að platið sé veru- leiki. Það er meðal annars hlut- verk leikhússins að sýna að plat- ið er ekki veruleiki. Skáldskapur er aldrei plat; það er að segja ef hann rís undir nafni. Ef um raunverulegan skáldskap er að ræða, þá felur hann í sér ein- hvern veruleika um tilfinningar og um mannleg sannindi; meiri veruleika en hitt sem við köllum yfirleitt veruleikann. Það er þetta eðli skáldskaparins sem gerir það að verkum að menn sækja í hann, hungrar beinlínis í að upplifa hann. Ef þessi væri ekki raunin, þá væri skáldskap- urinn löngu dauður! Ég lít svo á að 1 skáldskapinn sæki menn upplýsingar um sjálfa sig, um lífið; þeir reyni að fá staðfest- ingu á sjálfum sér í skáldskap. Þar skilur svo á milli árangurs og erfiðis hvort menn eru færir um að skilja á milli skáldskapar og tilbúnings — til dæmis í leikhúsinu. í leikhúsinu sjáum við oft sýningar hafa á sér yfir- skin skáldskapar en eru í raun- inni ekkert nema tilbúningur, og eru þar af leiðandi ekki til þess hæfar að leysa neinn mannlegan veruleika úr viðjum. Listamennirnir — skáldin, leik- ararnir, leikstjórarnir — verða að gæta sín afar vel á tilbún- ingnum; í sannleika sagt verða þeir síknt og heilagt að halda dómsdag yfir sjálfum sér. Eru þeir að leita einhverra sann- inda, eða eru þeir bara í þykj- ustuleik? Því miður eru alltof margir sem falla á því prófi.“ Rétt í lokin. Má ég spyrja þig að hverju þú farir að vinria þeg- ar Grasmaðkurinn er frá ? „Jájá, spurðu bara.“ Nú, að hverju ætlarðu þá að fara að vinna ? „Það er leyndarmál...“ Gargantúi Frh. af bls. 12. Kastor og Pollux komin úr eggi sem Leda varp og ungaði út? En þið munduð verða ennþá hissari ef ég dembdi nú yfir ykkur öllum kafla Plinusar þar sem hann talar um kynlegar og ónáttúrulegar fæðingar. Og hvað sem um það er þá er ég ekki jafn forhertur lygalaupur og hann. Lesið þriðja kapítula í sjöundu bók Náttúrusögu hans, og hættið að egna heila minn í þessu efni. Sjöundi kapítuli Hvernig Gargantúa var gefið nafn og hvernig hann slokaði áfengið Sá mæti maður Grandgussi var þá að drekka og gamna sér með hinum þegar hann heyrði hið hræðilega öskur sem sonur hans rak upp þegar hann leit dagsins ljós, og hrópaði: Drykk! Drykk! Drykk! — Og honum varð að orði: Que grand tu as! — Hvað þú hefur stórt! — (og átti við kokið). Og þegar samkvæmið heyrði þetta var það mál manna að drenginn skyldi kalla Garg- antúa, eftir hinum forna sið hebrea, en þetta hafði verið fyrsta orðið sem faðirinn mælti við fæðinguna. Faðirinn féllst náðarsamlegast á uppástung- una; móðirin var harla ánægð með það líka; og til að sefa drenginn gáfu þau honum svo mikið að drekka að barkinn næstum sprakk. Svo var hann færður að fontinum og skírður þar, að góðum kristinna manna sið. Og þau pöntuðu handa honum sautján þúsund níu hundruð og þrettán kýr frá Pontille og Bré- hémont til að fullnægja dags- þörf hans af mjólk. Því að fóstra við hans hæfi var ekki finnanleg í öllu landinu, vegna þess mikla magns af mjólk sem hann þurfti í mál. Nokkrir skot- ískir læknar11 hafa eigi að síður staðhæft að móðir hans hafi haft hann á brjósti, og að hún hafi getað mjólkað úr brjóstum sínum fjórtán hundruð og tvö keröld og níu skjólur í mál. En þetta er ólíklegt, enda hefur staðhæfingin verið lýst andstæð spendýra-eðli, meiðandi fyrir eyru trúaðra og viðloðandi villu- trú.2) Með þessu móti leið ævi hans þar til hann var eins árs og tíu mánaða, en á þeim tíma var far- ið að læknisráði, að setja hann út, og falleg uxakerra var smíð- uð honum, eftir teikningum Jóns Denyau.3) í henni var hon- um ekið með gleðilátum um torg og tún; og honum var mikið hampað, því hann var fríður sýnum og hafði næstum átján hökur; og hann grét mjög sjald- an. En hann gat hvenær sem var skitið í buxurnar, því að hann var óskaplega svifaseinn, sumpart að eðlisfari og sumpart vegna ytri ástæðna sem voru tengdár því mikla dálæti sem hann hafði á vínunum í sept- ember. En hann drakk aldrei dropa án tilefnis. Því ef fyrir kom að hann væri styggur, reið- ur, gramur eða fúll, ef hann sparkaði, ef hann grét eða ef hann öskraði, þá var honum óðara færður drykkur til að bæta skapið, og hann þagnaði í sömu svifum og tók aftur gleði sína. Ein fósturmæðra hans tjáði mér, og sór við biblíuna, að hann hafi orðið svo vanur þess- ari meðhöndlun að við minnsta hljóð frá pottkönnum eða krukkum komst hann í algleym- ing, eins g hann fyndi til himn- eskrar sælu. Og vegna þessara guðdómlegu tilhneigingar hans, var glösum klingt með hnífi eða flöskur slegnar með töppum, til þess að koma honum í gott skap á morgnana, en við þessi hljóð kættist hann, hoppaði upp og ruggaði sér í vöggunni, kinkaði höfðinu, lék tónstigann með fingrunum og barði á rassinn eins og trumbur. 1 Duns Scot var munkur af reglu fransiskana, einn helsti kenn- ingasmiður skólaspekinga. 2 Rabelais notar hér hina venju- legu fordæmingar-formúlu Sorbonne-háskóla: Sententiam piarum aurium offensivam et hær- esim sapientem. 3 Jean Denyau var algengt nafn í Chinon, heimahéraði Rabelais. Útgcfandi: lif. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Ilaraldur Sveinsson Kitstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sigurðsson Áuglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: AÓalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.