Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 15
Oft hefur stakan orðið Ijós á vegi Fyrir skömmu birti ég vísu eftir Árna Guðjónsson og bað um upplýsingar um hann. Þær hef ég nú fengið. Hann var Frh. af bls. 5. og fylgdi honum að málum og þorði aðeins að sýna frú Heiberg • vináttu sína á laun og segir hún frá nokkrum hjartnæmum at- vikum því viðvíkjandi. Þessu andstreymi þeirra hjóna (aðallega þó Heibergs) lýsir frúin í löngum kafla ævi- sögu sinnar. Eg hætti mér hvorki út í lýsingar og útskýr- ingar á því öllu né umfjöllun um bréfaviðskipti gífurleg að vöxt- um þessu viðvíkjandi, en hef eft- ir lokaorð frú Heiberg um þessi mál. Hún vitnar í orð Maríu(?) drottningar af Englandi, sem sagði að þegar hún dæi, yrði nafnið Calais greipt í hjarta sitt. En frú Heiberg sagði, að í sitt hjarta yrðu grafin þessi orð: „Heiberg var órétti beittur." Svo fór að Heiberg sagði af sér stöðu leikhússtjóra og frúin hætti að leika í Konunglega leikhúsinu. Eftir eitt til tvö ár hóf hún þó að leika að nýju fyrir þrábeiðni ráðamanna. Áhrif Höedts fjöruðu brátt út og hann hvarf frá leikhúsinu. Málverkið af frú Heiberg Þann tíma, sem frú Heiberg lék ekki hjá Konunglega leik- húsinu, notaði hún m.a. til að sitja fyrir hjá málaranum Marstrand, sem lengi hafði óskað eftir að fá að mála hana í fullri líkamsstærð. Verkið sótt- ist seint og listamanninum fannst mjög erfitt að sameina á myndinni þann skarpleika og mýkt, sem hann sagði að bland- aðist í svip hennar. Frú Mar- Borgfirðingur, f. 1909, d. 1977, lengi bóndi að Stafholtsveggj- um, síðustu árin í Borgarnesi. Til er í handriti töluvert af stök- um eftir hann. Hann hefur ort: 1. Þegar bjátar eitthvað á eða þungt er sinni, friðland löngum fínn ég hjá ferskeytlunni minni. 2. Rímlistin er þarfaþing, því við gleymum eigi. Oft hefur stakan íslending orðið Ijós á vegi. 3. Þó ég engin nefni nöfn, neinu skal ei gleyma. Minninganna myndasöfn mér er Ijúft að geyma. Einar skáld Benediktsson átti sem kunnugt er til mikilla gáfu- manna að telja í báðar ættir, faðir hans hinn mikli þjóðmála- skörungur Benedikt Sveinsson og móðirin hin stórbrotna gáfu- kona Katrín Einarsdóttir. Að- eins ein vísa hefur geymst eftir hana, sú er hún orti til Einars: strand kallaði frú Heiberg á ein- tal og bað hana að fá mann sinn til að telja myndina fullgerða, því að hann yrði veikur ef þessu héldi áfram. Marstrand lauk myndinni upp úr áramótum 1859. Hún sýnir því frú Heiberg 46 ára gamla. Myndin var á næstu vorsýningu á Charlottenborg og fékk slæma dóma. Fólki fannst frúin of al- varleg, næstum grátandi. Svo var hún ekki tískuklædd, t.d. vantaði krínólínið (sem frúin notaði reyndar aldrei), bara með þetta hvíta sjal, þéttvafið um grannan líkamann. Sumum fannst myndin jafnvel hlægileg. Marstrand féll þungt þessir dómar. Auðvitað sagðist hann hafa málað frú Heiberg alvar- lega, myndin hefði sögulega þýðingu og ætti að minna á það tímabil í lífi hennar, þegar „skammarlegt ranglæti hafði þvingað yður til að yfirgefa opinbert starf", eins og hann komst að orði við frú Heiberg. Alltaf hafði hún þráð að eignast börn Frú Heiberg eignaðist aldrei börn. Maður hennar og tengda- móðir höfðu engan áhuga á slíku. Gamla frúin sagði eitt sinn í eyru ungu konunnar: „Guði sé lof að hér eru engin börn.“ En frú Heiberg þráði alltaf að eignast börn og svo fór, næstum fyrir tilviljun, að hún tók þrjár hálfmunaðarlausar stúlkur fyrir kjördætur. Þær hétu Sara, Lelia og Anna og voru 7, 5 og 4ra ára. Þær komu Ef að þótti þinn er stór, þá er von að minn sé nokkur. Sama blóðið er í okkur, dropar tveir, en sami sjór. Leiðinlegt er þegar svona vfs- ur eru birtar á prenti svo úr lagi færðar, að úr þeim verður leir- burður. Það mátti sjá nýlega í fjöllesnu blaði, og fleiri vísur bjagaðar í sama lesmáli, þótt þessi villan væri hróplegust. En ef menn gera sig seka um vitleysur í svona vísnaþáttum er mikils um það vert, að þeir sem betur vita leiðrétti, annars hafa aðrir það eftir, skáldskapur og smekkur almennings spillist. Hér kemur betri útgáfa á vísu, sem ég hef áður birt. Sá sem leiðrétti vissi ekki fremur en ég hver að henni var nautur- inn. Vel er ort, gaman væri að vita hver það gerði. Nú er orðið langt síðan ég hef fengið línu. Fulla af táli faðma ég þig, flaskan hála, svarta, þó á báli brennir mig bæði á sál og hjarta. Einhversstaðar hafði ég feng- ið þær upplýsingar, að höfundur frá Vestur-Indíum, móðir þeirra var látin og danskur faðir þeirra að dauða kominn. Þetta skeði ekki fyrr en eftir dauða Heibergs. Frúin hafði mjöggaman af skrýtnum tilvilj- unum og trúði á spásögn þeirra. Þegar maður hennar lá bana- leguna á Bonderup, voru heimil- isstorkarnir að yfirgefa hreiðrið þetta haustið og fljúga til hlýrri landa — og fóru daginn sem Heibert lést. En nokkrum dög- um seinna komu alls óvænt þrír storkar og settust um stund í húsagarðinum eftir að allir storkar áttu að vera flognir burt. Einnig segir frú Heiberg frá atriði, sem skeði á heimili henn- ar inni í borginni, en þangað kom farandsali að selja málverk og gegndi ekki, þegar þjónninn vísaði honum á bug, heldur beið í forstofunni, þangað til frúin gekk þar framhjá og skoðaði málverkin fyrir þrábeiðni mannsins. Á einu þeirra blöstu við þrír storkar í forgrunni og var frúin ekki sein á sér að kaupa málverkið, sem síðan hékk á heiðursstað í vinnuher- bergi hennar, þrátt fyrir það að hún viðurkenndi að listrænt gildi myndarinnar væri lítið. Og fósturdætur frúarinnar urðu þrjár. „Enn rann blóðið heitt um æðar mínar“ Þegar frú Heiberg hafði látið af störfum við Konunglega leikhúsið, hugði hún á dvöl er- lendis ásamt fósturdætrunum. En sá tími fór mjög í veikindi hennar sjálfrar og var henni ekki hugað líf um tíma. Þær dvöldust í Lausanne og seinna í Róm, þar sem frúnni sló aftur vísunnar hafi heitið Albert og úr Svartárdal. En veit nokkur eitthvað meira? í eftirmælagrein var og ný- lega birt vísa eftir Þorstein Erl- ingsson. Efnislega var hún rétt, en orðalagi svo breytt að rím og suma höfuðstafi vantaði. Það var sú vísa, er sagt var að fund- ist hefði í handriti á náttborði skáldsins, þegar hann var lát- inn: Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvfla sig, og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða kringum sig. Þegar þennan vísnaþátt ber fyrir augu þín, lesandi góður, hefur vetur, nokkuð harður, vonandi kvatt. Hér koma því þrjár vísur frá Þorsteini, teknar úr kvæðinu Þegar vetrar þokan grá: Þegar vetrar þokan grá þig vill fjötra inni: svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. En ef létt er lundin þín, loftið bjart og næði: sestu þar sem sólin skín, syngdu lítið kvæði. niður. En hún náði aftur heilsu í Sorrento „í sjávarloftinu og appelsínuilminum". Þangað komu Björnstjerne Björnson og frú og bauðst hann til að fara með frú Heiberg í heilsubótar- ferð til Sikileyjar, en frú Björn- son átti að verða eftir í Sorrento og gæta barnanna. Þetta stór- fenglega boð fannst frú heiberg hún ekki geta þegið. Seinna slitnaði upp úr vináttu þeirra Björnsons, þegar hann fór inn á þær brautir í gagnrýni sinni og skáldskap, sem henni féllu ekki í geð. Ævisöguritun sinni lýkur frú Heiberg um sjötugt. Á sjötugs- afmælinu heiðraði starfsfólk og leikarar Konunglega leikhússins hana með heimsókn og færðu henni að gjöf gullnælu í líki skáldgyðju með lárviðarsveig um höfuðið. Einnig sæmdi kóng- urinn hana heiðursmerki. Undir bókarlok segir hún: „Nú átti ég sem sagt að vera orðin gömul matróna, þótt mér fynd- ist erfitt að hugsa sem slík, því að enn rann blóðið heitt um æð- ar mínar. Bak mitt var beint, fótatakið létt, sjón og heyrn óskert og andi minn móttæki- legur fyrir hræringum samtíð- arinnar... ... Oft dreymir mig ennþá að ég sé ung, ljómandi af gleði og lauflétt. Þá vakna ég svo glöð...“ Hún átti enn eftir að lifa í 8 ár. Johanne Luise Heiberg lést 21. desember 1890. Lokið á Cesiliumessu, 22. nóvember 1982 á 170. afmælisdegi Johanne Luise Heiberg. Ileimildir: Johanne Luise Ileiberg: Et Liv Gjenoplevet Erindringen I-III. Gyldendal, 1944. Troels Lund: Bakkehus og Solbjerg, Khöfn 1971. Bakkehusets Billedbog, útg. af Bakkehusmuseet, o.fl. Frú Heiberg Það er líkt og ylur í ómi sumra braga, mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. En það er best að hér komi, úr því rúm leyfir þrjár vísur, sem Þorsteinn orti til Guðrúnar konu sinnar. Hann skrifaði á eintak af Þyrnum: Ég veit að Þyrna mína af mér þú mörgu fremur kjósir, en ólíkt, Guðrún, gef ég þér, sem gafst mér tómar rósir. 30. desember 1903 var Guðrún að heiman. Hérna fannst mér áður allt ylna af brosi þínu. Nú er aftur orðið kalt inni í horni mínu. Og 1910 orti Þorsteinn um konu sína: Undan jörpum skörum skín skýja Ijóminn fagur. Svona kemur sólin mín, svo verður bjartur dagur. J.G.J. Sumir hafa slitnað... Frh. af bls. 3. Menn eru, sýnist mér, hér um bil búnir að gleyma því drama sem felst í því að vera til sem einstaklingur. Athugaðu að í öðru hverju húsi hér í bænum er í gangi drama, eða á ég að segja tragidía, sem skiptir öllu máli fyrir það fólk sem þetta upplifir. Sömuleiðis skiptir það öllu máli fyrir okkur hin að við vitum af þessu, skiljum þetta. Um leið og við fáum innsýn í líf og baráttu annarra einstaklinga, þá verð- um við hæfari til að vera menn; hæfari til að þykja vænt hverju um annað, og skynja ævintýrið í lífinu. Og þegar við höfum skynjað ævintýrið, þá verðum við jafnframt hæfari til að sam- einast gegn því sem ógnar okkur.“ Mundi Grasmaðkurínn kall- ast nýstárlegt leikrít að formi til? „Það er nú það. Sumir eru svo hræddir við að verða gamal- dags; það er eins og þeim finnist að það að skrifa leikrit sé líkt og að opna tískubúð. Þeim finnst að þeir verði alltaf að hafa á boðstólum nýjasta nýtt. En þarna gildir gamla orðtakið að ekkert er nýtt undir sólinni, og menn sem eru haldnir frum- leikaþörf eru staddir í blind- götu. Spurningin snýst ekki um frumlegheit eða nýstárleika; hún snýst um mannleg sann- indi.“ Hvað með sjálfan þig? Hvers vegna skrifar þú leikrít? „Fyrir mér er leikritun eitt form samtals. Ég er að reyna að ná til annarra; sýna þeim hvern- ig ég hugsa og finn til. Þetta er leit eftir öðrum mönnum, og um leið og ég leita annarra skil ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.