Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Side 9
Sirkus í heimsókn og gatan iðar af lífí — en raunar eru sirkusinn og gatan aðeins máiverk á húsgafli í borginni
Exeter í Englandi.
Götumyndir
Street Murals — Þegar myndir eru málaðar á geysi-
stóra húsgafla eða aðra tiltæka fleti í borgum erlend-
is, er tilgangurinn stundum sá að gera að gamni sínu,
stundum er verið að hressa uppá umhverfið — og
stundum ræður þjóðfélagslegur áhugi ferðinni.
Götumálverkið, eða list göt-
unnar — lengi hefur það fylgt
manninum — og undanfari þess
er hellamálverkið og þó enn
frekar myndir af veiðidýrum,
sem forfeður okkar hafa ugg-
laust gert á heppilega steinfleti
utan hellanna og nú hafa máðst
út fyrir langalöngu. Uppgröftur-
inn í Pompeji hefur leitt í Ijós,
að árið 79 hefur götumálverk
verið tíðkað í þessum suðræna
bæ og þá áreiðanlega víða í
Rómaveldi á sama tíma. í nú-
tímanum væru götumyndirnar í
Pompeji flokkaðar undir klám-
bylgju og víst leiða þær í ljós svo
ekki verður um villzt, að mann-
ieg náttúra hefur verið þar við
beztu heilsu.
Magnaðir
Mexíkanar
Götumálverk heyrir annars
til öldinni okkar og má segja, að
það spretti upp í Mexíkó í kjöl-
far byltingarinnar eftir 1910. Þá
byggðu menn á þeirri fresku-
tækni, sem búin var að vera við
Iýði frá dögum Giottos og Mich-
elangelos á Ítalíu — og enn eru
þessi frægu verk í Mexíkóborg
höfuðprýði borgarinnar. Mexí-
könsku götumyndirnar eru bylt-
ingarlist og þær fjalla um þjóð-
félagslegan veruleika. Þetta eru
verk Hinna þriggja stóru — „los
tres grandes" — í mexíkanskri
myndlist: Clementi Orozco, Dav-
8
id Alfaro Siqueiros og síðast en
ekki sízt Diego Rivera.
Mikið orð fór strax af þessum
verkum, enda voru þau í hæsta
máta óvenjuleg og opnuðu augu
margra fyrir því, að listin ætti
að vera hluti af hinu daglega
umhverfi fólks, en ekki lokuð
inni á söfnum. Höfundarnir
urðu brátt frægir og uppúr 1930
voru þeir ráðnir til að vinna að
götumyndum í Bandaríkjunum.
Diego Rivera fékk m.a. það
verkefni að mála stóra fresku á
vegg í Rockefeller Center í New
York 1934 — þar fór málarinn
yfir strikið; hann hélt hann
kæmist upp með pólitíska trú-
boðslist í höfuðvígi kapítalism-
ans. Þegar menn sáu ímynd
óvinarins birtast í sjálfum Len-
in, var einhverjum nóg boðið og
verkið var eyðilagt.
Annars er athyglisvert, að í
efnahagsáætlun þeirri, sem
Roosevelt stóð fyrir og var
nefnd New Deal, var framlag til
Það yrði gritt gaman ef einhver
tæki alvariega götuna og jarðgöngin,
sem þarna virðast hafa verið
sprengd í gegnum klett — en allt er
þetta blekking og aðeins stór götu-
mynd í Columbia í S-Karólínufylki.
UMI-MERR
Hús með rennilás, smellið verk með
popplistar-formerkjum, sem fær veg-
farandann áreiðanlega til að staldra
við. Málað hefur Gert Neuhaus á
vegg í Zillestrasse í Berlín.
Hópur sem kallar sig Chicago Mural
Group hefur málað þessa götumynd
í Chicago — hér er augljós húsa- og
■mhverfísverndarboðskapur.
Alvara á ferðum, dómsdagur í náncþ
Kjarnorkudögun, mynd á húsgafli
við Coldharbour Lane í London.
Hvar hefur maður séð þetta
andlit áður? Jú, Marlene
Dietrich að sjálfsögðu, ein
af þessum síungu. Myn^t
nær yfír gafl fjölbýlishúss i
Dttsseldorf í V-Þýskalandi
og er eftir Willhelm Moser.
Veggmálari í klípu. Að
verkinu stendur hópurina
Los Angeles Fine Arts
Squad og það er að fínna á
húshlið við Parc Floral í
París.
þess að koma upp 2.500 vegg-
myndum úti við og á almanna-
færi, en einnig í skólum, á
sjúkrahúsum og í bókasöfnum.
Þessi stefna hafði í för með sér
ákveðna endúrnýjun, því menn
þóttust geta brotið allar hefð-
bundnar venjur í útfærslu á
verkum af þessu tagi og þeim
var yfirleitt vel tekið. Þetta voru
samt ekki verk af því tagi, sem
nú nefnast „street murals" eða
götumyndir, heldur undanfari
þeirra.
Alþýðulist með
predikunarívafi
Hina eiginlegu götumynda-
hreyfingu í Bandaríkjunum má
rekja aftur til 1960 og sú byrjun
varð í New York og hélzt í hend-
ur við það forustuhlutverk í
myndlist, sem borgin tók þá. Á
sjöunda áratugnum fékk götu-
málverkið ákveðinn tilgang, sem
sumir telja að hafi byrjað með
því að rúpilega 20 svartir
myndlistarmenn í Chicago stóðu
sameiginlega að geysistóru úti-
verki um drauma svarta manns-
ins og hetjur hans í bókmennt-
um, músík, pólitík og íþróttum.
Þetta var í samræmi við Black
Power-hreyfinguna og nú var
litið á götumálverk sem áróð-
urstæki. Ýmsir þjóðernis-
minnihlutahópar svo sem Pu-
erto Ricanar og fólk af Asíu-
þjóðernum stóð þá sameiginlega
að hliðstæðum verkum. Hver
stór og gluggalaus húsgafl var
þá litinn hýru auga — of oft var
það alls ekki látið aftra sér, þótt
gluggar væru fyrir; þeir voru þá
felldir inn í myndverkið.
Á þessum tima er poppmál-
verkið að spretta upp sem
sjálfstæð stefna, sem gerði
garðinn frægan fyrir vestan —
og að sjálfsögðu gætir áhrifa frá
því og skiltamálverkinu, sem að
nokkru leyti var tekið til fyrir-
myndar í poppinu. Þótt merki-
legt megi virðast hafa popp-
áhrif orðið lífseigari í götumál-
verki í Evrópu, samanber „Hús
með rennilás", sem hér er mynd
af og er frá Þýzkalandi. Götu-
málverkið í Bandaríkjunum
fékk nefnilega fljótt á sig sér-
stakan svip, sem sumir vilja
nqfna alþýðlegan — og er að
minnsta kosti æði oft ekki nærri
eins fagmannlegur og „professi-
onal“ og sambærileg götumál-
verk í Bretlandi og Þýzkalandi
til dæmis.
í Bandaríkjunum voru stofn-
aðir hópar eða félög, sem stóðu
að götumálverkum, Los Angeles