Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 3
verður nú ekki svo um alla. Lík- legast búa flestir við tölvuna sína eins og sjónvarpið sitt, vita ekkert um byggingu hennar eða gerð yfirleitt og vilja ekki vita það. Þetta fólk allt kemur til með að treysta algerlega á til- búin prógrömm, sem það getur keypt sér. Góð prógrömm er bæði dýrt að búa til og dýrt að kaupa þau. Control Data hefur fjárfest 900 milljónir dala í Plato menntunarprógramminu og það er enn ekki farið að borga sig, hins vegar reiknar fyrirtæk- ið með því að græða um síðir billjónir dala. Fjöldi fyrirtækja framleiðir léleg prógrömm en þau eru samt ekki ódýr. Pró- grömmin eru skrautfjöðrin í tölvuhattinum en það er bara ekki nema eins og fimmta hver fjöður, sem eitthvert punt er að, segir Diana Hestwood, kennslu- málafulltrúi í Minneapolis. Og Hestwood sýndi með dæmi, um leið og hún sagði þetta, hver út- koman yrði ef villur væru í prógrömmum. Hún stakk einu í vélina og gerði viljandi 10 villur og tölvan svaraði á sínu tölvu- máli: „Þú hefur gizkað 10 sinn um.“ Prógrammið var þannig al- gerlega ónýtt verk og tölvan gat ekkert gert í málinu. Hún tekur bara við því sem að henni er rétt, og ef það er vitleysa, svarar hún vitleysu. Mikið af einskis verðum prógrömmum Aðaltölvufræðingur . Átari- fyrirtækisins, Alan Keý, álítur að prógrömmin eigi eftir að valda miklum vandræðum. Sannleikurinn er sá, að mikið af þeim prógrömmum, sem nú eru á markaði, eru nánast einskis- virði. Hvaða vit er í því að kaupa dýrindis tölvu, sem ekki gerir svo annað en leggja saman í tékkheftinu, kveikja ljósið í herberginu eða setja saman matseðil, ef hann er þá ekki skárri en í svonefndu pizza- prógrammi, þar sem tölvan mælir með ískremi sem for- drykk. Vissulega getur margt fólk með sanni sagt, að það geti sem best komist af án hennar. Jafnvel þó haft sé samband við hina virðulegustu tölvubanka er ekki víst, að neitt fáist að gagni útúr því, nema hærri símareikn- ingar. „Þú getur alls ekki treyst á, að þú fáir það sem þig vantar, þeg- ar þú leitar til tölvunnar,“ segir Alan Key, „og það er kannski vissara fyrir þig að fara heldur á bókasafnið." í „Bréfi útgefandans" til les- enda, „A Letter from the Pub- lisher", á fyrstu innsíðu Time er að finna sögu af tölvunni, sem líklega dregur heldur kjarkinn úr rithöfundum og blaða- mönnum að vinna verk sín á tölvur. Útgefandinn gerir í bréfi stutta grein fyrir því af hverju tölvan var valin á forsíðu en segir svo í lok bréfsins: Tölvan gleypti greinina „Þrátt fyrir þann árangur sem tölvan hefur náð getur hún brugðizt mönnum illa,“ og útgef- andi færir sem dæmi um þetta heldur uppátakanlega sögu, sem líklega dregur kjark úr mörgum rithöfundinum eða blaðamann- inum til tölvukaupa. Þeir Time- -verjar voru byrjaðir að vinna tölvublað sitt í apríl í fyrra og Fredric Golden, einn af þeim sem eiga grein í tölvublaðinu, var búinn að skrifa langa grein um tölvukynslóðina. Golden vann greinina alla á tölvuna sína, en það var tölvan, sem með óskýranlegum hætti gleypti greinina eins og hún lagði sig, skilaði engu aftur. Michael Mor- itz, hann á líka grein í tölvu- blaðinu, vann að grein í Chicago, sem hann ætlaði svo að láta tölvuna sína senda skrifstofu Time í New York, en þangað kom ekkert frá Moritz og þeir gerðust óþolinmóðir á Time- skrifstofunum í New York og loks komu skilaboð um að mið- illinn — modem — en svo kall- ast tæki sem tengir tölvuna við símakerfið, hefði bilað og allt sæti fast í tölvunni hjá Moritz. Meðan á þessu gekk fyrir þessum tveimur tölvumönnum, skrifaði sá gamli Otto Friedrich aðalgreinina í tölvublaðið, þá, sem hér er sótt nær allt efni í, The Computer Moves in, á 15 ára gamla Royal-ritvél. Það er orðið deginum ljósara, segir í Time, að bjánar eru hættulegir tölvumenn. Þeir geta oft hulið fáfræði sína bak við prófskírteini, og það getur reynzt borgurunum dýrt. Eru ekki flestir bandarískir borgar- ar búnir að verða fyrir rangri tölvuútskrift hjá skattheimt- unni, eða að verzlun hefur sent reikning, sem búið var að borga? Bylting — en líka í Yiðskiptaglæpum Um þetta eru margar sorgar- sögur, þótt-engrar átakanlegrar sé getið í Time. Það var um það saga í Reader’s Digest fyrir nokkrum árum að maður einn missti húsið sitt vegna rangrar tölvuútskriftar. Skuld'mannsins var innheimt með hörku sam- kvæmt tölvuútskriftinni og það gekk fljótar fyrir sig en að mað- urinn fengi leiðrétta tölvu- skekkjuna. Það virðist vera óhemjulega seinlegt og erfitt verk að leið- rétta tölvuútskrift ef um flókin prógrömm og stór er að ræða, samanber það sem sagt er hér frá á öðrum stað, um slit á lang- línusímasambandi við Grikk- land svo mánuðum skipti af því að tölvuritarar Ma Bell ætluðu aldrei að finna skekkjuna i AT&T-prógramminu. Og það sem á við um bjánana við tölvuvinnuna á einnig við um glæpamennina, sem nú geta framið stórþjófnað sitjandi á rassinum heima hjá sér. Líklega er Stanley Mark Rifkin enn methafinn. Hann var tölvufræð- ingur í Los Angeles, og beitti brögðum tölvuna hjá Security Pacific Nation Bank og lét hana gefa sér 10 milljónir dala. Hon- um var svo sleppt gegn trygg- ingu (síðar var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar). Og á meðan hann gekk laus reyndi hann að stela 50 milljónum frá Union Bank, þótt sú ákæra væri látin niður falla. Donn Parker, sérfræðingur í tölvusvindli við SRI Internat- ional, áður Stanford Research Institute, segir: „Það veit enginn neitt um þetta tölvusvindl, hvorki hversu mikil brögð eru að því, né hvort það fer vaxandi eða minnkandi. Það eina, sem við vitum, er það, að tölvurnar hafa valdið byltingu í viðskipta- glæpum.“ Til viðbótar þeim vandræðum og göllum, sem við er að stríða í tölvutækninni og þeirri byltingu sem felst í henni, þá erfir tölvan fullt af vandamálum og það er alls ekki víst að hún leysi sum þeirra, jafnvel allt eins líklegt að margra dómi að hún geti aukið vandræðin á sumum svið- um, svo sem á atvinnumark- aðnum. Það hefur verið gerð rannsókn á þessari hlið tölvu- málanna í Bretlandi og niður- staða hennar varð, að sú sjálf- virkni sem tölvuvæðing hefði í för með sér myndi leiða af sér 16% atvinnuleysi á næsta ára- tug, en ekki eru allir þessari niðurstöðu sammála. Almennt álit er hins vegar það, að tölvan veiti álíka mörgum vinnu og hún sviptir vinnu. Það virðist nefnileg ætla að verða raunin, að tölvuvædd fyrirtæki auki fólkshald sitt (það þekkjum við íslendingar nú þegar af okkar litlu reynslu í tölvunotkun). Ævilangt aö endurhæfa sig Fræðilega væri hægt að endurhæfa alla atvinnuleys- ingja til að mæta nýrri tækni, en það prógramm er nú ekki ofarlega á lista hjá bandarísku þjóðinni og það þyrfti að endur- hæfa fleiri en atvinnuleysingja; framfarir í tækni krefjast sí- felldrar endurhæfingar starfs- fólks, eða eins og einn sérfræð- ingurinn orðar það: „Það virðist mega búast við því, að það verði hið normala að fólk sé ævilangt að endurhæfa sig.“ Þá er það eitt vandamálið, að svo virðist sem þau börn, sem menntast við tölvur eða læri að nota þær, séu almennt úr milli- stétt hvítra manna. Ungir blökkumenn, sem nú búa við 50% atvinnuleysi, sjá því fram á enn einn þröskuldinn á vegi sín- um. Öll þessi félagslegu vandamál eru vitaskuld ekki sök tölvunnar sem tækis, heldur þess þjóðfé- lags, sem kemur til með að nota sér hana. Katharine Davis Fishman, höfundur bókarinnar, Computer Establishment, segir svo: „Jafnvel á tíma risatölv- anna voru þær aðeins fyrir hina fáu. Þær voru tæki til að gera hina ríku ríkari. Það er enn svo að langmestu leyti og mesti kosturinn við einkatölvuna er sá að smærri fyrirtæki og félaga- samtök geta með þeirri tölvu að nokkru leyti skapað sér sömu aðstöðu og stórfyrirtækin.“ HvaÖ á barnið að heita? Hvernig þjóðfélagið kemur til með að nýta tölvuna ræðst mjög af því hverskonar tölvur verða framleiddar og það veltur aftur á því hvernig tölvuiðnaðurinn þróast í skipulagslausum vexti. Jafnvel nöfnin á tölvunum geta verið villandi. „Örtölva er of tæknilegt söluheiti, heimilistölva nægir ekki sem nafngift, þar sem hún getur verið skrifstofu- tölva líka. Skrifborðstoppur er klaufalegt nafn. Einkatölva er einskonar málamiðlun í þeim nafngiftum, sem menn eru að leita eftir á framleiðslu sína. Þeir sem eru að berjast við að finna upp og framleiða nýjar gerðir stefna í sína áttina hver. Hewlett Packard er að gera tilraunir með tölvu sem svarar eða vinnur eftir töluðum fyrir- mælum, Osborne vinnur að smíði, sem ekki sé öllu stærri en meðal bók. Fyrir hverja nýjung má vænta fimm eftirlíkinga. Það er þegar farið að tala um hrun fyrirtækja í tölvufram- leiðslunni og David E. Gold tölvuráðunautur í Kaliforníu telur að það verði ekki meira en tylft sölufyrirtækja, sem lifi af næstu fimm ár. Eins og sakir standa er það svo, að áliti upp- lýsingafyrirtækisins Dataquest, að Texas Instruments er leið- andi í ódýrustu tækjunum, hef- ur um 35% af markaði tækja undir þúsund dölum. Næst kem- ur Time með 26%, Commodore með 15% og Atari með 13%. Þá er og mikil samkeppni í tölv- ugerð af dýrleika á bilinu 1000 til 5000 dala. Apple selur um 26% af þeim tölvum, IBM 17% og Tandy/Radio Shack 10% en á það er að líta að IBM sem hefur verið allsráðandi í smíði risa- tölvanna er nýbyrjað að fram- leiða tölvur af þessari gerð og það virðist sem fyrirtækið ætli að verða fljótlega mjög öflugt í framleiðslu minni tölva. Apple ætlar þó ekki að láta hlut sinn baráttulaust og hefur boðað nýj- ung í sinni framleiðslu og sú tölva á að geta gert margt eftir mynd fremur en vélrituðum skipunum. IBM er einnig á leið með nýj- ung, sömuleiðis Osborne og ef til vill fleiri fyrirtæki sem fram- Meðal þess, sem enn hefur ekki fengizt svar við er sú spurning, hvort tölvan muni þegar til lengdar Iætur heimska manninn og venja hann af því að nota hugsunina. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.