Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 8
SJÁÐU, segir Magnús Kjartansson þar sem við stöndum fyrir framan Morgunblaðshúsið og höllum okkur fram yfír handriðið á gangstéttarbrúninni. Nú sér til sóiar á björtum maídegi og miðborgin er ioksins orðin miðborg með mannlífi eftir veturinn: konur með barnavagna, hóglífismenn í rauð- um skyrtum og sér í bringuna og aðrir í leit að fimmkalli í stöðumæla, nýtt líf aftur og loksins. En Magnús beinir sjón- um mínum að niðurfalli götunnar, ferköntuðu, rimluðu auga, sem starir án afláts til himins, margrætt og allt að því stæri- látt f formlegri tilvist sinni. Formið er allstaðar. Áferðin, Ijósið, liturinn, breytileikinn. Tíminn talar í gegn um litla hluti. Þar býr fegurðin. Hið smáa, fáfengilega, býr auganu veislu, hlaðið borð, vilji augað þiggja. Þennan sannleik, sem er svo stór, að hann á heima í grunnskólalögunum, lærði Magnús Kjartansson ungur af afa sínum, Guðbrandi Magn- ússyni í Áfenginu, og hefur ræktað hann með sér síðan. Nú reikar hann stundum um með myndavél og augun opin og festir á filmu það sem fyrir ber í ríki hlutanna og vinnur síðan í smærri eða stærri verk á stofu sinni í Búðardal, stærri verk oftast, því enginn hlutur er svo smár að hann sé ekki saman- settur af öðrum smærri, og enginn svo stór. Þau búa í Búðar- dal, Magnús og Kolbrún Björgólfsdóttir og vinna oft saman á keramikverkstæði hennar. Fjögurra ára dóttir þeirra, Elsa Björg, býr hjá þeim. Mikið er hún lík pabba sínum, eða: litningarnir úr Magnúsi endurspeglast í augum hennar, and- litsgerð, og fasi. Mörg eru listaverkin. í Búðardal, þar sem mannlífið er rólegt og enginn er vændur um leti þótt hann hugsi sitt ráð, og þar sem þögnin er einræðisherra næturinnar í húsunum niður við fjörðinn, sát- um við þrjú saman eitt kvöld og annað og ræddum um lífið og listina, en þetta tvennt er samofið í tilveru Kolbrúnar og Magnúsar svo þau eiga sér enga veröld aðra. Þau eru svo ólík í útliti og persónugerð að undrun sætir að þau skuli vera sköpuð úr massa, sem lýtur sömu náttúrulög- málum: hann Ijós yfirlitum, grannur, feiminn og hvikull og gæti allt eins verið af álfakyni en hún Móðir Jörð, frjósemis- gyðjan sprottin undan einhverju móabarðinu austur á Fjörð- um, dökk, opinská og staðföst en hlý — hann flissar, hún skellihlær. Tíminn talar gegnum litla hluti Kolbrún Björgólfsdóttir og Magnús Kjartansson í Búðardal tala um leirinn og listina. Texti: Guöbrandur Gíslason Ljósmyndir: Kristján Jóhannsson Afdrifaríkt að velja sér leirtegund Við byrjum á að tala um leir. Kolbrún hefur orðið: — Yfirleitt er talað um þrjár tegundir af leir: jarðleir, stein- leir og postulínsleir. Jarðleirinn, t.d. Búðardalsleirinn, hefur lágt brennslustig og er grófur. Steinleirinn hefur hátt brennslustig og er grófkornótt- ur, en postulínsleirinn, sem allt- af er hvítur og þéttur, hefur hátt brennslustig og er fínkorn- aður. Steinleirinn gefur mesta möguleika hvað lit og áferð snertir ... Magnús: ... við erum sammála um það að hann sé of fallegur, hættulegur vegna þess að hlutir sem hafa ekki sérstakt form koma vel út... K: — Já, maður þarf ekki að leggja sig fram, efnið er sjálft það fallegt. Ég vann nýlega í steinleir, og það var furðulegt, ég fór að renna og móta öðru vísi form, mjúkar línur en ekki harðar, og not- aði litaða efniskennda gler- unga. Það er afdrifarík ákvörðun að velja sér leirtegund til að vinna í. Flestir leirkerasmið- ir sem standa undir nafni og hafa menntað sig erlendis velja sér leirtegund þegar þeir eru í námi. Ég valdi postulín og hef unnið í því í mörg ár, og finnst spennandi að glíma við hvöss og einföld form. Kannski er ég svolítið kaldranaleg í efnisvali, og sumum finnst kjánalegt að eyða svona miklum tíma í postulínið. Það rýrnar um fjórðung í meðförum, verp- ist, sígur og missir form. En það hefur harða áferð og hvítur grunnurinn gefur möguleika á skreytingu. Postulínið er líkara skelj- ungum, kuðungum, sjávar- fyrirbrigðum... M: Það er dauður hlutur, eins og það komi úr skýjunum og hafi aldrei getað holað sér M.Kj.: Úr myndröð um ástina, 1983. Kolbrún: Handmótaðar krukkur. Kolbrún Björgólfsd.: Blómavasar úr Búðardals- leir. 8 ofan í jörðina. Sjáðu alla þessa vængjuðu engla frá Bing og Gröndahl... K: Það er útbreiddur misskiln- ingur að postulín sé gler- hjúpur. Heitið porcelain þýð- ir ekki annað en grís, og á það rætur sínar að rekja til þess tíma þegar Marco Poló kom til Evrópu úr Kínaför sinni og reyndi að lýsa því efni, sem engir landa hans höfðu séð en Kínverjar höfðu notað um aldir í testellin sín. G: — Hvernig verður ieirmunur til? Hvað þarf að gera tii að leir verði að vasa? K: Fyrst hnoða ég leirinn, sem ég hef valið mér, til þess að ná úr honum loftinu. Það er ekki á færi hvaða kleinukerl- ingar sem er að hnoða leir- inn, því auðveldara er að hnoða loft inn í hann en úr, og ein loftbóla getur sprengt hlutinn í þúsund mola. Síðan móta ég leirinn, annað hvort í höndunum eða á renni- bekknum, og set hann svo í sólarhrings þurrk, en þá er mesti rakinn horfinn úr hon- um og hann orðinn leður- harður, eins og kallað er. Þá er hann það stöndugur að hann heldur formi, en enn það gljúpur, að hægt er að móta hann. Á þessu stigi renni ég hlutinn af, skef og sker í hann munstur eða skreyti með öðrum leirteg- undum. Að því loknu fer hluturinn í þurrk, og þegar hann er orðinn algjörlega þurr fer hann i sólarhrings hrábrennslu við 900 stigs hita. Að því búnu er hlutur- inn tilbúinn til að taka við glerungnum, og er hægt að dýfa honum í glerunginn, hella glerungnum yfir, eða sprauta honum á hlutinn. Að eyða ævinni í að ná rauðum bletti G: Hvað er glerungur? M: Efnafræðilega er hann svo- kölluð oxíð, eða súrefnis- blöndur úr málm- og stein- efnum, s.s. kopar, kóbalti og járni. Það þarf heilmikla efnifræðikunnáttu til að blanda glerunga, og flestir sem búa yfir þeirri þekkingu blanda sína glerunga sjálfir. Heldur finnst manni þeir sleppa billega sem nota gler- unga frá öðrum, kaupa þá utan frá ... Þegar Kolbrún var í Kaupmannahöfn, gerði hún sí og æ tilraunir með glerunga, endalausar prufur, enda býr hún að því í dag. K: Maður getur skapað sér eigin stíl með því að blanda gler- ungana sjálfur. Það geri ég, og get leyft mér að nota marga glerunga saman, því ég veit hverjir eiga samleið og hverjir ekki. Það er hvimleitt að sjá sama gler- unginn á munum eftir marga leirkerasmiði. M: Sumir sérvitringar eyða starfsævi sinni í að búa til nýja glerunga, eða að ná rauðum bletti ... Egyptar kunnu að blanda glerung sem enginn hefur getað framleitt síðan, þrátt fyrir miklar tilraunir. K: Mér dettur í hug sagan um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.