Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 11
eftir Harald Helgason arkitekt
Steinaldarmenn í hellum.
Frumstætt hús: Létt skýli úr pálmagreinum, sem frumbyggjar Ástralíu hafa
reist.
Stórfengleg bygging frá einu af elztu raenningarskeiðum manns-
ins: Zigguratið f borginni Ur í Babiloníu, frá því 2125—2025 f.K.
Einhver elzta húsagerð sem vitað er um: Hringlaga bygg-
ingar Austur-Evrópubúa á síð-fornsteinsöld.
Eridu-musteriö í Mesópótamíu frá þriðja árþúsundi f.Kr.
Einhver leyndardómsfyllsta fornaldarbygging í Evrópu er Stonehenge í Eng-
landi frá 1500 f.Kr.
fram svokölluð knefjuáhalda-
menning, en þá hafði manninum
lærzt að forma steináhöld sín.
Einnig kom fram ný manngerð,
sem kölluð hefur verið reisimað-
ur, homo erectus. Ennþá voru þó
framfarir mannsins afskaplega
hægar; hann dró fram lífið á
veiðum og þraukaði af mörg
hundruð þúsund ára lífsbaráttu.
Snemm-fornsteinöld er talið
ljúka með síðasta jökulskeiðinu,
sem hófst fyrir um það bil 80
þúsund árum.
Fyrstu bygging-
arnar: Hlaðið upp
í hellismunna?
Fyrstu híbýli manna munu
sennilegast hafa verið hellar,
sem myndazt höfðu víðs vegar
úti í náttúrunni. Ætla má að
hellaljón, birnir og önnur dýr
hafi búið í þeim áður, en stein-
aldarmaðurinn hefur hrakið þau
í burtu og setzt þar að. Má gera
ráð fyrir því, að hann hafi fljót-
lega farið að endurbæta þessar
frumstæðu vistarverur sínar og
lokað hellisskútanum með stein-
um, til þess að geta varizt betur
óvinum sinum og fengið betra
skjól fyrir veðri og vindum.
Hellismunnanum hefur líklega
verið lokað með dýraskinnum
eða trjágreinum. Hellisbúum
mun snemma hafa lærzt að út-
búa sér afmarkaðar vistarverur
innar í hellinum, því að þar
hélzt hitinn betur. Minjar um
byggingar snemm-fornsteinald-
armanna eru mjög fágætar. í
veiðimannasamfélaginu hafði
maðurinn oftast ekki fastan
samastað, a.m.k. ekki á sumrin,
heldur reikaði um slétturnar og
tók sér náttból, þar sem hann
var staddur hverju sinni. Á vet-
urna hefur hann hins vegar
þurft að leita til hellanna í skjól
fyrir vetrarkuldunum. Fram
hafa komið kenningar um rúm-
lega tveggja milljóna ára gaml-
ar byggingaleifar í Austur-
Afríku, en margir vísindamenn
hafa tortryggt þær, meðal ann-
ars vegna hinnar stóru eyðu,
sem þá skapaðist í byggingar-
sögu mannsins.
I upphafi mið-fornsteinaldar
fór mikið að bera á nýrri mann-
gerð, Neanderdalsmanninum,
sem er ein frumgerð nútíma-
mannsins. Elztu gerðir þessa
manns komu fram fyrir nærri
150 þúsund árum, og lifði hann
af mjög hart kuldaskeið við jök-
uljaðarinn. Hann lagði þó ekki á
flótta undan ísnum, heldur sótti
ótrauður á móti honum. Menn-
ing Neanderdalsmannsins lýsir
sér einkum í gerð steináhald-
anna. Þau urðu skyndilega mjög
fjölbreytt, og fram komu egg-
blöð, sveðjublöð, stingir, sköfur
og gröfur, sem yfirleitt voru
gerð úr tinnu. Engar stórvægi-
legar breytingar munu þó hafa
orðið á lifnaðarháttum manns-
ins á þessum tímamótum.
Neanderdalsmaðurinn var lág-
vaxinn, um 160 sm á hæð, en
þrekinn og með ýmis frumstæð
einkenni, lágt enni og ílanga
hauskúpu. Hann bjó látnum
meðbræðrum sínum leg, og hafa
margar beinagrindur þeirra
fundizt vel varðveittar. Voru
líkunum gerðar litlar, sívaln-
ingslaga holur og þeim komið
þar fyrir í hnipri. Ýmsir hlutir,
sem lagðir voru í gröfina með
líkinu, vitna um trú Neander-
dalsmannsins á framhaldslíf og
eru þetta fyrstu minjar, sem
benda til ákveðinna trúarbragða
mannsins. Skeiði Neanderdals-
mannsins lauk fyrir um 40 þús-
und árum, og er þá síð-forn-
steinöld talin hefjast.
Engin merki um bygg-
ingar Neanderdalsmanna
Neanderdalsmaðurinn bjó
sums staðar í allstóru samfé-
lagi, einkum í vestanverðri Evr-
ópu, þar sem mikið er um hella.
Þó er talið, að þessir menn hafi
ekki verið átthagabundnir við
hellana, og bendir ýmislegt til
þess, að þeir hafi verið frjálsir
veiðimenn, sem reikuðu um að
sumarlagi í leit að veiðibráð og
tóku sér náttból úti i náttúr-
unni. Á veturna leituðu þeir þó
aftur til hellanna, því að þar
gátu þeir varið sig betur gegn
hörkunæðingi ísaldarvetrarins.
Fátt bendir til þess að miklar
breytingar hafi orðið á bygging-
um mannsins á mið-fornstein-
öid. Sumarbúðirnar hafa verið
gerðar úr léttum efnum, trjá-
greinum og hugsanlega beinum
stórra villidýra, sem tjaldað var
yfir með húðum, og ef til vill
einnig með torfi og mosa. Eðli-
lega hafa litlar sem engar leifar
slíkra bústaða fundizt, og list-
menning þessa veiðisamfélags
var enn ekki komin á það stig,
að maðurinn skildi eftir sig
nokkur tákn um híbýlagerð sína.
Krómagnonmaðurinn, hinn
fyrsti eiginlegi nútímamaður,
kom fram skömmu áður en Ne-
anderdalsmaðurinn hvarf af
sjónarsviðinu. Með menningu
Krómagnonmannsins fyrir 40
þúsund árum er síð-fornsteinöld
talin hefjast. Enn var um nýja
áhaldamenningu að ræða, og er
sú nefnd tinnuhnífamenning.
Þegar fram liðu stundir, komu
fram smíðahlutir úr hornum,
beinum og tönnum, oft hin hag-
legasta smíð. Hin víðfrægu
hellamálverk eru eftir kyn-
stofna Krómagnonmannsins í
vestanverðri Suður-Evrópu.
Undir lok síð-fornsteinaldar
kom enn fram ný menning í
Vestur-Evrópu, svo kölluð
Magðalenumenning, sem sam-
einaði ýmislegt og ávaxtaði, sem
eldri kynstofnar höfðu afrekað.
Magðalenumenn, sem voru kyn-
stofn Krómagnonmanna, kunnu
að geyma kjöt. Lögðu þeir það í
11