Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Qupperneq 12
Byggingar mannsins í fornöld Frh. af bls. 11. snjó, reyktu það og þurrkuðu. Þá tóku hellamálverkin og miklum framförum. í lok fornsteinaldar breyttist vistkerfi jarðarinnar og þá raskaðist búseta manna. Jöklar tóku að hörfa fyrir um 20 þúsund árum. 4 þúsund árum síðar var Þýzkaland komið und- an fargi jökulsins, og fyrir um 14 þúsund árum var jökullinn farinn af láglendi Skandinavíu. Jökulskeiðinu lauk fyrir um 10 þúsund árum, og var þá land komið að mestu Jeyti í það horf, sem það er í nú. Á kuldaskeiðinu hafði heimskautaveðrátta ríkt suður við Miðjarðarhaf. Þar voru þá freðmýrar og hrjóstrug- ar heiðar, en í lok jökulskeiðsins var allt orðið þakið graslendi og samblandi barr- og laufskóga. Kulsæl veiðidýr fylgdu á eftir jökuljaðrinum, en þar var gróð- urinn rýr, og vesluðust sumar dýrategundirnar upp og ein- staka dóu hreinlega út. Maður- inn var að ýmsu leyti óviðbúinn að mæta afleiðingum veðurfars- breytinganna, einkum vegna þeirra áhrifa, sem þær ollu á dýraríkinu. Veiðimennirnir fylgdu í humátt á eftir bráð sinni, en veiðin varð sífellt rýr- ari. Vegna þess hve mikið vatn var bundið í jöklunum, var yfir- borð sjávar á fornsteinöld mun lægra en nú er, og var því þá hægt að ganga út í landsvæði, sem nú eru eyjar. Beringsiand tengdi þá saman meginland Asíu og Norður-Ameríku, og þannig mun Ameríka hafa verið numin á síð-fornsteinöld. Komu Indíánar ekki til skjalanna fyrr en löngu síðar. Ástralía mun einnig hafa verið numin fyrir um 40 þúsund árum, en ekki kunna menn viðhlítandi skýr- ingu á því, hvernig maðurinn hefur komizt þangað, því að nær útilokað er, að hann hafi getað siglt þangað á einhvers konar bátum. Fornsteinöld er talið lokið fyrir um það bil 12 þúsund árum, þegar þessi gagngera breyting á vistkerfi Evrópu stóð yfir. Jarðkofar með tjaldhimni Töluverð breyting varð á bústöðum manna á síð-forn- steinöld. Ættkvíslir Krómagn- onmannsins í ves+anverðri Suður-Evrópu völdu sér reyndar bústaði áfram í hellum, nálægt ám og vötnum, og er talið að þeir hafi reikað frjálsir um á sumrin. En á svipuðum tíma reistu veiðimenn á gresjum Úkraínu og Síberíu sjálfstæð hí- býli til búsetu á veturna. Voru þetta jarðkofar með tjaldhimni yfir, og virðist sem byggingar- lag þetta hafi náð mjög skjótri útbreiðslu, jafnvel á landsvæð- um, þar sem nóg var um hella. Virðast því ættkvíslir Krómagn- onmannsins í Austur-Evrópu hafa orðið fráhverfar hellavist, gagnstætt því sem átti sér stað hjá íbúum Vestur-Evrópu. Gólf þessara jarðkofa var yfirleitt 12 Rabelais <@argantúí Ilin stór-hrikalega œvisaga Gargantúa hins mikla föður Pantagrúls forðum sett saman af meistara Alkófrýbasi 6, hlllti Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson niðurgrafið, að þvi er virðist bæði til að fá meiri lofthæð í híbýlin og vegna betri hitaein- angrunar. Fráveiturásir varð að grafa kringum bústaðina, svo að gryfjan fylltist ekki af vatni þegar rigndi. Leifar þessara kofa sýna, að flestir hafi þeir verið óreglulega kringlóttir að grunnfleti og um það bil 5—6 m í þvermál. Einnig hafa fundizt leifar af tjaldgerð í Austur- Evrópu, þar sem steinar voru settir ofan á dýrsfeldi til að halda þeim niður við jörð, en trégrind eða stórdýrabein, sem bundin hafa verið saman með tágum, héldu tjaldklæðningunni uppi. Maðurinn hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af gerð varanlegra bygginga þar sem hann hefur dvalizt í hlýju lofts- lagi nálægt miðbaug en þar hafa framfarir hans líka orðið hæg- ari vegna þess að hann hefur minna þurft að hafa fyrir lífinu. Svipað þessu þekkist meðal ým- issa frumstæðra þjóðflokka nú á dögum. Þeir virðast hafa ein- angrazt og siglt i gegnum tím- ann, án þess að þróast í líkingu við þjóðir á norðlægari slóðum, þar sem veðráttan er óblíðari. Framsókn á þrengingartímum Miðsteinöld var mikill þreng- ingatími. Miðað er við ákveðið þroskaskeið mannsins fremur en ákveðið tímatal, og er mið- steinöld talin hefjast um 10.000 f.Kr. í Suður-Evrópu, en um 8000 f.Kr. í Mið- og Norður- Evrópu. Á suðlægum slóðum, t.d. í Afríku, hófst mikið þurrkaskeið í upphafi þessa tíma, og land breyttist þar víða í eyðimörk. Víða tók að bera á fæðuskorti, því jafnframt minni veiði virðist mannfjölgun hafa átt sér stað. Hófust víða veiðar smærri dýra, t.d. fugla, fiska og allt niður í snigla, og auk þess fóru matjurtir að verða mikil- vægur hluti fæðunnar, t.d. hnet- ur, ber, laukar og jurtarætur. Þorpssamfélög, sem töluvert var um á síð-fornsteinöld, leystust upp í smáar fjölskyldueiningar og menningu hrakaði. Timbur varð smám saman mikilvægasta smíðaefnið, því að minna var um bein stórra veiðidýra eða fílstennur en áður hafði verið. Tréáhöld varðveitast illa og eru leifar þeirra frá miðsteinöld því engar. Maðurinn brást hins veg- ar að mörgu leyti skynsamlega við þessum þrengingum, og með ýmsum nýjungum tókst honum að hefja framsókn á ný. Villi- bráð var að vísu ennþá mikil- vægasta fæðutegund hans, en fiskveiðar og skelfisktaka urðu sérstakir atvinnuvegir, sem kröfðust þróaðrar tækni. Líklegt er talið, að menn hafi smíðað fyrstu báta sína snemma á miðsteinöld, einholaða eintrján- inga, berkjubáta eða húðkeipa, og þeim lærðist brátt að búa til net. Einnig fór að bera mikið á töfra- og trúarathöfnum, og breiddust þær víða út. Málara- list þróaðist áfram í sunnan- verðri Evrópu, og voru margar myndanna stílfærðar, en víða annars staðar í álfunni fór menningu hrakandi. Stóð menn- ing mannsins einna hæst í Evr- Frh. á bls. 14. Tólfti kapítuli Af hesta- leikjum Gargantúa Þá var honum gefinn stór og fallegur tréhestur, svo hann yrði góður reiðmaður alla sína ævi- tíð, ög hann lét hestinn lyfta sér, stökkva, rísa, ausa og prjóna í senn, ganga fetið, brokka, skeiða, valhoppa, fara apalgang, fara á kostum, ganga eins og trunta, úlfaldi eða villiasni. Hann lét hann hafa litaskipti eins og munkar hafa kyrtilskipti eftir helgidögum: vera jarpan, vindóttan, flikróttan, músgráan, hindarlitan, apalrauðan, kýrlit- an, þverröndóttan, svartskjótt- an, brúnskjóttan, hvítan. Hann bjó til veiðihest úr stór- um trédrumbi, og annan til dag- legs brúks úr stöng vínpress- unnar; og hann breytti stórri eik í múldýr með reiðtygjum að hafa í herbergi sínu. Meira að segja hafði hann tíu eða tólf til skipta og sjö undir póst. Og hann lagði þá alla til svefns nærri sér. Dag einn kom lávarðurinn af Brauð-í-sekk í heimsókn til föð- ur hans með pomp og pragt; og þann sama dag kom hertoginn af Fríkosti og jarlinn af Vot- vindi. Húsakynnin voru nokkuð þröng fyrir svo margt fólk, sér- staklega hesthúsin. Fyrir því leituðu bryti og hestastrákur lá- varðarins af Brauð-í-sekk til Gargantúa, sem þá var svein- stauli, til þess að vita hvort nokkur auð hesthús væru ann- ars staðar í húsinu, og spurðu hann undir fjögur augu hvar stríðshestarnir væru, því þeir Rabelais 1494—1553 Risarnir Furðusögur af rísum, og raun- ar ýmsum öðrum náttúrlegum og yfirnáttúrlegum fyrírbærum, svo sem töframönnum (Merlin), álfum og tröllum eða kynjadýr- um, voru fjarska algengar um hugsuðu sem svo að börn geti ekki þagað yfir neinu. Þá leiddi hann þá upp hinn mikla stiga kastalans, í gegnum innri skálann og inn í stóran gestasal, en úr honum var inn- angengt í turn einn mikinn; og þegar þeir voru að fara upp enn einn stigann sagði hestasveinn- inn við brytann: Strákurinn er að gabba okkur. Hesthús eru aldrei höfð á efstu loftum húsa. Þar skjátlast þér, sagði bryt- inn. Því mér er kunnugt um staði í Lyon, La Baumette, Sinn og víðar, þar sem hesthúsin eru á efstu hæðum húsanna.1* Það getur verið að það séu dyr á bakhliðinni út að hæðardraginu. Ég skal inna hann nánar eftir því. Þá spurði hann Gargantúa: Hvert eru að fara með okkur, drengur minn? Upp í hús til miklu hestanna minna, svaraði hann. Við erum nær því komnir. Þurfum bara að fara upp þessi þrep. Hann fór með þá í gegnum annan stóran sal áleiðis til her- bergis síns, og sagði um leið og hann opnaði dyrnar: Hér eru hesthúsin sem þið spurðuð um. Þarna er spænski folinn minn, þarna geldingurinn minn, klárhesturinn minn, og stökkhesturinn minn. Og hann varpaði að þeim stórri vogarstöng: Ég færi ykkur þennan frís- lending 2) að gjöf. Ég fékk hann úr Frankfúrt, en þið getið átt hann. Hann er mesta þægðar- skinn, og þolgóður mjög. Takið með ykkur skúfaðan dúfnafálka, hálfa tylft af spanjólum og tvo mjóhunda, og þið verðið allan veturinn konungar yfir hérun- um og akurhænunum. Heilagur Jóhannes! hrópuðu þeir. Við höfum heldur betur verið gabbaðir. hann hefur sent á okkur munkinn.31. daga Rabelais bæði á Italíu og í Frakklandi. Þær teygðu ræturn- ar langt aftur í aldir, en þótt þær hefðu verið prentaðar og væru góð markaðsvara munu þær hafa lifað fjölbreyttustu Iífi í hugum hins ólæsa manngrúa, vinnufólksins í sveitunum, tötra- lýðsins sem lifði utan og neðan við samfélagið, meðal dýranna, í skógunum og á mýrunum, í bland við nöðrur og dreka. Risar Rabelais voru aftur á móti full- gildir þjóðfélagsþegnar, meira að segja í höfðingjastétt. í bók- Það er ekki satt, sagði Garg- antúi. Munkurinn hefur ekki komið í þrjá daga. Hvernig hefðu þeir nú átt að bregðast við, finnst ykkur? Áttu þeir að hengja hausinn af skömm eða hlæja að fyndninni? Þegar þeir voru á leiðinni niður aftur, kolruglaðir, spurði hann: Viljið þið fá obbladí? Hvað er það? spurðu þeir. Það eru fimm dellur í kjaft- múl á ykkur, svaraði hann. Upp frá þessu, sagði brytinn, vinnur eldurinn ekki á okkur, og það þótt okkur verði stungið á tein. Við höfum heldur betur verið hankaðir, að mínu viti. Hæ, litli strákur, þú hefur krýnt okkur heyvisk eins og kú, ég geri þig að páfa einhvern daginn. Það þykir mér trúlegt, sagði Gargantúi. En þá verður þú pá- galinn, og þessi góði páfugl eins og uppstoppað páhænsn. Ja hérna, sagði hestasveinn- inn. En giskið á hve margar stung- ur eru í vinnuserk móður minn- ar. Sextán, sagði hestasveinninn. Ekki stendur það í guðspjöll- unum, sagði Gargantúi. Því það er sjans að framan, og sjans að aftan. Og cent plús cent4) — þú lagðir skakkt saman. Hvenær? spurði hestasvein- ninn. Það var, sagði Gargantúi, þeg- ar þeir breyttu nefinu á þér í sponsgat til að sjúga upp for, og kverkum þínum í slöngu til að leiða í aðra tunnu, því botninn var dottinn úr þessari. Hjálpi mér, sagði brytinn. Við höfum hitt kjaftask. Guð náði þig, málglaði vinur, því við erum líka tunguliprir. Síðan gengu þeir niður í mikl- um flýti, og fyrir neðan stiga- bogann köstuðu þeir frá sér vog- arstönginni, sem hann hafði inni um Pantagrúl rekur Rabela- is ættir þeirra með líkum hætti og stórmenna biblíunnar: „Og fyrstur kom Kalbrót, hann gat Sarabrót, hann gat Faribrót, hann gat Húrtala sem át mikið af súpu og ríkti á tímum flóðsins..." Frægastar risa-sagnanna á þessum tíma voru efalítið Les Grandes Chronicques, Króníkurn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.