Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 3
skipverjar nefndu Bjarnarey, vegna þess að þeir fundu og drápu ísbjörn þar við ströndina. Tíu dögum síðar uppgötvuðu þeir Spitzbergen, sem þeir nefndu svo vegna tindóttra fjalla er þeir sáu víða, en þá var þekkingin um þann Svalbarða, sem víkingar höfðu fundið löngu gleymd. Við eyjarnar skildu hollenzku skúturnar. Sigldi Bar- ents norður fyrir Novaja Semlja þar sem skip hans hrakti að landi í ísreki. Varð áhöfnin að hafa þar vet- ursetu. Skipverjum tókst að byggj a skýli úr rekaviði og halda á sér hita með því að brenna því timbri, er þeir fundu á ströndinni, en margir dóu úr skyrbjúgi. Um vorið notuðu skipverjar tvo léttbáta til þess að komast til Norður-Noregs, en Barents dó úr skyrbjúgi áður en bátarnir náðu landi. Leiðang- ursmenn færðu heim til Hol- lands fréttina um fund hins nýja lands í norðri, þótt ekki tækist þeim að sigla austur til Kína. Síðar var Barentshaf nefnt eftir þessum sæfara. Svalbarði: Fegurð og stórfengleiki þegar birtir til Frá Bjarnarey heldur Norður- stjarnan í þoku inn í íshrafl, sem liggur oft í mislangri hrönn á sjóleið suður af Svalbarða, og hrekst skipið um stund í íshroð- anum, þar til ákveðið er að snúa sömu leið til baka og halda suð- vestur fyrir íshrönnina og síðan aftur í norðurátt, þar til komið er að suðurodda Svalbarða. Um sama leyti fer þokunni að létta. Gerir bjart veður þegar líður á morguninn og blasir þá við fegurð og stórfengleiki hinna tindóttu fjalla í austri, en á milli þeirra skríða víðáttumiklar jök- ultungur til sjávar. Svalbarði er reyndar eyjaklasi, sem er um 60.000 ferkílómetrar að flatar- máli. Vestureyjan er stærst og er nú sérstaklega nefnd Spitzberg- en. Vestan á þeirri eyju er loft- skeyta- og veðurathugunarstöð- in Isafjarðar-radíó. Þar er höfð stutt viðdvöl á meðan varningur er selfluttur milli lands og skips. Nokkuð er flatlent við stöðina, en innar í landi gnæfir Linné- fjall, og síðan er siglt fram hjá Linné-höfða inn í ísafjarðar- djúpið meðfram ströndinni sunnanverðri. Innar í djúpinu skerst Aðventufjörður til suðurs og við hann stendur Longyear- bær, sem er höfuðstaður Sval- barða með um 900 íbúum. Þar er höfð stutt dvöl, en skipið á að hafa þar aðra viðkomu á leið sinni að norðan. Lagt er á ný út á djúpið og farið norður með vesturströndinni meðfram löng- um eyjahrygg, sem heitir Prins Karls Forland. Er sá kjálki al- settur háum tindóttum fjöllum, sannkölluðum Tröllatindum, en örnefni hér um slóðir eru flest valin eftir nöfnum kóngafólks og leiðangursmanna. Norðan við Forlandið eru norskir togarar á veiðum. Brottfarar- staður Andree Veður er svalt og snjór fellur á þiljur. Víða liggja þunn þoku- belti yfir haffletinum. Lengra í austri sjást fjallgarðar vestur- landsins og þegar komið er á norðurstrandir liggja þar nokkrar sögufrægar eyjar, svo sem Danskaeyja. Þar áttu Danir hvalveiðistöð á 17. öld, en ein- mitt frá þeim stað hélt sænski fullhuginn og verkfræðingurinn August Andree upp í afdrifaríka ferð í flugbelgnum Örnen, sem hóf sig á loft hinn 11. júlí, 1897 frá Virgohöfn á leið til Norður- pólsins, en brotlenti norð-aust- an við Svalbarða. Loftbelginn hrakti af leið í austurátt. Hlóðst á hann hrím og ísing, sem þyngdi hann unz hann féll á ís- breiðuna. Leiðangursmenn höfðu vistir og skötfæri og tókst þeim að brjótast áfram fótgang- andi yfir lagisinn. Eftir þriggja mánaða göngu náðu þeir hinni jökulkrýndu Hvítey. Á þessari eyðieyju létust þeir síðan einn af öðrum, og er talið að tríkínur í ísbjarnarkjöti hafi orðið þeim að bana. Fundust lík þeirra rúmlega þremur áratugum síðar ásamt dagbókum og ljósmynda- filmum, sem varðveitzt höfðu lítt skemmdar í kuldanum. Norðan við Dönskueyju liggur Amsterdamseyja, þar sem Hol- lendingar höfðu aðsetur vegna hvalveiða sinna á 17. og 18. öld. Var þar á tímabili tvö þúsund manna sumarþorp í Smeren- burg, einkum á árunum í kring- um 1625—1644. Er talið að þá hafi árlega verið tvö hundruð hollenzkar skútur við hvalveiðar á þessum norðurslóðum. Nú stendur þar ekki steinn yfir steini. Nyrzt þessara eyja er Fuglesangen, sem er einnig nyrzti hluti svæðisins og leiðar- merki fyrir þá sem freistuðu þess, að veiða fyrir norðan Svalbarða og fara austur með landinu inn í Wood- og Wijde- firði. Norðurstjarnan heldur stöð- ugt áfram ferð sinni í auðum sjó norður með landi þar til komið er að lagísröndinni. Fyrst verð- ur dálítið laust hrafl á leið skipsins. Þar siglir hnísuveiðari með brugnum skutli í leit að fórnardýri hér norður á hjara veraldar þar sem ætla mætti, að umhverfið væri ósnortið manna- höndum, en maðurinn seilist eins langt norður í fæðuleit og frekast er unnt, alla leið hingað að margra metra þykkri ísrönd- inni, en þaðan liggur samfelld ellefuhundruð kílómetra breið íshella allt norður á heimsskaut. Það léttir til er þokuböndin grisjast sundur og sólin glampar á jakana, sem klofna undan skipsstefninu. Mávar flögra aft- an við skut og voka yfir kjölfar- inu. Svona langt í norður teygir sig volgur armur Golfstraums- ins. Nokkru handan við 80° baug norðlægrar breiddar er sjávar- Hreindýr á Svalbarða. hiti jafnvel um fimm gráður enda þótt lófthitinn sé rétt yfir frostmarki. Er þá komið nyrzt norður í Dumbshaf og mun hér vera hinn forni Hafsbotn. Lengra er ekki unnt að sigla og héðan snýr Norðurstjarnan aft- ur áleiðis til suðurs með við- komu í Magdalenufirði, þar sem selir liggja á ísnum og jökull keflir í sjóinn. Svalbarði týnd- ist í 400 ár Á tímum hinna miklu landa- leita norrænna manna höfðu þeir uppgötvað þessar eyjar og komizt hingað norður í Hafs- botn. í íslenzkum heimildum er þess getið að Svalbarði hafi fundizt árið 1194. í Landnámu stendur að frá Langanesi á norðanverðu íslandi sé fjögurra daga haf norður til Svalbarðs í Hafsbotn, og Konungsannáll getur um Svalbarðsfund 1194. í Guðmundarsögu Arasonar (Biskupasögur II) er þetta skráð: „Vigðr Sverrir konungr undir kórónu. Þá fannst ok Svalbarðr." Norrænir menn héldu senni- lega að Svalbarði væri land áfast austurhluta Grænlands og sameiginlega lokuðu þessi lönd Dumbshafi. Lengra en að þess- um löndum og að ísnum á milli þeirra varð ekki siglt á skipum. Varla munu norrænir menn hafa haft hér fasta búsetu og allt sem sögur segja um þetta svæði er heldur þjóðsagnakennt. í Bárðarsögu Snæfellsáss er t.d. sagt að Þorkell skinnvegja hafi verið fæddur upp fyrir norðan Dumbshaf. Þar var illt til vaðmála og var sveinninn því vafinn í selskinnum í stað reifa, því fékk hann viðurnefnið. Og sjálfur var Bárður Snæfellsás af tröllakyni, ættaður frá norður slóðum, sonur Dumbs konungs og Mjallar konu hans, sem hér réðu ríkjum. Menn vissu sem var, að tröllslegir og harðgerir þurftu þeir að vera sem hingað sóttu lífsbjörg. Var því eðlilegt að álíta, að hér væri Risaland eins og merkt er á miðaldakorti. Ekki munu ferðir hafa verið tíð- ar þangað norður því hval og sel gátu norrænir menn fengið nær heimahögum sínum. Fór því svo að Svalbarði týndist aftur og var loks uppgötvaður 400 árum síðar af Hollendingnum Barents eins og getið hefur verið hér að framan. Gengdarlausar hval- veiðar eftir 1600 Hinir fyrstu könnuðir á mið- öldum, sem komust svona langt norður báru heim fréttir af auð- legð hafsins umhverfis Sval- barða. Þar sögðu þeir allt vera morandi af lífi: hvalur, selur og fiskur væru þar vaðandi um all- an sjó. Einn þessara sæfara var Bretinn Henry Hudson, er kom á þessar slóðir 1607 og lýsti hin- um ótakmörkuðu hvalatorfum. Frá því upphófst gegndarlaust hvaladráp. Einkum voru Græn- landshvalir veiddir vegna skíð- anna, sem voru sérstaklega not- uð í teina fyrir lífstykki, er kon- ur þeirra tíma strengdu sig með eða í krínólín rókokkótímabils- ins. Einnig var þá farið að nota hvallýsi í sápur og ilmvötn. Samkeppni mikil varð milli hinna einstöku hvalveiðiþjóða. Var barizt um beztu hafnirnar í landi fyrir bræðslustöðvar. Að- sópsmiklir sæfarar boluðu öðr- um frá beztu miðunum og mikil átök urðu milli manna um að ná sem mestum afla og koma af- urðum slysalaust til heima- hafna. Á því varð hins vegar oft misbrestur, því hinir sterkari sátu fyrir veiðiskipum á heim- leið í vertíðarlok og rændu þau SJÁ NÆSTU SÍÐU 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.