Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 15
Eftir Anders Hansen Stóðhesturinn Léttir 600 frá Vík. Lengi einn helsti fulltrúi Svaöastaðastofns- ins á Suðuriandi. Var dómurinn 1966 ranglátur? Augljóst er að Hörður 591 frá Kolkuósi hefur fyrir löngu sann- að ágæti sitt sem kynbótahest- ur. Afkvæmi hans standa í fremstu röð, sem og afkomendur í annan, þriðja og fjórða lið, hvort heldur er um að ræða skyldleikaræktuð hross eða hross sem blandast hafa öðrum stofnum. Aðeins örfáir íslenskir stóðhestar hafa átt fleiri ætt- bókarfærð afkvæmi en Hörður, frá því farið var að skrá ætt- bækur íslenskra hrossa. Keppinautur Harðar, Roði 453 frá Skörðugili, sem skaut hon- um aftur fyrir sig 1966, hefur á hinn bóginn nær fallið í gleymsku. Undan honum komu að sönnu nokkur ágæt hross, og kynbótahross undan honum hafa fengið góða dóma á sýning- um. En miðað við Hörð frá Kolkuósi eru áhrif Roða 453 á reiðhestaræktina í landinu nær engin. Afkvæmi hans, sem eitt- hvað hefur kveðið að, eru svo fá, að sigrar þeirra það smáir, að hesturinn nær því aldrei að hafa við Herði. Hörður frá Kolkuósi hefur sýnt að hann átti skilið að sigra á landsmótinu á Hólum í Hjaltadal sumarið 1966. Roði frá Skörðugili var ekki verður þeirra verðlauna. Með þessu er hins vegar ekki sagt, að dómurinn hafi verið ranglátur. Dómararnir gátu ekki séð fram í tímann, þeir urðu að dæma eftir því, sem þeir sáu sumarið 1966. Þeim sýndist Roði vera meiri hestur en Hörð- ur, og þar við sat, en hinn eini hæstaréttardómur í málum sem þessum, dómur reynslunnar, hefur sýnt að dómurunum 1966 skjátlaðist. Hörður lifir f afkvæmum sínum Hörður var felldur 1981, en hann lifir enn í afkvæmum sín- um og öðrum afkomendum. Enn eru að koma á sýningar ung hross undan hestinum, og víða eru menn að rækta hross út frá honum, mismunandi mikið skyld innbyrðis. Á Kröggólfs- stöðum hefur ekkja Páls Sig- urðssonar, Sigurbjörg Jóhann- esdóttir, og dætur hennar, enn hross undan Herði, og þar fæð- ast enn á hverju vori folöld sem bera sterkt svipmót höfðingjans fallna frá Kolkuósi. Á Selfossi er Kjartan Ólafsson — sonar- sonur Jóns Pálssonar að vinna að athyglisverðri ræktun á hrossum út af Herði, og mun óvíða á landinu stunduð jafn slungin skyldleikarækt með svo góðum árangri. Á Kvíarhóli í Ólfusi ræktar Gunnar Baldurs- son hross út af Herði. Sigur- björn Eiríksson á Stóra-Hofi á margar gæðingshryssur undan Herði. Guðni Kristinsson á Skarði einnig, en báðir fá þeir stóðhesta að úr öðrum áttum. Á kynbótabúinu á Hólum i Hjalta- dal er allmikið af hrossum út af Herði, þau eru á Vöglum í Blönduhlíð, og víða annars stað- ar á landinu. Síðast en ekki síst eru hrossin í Kolkuósi flest skyld Herði eða komin af hon- um, og þar verður ræktuninni haldið áfram. Sigurmon Hart- mannsson gerist nú aldraður, en í haust mun dóttursonur hans taka við búinu og er ekki að efa að þar verður haldið áfram á sömu braut og gert hefur verið með svo góðum árangri lengst af þessari öld. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að enn fæðist nýr Hörður frá Kolkuósi, sem halda muni uppi merki ættar sinnar. - O - í sjöttu og siðustu greininni um Hörð frá Kolkuósi og Svaða- staðastofninn, verður rætt við Jón Pálsson dýralækni, þar sem hann lítur yfir farinn veg, segir frá kynnum sínum af Svaða- staðahrossunum og Herði sér- staklega, og spáir í framtíðina. Sigurjón Guöjónsson Hurfu inn í fjallið Tvö lítil börn sér léku á grænum hól í logni og unaðshlýrri júlísól að kjálkum, leggjum, kögglum og að völum. Breyskjuþurrkur, hæst stóð heyjaönn, hver hríía ígangi, lúin mund og grönn, og trúmennskunnar vinnufólk að verki. Það leit enginn upp, en bak við stein þar ungu börnin trölluðu sér ein bar undarlega sýn að sjónum þeirra. Ríðandi gesti bar þá austan að, þeir yfir túnið riðu, en ekki í hlað, gesti, sem börn höfðu aldrei augum litið. Kóngur álfa- og drottning, klæðin fagurblá, þeim komu á eftir börnin tvö, svo undurfríð að sjá. Kóngur með sprota, hún með höfuðdjásni. Á mjallahvítum fákum þau hleyptu í skyndi hjá, til hólsins snöggvast litu og gleði í svipinn brá. Féllust börnum hendur sem frá sér væru numin. Þau fylgdu gestum eftir, en fólkið engan sá á ferð yfir túnið, þar sem álfum fyrir brá. Þeir hleyptu brott og hurfu inn í fjallið. —v>- —A— Berangur í stað skrúðgrænna skóga Frh. af bls. 11 unda skozku og norsku greni, svo og Evrópu-lerki, Japan-lerki, og auk þess kynblendingi þessara tveggja ofantöldu lerkitegunda. Yfirleitt eru þau landsvæði, sem brezka skógræktin hefur innan sinna vébanda, of mögur jörð til þess að það borgi sig fjárhagslega að planta þar lauftrjám. Þó hefur nokkru af beyki verið plantað í Suður-Englandi og einnig dálitlu af eik, og þá einkum í Midlands og í syðstu héruðum Englands. Að því er varðar álmtré á Bret- landseyjum hefur reglulegur harmleikur verið að gerast á und- anförnum fimmtíu árum. Álmur hefur löngum verið sú trjátegund sem Bretar höfðu hvað mest dá- læti á, bæði til prýði við híbýli sín og til skjóls, en rúmlega 26 millj- ónir álmtrjáa settu sinn sérstaka svip á landslagið mjög víða á Bretlandseyjum — og þó einkum á enskt landslag. Á undanförnum áratugum hefur það svo gerzt, að um það bil 18 milljónir af alls 26 milljónum álmtrjáa hafa drepizt í Bretlandi af völdum hinnar svo- kölluðu hollenzku álmsýki (Dutch Elm Disease), en það er illkynjuð sveppasýki, sem berst milli trjánna með álmbjöllunni. Mikill fjöldi enskra þorpa og borga hafa nú verið rúin með öllu þessari höf- uðprýði sinni og standa óvarin gegn veðri og vindum. í engu þeirra landa, sem orðið hafa fyrir þessum faraldri, hefur hingað til tekizt að hefta útbreiðslu álmsýk- innar — ekki heldur í Englandi. Hundruð þúsunda dauðra og deyj- andi álmtrjáa standa við sýsluvegi og við götur um gjörvallt landið og eru til lítils yndisauka. Aðvaranir náttúruvernd- armanna: Bretland brátt skóglaust land Sjúkdómsfaraldurinn í álm- trjám, svo og aðrir trjásjúkdómar, axir og vélsagir skógarhöggs- manna og stórar jarðýtur bygg- ingarfélaganna hafa vakið mikinn ugg í hugum brezkra náttúru- verndarmanna, og gefið þeim til- efni til að senda nýlega frá sér hvassyrtar aðvaranir til stjórn- valda og alls almennings í land- inu, að sú hætta vofi raunverulega yfir, að Stóra-Bretland verði brátt skóglaust land: „Á þessu er ekki einungis viss möguleiki, heldur er það öliu heldur einkar sennilegt, ef svo heldur fram sem hingað til,“ segir í ávarpi samtaka brezkra náttúruverndarmanna. Þeir bæta því við, að einungis með því að stöðva frekari stóriðjuvæðingu landsins verði unnt að koma í veg fyrir þetta reginslys í náttúrufari landsins. Markmið brezkra skógræktar- manna er fyrst og fremst það að sjá iðnaði landsins fyrir hentug- um viði. Skógrækt brezka ríkisins ber að auka framleiðslu trjáviðar fyrir brezka iðnaðinn, en auk þess á hún líka að stuðla að náttúru- vernd og aukinni fegurð landsins. Þá er það og álitið eitt með mikil- vægari hlutverkum skógræktar- innar að koma upp eftirsóknar- verðum útivistarsvæðum fyrir al- þýðu manna í borgum og bæjum Bretlands. Auk þessara verkefna á svo Skógrækt brezka ríkisins einnig að veita fólki töluverða at- vinnu í þeim héruðum, þar sem atvinnuhættir eru mjög einhæfir og atvinnuleysi útbreitt. En óhagstæður greiðslujöfnuð- ur landsins hefur sem sagt gert það að verkum, að Bretar hafa hingað til orðið að leggja allt kapp á ræktun nytjaskóga til þess að sinna þörfum innlends iðnaðar. Um árabil hefur verið mikill halli á greiðslujöfnuði Bretlands við út- lönd, og það þrátt fyrir alla þá olíu sem Bretar framleiða á seinni ár- um. Ástæðan fyrir þessum greiðsluhalla er þó ekki eingöngu bundin við hinn gífurlega inn- flutning á hráviði til Bretlands, heldur kemur þar einnig til ný stefna i markaðsmálum hjá þeim ríkjum, sem helzt flytja út trjávið, en sú stefna hefur reynzt Bretum ærið dýrkeypt á undanförnum ár- um. Spáð stórkostJegri aukningu í viðarnotkun Það er orðin rikjandi stefna hjá viðarútflutningsríkjum um allan heim að vinna úr trjáviðnum full- unna vöru í eins miklum mæli og frekast er unnt, og færist það nú sífellt meira í vöxt, að vinnsla trjáviðarins fari fram sem næst þeim stöðum, þar sem trén eru felld. Útflutningsverðmæti slíkrar trjávöru eru margföld á við það, sem útflutningur hráviðar gefur af sér. Þessi breyting á viðskipt- unum hefur því kostað brezka inn- flytjendur viðar og trjávöru stórfé aukalega, og það einmitt á þeim tímum, þegar þeir og Bretland í heild höfðu sízt efni á því. Margt bendir nú þegar til þess, að óunninn trjáviður handa brezka trjávöruiðnaðinum verði innan skamms af mjög skornum skammti, sökum þess hve lítið landið sjálft getur framleitt af slíkum viði. Framtíðin er því eng- an veginn björt í trjávöruiðnaði Bretlands, þar sem stöðugt virðist síga meira á ógæfuhliðina. Að áliti ráðamanna innan Skógræktar brezka ríkisins er ekki ýkjalangt í það, að brezki trjávöruiðnaðurinn lognist hrein- lega út af, vegna skorts á hráviði. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.