Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 8
Hinir Við náðum í eiturlyfjasalann á dansstað á Tuttugasta og fyrsta stræti í vesturhluta New York. Hann sat þarna aleinn rétt við sviðiö, horaður maður, klæddur svartri skyrtu og heldur slitnum leðurjakka. Ég var með tveimur auðmannakrökkum, annar þeirra sá um að kynna okkur — og eit- urlyfjasalinn heilsaði okkur frem- ur kuldalega en þó kurteislega. Andlit hans var fölt eins og litur- inn á mannslíkama, sem maður sér í gegnum vatn. Það var komið fram yfir mið- nætti. Danshljómsveitin, sem átti að spila þarna, var ósköp lítið þekkt og ætlaði greinilega að vera of sein. Meðal viðstaddra var all- stór hópur af reglulega smart týp- um frá hinum ríkmannlegu efri og betri hverfum Manhattan, og þetta fólk var þarna á sveimi með sambland af forvitni, viðbjóð og vanþóknun í svipnum innan um fastagestina úr neðri hverfunum. Við náðum okkur í eitthvað í glös- in. Það var alveg tilgangslaust að reyna að tala saman í þeim orkanhávaða frá hljómflutnings- tækjunum, sem alla ætlaði aö æra, enda sýndi eiturlyfjasaiinn þess engin merki, að hann ætlaði að fara að fitja upp á einhverju um- ræðuefni. hann sat þarna umvaf- inn sinni eigin þögn. í eiturlyfja- hreiðrinu Hljómsveitin var nú þegar orðin alltof sein. Eiturlyfjasal- inn var bersýnilega tekinn að ókyrrast og stöðugt meira með hverri mínútu sem leið. Við fór- um því út. Hann settist inn í blóðrauðan Maserati en við hin fylgdum á eftir í Mercedes, sem ríka stúlkan átti; enda þótt bíll- inn væri næstum því alveg splúnkunýr, var hann dældaður og. rispaður, sem stafaði af skeytingarleysi í akstri. Eitur- lyfjasalinn ók í sprettinum sem leið liggur upp í efri hverfi Manhattan. íbúðin hans var í einu af þessum sviplausu háhýs- um á mörkum betri og bezta hluta Austur-Manhattan. Hún reyndist lítil og nett og þar inni gat að líta grindur fullar af ára- tugagömlum plötualbúmum — þar mátti t.d. sjá psychedelia Jimmi Hendrix — nokkur þús- und dollara ljósmyndatæki lágu á tvist og bast, en það var ekki eina einustu bók að sjá — „Ég les aldrei bækur" — nema Webster’s Deluxe Unabridged og CoIIin’s þýzk-ensku / ensk- þýzku, þar sem þýzka er móð- urmál eiturlyfjasalans. Við fengum okkur sæti. Þegar eiturlyfjasalinn var seztur við ávala skrifborðið sitt, var hann þegar í stað orðinn varkár og athugull eins og hinum sanna fagmanni sómir. Á borðinu fyrir framan hann lá spegill; til vinstri við hann stóð sími og fer- kantað tæki til að mylja lyf með. Hægra megin við hann lágu í snyrtilegri röð alls konar tól, þar á meðal desertskeið, pal- ettu-hnífur og ýmislegt fleira. Á speglinum beint fyrir framan hann stóð hvítemaléruð vog, sem gat vegið einn hundraðasta úr grammi. í lítilli glerskál lá ein únsa — þ.e. 28 gr — af hvítu heróíni. Fyrir það hafði eitur- lyfjasalinn borgað sínum „tengi- lið“ 4.500 dollara. Þetta var allt, sem hann átti á lager, og kynni að endast í þrjá daga. Auðmannaunglingarnir höfðu náð samkomulagi eftir að hafa verið að pískra saman stundar- korn. „Viljið þið kók?“ spurði salinn stúlkuna. Hún hristi höfuðið, og strákurinn sagði „downtown", sem þýddi heróín. Þá var gengið frá kaupunum og þau færðu sig út í horn, þar sem þau sneru bakinu í okkur á meðan þau voru að bauka við að koma efn- inu í sig. Eiturlyfjasalinn fór úr jakk- anum og tók því næst af sér gleraugun. Augu hans voru harðleit, grámóskuð og undar- lega litvana, einna líkust gleri. Með hröðum og þaulvönum handtökum kúffyllti hann dess- ertskeiðina með samblandi af heróíni og kókaíni. Þessi blanda gengur undir nafninu „hrað- bolti“ (speedball). Hann hrærði þetta út í dálitlu af dauðhreins- uðu sáravatni úr apótekinu. „Ég kæri mig ekki um að fá drep í lifrina,“ sagði hann. Þá saug hann vökvann upp í sprautuna. Orðalaust bretti hann upp skyrtuermina og heilt net af dökkum, þrútnum æðum kom í Ijós, og þar stakk hann spraut- unni í vinstri handlegg sinn. Hann gerði þetta vélrænt og af öryggi eins og keðjureykinga- maður, sem kveikir sér í nýrri sígarettu, og gerði heldur ekkert hlé á talflóði sínu á meðan. í vímu „Ég geri mikinn greinarmun á réttu og röngu,“ sagði hann við mig. „I mínum augum eru til tvær manngerðir; sumir eru ósviknir menn en aðrir eru að- eins eftirlíkingar af mönnum." Eiturlyfjaneytendur teljast vitanlega til hinna síðarnefndu. Þessi eiturlyfjasali lítur á sjálf- an sig sem heimspeking: „Því er þannig varið,“ sagði hann við mig, „að ég sé hið rétta eðli manna. Ég get ekki fallizt á þeirra mat á verðmætum; mér ofbýður að sjá mannlegar verur komnar svona langt niður í sorpið." Hann er þegar búinn að vera í þessum bransa á Man- hattan í sjö ár, og umsetningin hjá honum er um það bil 500.000 dollarar á ári. Viðskipti hans fara ekki fram á götum úti. Hann skýrði mér frá því, að hann væri kominn af gömlum aðalsættum, og það gæti svo sem bæði verið satt eða logið. Hins vegar er það dagsatt, að hann er að reyna að reka við- skipti sín með vissum glæsibrag. Hann skiptir svo til eingöngu við Evrópubúa og svo við nokkra mjög vel stæða Ameríkana. Honum hefur ekki reynzt erfitt að byggja upp þennan hóp viðskiptavina. „Það eru virðulegir betri borgarar sem eru í þessu, og það er alls ekki svo langt síðan þessi breyting varð á; hún gerðist mjög skyndilega.“ Hvernig stendur á því? Eit- urlyfjasalinn, sem er 38 ára að aldri, hefur þetta að segja: „Það er ekki til nein föst siðferðileg viðmiðun hjá fólki í nútíma þjóðfélagi," segir hann við mig, á meðan hann er að leita sér að æð í hægri handleggnum. Hann hefur svo sannarlega rétt fyrir sér. Það eru raunar hinir „virðulegu borgarar", sem eru í þessu. Heróín hefur auðvit- að alltaf átt sér sitt konungs- ríki, en á undanförnum áratug- um hafa þeir þegnar, sem heró- ínið hefur haft á valdi sínu, ver- ið að mestu utangarðsfólk, upp- reisnargjarnir listamenn og þjóðfélagslegt niðurrifsfólk. En nú á dögum er það ekki lengur þannig. Evrópsk þjóðfélög eru farin að sýna sívaxandi um- burðarlyndi gagnvart notkun heróíns. Þessi hugsunarháttur er nú tekinn að berast til Banda- ríkjanna. Það hefur verið talað um mikinn fjölda ástæðna, sem kunna að hafa leitt til þessa; sumar þeirra eru álitnar vera af pólitískum og efnahagslegum toga spunnar. Núverandi heró- ínflóð hófst til dæmis við fall íranskeisara. Fjöldamargir ír- anir tóku þá að koma auðæfum sínum úr landi með því að breyta þeim í eiturlyf. Persar, sem ekki eru sérlega færir smyglarar, voru margir teknir úr „umferð" á síðasta ári, og þá alveg sérstaklega af brezku tollgæzlunni. Ný heróínflóð tóku þá að streyma inn til Bandaríkj- anna og Evrópu frá Pakistan og hinu löggæzlulausa Afganistan, en afganskir skæruliðar vilja komast yfir beinharða peninga til vopnakaupa, hvað sem það kostar, í styrjöld þeirra gegn Sovétmönnum. Þekkt fólk í heróín- fréttunum Að undanförnu hefur verð á heróíni verið lágt í Evrópu; þannig kostar eitt gramm af heróíni í London 120 dollara, og það er því ódýrara en kókaín. Það er ekki einungis að heróínið kosti í Evrópu aðeins einn þriðja af því verði, sem það er selt á götum úti í Bandaríkjunum, heldur er það líka miklu sterkara. Svo er annað atriði: Að komast yfir eiturlyf í Evrópu er ekki álitið háskalegt fyrir- tæki. Á krám, vínbörum og í íbúðum í sumum beztu hverfum Lundúna, Parísar, Rómaborgar, Mílanó, Berlínar og Barcelona er fremur auðvelt að komast yfir eiturlyf. Það er að vísu álit- ið dálítið djarft fyrirtæki í Evr- ópu en ekki hættulegt og á eng- an hátt sambærilegt við slík við- skipti til dæmis í vissum neðri hverfum í austurhluta New Yörk-borgar. Afleiðingarnar af þessari nýju farsótt hafa verið afar víð- tækar, en ekki jafn augljósar, og virðast aðeins draga að sér veru- lega athygli, þegar einhver fræg nöfn blandast inn í slík mál. Þannig vakti það til dæmis mikla athygli í brezku blöðun- um, þegar sonur Sir Edmunds Hillarys, sem fyrstur varð til að klífa Everest-tind, var fangels- aður í Thailandi fyrir að vera með eiturlyf í fórum sínum, eða þegar sonur Sir Johns Rennies, sem á sínum tíma var yfirmaður brezku leyniþjónustunnar, var gripinn fyrir að falsa methad- one-lyfseðla; þá var dóttir Johns Cordles, þekkts þingmanns brezka íhaldsflokksins, kærð fyrir að vinna sér inn peninga til eiturlyfjakaupa með því að stunda vændi, hnupla í búðum og gerast frilla á launum hjá saudi-arabískum smáprinsi ein- um. í lok síðastliðins árs kvart- aði stúlka, sem er barnabarn Rotschild-fjölskyldunnar, opin- berlega yfir því, að nánustu ætt- ingjar hennar vildu ekki borga kostnaðinn við eiturlyfja- afvötnun hennar. Dauðinn í kjölfar heróínsins Það hafa líka orðið mörg dauðsföll. Sumra er þá getið í blöðunum, ef nöfn viðkomandi eru nægilega þekkt eða að- stæðurnar í kringum dauðs- föllin hafa þótt undarlegar og óvenjulegar. Á þriggja mánaða tímabili dóu til dæmis af of stórum skammti af heróíni einn meðlimur spænsku konungsfjöl- skyldunnar, ein kornung ensk aðalsmær af beztu ættum, og systursonur hins látna írans- keisara, sem dó í ódýrri hótel- kytru í Madrid. Er þá raunar nokkur munur á auðmannabörnum, sem nota heróín og kókaín, og á forfölln- um eiturlyfjaneytendum í fá- tækrahverfum stórborganna, og svo á þeim, sem eru atvinnu- lausir og leiðast út í að fara að þefa af heróíni? „Já. Heldur vildi ég fást við eitt hundrað fátæka svarta eit- urlyfjaneytendur en einn hvítan eiturlyfjaneytanda úr miðstétt- arfjölskyldu,“ segir dr. Marie Nyswander, sem er læknir við Rockefeller-háskólasjúkrahúsið í New York. Það má þó alltaf leita einhvers konar fjárhags- legra skýringa á heróínneyzlu meðal atvinnulausra. „Þetta fólk hefur ekki efni á því að bregða sér á diskótek," segir hún, „en einn einasti ódýr smá- skammtur af heróíni getur gefið því vængi.“ Hún kvaðst hins vegar ómögulega geta skilið, hvaða gildar ástæður vel efnaðir unglingar með góðar framtíð- arhorfur gætu yfirleitt fært fyrir því að fara að ánetjast eit- urlyfjum. Af hverju velur fólk þá heróín? Til þess kunna að liggja sérstakar ástæður. Hash og marijuana, svokölluð espandi eiturlyf, voru í fyllsta samræmi við sjöunda áratug þessarar ald- ar, en það var tímabil ofgnótta og vona. Amfetamín og kókaín reyndust hin tilvöldu eiturefni fyrir sjálfselskuviðhorf áttunda áratugarins. En hlutirnir hafa sannarlega breytzt; núna er sú tilfinning helzt fyrir hendi, að við höfum 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.