Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 10
Hinir ungu ríku — og heróínið kostaði 3.000,- dollara á viku. Þetta var árið 1981. Skömmu síðar var yngri systir hennar, Dodo, einnig lögð þar inn. Það er nokkuð misjafnt, á hvern hátt fólk tekur að leiðast út í notkun heróíns. Sumir byrja á þessu fyrir tilviljun eða slysni, því að heróín er oft á tíðum hvítt á litinn eins og kókaínið. Stúlka nokkur, sem ég þekki, Anna að nafni, hefur tvisvar sinnum notað heróín, og í bæði skiptin var það gert í misgrip- um; í annað skiptið gerðist það í partýi, sem hún hélt heima hjá sér, en þá fór hún inn í nið- dimmt baðherbergið til þess að sprauta sig. Við heróínspraut- una lyppaðist hún samstundis niður líkt og strengjabrúða, sem klippt hefur verið á þræðina á. Gestirnir í partýinu hennar fóru að tínast burt, en ein vinkona Önnu sneri við og fór aftur upp í íbúðina til að gá að henni, því hún var hissa á hegðun hennar. Vinkonan fann Önnu inni í bað- herberginu, þar sem hún lá á grúfu með nasirnar ofan í sinni eigin spýju. „Hún bjargaði lífi mínu,“ segir Anna. Heróínneytendur æstir í að fá nýja liðsmenn Aðrir taka að nota heróín af ásettu ráði. Nokkrir heróínneyt- endur hafa af því sérstaka meinfýsislega ánægju að vinna fleiri dygga þegna fyrir ríki heróínsins. Ég kalla þetta fólk morfíum-maríurnar. Eddie James er einn af þessum al- ræmdu morfíum-maríum; hann er 29 ára að aldri, og hin ensk- írska fjölskylda hans er í senn stórauðug og stórvirðuleg. Eddie James var alveg nýlega á ferð í New York. Hann var þá svo langt leiddur, að hann læsti sig að staðaldri inni í baðherbergi gististaðarins þar sem hann bjó. Stundum sat hann þar í fjóra klukkutíma í röð og var stanz- laust að hamast við að stinga nálinni í handlegg sér og draga hana út aftur, svo blóðið var tekið að renna í stríðum straum- um úr handleggnum á honum. Hann var allur upptendraður af valda-sýnum. Hann skýrði eitt sinn frá sínum leyndasta draumi: „Allar þessar kornungu stelpur, þrettán og fjórtán ára gamlar, eru að grátbæna mig. —Eddie, láttu mig fá heróín, Eddie, ég skal gera hvað sem er fyrir heróín, vertu svo góður." Af hverju var hann svo sólg- inn í að fá aðra til þess að neyta heróíns? Hvað er það eiginlega, sem Eddie James vill? Fleiri liðsmenn í heróínskarann? Heróíniö drepur sálina „Kókaín tók að flæða yfir í kringum 1970," segir læknir nokkur, sem hefur eiturlyfja- neytendur til meðferðar á Payne Whitney-geðsjúkrahúsinu á Manhattan. „Heróínið skall svo yfir fyrir fáeinum árum. Það fólk, sem kunni orðið tökin á kókaíni, tók þá að segja við sig sjálft. „Ég ræð líka við þetta nýja.“ Það var svo þegar fólk af efri miðstéttum var farið að nota heróín, að læknarnir fengu fullvissu um, að þetta nýja eit- urlyf hafði slegið í gegn. Að sumu leyti veldur heróín minni skaða á líkamanum held- ur en alkóhólið, sem bæði ræðst á sum hinna þýðingarmestu líf- færa í líkamanum, auk þess að leggja undir sig heilann. Hins vegar kom það í ljós hjá þeim heróínneytendum, sem læknir- inn hafði til meðferðar, að með- al þeirra var alltaf einhver sem gerði tilraun til að svipta sig lífi. Slíkar tilraunir gerðust svo tíð- ar, að það var að jafnaði ein til- raun á dag í þessari deild sjúkrahússins. Læknirinn gefur eftirfarandi skýringu á þessu: Eiturlyf stefna beint að því að yfirtaka ýmsa hluta náttúru- legrar starfsemi í líkamskerf- inu, en þau rækja einungis þessa starfsemi í ólíkt kröftugri mæli. Það finnast til dæmis í líkaman- um viss efnasambönd, sem eru í eðli sínu skyld ópíum, en þeirra hlutverk er að standa vörð um geðheilsuna og bægja frá villi- skynjunum og geðrænum trufl- unum. Þegar heróíns er neytt, tekur eiturlyfið að sér ofan- greinda náttúrulega lík- amsstarfsemi af gifurlegum krafti. Og þá er eins og líkaminn taki að segja við sjálfan sig: „Því skyldi ég þá vera að standa frek- ar í þessu?“ og hættir hreinlega að framleiða þessi varnandi efnasambönd með öllu. Jafnvel þegar eiturlyfjaneytandinn hættir að nota heróín, þá kann svo að fara, að líkami hans taki samt ekki til við að framleiða þessi efnasambönd aftur. Fyrr eða síðar tekur óþol og kvíði að sækja fast á sjúkling, sem hætt hefur heróínneyzlu; yfir hann kemur eins konar til- finning, að hann skorti sáran eitthvað. Allir hlutir reynast honum of erfiðir viðfangs, hann finnur ekki lengur neinn tilgang í neinu, er gripinn óhugnaðartil- finningu af yfirvofandi dóms- fellingu yfir sér. Þetta ástand getur varað mánuðum saman, enginn veit hve lengi, kannski ævilangt. Þetta er ein megin- ástæðan fyrir því, að svo margir fyrrverandi eiturlyfjaneytendur falla aftur í sama farið, eftir að hafa verið lausir undan áhrifum eitursins um tíma. „Til okkar hingað i sjúkrahús- ið hefur komið margt stórauð- ugt fólk, og líkamlega er það eins vel á sig komið og frekast verður á kosið, en þetta fólk hef- ur týnt með öllu hæfni sinni til að gleðjast — það er orðið ásýndum eins og gangandi liðin lík. Það hefur að sönnu glatað sálu sinni fyrir tilverknað heró- ínsins." 10 Barrtré og lauftré í þéttum þyrpingum — sem stöðugt minnka vegna ásóknar í land og timbur. Berangur í stað skruðgrænna skóga íslendingar sjá ekki betur en allt sé á kafi í skógi víðast hvar á Bretlandseyjum. En ekki er allt sem sýnist og hinir rómuðu skógar Hróa hattar hafa látið undan síga. Nú er alvarlega varað við því, að Bretland geti orðið skóglaust, verði ekkert að gert. Bretum er oröið þaö vel Jjóst, aÖ það skortir skóglendi á Bretlandseyjum. Áratuga áhugaleysi og gróf vanræksla á nauðsynlegri skógrækt í Skot- landi, Englandi og Wales er farin að segja illilega til sín, því aðeins tæp 9% Bretlandseyja teljast núna skógivaxin. Þessar þjóöir hafa því á allra síðustu árum hrokkiö upp við vondan draum í skóg- litlu, hreggblásnu landi, en nú hefur verið hafizt handa svo um munar til þess aö snúa þessari óheillaþróun við: Bretlandseyjar eiga að taka stakkaskiptum á næstu áratugum meö stórátaki í skógrækt og plöntun skjólbelta. Stakir runnar, lynggróður og svo gras og aftur gras: Þetta er það, sem helzt einkennir orðið gróðurfar í Skotlandi, Englandi og Irlandi. Það er hægt að ferðast klukkustundum saman um Bret- landseyjar, án þess að sjá nokkurs staðar almennilegan skóg í líkingu við það sem flestöll lönd á megin- landi Evrópu geta státað af. Lágir ásar, dalverpi, mýrarflákar og víð- áttumikið grasivaxið flatlendi er heldur tilbreytingarlítið landslag fyrir augað, þar sem landið er með öllu rúið skógi. Þegar erlendur ferðamaður ekur um landið, annað hvort með brezku járnbrautunum eða í bíl, vekur það furðu hans, Tignarlegar furur á Gleneagles í Skotlandi, þar sem víða er berangur og heiðarlandslag, enda er þar komið í 170 metra hæð yfir sjó. Fjölraargir íslenskir kylfingar þekkja þennan stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.