Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 11
hve ótrúlega einhæft þetta skóg- lausa land er í sjón, eins og það blasir við augum. Að vísu sjást myndarleg tré á stangli eða litlir trjálundir í útjaðri borga og þorpa, á engjum og við akra, en þetta eru sjaldnast fleiri en í hæsta lagi nokkrar tylftir af trjám; samfellt skóglendi er að verða sjaldgæf sýn á Bretlands- eyjum. Aðeins örfáir stórir skógar eftir Af hinu víðáttumikla skóglendi fyrri alda á Bretlandseyjum standa nú orðið aðeins fáeinir víð- lendir skógar eftir. Einna stærst- ur þeirra er Epping Forest fyrir norðan Lundúni, New Forest við Southampton, ennfremur nær samfellt skóglendi á stöku stað í Wales og við landamæri Skotlands og Englands, og í Skotlandi eru það svo Inverness-skógur og Argyll-skógur. En þar með er líka allt helzta skóglendi Bretlandseyja upp talið, og hagskýrslur staðfesta það, sem auga ferðamannsins sér: Aðeins tæplega níu prósent af flatarmáli Stóra-Bretlands eru vaxin skógi, en til samanburðar má geta þess, að á meginlandi Evrópu eru 22—25% af flatarmáli einstakra landa skóglendi; Finnland hefur þar sérstöðu með 74% skóglendi af flatarmáli alls landsins, Svíþjóð 64% og Noregur um 60%. Líkt og íslendingar hafa íbúar Bretlandseyja hingað til ekki ver- ið að gera sér svo mikla rellu út af skógleysinu. Hugmyndir þessara þjóða um náttúrufegurð hafa í aldanna rás aðlagazt mjög þeim kuldalegu staðreyndum, sem við blasa á blásnum berangrinum, þar sem gras og mosi verður helzta augnayndið. „Isn’t it beautiful," segja Bretar td. gjarnan um landslag eins og miðbik Wales, þar sem endalausir, lágir, grasi- vaxnir ásar blasa við eins langt og augað eygir, eða þá um nærri al- veg skóglaust og nakið kletta- landslag Skotlands eins og í Cairngorm-fjöllunum. Af skiljanlegum ástæðum er heldur lítið um skáldlegar lof- gjörðir til skógarins í enskum og skozkum skáldskap eins og þó er altítt meðal þjóða, sem búa í skóg- auðugari löndum Evrópu. Ástæð- una má vafalaust rekja til þeirrar staðreyndar, að fæstir Skotar og Englendingar eru því vanir að hafa skóga fyrir augunum og hafa litla sem enga persónulega reynslu af þeim töfrum, sem vel- hirt skóglendi býr yfir. Skefjalaus eyðing skóganna Næst á eftir íslandi hefur eyð- ing skóganna á undanförnum öld- um verið miklu meiri á Bretlands- eyjum en í flestum öðrum Evrópu- löndum. Þetta á þó alveg sérstak- lega við um írland. Sem háþróað iðnaðarland með feiknalegri þörf á timbri er Bretland því nú á dög- um nær algjörlega háð innflutn- ingi. England, Skotland og Wales nota um 44 milljónir kúbikmetra af birktum viði á ári, en þessi lönd geta ekki framleitt sjálf nema 4,1 milljón kúbikmetra af viði, eða innan við 10% af ársþörfinni. All- an annan við verður sem sagt að flytja inn víðs vegar að úr heimin- um fyrir offjár. Árlegur viðar- innflutningur Breta kostar þá um 2,7 milljarða punda (um 117 millj- arða íslenzkra króna). Þetta er hærri upphæð en hallinn á allri utanríkisverzlun Breta nam í fyrra. Hér áður fyrr, á miðöldum, er talið að um tveir þriðju hlutar flatarmáls Bretlandseyja hafi ver- ið skógi vaxnir. Hvernig stendur þá á því, að einmitt þessi lönd skuli nú vera svo illa á vegi stödd með skóglendi? Eftir að Vilhjálmi sigursæla, hertoga af Normandí, hafði tekizt að ná konungdómi yfir Englandi í orrustunni við Hast- ings árið 1066, setti hann brátt lög um víðtæka verndun skóga í Engl- andi og stranga gæzlu þeirra. En það var þó ekki vöxtur og viðgang- ur skógar á Bretlandseyjum sem hann bar svo mjög fyrir brjósti, heldur skóglendi sem heimkynni veiðidýra, þar sem hin konunglega hirð og háaðallinn gætu stundað sína eftirlætis tómstundaiðju, dá- dýra-, fugla- og refaveiðar. Lögin kváðu á um harkalegar refsingar fyrir að spilla skógi með skógarhöggi. Þetta átti þó eftir að breytast, þegar frjálslyndari hugsunarhátt- ur tók að ryðja sér til rúms með undirritun Magna Carta árið 1215, en hún tryggði enskri alþýðu auk- in þegnréttindi. í fimm hundruð ár færði brezkur almenningur sér óspart í nyt víðfeðmt leyfi stjórn- valda til skógarhöggs og gjöreyddi stórum skógarflæmum. Nýlendur Breta sáu þeim fyrir ótakmörkuðum viði Á síðari öldum lágu orðið marg- ar ástæður til síaukinnar eyðingar á Skóglendi Stóra-Bretlands. Á fyrra helmingi 18. aldar varð til dæmis mjög mikil fólksfjölgun í Bretlandi, en hún leiddi aftur til þess, að menn freistuðust til að taka í síauknum mæli frjósamt land undir plóginn til að auka matvælaframleiðsluna. Viður var þá notaður í stórum stíl sem eldsneyti, mikið magn fór til kola- gerðar, og voru viðarkolin svo not- uð til þess að bræða járn í smiðj- um um land allt. England iðnvæddist mjög snemma á 19. öld, og því þurfti mikinn við til styrktar og klæðn- ingar á kolanámunum, svo og til smíði herskipa og kaupskipa brezka flotans, og þó ekki sízt til húsabygginga í vaxandi borgum Englands. Hinir gætnari meðal áhrifa- manna Englands vöruðu á þessum tímum eindregið við þessari rán- yrkju á skóglendi Bretlandseyja og bentu á, að það yrði að bæta skógunum tapið með kerfisbund- inni skógrækt á þeim fjölmörgu stöðum, þar sem gegndarlaust skógarhögg var stundað. Þessar aðvaranir voru að engu hafðar. Voru ekki Bretar stöðugt að eign- ast fleiri nýlendur með alveg ótæmandi viðarforða? Það voru því einungis einstaka landeigendur á Bretlandseyjum, sem sýndu þá aðgæzlu að hefja skógrækt á landareignum sínum til þess að bæta fyrir skógarhögg- ið að hluta. Allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri hafði brezka ríkið og þá al- veg sérstaklega brezka fjármála- ráðuneytið afar lítinn áhuga á að leggja fram nauðsynlegt fé til að hafin yrði skipulögð skógrækt í Bretlandi og til að vernda og hirða það skóglendi, sem enn var að finna í landinu. Það bætti ekki úr skák fyrir væntanlegri skógrækt, þegar tekið var að nota stál til skipasmíða í staðinn fyrir við, því þar með var endir bundinn á hern- aðarlegt mikilvægi trjáviðar — eða svo virtist ráðamönnum Breta í þá daga. Skógrækt brezka ríkis- ins kemst á laggirnar Eftir að heimsstyrjöldin fyrri skall á, varð Bretum brátt ljóst, hve óhemju þýðingarmikið hrá- efni trjáviður er í styrjaldar- rekstri. Þeir fengu að reyna það á tilfinnanlegan hátt, hve mikið lestarrými trjáviður þarf í flutn- ingi yfir hafið, á þeim tímum þeg- ar flutningaskip voru af mjög skornum skammti í styrjöldinni. Bretar neyddust því til að draga mjög úr innflutningi á trjáviði, og skógarnir á Bretlandseyjum voru enn á ný höggnir niður í stórum stíl til að sjá landinu fyrir nægum viði. Strax að styrjöldinni lokinni, árið 1919, stofnuðu Bretar því Skógrækt ríkisins (Forestry Commission), sem á að gegna því hlutverki að sjá landinu fyrir hernaðarlega mikilvægum nytja- skógi og auk þess að bæta skóg- lendi Bretlandseyja þá gífurlegu rányrkju, sem stunduð hafði verið um aldaraðir á skógum landsins. En vaxtartími hinna plöntuðu nýskóga var alltof stuttur fram að seinni heimsstyrjöldinni, og Bret- ar urðu því einnig í þeirri styrjöld nær algjörlega háðir trjáviði, sem brezkir landeigendur gátu þá lagt þjóðarbúinu til úr sínum eigin skógum, sem þeir höfðu forðum af framsýni látið rækta á skipulegan hátt og hirða um margra áratuga skeið. En þótt þannig hafi reynzt unnt að bjarga viðarþörf Breta, með mestu herkjum þó, á neyðartímum með því að grípa enn einu sinni til hins knappa viðarforða landsins sjálfs, þá breytir það í engu þeirri staðreynd, að Bretar verða enn um skeið að minnsta kosti nærri því algjörlega háðir innflutningi á næstum öllum þeim nytjaviði, sem Skotland, England, Wales og Norður-írland þarfnast. Innflutn- ingsþörfin á trjáviði er nú meiri í Bretlandi en í nokkru öðru. Evrópuríki — að íslandi einu und- anskildu, vitanlega. Bretar til fyrirmyndar í skipulegri skógrækt Uppgræðsla nýrra skóga er erf- itt viðfangsefni. Skógrækt brezka ríkisins hafði á fyrstu árum starf- semi sinnar yfir afar lítilli reynslu í skóggræðslu að ráða og fáa vel- menntaða skógfræðinga í sinni þjónustu. Það reyndist því fyrst nauðsynlegt að gera árum saman tímafrekar tilraunir til þess að fá rétt svör við helztu spurningum, sem vöknuðu í sambandi við skipulega, vísindalega skógrækt á Bretlandseyjum: Á hvaða trjáteg- undir skyldi helzt leggja áherzlu í ræktuninni, á barrtré eða lauftré? Átti fremur að einbeita sér að hraðvöxnum trjám eða að trjáteg- undum, sem gáfu af sér góðan smíðavið en uxu mun hægar? Hvaða trjátegund skyldi planta í hvaða tegund jarðvegs, og við hvaða veðurfar, með hve miklu millibili milli trjáa, og með hve mikilli áburðargjöf skyldi reikna til þess að skógræktin gæfi nauð- synlegan arð? Nú orðið má heita, að þessu til- raunatímabili i brezkri skógrækt sé lokið, og á síðustu árum er jafn- UMI-MERFI vel farið að taka landsvæði undir skógrækt, sem áður fyrr voru álit- in algjörlega óhæf til trjáræktar. Fjöldi erlendra skógræktarnema kemur til Bretlands til þess að setjast þar á skólabekk og læra vísindalega skógrækt af þeim sem betur vita. Einstaklingar styrktir til skógræktar Einhverjir mestu erfiðleikarnir í sambandi við uppgræðslu nýrra skóga á Bretlandseyjum eru fólgn- ir í því, hve mikill skortur er á landi í ríkiseign til að planta í. Það er of lítið land á sölumark- aðnum og brezka ríkið hefur yfir- leitt þá stefnu að bjóða heldur lágt verð í landareignir, sem eru til sölu, og eru það því oftar einstakl- ingar og einkafyrirtæki, sem festa kaup á landi. Þá er það einnig yf- irlýst stefna ríkisvaldsins að taka helzt ekki þannig land undir skógrækt, sem unnt er að nýta til matvælaframleiðslu. Ofan á þetta bætist svo, að Skógrækt brezka ríkisins fær stöðugt minna fé á fjárlögum til landakaupa, vegna stefnu brezku stjórnarinnar um almennan samdrátt í ríkisútgjöld- um. Stjórn Skógræktar brezka ríkisins verður því yfirleitt að reyna að minnsta kosti að festa kaup á fáanlegu, frekar verðlitlu landi, sem er svo ófrjósamt, að það er talið rétt á mörkum þess að vera þó hæft til skógræktar. Uppi í fjöllunum er oft á tíðum lítið um land, sem hentar til skógræktar, sökum þess að vindar og veðurfar yfirleitt gera skógi mjög erfitt um vik að þrífast þar hærra en í 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Auk þeirrar öflugu starfsemi, sem Skógrækt brezka ríkisins rek- ur við uppgræðslu skóga á eigin landareignum víðs vegar á Bret- landseyjum, hvetur hún einnig einstaka landeigendur til að auka skógrækt á landareignum sínum og leggur þeim til myndarlega fjárstyrki i því augnamiði. Þegar því er að skipta, finnst brezkum skógræktarmönnum jafnvel mjög litlar landspildur í einkaeign ekki of lítilfjörlegar til uppgræðslu skóglendis. Reglurnar um skóg- ræktarstyrki til einstaklinga eiga jafnvel við um landskika, sem eru ekki nema 0,25 hektari að stærð. Gífurlegur trjádauði hrjáir Bretland Þar sem um það bil níu tíundu alls þess trjáviðar, sem mest eftir- spurn er eftir á sölumarkaðnum, er hinn mýkri viður, plantar Skógrækt brezka ríkisins fyrst og fremst þess háttar trjátegundum, það er að segja barrtrjám. Af þessum tegundum planta Bretar langmest af hinu arðsama kan- adíska sitkagreni, sem er þekkt fyrir þéttan, hvítan við; ennfrem- ur planta þeir meðal annarra teg- Frh. á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.