Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 8
Sýning á Kjarvalsstöðum opnuð í dag: Pamela Brement ambassadorsfrú með kúluspil eftir banda- rískan glerlistamann. Á neðri myndinni er hún í klæðnaði eftir Cynthiu Boyer. Banaarísk handíc Merkileg vakning og gróska hefur átt sér stað í bandarískri handíð síðasta áratuginn og sannast þá sem löngum áður, að þegar bezt lætur getur framúrskarandi handíð orðið listaverk. Pamela Brement ambassadorsfrú á veg og vanda af skipulagningu allri, en 7 frægir handíðamenn koma að vestan og sýna m.a. verklega. Jafnframt er efnt til sýningar á íslenzkri nútímahandíð. í dag verður opnuð með við- höfn geysistór sýning á banda- rískri handíð — American Crafts — að Kjarvalsstöðum. Þetta er meiriháttar viðburður í listrænum samskiptum þjóð- anna og má þakka hann fram- taki einnar konu, sem sannar- lega hefur látið hendur standa framúr ermum: Pamelu Brem- ent, eiginkonu bandaríska amb- assadorsins, Marshal Brement. Það mun einsdæmi, að stórsýn- ing, haldin í nafni heillar þjóð- ar, sé einstaklingsframtak á þann hátt sem hér hefur orðið. Þegar um slíkt er að ræða, stendur það opinbera venjulega fyrir sýningum af þessu tagi; menntamálaráðuneyti landanna tii dæmis og reynist undirbún- ingurinn þá gjarnan þungur í vöfum og tekur jafnvel áraraðir. En hér var öðruvísi farið að. Pamela Brement hefur átt sér þann draum að standa að og skipuleggja þesskonar sýningu frá því þau hjón tóku við emb- ætti á Islandi. Þann áhuga má rekja til persónulegra kynna Pamelu af ýmsu frábæru lista- fólki, sem í heimalandi hennar starfar í þessum fjölskrúðugu greinum. Cynthia Boyer í klæðnaði sem hún býr til sjálf úr ull og fllti. Meðal góðra gesta, sem koma að vestan af þessu tilefni, má nefna Loyd Herman, sem er cur- ator eða listrænn safnstjóri yfir hluta Smitsonian-safnsins. Hann telst í röð fremstu sér- fræðinga um listir og hand- menntir og mun halda fyrirlest- ur á Kjarvalsstöðum um sígilt umfjöllunarefni: Craft into Art — handíð sem list. Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um ætti að fást staðfesting á því, að handíð getur orðið lista- verk þegar bezt lætur; þar veld- ur að sjálfsögðu hver á heldur. Hitt er svo annað mál, að hand- íðir eru víðtækt hugtak og geysi- legur munur á hlut eins og ösku- bakka eða bolla, sem búinn er til í ákveðnu, hagnýtu augnamiði, og skartgripa úr málmi eða steinum hinsvegar, þar sem það listræna situr alveg í fyrirrúmi. Þetta ætti ekki að þurfa að út- skýra fyrir íslendingum; íslenzk myndlist stóð öld fram af öld í órjúfanlegu samhengi við hand- íðir. í nútímanum er einnig talað um listiðn. Það er skylt, en hef- ur hljóm af iðnaði, sem bendir á Framhald á b\s. V3 Bandarískir listi í handíðum gestir á sýngunn RICK BERNSTEIN Rick fæddist í Providence á Rhode Island lauk BA-prófi frá University of Massachuse Tveimur árum seinna hlaut hann hinn cftirs Internationai Fellowship og einnig Fulbrigh styrk sem gerði honum kleift að halda áfran College of Art í London. Síðan lauk hann ni Tyler School of Art í Philadelphia. Árið 197' eigið verkstæði sem hann nefnir Pennrose < Watertown, Massachusetts. Betsy, eiginkona Bernsteins er einnig þ< til skartgripi úr gleri. Þau búa rétt hjá Boi sýnir hér glermyndir og glerskúlptúr. THOMAS ALFRED PHILABAUM Thomas fæddist árið 1947 (Toledo, Ohio 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.