Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 13
lögregluforingi í talsverðu upp- námi. Upp hafði komizt, að Pelle hafði daglega fengið bréf frá Niel- sen. Efni þeirra var vinsamlegt og sakleysislegt. En í hverju bréfi var stafurinn X. Stundum sem undir- skrift, stundum sem skreyting í bréfhausnum. Og í einu bréfanna var innihaldið ekkert annað en þetta: „X þögn x.“ Þegar farið var að athuga þetta nánar kom í ljós, að X voru krotuð á veggina í klefa Pelle. Einn hinna fanganna viður- kenndi fúslega, að Nielsen hefði fært honum sígarettur og stungið uppá því, að gera at í Hardrup með því að krossleggja hníf sinn og gaffal í matsalnum, rétta hon- um kort merkt með X og krota kross með svörtum og bláum lín- um á vegginn, beint fyrir framan klefa Hardrups. Fyrir leikmanni hljómar þetta allt saman eins og svartigaldur. En þeir sem numið hafa dáleiðslu vita, að X-in eru táknin sem notuð eru til eftirsefjunar og fyrirskip- ana í því sambandi. Þar eð Pelle var þannig allan tímann um- kringdur þessum táknum, var hann aldrei með sjálfum sér, en hverri athöfn hans stjórnað af dáleiðaranum Nielsen. Var þá Pelle glæpamaður? Margs konar tilraunir í dá- leiðslu virðast hafa sýnt, að það er rétt, að maður vilji ekki fram- kvæma verk, sem gengur í ber- högg við siðferðisvitund hans. En nú hafði Pelle engu að síður fram- ið tvö morð og bankarán. Þá var spurningin þessi: Var hann þá í innsta eðli sínu glæpamaður? Eða hafði Nielsen ef til vill sefjað hann með þeirri hugmynd, að byssan væri skaðlaus vatnsbyssa, og að bankinn skuldaði honum fé það sem hann rændi? Geðlæknarnir töldu, að mögu- legt hefði verið að blekkja Pelle með tilliti til athafna hans. En meðan þeir brutu heilann um þetta, þá hljóp á snærið hjá Christensen lögregluforingja á öðrum vettvangi. Eftir nokkra leit hafði honum tekizt að finna leynd- an bankareikning Nielsens. Við rannsókn hans kom í ljós, að þar hafði Nielsen tekið meira út en hann átti inni. Einmitt daginn fyrir bankaránið í Hvidovre! En inná reikninginn voru lagðar 200.000 danskar krónur. Þegar Nielsen var spurður um þetta at- riði var svar hans ekki sérlega frumlegt. Hann sagðist hafa unnið féð á veðhlaupabrautinni. Meðan þessu fór fram var yfir- heyrslunum yfir Pelle haldið áfram. Hann gaf alltaf sömu svör- in, nema í eitt sinn, er honum brást bogalistin dálítið. Þá sagði hann: „Vinur minn Nielsen er saklaus. Hann hefur harðbannað mér að segja ykkur lögreglublók- unum nokkurn hlut.“ Útlit Pelle var nú orðið allátak- anlegt. Hann leit út eins og svefngengill úr vaxi. Hann hafði létzt, þangað til hann var ekkert orðinn annað en skinn og bein, föl- ur og tekinn. Óttuðust læknarnir jafnvel, að ef málið yrði ekki fljótlega til lykta leitt, kynni mað- urinn að deyja í höndunum á þeim. En þá var það, að Bente hin trygga eiginkona Pelle, lagði til hlekkinn, sem vantaði í sannana- keðjuna. Einn morguninn kom hún til höfuðstöðvanna með blaða- Dávaldurinn hefur ægilegt vopn í höndum þar sem dáleiðslan er, ef hann nær valdi á öðrum og notar vald sitt óheiðarlega. Hingað til hefur verið talið að dáleiddur maður geri ekki neitt í dásvefni, sem hann gerði ekki samvizku sinnar vegna í eðlilegu ástandi. Dæmið, sem hér er frá sagt, er einstakt því þar tókst að láta hinn dáleidda fremja glæp. bunka. „Hérna," sagði hún, „lítið á þetta. Þeir Björn og Pelle voru að skrifa saman bók í fangelsinu fyrir mörgum árum. Ég vissi það raunar, en aldrei hvað var í hand- ritinu. Nú getið þið sjálfir lesið. Ég held að hérna komi lausnin." Og lögreglumennirnir sökktu sér niður í að lesa þessar mörgu arkir. Þetta var illa skrifað, næst- um ólæsileg rithönd, og þar var að finna bæði klám og ritvillur. í neild skoðað virtist þetta vera klaufaleg tilraun til þess að gera Hitler að hálfguði, og eins konar ráðagerð um það, hvernig ætti að fara að því að stjórna lýðnum með dáleiðslu. Og svona til að lífga uppá þetta allt saman voru þarna lýsingar í einstökum atriðum á framkvæmdum nauðgana, rána, á smygli og öðrum listgreinum glæpanna. Hetjan í þessari nýju andlegu Ódysseifskviðu var eins konar hitlerskur harðstjóri og meistari, • sem, eins og Sigurður Fáfnisbani, var alltaf öruggur, ósæranlegur og ósigrandi. Hann hafði við hlið sér aðstoðarforingja og hvers konar hjálparmenn, sem uppskáru veg- leg laun hreysti sinnar og hollustu eftir fórnfúst starf og þjáningar í þágu málstaðarins. En í öllu þessu illa klóraða kroti komu svo fram nákvæmar ráða- gerðir um bankaránin, sem að framan var getið. Pelle Hardrup var ljóslifandi persóna í atburða- rás þessarar hetjusögu. En hún lýsti í einstökum atriðum, hvernig einn af aðalforingjum einræðis- herrans er handtekinn í banka- ráni. En dáleiðsla hindrar fang- ann í því að ljóstra upp um meist- ara sinn, og fremur en að segja frá, fer hann í hungurverkfall og deyr sem hetja. Pelle settur f einangrun Eftir að læknarnir höfðu rann- sakað þessi merkilegu skjöl til hlítar, tóku þeir þá ákvörðun, að setja skyldi Pelle í einangrunar- klefa. Þar mátti hann ekki fá nein bréf, og sérstakur vörður var sett- ur til þess að sjá svo um, að engin X næðu neins staðar sjónum hans, og kynni hann sjálfur að krota eitthvert merki, skyldi það þegar þurrkað út. Dögum saman hafði Pelle lítils neytt, en nú rann á hann eins kon- ar mók og neitaði hann nú allri fæðu sem honum var boðin. Með öðrum orðum: hann fór í hungur- verkfall, eins og hetjan i sögunni. Þetta olli læknunum miklum áhyggjum, því nú óttuðust þeir ekki einungis um andlega heil- brigði hans, heldur var líf hans nú í veði. Að svipta Pelle X-unum sín- um var eins og að vekja hann úr matrtöð, eða enn verra, að reyna að venja forfallinn sjúkling af heróíni. Fimmta daginn kallaði hann á vörðinn. Hann var nú orðinn eins og beinagrind. Augu hans störðu hitaþrungin úr augnatóftunum. „Ég er ekki geðveikur," sagði hann, „ég vil fá penna og pappír. Og ég vil líka fá eitthvað að borða.“ Og svo bugaðist hann og grét sáran. Þegar hann hafði sopið svolitla mjólk og nartað í brauð, fór hann að skrifa. Vörðurinn læddist út og inn, og gætti þess að bæta við á diskinn hans og í glasið jafnóðum og þess var þörf. Og Pelle hélt áfram að skrifa alla nóttina. Þessar skriftir urðu honum mikill léttir, og nú streymdi sann- leikurinn úr penna hans, eins og vorleysingar. Hann hafði kynnst Nielsen í fangelsinu árið 1947, þegar báðir voru að afplána refs- ingu fyrir föðurlandssvik. Nielsen hafði orðið hugfanginn af afrekum Hitlers, og breytti þar engu um ósigur hans og niðurlæging. Niel- sen réð því ráðum sínum. Fyrsta skrefið var stigið þegar Nielsen bað Pelle um að leggja saman lóf- ana, eins og í bæn, og sagði honum svo, að hann gæti ekki losað hend- urnar sundur. „Nielsen talaði oft við mig i myrkri klefans okkar," skrifaði Pelle. „Þá var það vandi hans að segja: „Ég er góði engillinn þinn. Öll mistök þín og vonbrigði til- heyra fortíðinni. Guð hefur kosið þig til stórræða og hefur skipað mér að vera foringi þinn. Þú ert skjólstæðingur minn. 1 hvert skipti sem þú sérð táknið X, 'þá er það Guð sem talar til þín gegnum mig.“ „Síðar, fyrir fyrsta ránið, skip- aði Nielsen mér að kaupa eter. Út- skýrði hann fyrir mér, að þá yrði ég nánar tengdur X-merkinu.“ Daginn eftir notaði Pelle byssu í fyrsta skipti í bankaráninu í Hvidovre. Hann staðfesti það skriflega, að hann vissi að hann ætti að skjóta hvern þann, sem veitti honum mótspyrnu. Og eftir bankaránið fór hann með pen- ingana til Nielsens. „Björn gaf mér nokkra ..." skrifaði hann í játningu sinni, en svo varð allt ólæsilegt. Hungur, þreyta og lostið við að vakna úr dáleiðslunni dró allan mátt úr Pelle, en í fyrsta sinn, svo mánuðum skipti, gat hann sofið í sínum eigin heimi. Þegar hann hafði afhent verðin- um blöðin sín, þá snæddi hann og drakk eðlilega, en neitaði hins vegar að tala við nokkurn mann. En þessi sktifuðu plögg hans nægðu til þess, að hægt væri að leggja þau fyrir réttinn. Þar fékkst loks staðfesting á því, sem lögregluna og læknana hafði lengi grunað, en gátu hins vegar ekki sannað. Björn Nielsen ákærður Afleiðingin af þessu varð sú, að Björn Nielsen var ákærður fyrir tvö morð og tvö bankarán. Rétt- arhöldin stóðu í þrjá daga. Niður- stöðum geðsérfræðinganna bar að vísu ekki ávallt fyllilega saman. Engu að síður kom þeim þó að lok- um saman um það, að hægt væri að láta mann fremja glæp undir dáleiðsluáhrifum, ef viðkomandi hefði áður verið sefjaður til þess að vera þeirrar skoðunar, að glæp- urinn væri flokknum, málstaðnum eða meistaranum til góðs. 1 þessu máli gat hinn pólitíski og trúar- legi ofstækismaður Pelle framið neikvæðar athafnir, haldinn þeirri hugmynd frá demón sínum eða „góðum engli“, að þetta væri, þeg- ar allt kæmi til alls, góðverk, sem nauðsynlegt væri, svo hinir póli- tísku draumar gætu rætzt. Dómurinn sakfelldi Björn Niel- sen í öllum fjórum ákæruatriðun- um. Hann var dæmdur til lífstíð- arfangelsis, þar eð dauðadómar tíðkast ekki í Danmörku. Pelle Hardrup var að vísu einn- ig sakfelldur, en ekki talinn ábyrgur gerða sinna. Hann var fluttur í klínik fyrir sálsjúkt fólk, og næstu mánuði tók hann jöfnum framförum úr myrkviðum sálar sinnar útí ljós heilbrigðinnar. Átti konan hans trygglynda drjúgan þátt í bata hans. Hún aðstoðaði læknana við að losa hann úr hin- um óhugnanlegu viðjum þessa illa Svengalis, sem hafði gjörsamlega stjórnað öllu lífi hans árum sam- an. Líklega einsdæmi Með þessum hætti lauk þessu furðulega máli, sem að mörgu leyti hlýtur að vera einsdæmi. Það á sér áreiðanlega engan líka í sögu sálfræði og réttarfars á Vestur- löndum. Öllu líklegra að það eigi sér enga hliðstæðu í heiminum. Hver hefði til dæmis getað trúað því, að maður væri af löglegum dómstóli dæmdur sekur um morð og rán, þótt hann geti fyllilega sannað, að þegar þessir glæpir áttu sér stað hafi hann verið staddur í um það bil 125 km fjar- lægð? Óhrekjanlegar fjarvistar- sannanir hafa hingað til verið taldar fullgildar fyrir dómstólum. En þeim lesendum sem hafa haft þolinmæði til þess að lesa þessa löngu ritgerð frá upphafi er hins vegar fyllilega ljóst, hvernig slík- ur dómsúrskurður getur verið réttur, engu að síður. Hingað til hafa orð þeirra lærðu manna, sem skrifuðu um dáleiðslu fyrir Brezku alfræðabókina, verið tekin gild. En þeir segja: „Vissar spurningar eru sífellt að stinga upp kollinum í sambandi við dá- leiðslu. Meðal þeirra sú, hvort mögulegt sé að beita dáleiðslu til þess að fremja glæpi. Vandaðar vís- indalegar rannsóknir hafna þcssum möguleika." (Leturbreyting mín.) Þetta merkilega mál sýnir, að síðasta fullyrðingin stenzt ekki. Það sannar þvert á móti, að hægt er að beita dáleiðslu til þess að fá hinn dáleidda til að fremja glæpi, jafnvel stórglæpi, eins og morð, ef siðgæðisvitund hans er blekkt með sefjunum, sem slævir hana. Þess vegna var þessi dómsnið- urstaða stórsigur fyrir réttlætið og ber dönsku réttarfari fagurt vitni. Því það liggur í augum uppi, að það þurfti mikið þrek til þess að bjóða byrginn skoðunum há- lærðra og virtra manna í sálfræði og geðlækningum. Upphaf þrenginga unga manns- ins í þessari einkennilegu sögu er sú, að hann er dæmdur í fangelsi fyrir föðurlandssvik. Hann gerist aðdáandi og stuðningsmaður böðla síns eigin föðurlands. Þetta er saga veikgeðja ungs manns, sem lætur blekkjast af stórhættu- legum kenningum stjórnmála- stefnu, sem vinnur eftir þeim for- sendum að „tilgangurinn helgi meðalið“. Þessir menn eru haldnir þeirri villu, að hægt sé að ná góð- um árangri með illum ráðum. Þessi frásögn sýnir okkur, svo ekki verður um villst, til hvers slíkur hugsunarháttur getur leitt. Þessi maður hefði aldrei getað vænst þess að afbrotum hans hefði verið sýndur svo dásamlegur skilningur, hefði föðurland hans, sem hann brást, ekki verið í tölu mestu mannúðar- og menningar- þjóða heimsins. Þótt nazisminn eigi að hafa ver- ið kveðinn niður í síðustu heims- styrjöld, þá sýna fréttir að aðferð- ir hans og annarra útbreiddra stjórnmálaskoðana, sem enn trúa á mátt hins sterka og að „tilgang- urinn helgi meðalið", eru enn í fullu fjöri í hinum máttugu áróð- ursvélum nútímatækni, þar sem heilaþvottur er stundaður dag og nótt. Bandarísk handíð Frh. af bls. 9. fjöldaframleiðslu, þó svo þurfi ekki endilega að vera. Með til- komu nútíma listiðnaðar, sem styðst við véltækni, hefur sú skoðun grundvallast, að bæði handíð og listiðnaður sé annars flokks list. Stundum er það augljóslega rétt, en fullkomlega ósanngjarnt í öðrum tilvikum. Pamela Brement telur að sú afstaða, að meta handíð fremur sem annars flokks list, sé evr- ópsk. í Bandaríkjunum sé mikil virðing borin einnig fyrir list af þessu tagi. Hún sagði, að í raun hefði orðið einskonar renais- ance — endurreisn — í banda- rískri handíð fyrir svo sem 10 árum — og að sú endurreisn átti sér stað vítt og breitt um landið. Þá spruttu til dæmis upp margir framúrskarandi glerlistamenn í Kaliforníu, sem hófu þá grein til vegs og virðingar. Þá hefð í bandarískri handíð, sem lengst má rekja aftur í tím- ann, er að sjálfsögðu að finna í handíð Indíána; bæði því sem til er frá fornu fari og því sem enn- þá lifir. Sérstakar og óvenju- legar skreytingar einkenna handíðir Indíána og sá stíll lifir enn góðu lífi. Að sunnan hafa komið til skjalanna spænskætt- uð áhrif frá Mexíkó og önnur þjóðabrot, sem flutzt hafa vest- ur, leggja eitthvað af mörkum. Í þeirri bandarísku handíð, sem sýnd er á Kjarvalsstöðum, kennir margra grasa og má nefna gripi unna úr við, textíl, gleri, tágum og leðri. Einnig keramik, skartgripi, málmsmíði, húsgögn og tízkuhönnun. Allt mun það blasa við sýningargest- um á Kjarvalsstöðum og verður án efa til aö auka veg handíöa.. Hitt sést ekki á sýningunni,- að öllu þessu kom Pamela Brement í kring á 8 mánuðum. Hún studdist þar við þekkt handíða- fólk í Washington, sem hún þekkir persónulega og reyndist þessu máli afskaplega vel. Framhald á bls. 16 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.