Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 15
Brandur Kolbeinsson var með 600 manna lið á móti 500 manna liöi Þórðar og fundur þeirra varð þar sem heitir Haugsnes í Skagafirði. Þrátt fyrir liðsmuninn tapaði Brandur orrustunni og sjálfur týndi hann lífinu. Þórður var hætt kominn, þegar gerð var svo hörð hríð að honum, að hann féll við. En þá komu menn foringjans honum til hjálpar. Þegar bardaganum lauk, lágu meira en 100 menn í valnum. banahögg. Broddi Þorleifsson, Ásbjörn Illugason, Einar lang- ur, Gegnir Illugason, Jón kjappi, Karf-Helgasynir þrír, Koll- sveinn, Þorvaldur, Bergþór, gengu allir fram rösklega og mikil sveit með þeim. Gengu þeir svo fram fyrir Brand, að honum var við engu hætt, með- an þeir voru allir heilir og eigi sundurskila. Á móti kom Þórður og fylgdarmannasveit hans, og mikil sveit önnur. Varð þá að nýju hið harðasta él. Þá varð Gegnir fráskila sínum félögum. Sóttu hann þá þrír eða fjórir en hann varðist vel og drengilega. Varð hann móður mjög er hann hafði brynju þunga, og féll hann fyrir þeim, en þeir flettu upp um hann brynjunni og drápu hann svo. Hjalti hét maður og var kallaður járnauga. Hann var vasklegur maður og féll hár bleikt á herðarnar undan stál- húfunni. Það ætluðu norðan- menn vera Pál Kolbeinsson og sóttu að honum þrír menn en sagði, að engi einhleypingur eða leysingi skyldi þeim síður hlífa en hann. Þeir sóttu hann lengi áður hann félli. Hann hafði á þriðja tug sára og lét hann með miklum drengskap líf sitt. Jón Skíðason lét sem hann sæi eng- an mann annan en Þórð og sótti hann í ákafa. Svo sagði Þórður síðar, er um var talað, ef slíkir hefðu verið þrír kapparnir, að hann hefði aldrei sól séð. Sótt- ust þá allir í ákafa, þeir sem við héldust með Brandi. Brandur tekinn og veginn Og er löng hríð hafði svo gengið, þá riðlaðist sveitin Brands, og urðu þá manndrápin. Hrani Konráðsson færði stein mikinn að Jóni Skíðasyni og kom á bringuna og gengu inn bringspelin og varð það hans bani. Jón varðist þó nokkra stund síðan, en hann hafði nær engin önnur sár, og lét hann þar líf sitt með miklum drengskap og hreysti ágætrar karl- mennsku. Brandur komst á hest en var tekinn milli Grunda (Syðstu- Grundar og Miðgrundar, bæja niður af skriðunni). Kolbeinn grön tók hann og færði hann uppá grundina, þar sem nú stendur krossinn. Kolbeinn fann Þórð og sagði að Brandur var handtekinn. Þórður mælti: „Hví drepið þér hann eigi?“ Þórður sat þá uppi á grund- inni. Var þá lokið mjög bardag- anum. Kolbeinn mælti: „Ég vissi ekki, nema þú vildir til ganga.“ Þá stóð Þórður upp. Þá mælti Hrafn Oddsson: „Gangið eigi til, Þórður, ef Brandur skal eigi grið hafa.“ Þá fékk Þórður til Sigurð Glúmsson að vega að honum. Gekk Kolbeinn grön þar til sem Brandur var handtekinn og margir menn með honum. Sig- urður hjó til Brands með öxi en Brandur skaut yfir sig buklara. Kolbeinn snaraði af honum buklaranum. Þá hjó Sigurður um þvert höfuð Brandi og klauf höfuðið ofan að eyrum. Lét Brandur þar líf sitt. Við líflát Brands var á þriðja tug manna. Þar var sett upp róða (róðu- kross), sem Brandur féll og heit- ir þar Róðugrund síðan. Eyjólfur Þorsteins fékk tekið Einar lang, frænda sinn, og gaf honum grið, og hafði hann drengilega barizt. Fleiri menn voru þar teknir, þeir er grið voru gefin af ýmsum frændum eða vinum. En þeir flýðu allir er því komu við. Meira en 100 manns féllu þar Þar féll (það er í Haugsness- bardaga) fjöldi manna af hvor- um tveggja og fjöldi varð sár. Og hinir beztu bændur féllu úr Eyjafirði: Klyppur Ketílsson, Þorgils Hólasveinn, Guðmundur Gíslason, Magnús Narfason, Vigfús Þorgilsson. Nær fjórum tugum féll af Þórði. Af Skag- firðingum féll Brandur Kol- beinsson, Jón Hafliðason, Kleppjárn Hallsson, Ólafur chaim, Illugi frá Svínavatni. Af Brandi féll á sjöunda tug manna. Lík Brands var fært til Staðar og jarðað fyrir sunnan kirkju við sönghúsið fyrir stúkudyrum og var hann mjög harmdauði sínum mönnum. Ingjaldur Geirmundsson orti flokk, um Brand og eru þar í þessi erindi (skýringar og samantekt: Sturl- unguútg. 1946). Hinni hörðu orustu hallaði á hina snjöllu Skagfirðinga, .mennirnir létu lífið í orust- unni. Tírætt hundrað manna hefur látizt í bardaganum og varla mun sú tala lækka úr því, sem ég hef frétt. Hin hörðu örlög tortímdu lífi manna, sem oftar, hinn ágæti höfðingi féll við hinn bezta orðstír í bardaganum. Enginn bardagamaður, hversu frægur sem hann er, getur sneitt hjá bana eða forðazt dauðann. Voldugi konungur himins, bjarg þú hinni mætu sál Brands — viðeigandi er að biðja drottin góðra hluta. Hinn alvitri konungur paradísar, sem dýrlegast frelsar menn frá kvölum, veiti sál Brands frið. Hinn örláti bardagamaður lifði skemur en skyldi, þannig hlutu hinir ungu synir hans þungan harm. Hinir ágætu menn mega varla hugsa uni dauða hins gjafmilda höfð- ingja. (Eins og fyrr hefur sagt verið og lesandanum mun nú ljóst, þá er frásögnin af Haugsnessbar- daga hlutdræg. Það eru ekki aðrir kappar í orustunni en Skagfirðingar og þeirra vopna- burði einum lýst og þeirra fram- göngu. Brandur er með 600 manna lið á móti 500 manna liði Þórðar en tapar samt orustunni, þrátt fyrir að það eru aðeins Skagfirðingar sem berjast. Þórðarmenn bara eru þarna. Þetta er nokkuð annað en lýs- ingin á Flóabardaga. Þar börð- ust menn í hvoru tveggja liðinu. Skýringuna á tapi Brands og hans manna gefur sögumaður síðan þá, að Húnvetningarnir hafi flúið í ótíma. Þórðar sjálfs er ekki getið nema þegar hann missir fótanna fyrir spjótslagi Jóns Skíðasonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.