Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 14
Erlendar bækur Olivia Manning: The Levant Trilogy Penguin Books The Levant Trilogy er síðari hluti bókmenntaverksins Fortunes of War. Fyrri hlutinn er The Balcan Trilogy. Þetta verk er í raun saga höfund- Elie Wiesel: The Testament Translated from the French by Marion Wies- el Penguin Books Örstuttur sögukafli segir meira um efni þessarar bókar heldur en nákvæm upptalning atburða sem hendir söguhetjuna Paltiel Kosso- ver, rússneskan gyðing, á flakki hans um Evrópulönd fyrir og í seinna stríði. „Einn af hinum Réttlátu kom til Sódómu. Hann einsetti sér að bægja syndum og refsingum frá íbúum staðarins. Dag og nótt gekk hann um stræti og torg og fór hörðum orðum um græðgi og þjófnað, sviksemi og skeytingarleysi. í fyrstu hlustaði fólkiö og það glotti. Þá hætti það að hlusta: Hann skemmti því ekki einu sinni lengur. Morðingjar héldu áfram að myrða, hinir vísu þögðu, rétt eins og það væri enginn Réttlát- ur á meðal þeirra. Dag einn ávarpaði barn eitt sem vorkenndi hinum vansæla kennara hann með þessum orðum: „Veslings ókunni maður, þú hrópar, þú öskrar, veistu ekki að það er tilgangslaust?11 „Jú, ég veit það,“ svaraði hinn Réttláti. „Nú, hversvegna heldurðu því þá áfram?" „Það skal ég segja þér. I byrjun hélt ég að ég gæti breytt mönnunum. Núna veit ég að það er mér ómögu- legt. Og fyrst ég enn hrópa í dag, og öskra, þá er það til að koma í veg fyrir það að mennirnir geti að end- ingu breytt mér.““ Höfundur The Testament fæddist 14 arins sjálfs í því mikla heimsstríði, auðkennt sem hið seinna á íslensku en á ensku hafa þeir vaðið fyrir neð- an sig og kenna það með rómversk- um tveimur; II. Með þessu fyrir- komulagi eiga enskir auðvelt með að nefna næsta heimsstríð ef kemur, án þess að þurfa að nefna hin stríðin tvö á þessari öld upp á nýtt. Geta með þessu haldið þræði. Olivia Manning fæddist í Englandi en eyddi drjúgum hluta æsku sinnar á írlandi. Hún menntaðist þar og giftist skömmu fyrir seinna stríð fyrirlesara nokkrum sem starfaði á vegum utanríkisþjónustu Englands og var staðsettur um þær mundir í Búkarest. Þegar herir Hitlers brut- ust til Aþenu yfirgáfu þau hjón Evr- ópu og settust að í Egyptalandi og seinna í Jerúsalem áður en þau höfn- uðu svo að endingu aftur í Englandi. The Levant Trilogy hefst við komu hjónanna Harrietar og Guys Pringl- es til Kairó. Ártalið segir 1942 og eyðimerkurstyrjöldin hafin. Simon Boulderstone er einníg nýkominn til landsins og er í hernum. Segir höf- undur af ævintýrum hjónanna ann- arsvegar og Simons hinsvegar. Atvik eru mörg og persónur einnig. Ótækt er að segja svo nokkurt gagn sé í, efni bókarinnar í stuttu máli. Trílógían samanstendur af þess- um bókum: The Danger Tree (1977), The Battle Lost and Won (1978) og The Sum of Things (1980). J>etta er fyrsta útgáfa þríleiksins í einu bindi. Áður hefur The Balcan Trilogy komið út hjá forlaginu og hefur ekki minni spámaður en Anth- ony Burgess látið þau orð falla um verkið, að það sé besta lýsing bresks höfundar á lífi og dauða seinni heimsstyrjaldar. í Ungverjalandi 1928. Hann var fluttur með fjölskyldu sinni til Auschwitz meðan hann enn var barn og þaðan til Buchenwald. Þar létust foreldrar hans og systir. Fyrsta bók hans greinir frá reynslu hans í út- rýmingarbúðunum. Að styrjöld lok- inni settist hann að í París og skrif- ar á frönsku þótt hann hafi um langa hríð búið í Bandaríkjunum. Rétt nafn hans er Andrew Mellon og er hann prófessor við Boston-há- skóla. Hann hefur verið útnefndur til Friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín að uppljóstrunum um Hel- förina svokölluðu. The Testament er hrífandi lesn- ing. Bókin er tæpar þrjú hundruð síður að lengd. Mann- bardagi á íslandi Miðvikudaginn um kveldið reið Þórður á Úlfsstaði með all- an flokk sinn. Skagfirðingar voru á Víðimýri um nóttina, en fóru þaðan snemma fimmtadag- inn (19. aprfl) norður yfir Jök- ulsá og námu stað fyrir sunnan Djúpadalsá á skriðunni og fylktu þar liði sínu og höfðu framarlega á sétta hundrað manna. Eysteinn hvíti, Austmað- ur, fylkti liði Brands. Þarna biðu þeir, Skagfirðingarnir, Þórðar og hans manna. Þórður hafði nær fimm hundruð manna og var það lið allvel búið. Fylking Skagfirð- inga horfði móti vestri og ætl- uðu Skagfirðingar að Þórður myndi þaðan að þeim ganga. En þeir Þórður riðu ofan með brekkunum og stigu þar af hest- um sínum. Þá voru á milli herj- anna mógrafir fornar og hlupu þeir Þórður yfir þær og réðust á jaðarinn á fylkingu Skagfirð- inga og við það riðlaðist fylking þeirra. Þórður var í miðri sinni fylkingu (Vestfirðinga) en þó fremstur. í nyrðra armi voru Svarfdælir og Þingeyingar, en Eyfirðingar í syðra armi og fórst þeim hvorum tveggja held- ur seinna um grafirnar en fylk- ingu Þórðar. Grjóthríð og spjótalög Þórður réðst þar að, er þeir voru fyrir Brandur og fylgdar- menn hans. Var fyrst grjóthríð en þá næst gengu spjótalög og tók þá skjótt að losna fylking Skagfirðinganna líkt og klamb- ur veggur væri rekinn. (Þetta merkir að fylking Þórðar hafi verið svo þétt og hörð sem vegg- ur hlaðinn úr klömbruhnaus- um.) Þar heitir Haugsnes upp frá, þar sem bardaginn var ofaná grundinni. (Djúpadalsá hefur með framburði sínum úr 19. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman skriðunni, sem hún rennur í, hulið grundina.) Skáld-Hallur orti um bardag- ann og segir Brand hafa verið framarlega í fylkingu öndverðan (framanaf) bardagann og gekk þá fram fyrir hann Jón Skíða- son, er kallaður var kjórkjappi, mikill maður og sterkur. Þegar Jón hljóp fram fyrir Brand, lagði hann tveim höndum spjóti til Þórðar, svo að hann féll við og Skagfirðingar æptu að. Þor- steinn Gunnarsson hljóp fram fyrir Þórð. Þá urðu margir at- burðir senn í höggum og spjóta- lögum. Var þetta hin snarpasta orusta, svo að engin hefur slík orðið á íslandi bæði að fjöl- menni og mannfalli. Þórður stóð skjótt upp er hann hafði fallið og hvað sig ekki saka. Gegnir Illugason gekk vel fram. Hann lagði til Hákonar galins og kom lagið í augað og bryddi (sá á spjótsoddinn) útum hnakkann. Varð það bani Hákonar. Varð þá mikið mannfall af hvorum tveggja. Einar auðmaður hét maður. Hann bjó í Vík út frá Stað. Hann átti Ingibjörgu Bergþórsdóttur, frændkonu Þórðar. Hann var til þess settur af Þórði, sem hann gerði, að hann flýði fyrstur allra manna og Brandur, sonur hans, og þar margir eftir. Drengileg fram- ganga: Drepnir tutt- ugu fyrir Þórði Þeir Þórður gengu þá að fast, er þeir sáu að flóttinn brast og varð þá mannfall enn af hvorum tveggja. Hafur Bjarnarson og Brandur Atlason og margir aðr- ir og Fljótamenn með þeim og Slétthlíðingar komust á fylk- ingararm Þórðar hinn nyrðri og gengu að drengilega og drápu þar nær tuttugu menn af norð- anmönnum svo að hver lá hjá öðrum. En héraðsmenn og vest- anmenn um heiði, á þeim brast flótti, og var það fjöldi manna. En ef þeir hefðu staðið kyrrir þó að þeir hefðu ekki annað gert, þá hefðu Skagfirðingar kosið á við norðanmenn. En nú bar eigi svo til handa. Þórður Tómasson komst á hest og rak flótann. Þorbjörn Sælendingur Snorra- son reið undan með öðrum flótt- amönnum. Þá heyrði hann kall- að á bak sér aftur að hann skyldi drýgja dáð og duga hon- um (sem kallaði). Þorbjörn sneri skjótt aftur og sér að tveir menn sóttu að Sveini eldboðungi og var annar á hesti. Þorbjörn lagði þegar til þess, sem á hest- inum var og rekur í gegnum hann spjótið. Var það banasár. Það var Þórður Tómasson, sem þar féll. Drepinn var og hinn, sá er að Sveini sótti. Ari Finnsson, er bjó í Bjarn- arstaðahlíð, hann vildi eigi flýja og studdist á öxi sína og söng Máríuvers, er menn heyrðu síð- ast. Álmar Þorkelsson hjó hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.