Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 11
HÁSKÓLI ÍSLANDS I Sex félög háskóla- manna telja offjölgun gfir- vofandi — Hvernig bregst Háskólinn við því? BÆKUR OG HOFUNDAR inu að láta það ganga fyrir sem er tæknilegt og praktískt og hægt að mæla í tölum. Um leið hafa húmanískar greinar stund- um orðið útundan. Ég teldi betri lausn, að Há- skólinn ráðstafaði þessu sjálfur í staðinn fyrir stjórnmálamenn, sem gera það núna; endanlega er það fjárveitinganefnd Alþingis." „Það praktíska er ofarlega í okkur nú; rétt er það. Þjóðfé- lagið vill að þetta skili sér svo mælanlegt sé og nemendur gera þá kröfu til námsins, að það hafi praktískt gildi fyrir þá, sem m.a. mælist í beinhörðum peningum. Hefur verið rann- sakað hvort mikið sé um það, að háskólamenntað fólk sé í störfum, þar sem menntun þess nýtist ekki — og úr hvaða deildum er það fólk einkum?“ „Yfirleitt er sáralítið um það, að háskólamenntað fólk stundi störf, þar sem menntun þess nýtist ekki. Bandalag háskóla- manna hefur staðið að könnun á þessu og samkvæmt henni voru það einkum lögfræðingar og í litlum mæli viðskiptafræðingar, sem ekki gátu nýtt menntun sína í þeim störfum sem þeir stunduðu. Því er við að bæta, að ég veit til þess að markaður fyrir a.m.k. viðskiptafræðinga er mjög góður, þannig að þetta segir ekki alla söguna. „Sex félög háskólamanna telja offjölgun yfirvofandi: Félag ís- lenskra fræða, náttúru- fræðingar, læknar, lögfræð- ingar, sálfræðingar og Hið ís- lenska kennarafélag. Ef þessi ótti reynist réttur, hvernig bregst Háskólinn við?“ „í aðalatriðum telur Háskól- inn, að hver og einn verði að bera ábyrgð á sínu námi og að erfitt eða ómögulegt sé fyrir skólann að ákveða, hvernig markaðurinn verður í framtíð- inni. Ég á ekki von á takmörk- unum í þessum deildum, heldur því að þessi staðreynd verði til þess að nemendur velji fremur eitthvert annað nám. Takmörk- unum verður frekar beitt í greinum, sem hafa í för með sér dýrt, verklegt nám. Því er ekki til að dreifa í lögfræði til dæm- is.“ „Eðlilegt er að þjóðin fylgist með Háskóla sínum, en það er svo annaö mál, hvort gagnrýn- in er byggð á nógri þekkingu. Ein er sú gagnrýni, sem stund- um heyrist og beinist einkum að félagsvísindadeild, sem álit- in er vera einskonar sandkassi á kostnað skattborgarans — og þá er spurt: Hvað höfum við að gera við alla þessa sálfræðinga, uppeldisfræðinga, félagsfræð- inga og stjórnmáíafræðinga?“ „Já, ég kannast við þetta. Ég held að margir hafi þá í huga löndin í kring, þar sem óeirða- seggir hafa komið einmitt úr fé- lagsvísindanámi og menn hafa fundið fylgni á milli þjóðfélags- legra óláta og aðsóknar að svona námi. En svo ég svari spurningunni beint: Jú, við þurfum þannig menntað fólk. Þörfin er mikil fyrir fólk, sem getur sinnt þeim, sem eiga í félagslegum og sál- rænum erfiðleikum. En þetta verður aldrei eins áþreifanlegt og raunvísindi og allskonar lélegur afrakstur skyggir stund- um á það, sem vel er gert. Sú Framhald á bls. 16 í Bandaríkjunum eru stórar keðjur bókaverslana og beita þær náttúrlega ýmsum brögðum í harðri samkeppni. Ein keðjan sem er tiltölulega ný af nálinni, hefur nú um nokkur ár boðið uppá þá nýlundu að selja árs- gamlar bækur á gjafprís. í einni hillusamstæðu eru kannski ágætar bækur, ólesnar á dollara hver; í næsta rekka bækur á tvo dollara o.sv.frv. — allt svo til nýjar bækur. Einmitt í slíkri verslun rakst ég á nýja útgáfu af bók David A. Jasens um P.G. Wodehouse, A Portrait of a Mast- er. Ég borgaði einn dollar fyrir þá bók og þótti Wodehouse lítill heiður sýndur að selja ævisögu hans á slíkum spottprís. P.G. Wodehouse var mikill snillingur. Hann fæddist 15. október árið 1881 í Surrey á Englandi og á því 102 ára af- mæli um þessar mundir. Er því við hæfi að minnast þessa karls i stuttum afmælispistli. Pelham Grenville Wodehouse, kallaður Plum af góðvinum sín- um, fór langt í það að skrifa hundrað bækur um dagana og margar þeirra eru enn metsölu- bækur. Hann var stílisti mikill, Wodehouse, og fáir skrifuðu betri ensku en hann. Rithöfund- ar svo ólíkir sem Evelyn Waugh og George Orwell: J.B. Priestley og Novel Coward: Ian Flemming og T.S. Eliot: Irish Murdoch og John Betjeman — allir hafa þeir lofað P.G. Wodehouse sem af- burða rithöfund. Hann hafði snilligáfu, skapari Bertie Woosters og Jeeves. Þá skapaði Wodehouse hetjur á borð við Psmith og ábúendur Blandings kastala, Ensworth lávarð, son hans Frederick, þjóninn Beach og svínið Empress. Sumar bækur hans eru klass- ískar, svo sem The Code of the Woosters, sem var ágætlega þýdd og flutt í útvarp fyrir ári eða svo: Carry on Jeeves; Leave it to Psmith; My Man Jeeves og Ring for Jeeves, svo fáeinar séu nefndar. Wodehouse segir á ein- um stað: „Ég held það séu tvær aðferðir til að skrifa skáldsögu. Önnur er sú sem ég nota, að búa til eins konar söngleik án tón- listar og horfa alfarið framhjá hinu raunverulega lífi — hin að- ferðin er að kafa til botns í líf- inu og kæra sig kollóttan um allt annað.“ Eitt sinn var það sem þeir hittust í Oxford, Wodehouse og Hugh Walpole, mikils metinn rithöfundur á sinni tíð (og Maugham skopstælir í fyrri- hluta Cakes and Ale). Þetta var skömmu eftir að Hilaire Belloc lét svo um mælt að Wodehouse væri besti þálifandi rithöfund- urinn í Englandi (1938). „Það var náttúrlega bara góður brandari," sagði Wodehouse en Walpole hafðu þungar áhyggjur af þessum ummælum. Hann vék sér að Wodehouse og sagði: — Hefurðu heyrt það sem Belloc sagði um þig? Wodehouse kvaðst hafa heyrt það. — Ég er einmitt að velta því fyrir mér afhverju hann sagði þetta, segir Walpole. — Ég líka, segir Wode- house. Löng þögn. — Ég get bara ekki komið þessu heim og saman, segir Walpole. — Ekki heldur ég, segir Wodehouse. Önnur löng þögn. — Þetta er svo einkennileg fullyrðing, segir Walpole. — Mjög einkennileg, tók Wodehouse undir. Enn löng þögn. — Ahjæja, andvarpaði Walpole feginsamlega eins og hann hefði loks fundið lausnina: Gamli maðurinn er að verða ansi gamall! Wodehouse segir þessa sogu í einni bóka sinna og líka þessa skrýtlu þar sem hann gerir grín að vinsældum sínum: Góðleg gömul kona sat eitt sinn við hlið mér í matarborði. Hún var ákaflega upp með sér að fá að sitja til borðs með fræg- um rithöfundi og gerði ekki ann- að en dásama verk mín allt kvöldið. Hún sagði að synir sínir bæru takmarkalausa virðingu fyrir mér og söfnuðu bókum mínum. — Já, það verður aldeil- is upplit á þeim, sagði gamla konan loks og hló, þegar ég segi þeim að ég hafi setið til borðs með Edgar Wallace! Wodehouse var mikill sóma- maður. Hann var heimakær og rólyndur að eðlisfari, segir í ævisögu hans og í þokkabót góðgjarn, hreinskilinn og örlát- ur — og samt var hann ham- ingjusamlega kvæntur! Hann var vinnuþjarkur hinn mesti og í alla staði ánægður með lífið, nema það varpaði lengi skugga á líf hans þegar landar hans stimpluðu hann sem landráða- mann. í júnímánuði 1940 handtóku nasistar Wodehouse á heimili hans í Frakklandi. Þeir dæmdu hann í fangabúðir en slepptu honum svo og færðu til Berlínar þar sem Wodehouse flutti fimm þætti á ensku í þýska útvarpið. Það var sú starfsemi sem leiddi til þess að hann var brenni- merktur landráðamaður í heimalandi sínu. Wodehouse var þá 58 ára gamall. Hann gerðist bandarískur þegn árið 1955 og átti heima vestra mikinn part ævi sinnar. Skömmu fyrir dauða hans aðlaði Elísabet Englands- drottning þennan aldna rithöf- und, og við það tilefni sagði Plum, sáttur við Guð og menn: „Nú á ég enga ósk framar; ég hef verið aðlaður og búið að setja vaxmynd af mér í Madame Tussaud-safnið!" Hann lést nokkru síðar og fór með þessa orðu í gröfina sem sárabætur fyrir landráðastimp- ilinn. George Orwell skrifaði mikla grein til varnar Wode- house á sínum tíma en það var ekki fyrr en árið 1981 að hann var endanlega hreinsaður af þessum áburði. Þá komust blaðamenn í leyniskjölin um Wodehouse og gerðu þau opin- ber: P.G. Wodehouse hafði gerst sekur um andvaraleysi. Jakob F. Ásgeirsson Kynnin hafín við heim tækninnar: í verkfræði- og raunvísindadeild. P.G. Wodehouse

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.