Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 12
GLÆPSAMLEG DÁLEIÐSLA Eftir Ævar R. Kvaran Dávaldurinn dæmdur að lokum Sálfræðingarnir og geðlæknarn- ir héldu áfram næturfundum sín- um. Var Hardrup geðveikur? Var hann brúða í höndum leikins dá- valds? Ekki bar þessum sérfræð- ingum saman um það, sýndist sitt hverjum, og enginn frambæri- legur vitnisburður varð af sam- anburði þeirra dreginn. Sú var skoðun sérfræðingsins dr. Schmids, að Pelle væri andlega heilbrigður. Prófanir hefðu sýnt, að morðinginn hefði tilhneigingu til að ýkja, og að hann virtist ofstækisfullur á sviðum trúmála og stjórnmála. Auk þess virtist hann búa yfir þroskuðu og auðugu ímyndunarafli. En þegar allls væri gætt, væri hann andlega heill. Og þessi sérfræðingur lauk máli sínu með því að láta í ljós þá skoðun, að Hardrup hefði ekki til að bera eðliseinkenni svikara. Lygarar og svikarar reyna að gera sögur sínar sennilegar, en Pelle trúir því sem hann segir. En Christensen lögregluforingi og geðlæknir lögreglunnar voru hins vegar þeirrar skoðunar, að Pelle væri undir stöðugum dá- leiðsluáhrifum, þótt ekki virtist hægt að færa fullar sönnur á þá tilgátu. Þeir biðu þess því með óþreyju að eitthvað nýtt kæmi fram í málinu, sem úrslitum réði. En tíminn var þeim andvígur, því óðum leið að því, að málið yrði að taka fyrir rétt. Þrír rithandarsérfræðingar gáfu skýrslu um rithönd Pelle, og bar þeim öllum saman um það, að þar kæmu hvergi fram nein and- leg sjúkdómseinkenni. Að lokum var gripið til hinzta ráðsins, að beita svonefndu sann- leiksserumi, sem sprautað væri í fangann, sem fúslega gaf til þess samþykki sitt. Annars var Pelle góður fangi, rólegur, skapgóður og samvinnuþýður. En þessi síðasta tilraun leiddi ekki í ljós neinar sannreyndir, sem ekki voru áður kunnar. Bankarán í Hvidovre En nú var það einmitt, þegar allar leiðir virtust lokaðar til frek- ari nýrra viðhorfa í málinu, að nýr kafli hófst í því. Gerðist það með því, að lögreglustjórinn í Hvid- ovre, smábæ fyrir sunnan Kaup- mannahöfn, hringdi til þess að skýra frá því, að bankarán, sem framið hafði verið sjö mánuðum áður í Hvidovre, hefði verið fram- kvæmt á sama hátt og eftir sama fyrirkomulagi og ránstilraunin í Landmands-bankanum. En í Hvidovre hafði ránið hins vegar tekizt og ræninginn komist á brott með 240.000,00 danskar krónur. Ræninginn hafði notað skjala- tösku, var örvhentur, hleypti fyrsta skotinu af uppí loftið, skip- aði starfsfólkinu að leggjast á gólfið og hjólaði leiðar sinnar með peningana á svörtu reiðhjóli. Nú var hópur vitna frá Hvid- ovre-bankanum fenginn til að reyna að bera kennsl á Pelle Hardrup í röð manna á svipuðum aldri. Og það skipti engum togum; öll vitnin báru þegar, að Pelle væri maðurinn, sem hefði rænt litla bankann. Þegar Pelle varð að horfast í 12 augu við þessa ákæru, varð hann áhyggjufullur og vandræðalegur. Hann sagði: „Góði engillinn minn fékk mig til að ræna Landmands- bankann í Kaupmannahöfn. Ég get ekki munað hvað ég gerði í hinum bankanum í fyrra. Eg var þar, en ég man ekki neitt um það. Góði engillinn minn sagði mér að gleyma því, og ég hef gleymt því. Góði engillinn minn segir mér alltaf hvenær ég geti munað eitthvað og hvenær ég eigi ekki að gera það.“ Geðlækninum þótti þessi yfir- lýsing nægja til þess að staðfesta grun sinn um það, að athöfnum Pelle væri stjórnað með eftirsefj- unum. En þótt hann þættist nú vita hver „góði engillinn" væri, varð það enn ekki sannað, þannig að það stæðist fyrir rétti. Læknirinn yfirheyrði nú konu Pelle, frú Hardrup, að nýju. Hún hafði hingað til að vísu verið sam- vinnuþýð, en ekki virzt búa yfir neinum upplýsingum, sem að gagni kæmi. Þá hafði það ekki gert yfirheyrslurnar yfir henni auðveldari, að hún brást jafnan í grát, þegar hún var spurð ein- hvers. Viðkvæðið var jafnan, þeg- ar hún greip til vasaklútsins: „Eg er þegar búin að segja ykkur allt sem ég veit.“ En að þessu sinni svaraði lækn- irinn: „Ég held að þér hafið ekki gert það. Ég held að þér séuð hræddar. Ef það er rétt, þá get ég tryggt yður fullkomna lögreglu- vernd. Segið þér nú eins og er ... eruð þér hræddar við Nielsen?" Nielsen hefur dularfullt vald Frú Hardrup, sem var lagleg, fölleit kona, varð jafnvel enn föl- ari. „Já,“ sagði hún og laut höfði. „Já, Björn hefur eyðilagt hjóna- band okkar. Pelle hefur alltaf ver- ið góður eiginmaður, en Nielsen hefur eitthvert dularfullt vald yfir manninum mínum, eins og hann hafi slegið hann töfrum. Ég elska Pelle og bað hann að leita sálfræð- ings, en Nielsen sagði honum að gera það ekki, og að venju fór Pelle að skipun hans. Þegar ég gat ekki haldið þetta út lengur, sagði ég manninum mínum, að hann yrði að velja milli mín og Björns. Og þegar Pelle reyndi að losna úr viðjunum varð Björn óður af reiði. Hann kom heim til okkar, reif utanaf mér fötin og lamdi mig með beltinu sínu, þangað til ég missti meðvit- und. Þetta gerðist fyrir framan manninn minn, sem sat og horfði á þetta, eins og hann væri lamað- ur. Þegar ég seinna náði meðvitund, vildi ég kæra þetta fyrir lögregl- unni, en Pelle lagði blátt bann við því. Hann sagðist skulda Birni stóra fjárupphæð, og Björn myndi láta setja sig í fangelsi, ef ég gerði þetta. Pelle er ekkert annað en leir í höndum leirkerasmiðsins." Þegar konan hafði lokið frásögn sinni, tjáði lögreglan henni, að þetta væri fyrsta verulega hjálpin, sem þeim hefði borizt. Hún var nú spurð, hvort hún gæti munað nokkur önnur atvik, sem máli skiptu. Ef til vill tækist henni að bjarga manninum sínum frá lífs- tíðarfangelsi. Frú Bente Hardrup brosti dap- urlega. „Það hefur gerzt svo margt hryllilegt, að ég veit varla á hverju ég á að byrja. Ég hefði átt að segja ykkur þetta fyrir löngu, en eins og þið segið, ég var hrædd, ekki einungis um sjálfa mig, held- ur Pelle. Eg skil ekki valdið sem Nielsen hefur og ég veit ekki hve langt það getur náð — ef til vill alla leið inní klefa Pelle til þess að kyrkja hann þar. En nú er ég reiðubúin að létta á hjarta mínu. Eitt kvöldið kom Björn til dæmis inn og settist í stólinn þarna. Hann starði á Pelle með djöfullegu glotti. Svo hætti hann að brosa. Hann hélt Pelle föngnum með grimmdarlegu, star- andi augnaráði, eins og kobra- slanga, sem er að dáleiða fugl. Hann krosslagði handleggina, svo þeir mynduðu X. — Þá fór maður- inn minn að þessum eldhússtóli, setti þumlana á stólbríkurnar og reis hægt upp, þangað til hann stóð á þumlunum. Augu hans ranghvolfdust þannig, að það sá bara í hvítuna. Nielsen var mjög skemmt við þetta þrekvirki. „Sjáðu Bente," sagði hann fliss- andi „hvað þú átt duglegan eig- inmann. Taktu nú vel eftir. Þetta eru vísindi. Ég og hann Pelle þinn erum að bjóða þyngdarlögmálinu byrginn!" Þú munt alltaf hlýða mér Ég var skelfingu lostin. Ef Pelle hefði dottið, hefði hann orðið fyrir stórmeiðslum, ef til vill háls- brotnað. Ég kallaði til hans, en það hafði engin áhrif. Nielsen skipaði mér þá að hætta að tala og horfa í augu hans. Ég gat ekki^ staðizt það. Ég varð að hlýða. Ég gat ekki komið upp orði. Líkami minn varð þungur og ég gat ekki lyft höndunum. Ég varð örmagna, og þessi hryllilega sýn fyrir fram- an mig virtist vera í milljón mílna fjarlægð, í öðrum heimi — í víti. Svo varð Nielsen þreyttur á þessum leik. „Þessi bölvaður fá- bjáni," heyrði ég hann segja. „Ég var næstum búinn að gleyma hon- um ... þrælsaumingjanum mín- um ... mundu það nú Pelle, þú munt alltaf hlýða mér þegar ég sýni þér X-merkið. Nú máttu vakna og þér mun líða ágætlega. Vaknaðu Pelle!" Hér tók læknirinn fram í frá- sögn hennar. Hann sagði: „Menn hafa borið kennsl á manninn yðar í sambandi við bankarán í Hvid- ovre. Getið þér upplýst okkur um nokkuð í því sambandi?" Bente Hardrup kinkaði kolli. „Það er eins gott að ég leysi frá skjóðunni. Ég er viss um að Pelle var ræninginn, þó hann hafi aldrei viðurkennt það fyrir mér. Það var einmitt um það leyti sem hann breyttist svo mikið. Hann lét stuttklippa hár sitt, og ég sá ný sólgleraugu í frakkavasanum hans. Auk þess hafði hann óvenju- mikia peninga, sem hann gat ekki gert grein fyrir. Þegar fréttirnar af þiessu komu í útvarpinu, þá slökkti hann á því bálvondur, og þegar ég spurði hann um það, hvers vegna hann gerði það, þá missti hann svoleiðis stjórn á skapi sínu, að ég hafði aldrei séð annað eins. Og það var reyndar fleira sem gerðist daginn fyrir ránið. Þegar ég kom heim úr vinn- unni voru sígarettustubbar í ösku- bökkunum, sömu tegundar og Nielsen reykir. Ránsdaginn var mér sendur reikningur frá mat- vörubúðinni fyrir gini og papriku. Pelle hvorki reykir né drekkur, og ég var því viss um, að Nielsen var hér að verki og átti einhvern mik- inn þátt í glæpnum sem Pelle framdi." Það sem eftir var þessarar yfir- heyrslu kom fátt nýtt fram, en læknirinn yfirgaf íbúð frú Hard- rup allánægður. Brotin í þessari ráðgátu voru farin að skapa mynd, en sú mynd var ófögur. Næst fór læknirinn til íbúðar Nielsens, þar sem eigandinn lét fara vel um sig í hinni vistlegu dagstofu. Vissulega sagðist hann drekka gin og papriku, eins og fjöldi annarra manna. Og vitan- lega heimsækti hann oft vin sin Pelle, vesalinginn. Það gæti svo sem vel verið, að hann hafði verið þar daginn fyrir ránið, en það væri svo langt síðan, að ómögulegt væri fyrir sig að muna hvaða dag það hefði verið. Lækninum, sem vandlega virti Nielsen fyrir sér, var efst í huga háll áll og hættulegur, með stingandi litlu augun, sem negldu fólk við sæti sitt. Þegar læknirinn sneri aftur til höfuðstöðvanna, var Christensen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.