Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 9
Jane Sauer. Vaxað og hnýtt Ifn og silki. Ivy Ross: Skreytt armband á kopargrunni. Tom Philabaum: Blásiö gler, W.R. Derrewere: Blikk og fílabein. sandblásið utan og málaö að inn- an. Francoise Barnes: Vefnaður, „Black metamorphosis". zmenn i árið 1952. Hann tts árið 1975. sótla styrk ITT it-Hayes ferða- n námi við Royal leistaraprófi frá 9 opnaði hann Siassworks í ;kt listakona; býr »n. Bernstein . Hann iagði stund á leirkcrasmíði og glerblástur við háskóla í Illinois, Wisconsin og Arizona og lauk meistaraprófí árið 1982 frá University of Arizona. Hann hefur sína vinnustofuna helgaða hvorri listgrein { Tucson. Undanfarin 12 ár hefur hann kennt báðar greinarn- ar og einnig kennt listasögu f ýmsum skðlum. Árið 1982 hlaut hann verðlaun sem ríkisstjórinn í Arizona veitir og fékk sama ár viðurkenningu fyrir vel unnin störf sem Tucson Museum of Art veitir annaðhvort ár. Glermyndir hans eru af tveimur gerðum. Histolitar hans minna á forna bautasteina að formi til en hafa til að bera gljáa, gegnsæi og litauðgi glersins. Önnur verk hans eru einnig mjög litskrúðug og er þar einkum um að ræða poka- vasa með yfírborði sem líkist skriðdýrsham. ANN SCOTT Ann fæddist árið 1959 í Mason City í Iowa. Árin 1977 til 1982 nam hún við Moore College of Art í Philadelphia, Pcnnsylvania og lauk þar BFA-prófí í gullsmíði. Skartgripir hennar eru litskrúðugir og nýtískulegir. í þeim er skeytt saman ólíkum málmum eins og silfri og stáli ásamt plastefnum til þess að skapa sveigjanlega fleti sem eru nánar afmarkaðir með því að þrykkja á þá mynstur. Ann býr í Delaware. TIM O. WALKER Tim fæddist árið 1954 í Texas. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræðum árið 1976 frá Duke University. Tim fór að fást við leðuriðju 1978, árið 1980 var hann búinn að setja á fót eigið verkstæði. Hann tók fyrst þátt í sýningu í Detroit 1982 og þessi sýning á Kjarvalsstöðum er fjórða samsýning hans. Tim sækist eftir ólfku leðri með mismunandi áferð og lit og notar því skinn ffa öllum heimshornum. Verk hans eru ekki unnin í fjöldaframleiðslu heldur er hver handtaska eða stóláklæði einstakt verk sem hann hefur hannað sérstak- lega. Kventöskur hans eða veski eru bæði fræg og eftirsótt. Tim mun hanna og sauma einhverja hluti úr leðri á Kjarvals- stöðum. CYNTHIA BOYER Umsjónarmaður Crafts USA og textil-listakona. Cynthia fæddist árið 1933 og stundaði nám við Swarth- more og Sarah Lawrence College. Hún lauk BA-prófí þaðan árið 1954. Að námi loknu starfaði hún sem hönnuður og litasérfræðingur hjá Dan River Mills og víðar. Cynthia hefur numið listiðn við Penland School of Craft og Arrowmont School of Craft og hefur einnig lært útsaum hjá Hope Stanley. Hún býr til abstrakt-veggmyndir sem hafa verið sýndar á sýningum víðs vegar um Bandaríkin. Litskrúðug föt hennar, jakkar og vesti, bera vott mikilli hugmyndaauðgi og eru ýmist prjónuð eða gerð úr handgerðu filti. Þessi fatnaður nýtur mikilla vinsælda og er til sölu í sérverslunum og á listasöfnum. Cynthia býr og starfar í Washington DC. MARIAN A. O’BRIAN Marian fæddist í Róm árið 1934 og útskrifaðist árið 1956 frá Smith College með BA-gráðu í listfræði og húsagerðarlist. Árið 1978 stofnaði Marian Seraph-nútímalistmunaafnið í Washington. Þar eru einungis sýndir handunnir munir úr þráðefnum, gleri og málmi eftir bandaríska listamenn og listiðnaðarmenn. Árið 1981 gerðist hún meðeigandi glerlista- safnsins i Bethesda í Maryland, þar sem sýnd eru glerlista- verk frá Norðurlöndunum, Englandi, Kanada og Tékkoslóv- akíu auk verka eftir bandaríska glerlistamenn. Marian er umsjónarmaður í samtökunum Crafts USA. SOLVEIG COX Solveig er fædd í New York 1931 og uppalin þar. Hún hóf listnám fyrir 30 árum og fór þá þegar að vinna að gerð leirmuna. f framhaldsnámi sínu sérhæfði hún sig f leir, fyrst við Museum of Modern Art í New York og síðar í Munchen. Hún setti fyrst á fót eigið verkstæði 1961 og starfar sjálf- stætt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.