Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 3
LESBOK M O R G U N B L. !A| ® ® Œ1 ® E Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Fyndni var ekki tekin gild í járnbrautum í Rúm- eníu, segir Halldór Laxness í fjörugum ferðabæklingi úr þessu austantjaldsríki, þar sem Halldór var opinber gestur 1960. Nátthrafnar báru yfirprentara Morgunblaðsins fréttir af því sem gerðist að næturlagi og hann ræsti þá stundum Valtý rit- stjóra, t.d. síðla nætur 10. maí 1940, þegar sást til herskipa. Upphaf greinaflokks um Morg- unblaðsárin eftir Pétur Ólafsson. Eldurinn sem á okkur öllum brennur — kannski er það streitan í nútím- anum, segir Vignir Jóhannsson myndlistarmaður um logandi verur í myndum sínum, en Vign- ir er nú setztur að í New York. Beinagrindin var á hreinu, þótt ég hefði ekk- ert æft mig, segir Ástrós Gunn- arsdóttir, sem varð í fjórða sæti í heimsmeistarakeppninni í diskódansi. Forslöumyndina tók Ijósmyndari Morgunblaösins, Ragnar Axelsson. JORGE LUIS BORGES Sautján bækur 1 Kvöldið og fjöllin hafa sagt eitthvað við mig. Nú er það mér týnt. 2 Nóttin hin mikla er ekki orðin annað en ilmurinn einn. 3 Er eða ekki draumurinn sem úr hug mér hvarf fyrir dögun? 4 Strengirnir þegja. í tónlistinni leyndist þetta sem ég finn. 5 Nú gleðst ég ekki við möndlutré í garði. Minningu þína. 6 Óljóst og sífellt auðnu minni hafa fylgt bækur, lyklar, tákn. 7 Allt frá þeim degi ekki hef ég taflið snert. Óhreyfðir skákmenn. 8 Á sandauðninni rósfingruð morgungyðjan. Einhver veit af því. 9 Iðjulaust sverðið um orusturnar dreymir. Mig dreymir annað. 10 Maðurinn dauður. Skeggið veit ekki af því. Neglurnar vaxa. 11 Þetta er höndin sem strauk mjúkt einhvern [tíma hár á höfði þér. 12 Undir þakinu er spegilmyndin aðeins mynd af tunglinu. 13 Undir tunglinu þar lengist svartur skugginn einsamall er hann. 14 Er það heimsveldi ljósið sem er að slokkna eða maurildi? 15 Nýtt tungl er kviknað. Hún horfir einnig á það úr öðrum dyrum. 16 Fuglskvak í fjarska. Ekki veit næturgalinn að hann sorg sefar. 17 Ellihrum höndin er enn að skrifa kvæði handa gleymskunni. Sjgrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi orgunblaðið hafði komið fyrir augu lands- manna í tólf ár þegar sú ný- breytni var tekin upp í október 1925, að hafa fylgirit með blaðinu einu sinni í viku: Lesbók Morgunblaðsins. Fróðlegt er að virða fyrir sér þetta fyrsta blað Lesbókar, 8 síður í litlu broti, sem stóð óbreytt fram til 1962. Erfitt er að ímynda sér nú í öllu fjölmiðlafarganinu og helgarblaðaflóðinu, að þrátt fyrir smæð sína markaði Lesbók- in tímamót. Þótt fjórðungur væri liðinn af öldinni, hafði þróunin gengið hægt, en það var lítið eitt að létta til eftir þrengingar fyrri heimsstyrjaldarinnar og kreppu, sem kom á eftir henni. Nútíminn var ekki fæddur eftir okkar skilningi; tækniöldin vart í sjónmáli. Þegar Morgunblaðinu frá þessum tíma er flett, er að sjá að næsta fátt hafi gerzt. Árið áður hafði Þórbergur gefið út Bréf til Láru, en menn vissu vitaskuld ekki um önnur bréf, sem hann var að skrifa á sama tíma — þar til nú. Árið 1925 eru helztu tíðindi af Halaveðrinu mikla, þegar 68 manns fórust. Þar að auki voru Héraðs- vötn brúuð, sjúkrahús reist á ísafirði og Leikfélag Reykjavíkur flutti Dansinn í Hruna. í fásinni aðsteðjandi vetrar má ætla, að Lesbókin hafi verið kærkomin. En blaða- maður á tölvuöld rekur upp dálítið stór augu yfir efnisvalinu, þegar Lesbók er ýtt á flot. Meiripartur blaðsins fer undir langa grein um kirkjuþing í Stokkhólmi, sem hafði farið þar fram árið áður. Þar að auki er þrennt í blaðinu: Hugleiðing um skóla Ríkarðs Jónssonar og þjóðlega list, skrýtl- ur og 5 auglýsingar. I greininni um Ríkarð er rætt um nauðsyn þess að hefjast handa til að styrkja og efla þjóðlegan íslenzkan stíl í handbragði manna, sem fást við alls- konar smíðar, húsa- og húsgagnagerð. Jafnframt er varað við eftiröpun eftir út- lendum myndum. Eins og eldri kynslóð Morgunblaðsles- enda man, var Lesbókin síðan gefin út með litlum sem engum breytingum hátt í fjóra áratugi, — mesta breytingaskeiði sem gengið hefur yfir þjóðina. Þjóðlegur fróð- leikur yfirgnæfði allt annað efni á þessum áratugum og Árni Óla átti heiðurinn af því. Breytingin á Lesbók í árs- byrjun 1962 var svö róttæk, að það var alveg nýtt blað sem kom fyrir augu lesenda. Þarna urðu fyrstu kaflaskilin í sögu blaðsins og þeim fylgdi alveg nýr lesendahópur. Þótt síðan séu liðin 22 ár, hefur í rauninni fátt breytzt nema prenttæknin. Efnið í fyrsta blaðinu eftir breytingu, eða hliðstætt efni, væri enn talið gott og gilt. Á forsíðunni er samtal Matthí- asar Johannessen við Guðmund í Víði, en ævisaga hans kom einmitt út fyrir jólin. Þarna hefst rabbið, sem fylgt hefur Lesbók síðan; einnig svipmynd, smásaga, ljóð, bók- menntaþáttur og fleira, sem hafa orðið meira og minna fastir liðir. Þræðinum frá fortíðinni var haldið með því að Árni Óla skrifaði um gömul hús í Reykjavík og menningarviti þjóðarinnar númer eitt, Ragnar í Smára, var heimsóttur. Svo var „slegið á þráðinn" og uppúr því hafðist stutt símaviðtal, en sá þráður varð ekki endingargóður. Helztu breytingar á Les- bókinni síðan felast í mjög aukinni litprentun mynda eftir að offsetprentun kom til skjalanna 1973 og í annan stað hefur Lesbókinni mun ákveðnar en áður verið mark- aður bás á vettvangi lista og menningarmála. Slík sérhæf- ing er eðlileg, þegar þess er gætt, hversu mikið alhliða lesefni Morgunblaðið flytur nú í föstum aukablöðum á föstudögum og sunnudögum. Á þessum punkti eru önnur kaflaskilin í 58 ára sögu Lesbókar Morgunblaðsins: Nýtt andlit, nýtt brot, nýtt útlit. Allt sem ekki er endurmetið, staðnar og dagar uppi í straumi þróunarinnar. Og þróunin geng- ur hratt, ekki sízt í fjölmiðlaheiminum. En hér skal engu lofað; við sjáum hvað setur. Gleðilegt ár! Gísli Sigurðsson LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.