Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 9
, búfræðing og rafvirkja frá Akranesi, sem sneri sér nhaldsnámi í Bandaríkjunum og þyídr líklegur til seztur að í New York til þess að vera þar sem tur. „Ég var ákveðinn í að verða myndlistarmaður og ekkert annað," sagði Vignir, þegar ég hitti hann í skammdegisbyrjun í Listasafni ASÍ, þar sem hann stóð að sýningu ásamt þeim Jóni Axel og Gunnari Erni. Þetta var feiknarlega hressileg sýning og skilirí- in á stærð við bílskúrshurðir. En af einhverri ástæðu sækir almenningur harla lítið sýningar í því safni sem þó er kennt við listasafn blessaðrar alþýðunnar og þeir Vignir, Jón Axel og Gunnar máttu una við það eins og fleiri að fáir kæmu þar inn úr dyrum. Kaup- endur létu mjög á sér standa líka, en á sama tíma varð bæði góð aðsókn og sala hjá málurum, sem hengdu upp myndir í húsgagnaverzlunum í Kópavogi og Hafn- arfirði. Út af fyrir sig er sá áhugi lofsverður, en hitt er hálf dapurlegt, þegar þremur ungum og góðum málur-. um, sem hafa metnað til stórátaka, verður lítið ágengt. Raunar er vafasamt að telja Gunnar Örn í hópi þeirra ungu öllu lengur, en hinir eru það tvímælalaust, — og allir hafa þeir tekið ástfóstri við nýjar hræringar í málaralist, sem blómstra úti i heimi, en hver með sínu móti. Af sýningunni var auðsætt, að Vignir er þeirra mestur klassíker. Hann tekur mið af tækni og vinnu- brögðum, sem hafa verið lengi við lýði og felast m.a. í því að hafa „stof“ í litnum eins og Danir segja. Hann málar með þunnum akríllitum á bómullardúk og setur herði í litinn til þess að fá á hann þann gljáa, sem tengir hann við gamla, klassíska meistara. Líkt og hjá þeim gömlu, sér maður inn í litinn, sem hefur þó nokkurt gagnsæi og allt er þetta gert af fagmannlegu öryggi. Ekki voru þó allir gagnrýnendur sáttir við þessa aðferð Vignis og töldu hana ekki ríma við inntak myndanna, sem yfirleitt eru einhverjar logandi fígúr- ur á dökkum grunni. Rétt er, að þessi vinnubrögð eru ekki venjuleg í neo-expressjónismanum, sem nú hefur hlotið mikið fylgi og ekki sízt hjá ungu fólki. Algengast er þar, að allri tækni sé hafnað og málverkið því oft lítið líf- rænna en hörpusilki á vegg. Líkt og Vignir vildi ekki sjá af teikningunni, þegar hann hafnaði nýlistinni, vill hann einnig halda i þá tækni, sem hann hefur áunnið sér og tengir hann vissulega við löngu liðna málara. Hann notar þessa tækni til að gera bakgrunninn magnaðan en í hinum svífandi fígúrum, — mannverum eða hestinum Pegas- usi til dæmis, sem Reykjavíkurborg keypti, — er hann annars hreinræktaður expressjónisti, jafnvel dálítið af gamla skólanum. Það er þá frekar að hugmynda- lega hliðin tengi verkin þessari nútíma listhreyfingu. Vignir kveðst alltaf hafa verið dálítið veikur fyrir leikhúsi og meðan hann var í skólanum í Reykjavík, vann hann í Iðnó sem sviðsmaður og smiður — og aðeins bar hann við að leika. Hann tók leiklistarbakt- eríu, — að vísu ekki í stórum stíl — en bakterían er enn á sínum stað, segir hann, og um tíma var hann að hugsa um að vera praktískur og leggja stund á leikmyndagerð. En þessi frjálsa tjáning í myndlist varð alltaf ofaná. Svo ferillinn sé rakinn nánar, þá má geta þess, að fyrstu alvörusýningu sína hélt hann haustið 1978 þar sem hét „Á loftinu" við Skólavörðustig. Veturinn á eftir var hann kennari við Myndlista- og handíða- skólann og fékk afnot af grafíkverkstæðinu. Þá var hann ákveðinn í að komast í framhaldsnám, annao- hvort í Tékkóslóvakíu eða Bandaríkjunum. Auðveld- ara reyndist að fá upplýsingar um skóla og annað frá Bandaríkjunum. Snemma árs 1979, var hann sam- þykktur inn í þekktan listaskóla í Bandaríkjunum, Rhode Island School of Design. En áður en til þess kæmi, að hann héldi vestur, vann hann með Birni Björnssyni í leikmyndamálun fyrir kvikmyndina Paradísarheimt. Það var skylt leikhúsinu, segir Vign- ir, spennandi og skemmtileg vinna austur í Lóni og á Suðurlandi, þar sem m.a. varð að byggja torfbæi. Um þetta leyti var Vignir orðinn fjölskyldumaður; kominn með konu og barn. „Við héldum útí bláinn og höfðum ekkert hús í að venda,“ segir Vignir. En það fór allt vel; þeim gekk vel að fá íbúð í bænum Prove- dence, þar sem skólinn er. í þessum skóla var Vignir síðan í tvo vetur, en fór heim til íslands sumarið á milli, bjó i foreldrahúsum á Skaganum og vann við rafvirkjun. En nú var séð að hverju stefndi, kúrsinn tekinn og enginn undansláttur eða efi með í farangrinum. Um undirbúning sinn héð- an að heiman segir Vignir, að hann hafi reynzt vel og bent til þess að við megum vel við una með skólann hér. Hann var í grafikdeild fyrir vestan, raunar í litó- grafíudeild. Litó er dregið af orðinu steinn og merkir, LESBOK MORGUNBLAOSINS 7 JANÚAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.