Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 13
T Æ K N I O G V I I N D I Að sigrast á sálar- tálmum Þeir eru til trafala á starfi og leik og í mannlegum samskiptum yfirleitt. Þeir geta einungis verið til leiðinda, en einnig hreint og beint bölvald- ar og allt þar á milli. Þeir eru þess eðlis, að þeir virðast óyfir- stíganlegir. En sem bet- ur fer er oft hægt að sigrast á þeim. Kunnur sálfræðingur ræðir vandamálið og nokkrar lausnir. Ungur stangar- stökkvari átti í vanda. Aftur og aftur hljóp hann eftir brautinni, stakk stönginni niður og hóf sig á loft í áttina að þverslánni. Alltaf lenti hann á slánni í stað þess að fara yfir hana. Þeim mun meiri hörku, sem hann beitti sjálfan sig, þeim mun meir dróst líkami hans að slánni, eins og nagli að seguljárni. Hann kunni að stökkva, en það var sálartálmi, sem kom í veg fyrir, að hann gerði það rétt. Nú keppir hann í stangarstökki með góð- um árangri, og það á hann að þakka Martin Mackenzie, sálfræðingi og ráðgjafa íþrótta- manna við kennara- háskólann í Columbia. Hann er einn af þeim sálfræðingum, sem íþróttamenn leita til í vaxandi mæli, ef þeir eiga við vanda að stríða, sem er af sál- rænum rótum runninn og háir þeim, svo að þeir ná ekki þeim árangri í íþróttum, sem þeim ber að réttu lagi. Og menn gera sér æ betur grein fyrir því, að hægt er að sigrast á lamandi sálartálmum af öllum gerðum, hvort sem um er að ræða að hitta golfkúlu eða halda ræðu, taka próf eða tala við forstjórann. „Hvert ákveðið markmið á sér sína að- ferð,“ segir Mackenzie, „andlegt landabréf" yf- ir beztu leiðina til að ná því marki. Kortið er oft að verulegu leyti í und- irmeðvitundinni, og það er yfirleitt flókið sam- safn skynrænna tákna — mynda, hljóða og lík- amlegra skynhrifa — blandað geðrænum hugarmyndum. Mack- enzie komst á snoðir um, hvað það væri, sem gerðist í huga stang- arstökkvarans á því augnabliki, sem það tók hann að stökkva frá jörðu upp að þver- slánni. „Hann talaði við sjálfan sig og reyndi að láta stökkið takast með Hvernig menn verða sterkir Heimsmeistari í líkamsraekt hefur ekki fleiri vöðva en 45 kg væskill. En hvað gerir hann þá svo sterkan? Hvaða hæfileikum öðrum þarf hann að vera búinn? Vöðvar eru gerðir af þús- undum trefjaþráða — fjölda, sem ákvarðast í bernsku — og þeir dragast saman, þegar á þá reynir. Aflið, styrkurinn, fer ekki eftir fjölda þráðanna, held- ur eftir því, hversu gildir þeir eru og hversu margir þeirra dragast saman sam- tímis. Æfing, áreynsla, veldur vöðvunum tjóni í rauninni. Meðan vöðvarnir eru að jafna sig aftur, stækka vöðvaþræðirnir. Æfingar þjálfa einnig fleiri vöðva- þræði í að vinna í einu. Ef vöðvi er linur eða óþjálfaður Menn þarfnast yfirleitt aðstoðar til að átta sig á sínu eigin andlega landa- bréfi ... því að heyra hvatn- ingarorð. En orð eru of hæg. Hann þurfti á táknmynd að halda í huga sér, sem leiddi at- hyglina frá ætlunar- verkinu og vandanum. Líkaminn kunni að stökkva, en heilinn hafði gleymt því, að hann gæti það.“ Mackenzie sagði stangarstökkvaranum að hugsa ekki um stökkið, heldur að hugsa sér hljóðið, sem kæmi, er stöngin snerti jörðina, sem fyrstu nót- una í ljúfu lagi. Bragðið heppnaðist nær undir- eins og hann reyndi það. Er það nokkuð, sem venjulegur maður getur gert til að sigrast á sál- artálma? Mackenzie segir, að mestu máli skipti að menn geri sér glögga grein fyrir já- kvæðu markmiði, sem þeir ætli að ná. „Ef ég segi: — Hugsaðu ekki um fíla, hvað skyldi það þá vera, sem þú hugsað- ir fyrst um?“ spyr hann. „Ef maður er að fara í áríðandi viðtal og hann segir stöðugt við sjálfan sig, að nú megi hann ekki reka í vörð- urnar og ímyndar sér hin hugsanlegu mistök, þá er eins víst, að það sé einmitt það, sem gerist. En ef hann hugsar sér sjálfan sig tala skýrt og greinilega, er undir- meðvitundinni beint í réttan farveg og því lík- legt, að allt gangi eins og ætlað var.“ Það er erfitt að vera sinn eigin læknir, segir Mackenzie. Menn þarfnast yfirleitt að- stoðar til að átta sig á sínu eigin andlega landabréfi. En það eitt að vera sér þess meðvit- andi, að Ieiðin að mark- inu sé til, er vænlegt fyrsta skref. Hans ráð er þetta: Gerðu þér ljósa grein fyrir því marki, sem þú ætlar að ná. Þú skalt aðeins fást við eitt vandamál í einu. Hvert markmið er hægt að hluta sundur í mörg minni, sem örugg- lega er auðveldara að ná. Og láttu þér skilj- ast, að þú sért ófull- kominn. Það verður ætíð mótblástur, og við því verður þú að búast og taka því og halda áfram ótrauður. „Mikilvægast er að þekkja sjálfan sig,“ seg- ir Mackenzie. Einu sinni hafi hann til dæmis kynnzt íþrótta- manni, sem hugðist taka þátt í Ólympíu- leikjum, en í nær hvert skipti, sem æfingar áttu að fara fram, fékk hann andlegt ofnæm- iskast. Þrátt fyrir mörg samtök tókst Mack- enzie ekki að komast að því, af hvaða rótum þessi tálmi væri runn- inn. En loksins rann það upp fyrir honum, að tálminn sjálfur væri aðferð undirmeðvitund- arinnar, sem leiddi til hinnar ákjósanlegustu niðurstöðu fyrir íþrótta- manninn. „Og svarið var, að hann hafði bara ekki gaman af því að keppa í íþróttum,“ segir Mackenzie, „og tjáði það með þessum skil- merkilega hætti.“ Auk kraftanna eru þaö tveir aörir þættir, sem liggja aö baki hæfni og þoli íþróttamanns. til dæmis, munu aðeins um 10 af hundraði þráða hans dragast saman, en aftur á móti munu allt að 90 af hundraði þráða hinna miklu aflvöðva lyftingamanns dragast saman. Auk kraftanna eru það tveir aðrir þættir, sem liggja að baki hæfni og þoli íþróttamanns. Hæfni er tengd ástandi hjartans. Við þjálfun eykst það magn af blóði, sem snýr aftur til hjartans frá vöðvunum. Venjulegt magn hjá hlaup- ara í hvíld er um 5,5 lítrar á mínútu, en við mikil átök getur það orðið 33 lítrar. Þetta aukna magn útheimt- ir meiri vinnu af hjartanu — vöðvadælu, sem þenst út og dregst saman til að taka við blóði og þrýsta því út. Eins og allir aörir vöðvar, stækkar hjartað og styrkist við fasta þjálfun. Þol eða sú tímalengd, sem vöðvarnir geta starfað, er að hluta háð því, hversu mikið eldsneyti — í þessu tilfelli sykurvöðvarnir — geta birgt sig upp með. Vöðvi, sem er í stöðugri þjálfun, þangað til sykurinn er á þrotum, hneigist til þess að birgja sig betur upp, þegar hann tekur til sín eldsneyti á nýjan leik við næstu mál- tíð. Og meiri sykur getur táknað meira þol, þegar lát- ið er reyna á hann næst. Koddar úr plasti styöja við hálsinn og hlífa hryggnum Vlltu draga úr hætt- unni á að fá hálsríg og sofa betur í kaup- bæti? Vandinn er fólginn í lögun koddans, sem menn sofa á, að sögn Hugh Smythes, sérfræðings í gigtarsjúkdómum við Well- esley-sjúkrahúsið í Toronto. Smythe komst að raun um, að hinn dæmigerði koddi meðal vestrænna þjóða veiti ekki hálsinum neinn stuðning, og hann heldur því fram, að gegn- umlýsingar sýni, að 70 af hundraði íbúanna hafi „skekkta" hálsliði. Hrygg- urinn á þessu svæði bognar án stuðnings og svignar undan eigin þunga, þannig að hryggjarliðir núast sam- an. Fyrstu afleiðingarnar lýsa sér yfirleitt í óþægind- um eða ríg í hálsi eftir svefninn. Smythe hafði hliðsjón af safni kínverskra, egypskra og afrískra kodda, sem veita hálsinum stuðning, þegar hann hannaði nýja gerð úr frauðplasti. „Um 80 af hundraði þeirra, sem hafa reynt nýja koddann, eru mjög ánægðir með hann,“ hermir Smythe. Hann segir, að menn geti legið á bakinu, á maganum og á hliðunum við þennan kodda. Eru indianar ónæmir fyrir hjartasjúkdómum? Nér allir Pima- ndíánar í Arizona ru of feitir og um helmingur þeirra þjáist af sykursýki. En tíðni hjarta- sjúkdóma eru sjö sinnum lægri en meðal hinna hvítu íbúa. Og hver.er skýringin? Nýlegar rannsóknir benda til þess, að erfðastofnar kunni að vera þeim vörn. Indíánarnir eru sólgnir í mat, sem er hlaðinn kólest- eróli, ríkur að fitu, sem hef- ur verið tengd hjartasjúk- dómum. Þeir eru og lítt gefnir fyrri líkamsæfingar. En af einhverjum ástæðum er þó lítið af kólesteróli í blóðinu. Að sögn Barböru How- ard, lífefnafræðings við Heilsuverndarstöðina í Phoenix, kann skýringin á þessu að vera fólgin í því, að Pima-indíánar hafa venju- lega lítið magn af efni, sem kallað er lipoprotein (LDL). LDL hneigist til að safna kólesteróli í blóðinu, segir hún. „Pima-indíánar virð- ast fara hægar að því og eyða því hraðar. Sumir erfðastofnar gætu verið valdir að þessu. Ef við gæt- um fundið skýringuna á því,“ bætir hún við, „gætum við orðið fólki að liði, sem á við kólesteról-vandamál að stríða.“ LESBÖK MORGUNBLAOSINS 7. JANÚAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.