Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 8
Logandi
af áhuga með
logandi
mannverur
myndlistarmaður af yngri kynslóðinni er svo stór-
huga, að hann er setztur aðí New York, — ætlar að
hasla sér völl þar, en er rafvirki til vara og búfræðing-
ur til þrautavara eins og það heitir á lögfræðimáli.
Þetta getur aðeins átt við einn eins og sakir standa;
nefnilega Vigni Jóhannsson frá Akranesi.
Vignir hefur vakið óskipta athygli meðal málara og
annarra myndlistarmanna hér á landi og þeir vita að
hann er líklegur til stórræða. Hitt er svo annað mál,
að líklega nær frægð Vignis ekki langt út fyrir þann
geira, sem fylgist eitthvað með þróuninni í myndlist. í
þeirri þróun hafa orðið nokkur stórmerki uppá síð-
kastið og felast í því, að sami hópur og áður hafði
afskrifað málverkið sem úrelt þing í pælingum þeim
sem tíðkast að kalla konsept og leggur alla áherzlu á
að viðra einhverjar hugmyndir, gekk svo að segja á
einu bretti til fylgis við gamaldags pensilmálverk á
striga eða léreft.
Vignir Jóhannsson var ekki þar á meðal. Frá því
hann hóf að mála, hafði hann aldrei efazt um mál-
verkið sem aðferð til myndrænnar tjáningar; ekki einu
sinni á þeim punkti veturinn 1976, þegar hann var í
Myndlista- og handíðaskólanum og þar var stofnuð
Nýlistadeild. Þá hafði myndazt áhugasamur hópur í
skólanum sem knúði á um að stofnuð væri deild utan-
um konseptlist, sem hafði um hríð verið iðkuð svo sem
utan dagskrár og tilheyrði engri deild sérstaklega.
Höggmyndadeildinni var í raun breytt í Nýlistadeild,
segir Vignir, þegar hann lítur aftur til þessara ára,
þegar hann var.búinn með forskólann og innritaðist í
þessa nýju deild. Hann var þá eitthvað tvílráður og
ósannfærður en gekk alltaf að hlutunum með dugnaði
og eldlegum áhuga svo sumum hefur þótt minna á
Erró. Báðir hafa farið til útlanda að námi loknu hér en
aldursmunurinn er liðlega 20 ár svo ekki er nú sann-
gjarnt að bera árangurinn saman.
En hyggjum ögn betur að fortíðinni. Vignir innrit-
aðist í Nýlistadeildina strax eftir stofnun hennar,
enda töluverður þrýstingur frá sumum félögunum að
ganga þá leiðina. En hann var þar bara hálfan vetur
og þóttist þá sjá, að þetta ætti ekki við hann. Hann
var afbragðs teiknari að upplagi og sóttist eftir því að
notfæra sér þá hæfnil Að sleppa hendinni af teikning-
unni sem tjáningarmiðli kom ekki til greina, segir
hann nú. Svo fór að hann fékk sig færðan í grafíkdeild
og með þáverandi tækni byggðist grafíkin á teikningu
og Vignir fann að hann fór ekki villur vegar. Hann
útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1978.
Vignir er frá Akranesi; fæddur þar 1952 og verður
sumsé 32 ára á þessu ári. Fyrr en varir eru þeir ungu
komnir á fertugsaldurinn og ný kynslóð komin í gang
og búin að stimpla alla gamla, sem komnir eru yfir
þrítugt. Þannig er gangur lífsins og listarinnar.
Vignir ólst upp á Skipaskaga og að sjálfsögðu
sparkaði hann fótbolta á unglingsárunum, — annað
hefði verið fullkomlega óeðlilegt á Skaganum. Jafn-
framt varð hann fyrir meiðslum, sem er allt að því
óhjákvæmilegt í fótbolta, og varð að skera upp á hon-
um hnéð. Á eftir varð hann að hafa hægt um sig og
telur að þá hafi myndlistaráhuginn vaknað. Einhverra
hluta vegna kom yfir hann löngun til að teikna —
líklega vegna þess að hann gat ekki sparkað tuðrunni.
Það var mjög óráðinn ungur maður, sem þá innrit-
aðist í bændaskólann á Hvanneyri, — ekki svo mjög
með það í huga að geta orðið gildur bóndi, ellegar
ráðunautur, — heldur hafði áhugi hans þá stundina
beinzt að loðdýrarækt sem framtíðarbúgrein á íslandi
og sýndir að hér var hugsandi ungur maður. Af
Hvanneyrardvölinni er annars fátt eitt að frétta utan
þau merku tímamót, þegar búfræðingurinn tilvonandi
efndi til málverkasýningar í matsal skólans. Tilefnið
var árleg heimsókn ungra og sællegra meyja úr
húsmæðraskólanum á Varmalandi. Þessi heimsókn
var yfirleitt nefnd Tilhleypingin.
Til að kynnast loðdýrarækt betur hélt Vignir utan
til Noregs og starfaði á loðdýraræktarbúi. Og það var
nóg til þess að augu hans upplukust fyrir því, að þetta
var ekki sú rétta hilla í lífinu, sem hann vildi ílendast á.
Hann kom heim, var á sjó um tíma og til að gera
eitthvað vitrænt, hóf hann nám í rafvirkjun hjá föður
sínum á Akranesi.
Að námstímanum hálfnuðum var áhuginn ekki
meiri en svo, að hann vildi hætta og snúa sér að
myndlist. En það varð þó að samkomulagi hjá þeim
feðgum, að Vignir lyki sínu námi í rafvirkjun til að
hafa réttindin í vasanum — en á móti kom, að faðir
hans myndi þá styrkja hann til myndlistarnáms.
Vignir telur nú að þetta hafi verið viturleg ráðstöfun
og hann sér ekki eftir þeim tíma sem fór í að verða
rafvirki.
Um Vigni Jóhannsson
að myndlist með frai
afreka. Hann er nú
straumurinn er stríðas
Vignir Jóhannsson: Logandi Pegasus, 1983. Eigandi: Keykja
8