Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 12
Nóg að láta svelta sig í viku einu sinni land ætti að vinna. T.d. var í öllum viðtölum einungis talað við full- trúa Bretlands og Bandaríkjanna sem var álitinn helsti keppinaut- urinn. En ítalinn reyndist svo góð- ur að ekki var hægt að ganga fram hjá honum. Mér finnst að einhver frá samveldislöndunum hefði átt að komast í úrslit. Þeir áttu það sannarlega skilið. í heild fannst mér keppnin léleg og enginn hug- ur í fólkinu." Hver voru þín verölaun? „Þau voru nú hvorki mikil né merkileg, enda var ég ekki að sækjast eftir slíku. Lítinn enskan kristalsvasa fór ég með heim. (Ég sem er svo hrifin af glervörum!) En sú reynsla var mér dýrmæt að vera með fulltrúum margra þjóða, umgangast krakkana, kynnast mismunandi skoðunum og eignast vini. Auk þess lærði ég fullt af nýjum sporum. Hópurinn var mjög samstilltur og skemmtileg- ur. Við bjuggum á sama hóteli og hittum ekki annað fólk meðan á keppninni stóð og því eins gott, að við næðum vel saman.“ Gerðist eitthvað skemmtilegt? „Það var nú ekki mikill tími fyrir glens en margt skrýtið kom í ljós. Strákarnir áttu t.d. bágt með að læra sporin í sýningaratriðun- um, sérstaklega Bretinn og ítal- inn. Á endanum var ákveðið, að karlar yrðu hafðir fyrir aftan og myndu dinglast í því sama meðan við stelpurnar hömuðumst fyrir framan á sviðinu. Það hafa líka einhverjir tekið eftir indversku stúlkunni, sem dansaði mjög aft- arlega því hún neitaði að dansa í stuttbuxum, líklega af trúar- ástæðum, eins og við hinar, og var því í síðbuxum. Ég held helst, að hún hafi verið með, af því hún kunni ensku, en fátt annað. Það mætti ef til vill fylgja, að stúlkan frá Portúgal fótbrotnaði á dular- fullan hátt, þegar hún skrapp eitt sinn á náðhúsið. En bæði hún og strákurinn voru vel að verðlaun- unum komin, enda vingjarnleg. Hvað sem öðru líður vil ég ekki endurtaka svona keppni. Það er nóg að láta svelta sig í viku einu sinni. Auk þess er bannað að sami keppandinn dansi tvö ár í röð.“ Djassballettinn Hvað er djassbaliett? „Það eru til óteljandi tegundir af honum, en flestar byggja þó á sigildum eða nútímaballett. Hreyfingarnar höfða til alls lík- amans og eru honum miklu eðli- legri en í venjulegum ballett. Hér er hann frekar iðkaður sem lík- amsrækt en beint tjáningarform. Á sýningum hjá okkur leggjum við meira upp úr því, sem gleður aug- að en minna fer fyrir þemanu. Djassballettinn er líka mjög góður fyrir línurnar og þeir sem vilja fá fallegar hreyfingar ættu að skella sér í hann.“ En gera fímleikar ekki sama gagn? „Að vissu leyti gera þeir það, en það vantar taktinn. Þar er þér sagt hvaða æfingu þú átt að gera. Síðan læturðu allt flakka, en það fylgir því engin tilfinning. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en ég fór að dansa og þá hætti ég alveg í fimleikunum. Djassball- ettinn verður að ávana. Ef ég hef ekki komist lengi á æfingu verð ég viðþolslaus og krafturinn verður rosalegur loksins þegar ég fæ út- rás. Ég fann aldrei fyrir þessu í fimleikunum. Skrokkurinn fær líka allt aðra þjálfun bæði í fim- leikum og ballett, þótt hún sé auð- vitað mjög góð í fimleikunum. (Til gamans má geta þess að ballett- dansarar Bolsoj í Moskvu stunda ballett og fimleika jöfnum hönd- um.) Mér finnst djassballettinn sameina styrkinn í fimleikunum og mýktina í klassískum ballett, sem sagt fullkominn." Hvað eruð þið lcngi að æfa fyrir sýningar? „Það fer allt eftir því hvað hóp- urinn er stór. Styst hef ég verið þrjá daga ásamt tveimur öðrum, en það getur tekið allt að tvo mán- uði að æfa undir tuttugu mínútna atriði. Fólk er misjafnlega vel upplagt og lærir sporin misfljótt." Umbúnaðurinn Og Alvaran Nú er djassballett hálfgerð dæg- urfluga hér, hvernig líst þér á það? „Alls ekki nógu vel. Það er alltof mikið gert úr umbúnaðinum í kringum dansinn, jafnvel tískan tekur mið af ballett. Fólk kemur uppstrílað í tíma, sest svo niður og fær sér sígarettu, í stað þess að æfa eitthvað af viti. Metnaðurinn er heldur ekki nógur. Markaður- inn hér fyrir dansara er náttúr- lega mjög lítill. Það vill brenna við, að þegar fólk er komið eitt- hvað áleiðis verður það of öruggt um sjálft sig, sem er mjög hættu- legt. Þá fer dansarinn aftur að dala. Það vantar meiri keppni, sem er mjög undir kennaranum komið. Hann verður að vera harð- ur og veita fólkinu hvatningu. Það er of mikið um að krakkar séu að gutla í þessu og taki á meðan sæti annarra, sem hefðu einhverja möguleika á að komast áfram. Margir eru líka ósköp slappir og þurfa að styrkja skrokkinn. Ann- ars er þetta nú allt mikið að breyt- ast, því samkeppnin fer harðnandi milli skólanna og sýningahópanna eftir því sem þeim fjölgar. Sífellt meira er lagt í góðar sýningar sem stuðla að breyttu viðhorfi gagn- vart djassballettinum, hvetur dansara til dáða. Við höfum farið út á land til að kynna okkur og það hefur gengið vel. Nóg er því til af fólki til að gera góða hluti." Hvað gerirðu hér heima þessa stundina? „Ég er nýbakaður stúdent 'úr nýmáladeild MH og svo taka auð- vitað sýningar og kennsla sinn tíma, þannig að það er alltaf nóg að gera. Næsta haust langar mig að reyna við dansnám erlendis, í nútímaballett. Hvert ég fer er óvíst." Hverjir eru möguleikarnir að verða atvinnudansari? „Hér heiam eru þeir engir. ís- lenski dansflokkurinn einokar allt ballettlíf hér heima. Erlendis er aldrei að vita hvað gerist. Ég vona það besta." Eitthvað að lokum? „Já, ég á henni Sóleyju Jó- hannsdóttur, kennara mínum og vinkonu ótrúlega mikið að þakka. Hún hefur skapað mig sem dans- ara.“ Við þökkum fyrir notalegt spjall við verðugan fulltrúa íslands á erlendri grund og óskum henni alls hins besta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.