Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 10
Logandi af áhuga með togandi mannverur að notaður er sandsteinn til að vinna myndina á. Steinninn fer síðan í ætingu og verður teikningin þá eftir, upphleypt, svo hægt er að þrykkja á pappír. Með þessu tók hann námskeið í málverki eins og reyndar var skylda. „Það var eitt slíkt námskeið, sem kveikti í mér fyrir alvöru," segir Vignir og bætir við: „Það var um leið og nýbylgjumálverkið eða neo-ex- pressjónisminn kom til skjalanna og er sambland af nýjum hugmyndum frá Þýzkalandi og Ítalíu". Og síðan hefur hann verið „fyr og flamme". Það er því líkast sem eldmóður Vignis hafi kveikt í mannver- unum, sem svífa um á stórum myndflötum: Þær loga. Mann grunar að þar sé sá eldur sem á öllum brennur með einhverju móti. Vignir Jóhannsson hefur búið vestra síðan og er setztur þar að. Fyrst átti hann heimili áfram í Provi- dence eftir að skólanum lauk. Eftir hjúskáparslit árið 1980 hélt konan heim til íslands með barnið, en Vignir býr nú með bandarískri listakonu, hún er í skúlptúr- námi. Þau fluttust síðastliðið vor frá Providence til New York, því Vignir vill standa í straumnum þar sem hann er stríðastur. Þar eru möguleikarnir mestir, ef vel gengur og maður er dálítið heppinn, en jafnframt er hvergi önnur eins samkeppni. { talsvert snjáðu hverfi og ruskulegu, sem heitir Williamsburg og tilheyrir Brooklyn, fann Vignir sér samastað, í uppgerðu, gömlu iðnaðarhúsi — og þar hefur hann bæði heimili og stóra vinnustofu og þar er hægt að mála risa-skilirí. Listamönnum þykir gott að búa þarna, segir Vignir, og einhverir kaupahéðnar breyttu aflögðu iðnaðarhúsi í vinnustofu og íbúðir. Gluggarnir eru stórir og hátt undir loft og maður hugsar stórt þarna, segir málarinn. Markaður fyrir mjög stórar myndir er að sjálfsögðu margfaldur í Ameríku á við flest önnur lönd, en hann er bundinn við fyrirtæki, söfn og safnara. Til þessa hefur Vigni tekizt að selja nægilega til þess að geta framfleytt sér. Stundum verða óvænt höpp; til dæmis styrkurinn, sem Menningarsjóðurinn á Akranesi veitti honum í tilefni komunnar til íslands. Það getur þó að minnsta kosti átt sér stað, að sumir verði spámenn í sínu föðurlandi. Við ræddum töluvert um listalíf í New York-borg, sem er risavaxið og á einskis manns færi að fylgjast með því öllu. Vignir sagði: „Ég reyni að sjá það helzta, en það er geysilegt verk ef maður ætlar eitthvað að ráði að fylgjast með. Núna er málverkið í verulegri uppsveiflu, en það er alls ekki allt í anda ný- bylgjunnar eða neo-expressjónism- ans. Myndlistarflóran er einmitt geysilega fjölbreytt vestra; maður sér gamlar Pollock-leyfar, afstrakt expressjónisma, geómetríu, leifar af raunsæinu og súper-raunsæinu, graffitilist og yfirhöfuð miklu fjöl- breyttari list en þá sem yngri menn eru að fást við á íslandi og er í nokkuð þröngum farvegi, sýnist mér. Ég er dálítið hissa á þessum sterku Hollandsáhrifum hér. Þegar þetta nýbylgjumálverk er skoðað, sést að greinilegur munur er á litanotkun hjá evrópskum málurum annarsvegar og þeim bandarísku hinsvegar. Sá munur felst í því, að bandarískir málarar nota skærari liti, stundum ein- hverskonar flúrósentliti. Ég til- heyri evrópska skólanum að þessu leyti, en ég hef annars ekkert nema gott um þessa nýbylgju að segja; tími var kominn til að eitthvað gerðist, — konseptlistin var orðin afskaplega þreytt og útjöskuð. En þó ég noti ekki þann litaskala sem oft má sjá fyrir vestan, er greinilegt að ég hef orðið fyrir öðr- um áhrifum en jafnaldra kollegar mínir á íslandi, — enda er það að- eins til góðs, að ekki séu allir eins. En það er líka munur hjá okkur á afstöðu til myndefnisins, sem oft er manneskjan sjálf. Mér finnst stundum í myndum kollega minna, að manneskjan sé svo vanmáttug og undirokuð. Þeir mála hana al- gerlega vanmáttuga veru, sem berst með vindum og straumum. Afstaða mín er hinsvegar sú, að ég vil að manneskjan sé sterk og um það vil ég fjalla. Manneskjan í mínum myndum hefur afl í sjálfri sér, en berst um leið við aðsteðjandi öfl. Mér finnst það jákvæðara viðhorf, — já við getum sagt að þetta sé heimspekileg afstaða. Ég vona að þetta hafi komið skýrt og greinilega í ljós á þessari sýningu í Listasafni ASL þar sem ég mála manninn í snertingu við höfuðskepnurnar tvær, eld og vatn. En maðurinn berst, hann á sér von. Þetta er engin heimsendaspá. Eldslogarnir geta átt við streituna, — viðureign við öfl, sem mæða á nútíma fólki. í raun og veru hef ég verið að fást við sama efnisinnihald, sömu hugmyndafræði, nokkuð lengi. Áður notaði ég hunda sem tákn fyrir einstaklinginn og baráttu hans við allskonar höft. Hundarnir voru hlaupandi yfir grind- ur, sem voru tákn fyrir hindranir og það var alltaf einhver lífsháski á ferðinni. Þú hefur kannski ekki séð neitt af þessum myndum?" Jú, reyndar hafði ég séð þær á sýningu, sem Vignir hélt fyrir hálfu öðru ári í Listmunahúsinu í Lækjarg- ötu. Þessar myndir hans vöktu athygli fyrir færni í teikningu og kunnáttusamlegt handhragð. En þær vöktu líka athygli fyrir annað, sem mörgum þótti miður. I erlendum tímaritum hafði annað veifið mátt sjá mjög líkar hundamyndir eftir Júgóslavann Velico- vic. Einn gagnrýnandi hér vakti athygli á þessu; taldi það ófært og sagði hreint og klárt: „Sá sem skorar mark hjá öðrum, er úr leik.“ Annar gagnrýnandi, sem hafði skrifað formála í sýningarskrá Vignis, tók upp vörn fyrir hann og varð af þessu nokkur blaðadeila. Vignir afneitar því sjálfur, að þarna hafi verið um beina stælingu að ræða á mjög persónulegri útfærslu Velicovics. Hann segir skýringuna þá, að hann hafi byggt myndir sínar á Ijósmyndum af hundum í grindahlaupi eftir bandaríska ljósmyndarann Edward Mobridge, þar sem notaður er rúðustrikaður bak- grunnur og forgrunnur. „Ég þekkti ekki það sem Vel- icovic hafði gert, en sá seinna, að hann hafði eins og ég byggt á þessum sömu ljósmyndum." Myndirnar sem Vignir hafði með sér í haust að vestan voru svo stórar, að hann varð að taka þær af blindrömmunum og rúlla þeim saman og setja síðan allt upp á nýjan leik, þegar hingað kom. Við ræddum um þessar stærðir, sem nýbylgjumenn hafa lagt áherzlu á, og Vignir taldi að átök og áhrif yrðu magn- aðri á stórum myndfleti; baráttan yrði auðsærri, þeg- ar manneskjurnar í myndinni væru stærri en maður sjálfur. Hjá sumum hljómar það sem argasta skammaryrði, þegar sagt er að mynd sé falleg. Það er eitthvað væmið og í ætt við góðborgaralega stofulist. „Tilgangurinn hjá mér er aldrei sá, að mynd verði falleg," sagði Vignir, „en sú aðferð sem ég nota, svo og gljáinn á litnum, gera kannski myndina „flott", þótt það sé alls ekki markmiðið." En hvað gerir ungur og óþekktur maður til að kom- ast áfram í frumskóginum, þar sem auglýsingavélarn- ar blása einstaka listamenn uppí háloftin svo að segja. Vignir telur að nauðsynlegt sé að komast í samband við eitthvert gallerí, því ekki er um að ræða, að málar- inn taki sjálfur sal á leigu og standi sjálfur að sýningu líkt og hér gerist. Ef ekki tekst að komast innundir hjá galleríunum, þá reyna sumir þátttöku í samsýningum og háskólasýningum. Sumir auglýsa hreint og beint og hafa þá umboðsmann. Sú skipan, að hugsanlegur kaupandi líti inn á vinnustofu listamanns er ekki til í sama mæli í New York og hér í landi kunningsskaparins og smæðarinn- ar. Það gerist að minnsta kosti ekki hjá Vigni, að fólk hringi og boði komu sína. Aftur á móti hefur hann selt dálítið fyrir meðalgöngu sýningarstaða í Providence. í ágúst síðastliðnum hélt Vignir stóra sýningu í Los Angeles, en hún var óvenjuleg í þá veru, að í raun sýndi hann aðeins eina mynd. Hann strekkti nefnilega dúk beint á veggi sýningarsalarins og málaði síðan á staðnum. Verkið var óseljanlegt eins og nærri má geta, en borgin veitti honum styrk og hann slapp skaðlaus frá ævintýrinu. Og hann hefur verið með á samsýningum, bæði í Boston og New York. „Ég er morgunmaður," segir Vignir og geislar af honum krafturinn, þegar hann segir þetta, — „ég fer snemma á fætur og þykir slappt, ef ég er ekki kominn í gang á vinnustofunni klukkan níu. Stundum er það að vísu fólgið í að skissa eitthvað upp, eða spá í hlut- ina.“ Hann er vinnuþjarkur, hefur mér skilizt á öllum sem ég hef rætt við og þekkja hann. Minnir á Erró, þegar hann var á þessum aldri, segja aðrir. Sem sagt: líkleg- ur til stórræða. Vignir vinnur við myndir framyfir miðjan dag, en fer þá til útréttinga, ellegar til að sjá sýningar í milljónaborginni. Á kvöldin er málarinn heima og hokrar að konu sinni eins og sagt var hér fyrr meir. Það er síður en svo að þau búi við einangrun; í kunningjahópnum er einkum lista- fólk og það er eins og hér, að stundum er litið inn til kunningj- anna. Sjónvarpið tefur ekki Vigni Jóhannsson. En sé hann heima, þá er opið úr íbúðinni inn í vinnu- stofuna, þar sem afrakstur dagsins blasir við og freistandi að halda áfram að spá í ólukkans myndirnar fyrst þær eru þarna og sjást. Og fyrst og fremst er það gaman. En það er auðvitað allur gangur á tilhögun vinnunnar. Líkt og flestir Islendingar er Vignir skorpumaður; tekur stórar skorpur og slappar af á milli. Og myndirn- ar verða að mestu leyti til í með- förunum; innblásturinn þá og þá stundina ræður mestu. En ísland, — verður það týnt og tröllum gefið, ef velgengnin skyldi nú banka uppá einhvern daginn eins og við skulum vona? Vignir svarar því einarðlega neit- andi. ísland mun halda áfram að eiga sín tök 1 honum: „Ég er mikill íslendingur í mér," segir hann til áréttingar. Hann hefur meira að segja í hyggju að notfæra sér ís- lendingasögurnar sem myndefni, en ekki á hefðbundinn hátt. En fyrst og síðast er það málið. „Ekki svo að skilja að það þvælist neitt fyrir manni að tala ensku um hvað sem er við hvern sem er,“ segir Vignir, — „en munurinn er sá og verður alltaf sá, að móðurmálið er tjáning, sem kemur frá sálinni og ekkert getur komið í staðinn fyrir það.“ 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.