Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 2
Handleiðsla Eða Hugboð Á góma ber sagnir af dular- fullum fyrirbærum og hversu mjög íslendingar aðhyllast slíkt. Baddi segist myndu vera dauður fyrir Iöngu, ef Guð almáttugur hefði ekki ætlað honum lengri lífdaga. Ég bið hann að segja mér frá því. Hann var hættur í siglingum og raunar steinhættur að vinna, þegar hann ákvað að gefa móður sinni það í jólagjöf að fara út á sjó, svo að fjölskýlda hans mætti eiga gleðileg jól. Hann réð sig sem annan kokk á togarann Júlí frá Hafnarfirði. Var farið á veið- ar á Hala, og stóð túrinn fram í miðjan janúar. Þegar togarinn kom í iand var Baddi, ásamt fleirum, fljótur að detta í það aftur, enda átti jólagjöfin ekki að endast lengur. Togarinn lá við bryggju í rúman sólarhring, síð- an skyldi haldið til veiða á ný. Skipstjórinn bað Badda eins og Guð sér til hjálpar að koma með sér annan túr, því að góðir kokk- ar voru ekki á hverju strái, og engan annan að hafa með svo skömmum fyrirvara. Baddi harðneitaði. Skipstjóri lagði hart að honum: „Baddi minn, þú gerir mér þann greiða að koma með mér annan túr, því annars verð ég í standandi vandræðum." Baddi var gallharður: „Skip- stjóri, ég sem er búinn að vera í millilandasiglingum árum sam- an get ekki siglt út í Ballarhaf og komið aftur til sömu hafnar og lagt var frá. Mér er það ómögu- legt.“ Skipstjóri hélt áfram að þrá- biðja hann. Tók fram viskí- flösku, opnaði hana og byrjaði að skenkja. Svo hélt hann áfram að nauða. En Baddi var fastur fyrir. Eins og klettur. Óhagganlegur. Hvorki dýrasta viskí né mann- legur máttur gat breytt þar nokkru um. Svo fóru leikar, að togarinn sigldi án hans. Til Ný- fundnalands og kom aldrei til baka. Sökk með manni og mús. Annar skipverji af Júlí varð eftir í landi fyrir undarlega tilviljun. Hann hafði verið að skemmta sér en fengið sér heldur mikið í staupinu. Að auki var hann hol- góma svo að leigubílstjórinn sem ók honum átti eðlilega í erfið- leikum með að skilja það sem hann sagði. í misgripum bar hann vininn um borð í togarann Júní sem einnig lá í höfninni í Hafnarfirði. Lagðist hann þar í koju og rumskaði ekki fyrr en Júlí var lagður frá bryggju. Eitt sinn var Baddi líka á am- erísku fragtskipi, sem flutti vist- ir til Víetnam. Túrinn tók fimm mánuði. Þegar honum lauk af- munstraði Baddi sig, tók sér frí. Skömmu síðar var hann staddur í heimsókn hjá vinahjónum sín- um. Sátu þau þrjú fyrir framan sjónvarpið og horfðu á fréttirn- ar. Skyndilega birtist á skjánum mynd af brennandi skipi, sem var að sökkva á Saigon-fljóti. Það var skipið, sem Baddi var nýbúinn að munstra sig af. Það hafði verið sprengt í loft upp, og hann horfði á það sökkva. Það þótti honum óhugnanlegt, því að hann þekkti mannskapinn um borð. En máltækið segir víst, að sjaldan verði feigum forðað eða ófeigum í hel komið. Baha Lesa - Bara Lesa „En ég ætlað að segja þér frá atviki, sem kom fyrir mig einu sinni og ég hef alltaf ætlað að segja honum Ævari Kvaran frá. Hann er svo mikið fyrir dulræna atburði. Sjálfsagt man hann þó ekki eftir þessu. Þannig bar til, að ég kom timbraður niður á ,Adlonbarinn var tvískiptur í þá daga. Annarsvegar voru íþróttamenn, sem drukku heitt súkkulaði með rjóma og hinsvegar svona lausagöngumenn eins og ég, sem drukku brennivín og bland.“ Baddi fer á kost- um í Kaliforníu- sólinni. EFTIR KRISTÍNU SVEINSDÓTTUR Adlon-bar einu sinni sem oftar. Þar sat Ævar Kvaran. Hann kallaði til mín sínum skýra, hljómfagra rómi: „Baddi, Baddi, komdu hingað. Ég vil sjá feita menn í kring um mig, og höfuð- mjúka menn sem sofa um nætur; Kassíus hefur magran svip og soltinn; hugsar of fast, slíkt fólk er varasamt. Þetta sagði Shake- speare í Júlíusi Sesar. Sestu niður vinur. Má ekki bjóða þér sjúss.“ Ég fékk sjúss hjá Ævari. Spjölluðum við saman og fór vel á með okkur. Hugsaði ég svo ekki meira um þetta. Var svo að drekka meira eða minna allan daginn. Um þessar mundir var Sveinn Ásgeirsson með spurn- ingaþáttinn „Já eða nei“ í út- varpinu. Þegar þáttum þessum var útvarpað, breyttist landið í draugaborg. Þjóðin sat öll við tækin og hlustaði sem einn mað- ur. Áðsókn var mikil að þessum þáttum, sem mig minnir, að hafi verið útvarpað beint. Spurninga- þátturinn var tekinn upp í Þjóð- leikhúskjallaranum, og hafði okkur nokkrum félögum áskotn- ast 10 miðar. Voru þeir númer- aðir og þrír riðlar dregnir út. Einn þeirra sem sátu við borðið var kallaður upp til keppni. Hann þverneitaði. Þorði ekki. Strákarnir byrjað að etja mér: „Baddi, þú ferð upp.“ Ég segi: „Eruð þið snarvitlausir. Þetta eru allt tómir mannkynssögu- spekingar. Ég get það ekki.“ „Jú, jú,“ segja þeir, hver í kapp við annan og eru orðnir háværir. „Baddi, þú ferð.“ Þögn sló á salinn og menn fylgdust með þessu. Ég leit í kring um mig, það væri leiðin- legt að valda blessuðu fólkinu vonbrigðum og fór upp. Stillti mér aftast í röð þeirra, sem svara skyldu spurningunum. Nú er um að gera að snúa á spyrj- andann, hugsaði ég. Spurningun- um verður að svara kerfisbund- ið. Ef svörin hafa verið „nei“ tvisvar í röð, hlýtu það að verða „já“ næst þar á eftir. Það er mjög ólíklegt að svara þurfi „já, já,“ þrisvar í röð. Þóttist ég nú vera útspekúleraður og fær í all- an sjó. Þegar röðin kom að mér var ég alltaf fljótur til svars, en spyrillinn þurfti hvað eftir ann- að að áminna mmig um að svara aðeins „já“ eða „nei“ því að ég var dálítið mjúkur. Eins og svo oft áður var glópa- lánið með mér þetta kvöld. Við vorum aðeins tvö eftir í keppn- inni, stúlka nokkur og ég. Hinir voru allir fallnir úr. Andrúms- loftið í salnum var þrungið spennu. Að lokum féll stúlkan úr keppni og ég var einn eftir og átti eftir að svara lokaspurning- unni. Svaraði ég henni rétt, var ég búinn að vinna keppni kvölds- ins. Sveinn var orðinn voðalega pirraður á mér. Síðasta spurn- ingin hljóðaði á þessa leið: „Ég vil sjá feita menn í kring um mig og höfuðmjúka, menn sem sofa um nætur... Sagði Mussolini þetta? „Hvaða vitleysa er þetta, Sveinn," segi ég. „Þetta er úr Júlíusi Sesar eftir Shakespeare." Allt ætlaði um koll að keyra í salnum. Ég var búinn að vinna keppnina. Mest var ég hissa sjálfur. Og tilviljunin, að Ævar skyldi hafa haft þessa setningu yfir þennan sama morgun, var náttúrlega alveg einstök. Einn af þeim, sem tekið höfðu þátt í keppninni en dottið úr eft- ir fyrsta riðil, víðlesinn maður og fróður, kom til mín á eftir og óskaði mér til hamingju. Hann sagði: „Þetta var nú meiri heppnin, Baddi. Ég óska þér til hamingju." Ég sneri mér að hon- um, bandaði yfirlætislega með hendinni og sagði: „Stefán, bara lesa, bara lesa.““ — Þú nefndir Adlon-barinn áð- an. Komstu oft þangað? „Ég hafði þar fast aðsetur. Þannig háttaði til í þá daga, að Adlon-barinn var eiginlega tví- skiptur. Fyrir framan héldu til íþróttamenn, sem drukku heitt súkkulaði með rjóma, en fyrir innan voru svona lausagöngu- menn eins og ég, sem drukku brennivín og bland. — Þú varst annar þeirra, sem studdur Pétur Hoffmann til fram- boðs forseta Islands á móti Ásgeiri heitnum Ásgeirssyni, ekki satt? Baddi brosir breitt. „Á, mund- irðu eftir þessu? Jú, það er rétt. Ég hef víst margt brallað um ævina, og þetta var eitt af því. Þetta var, að mig minnir árið 1956. Við þvældumst í þetta, fé- lagi minn Bragi Sigurðsson og ég. Þetta var náttúrulega grall- araskapur frá upphafi. Við vild- um lífga svolítið upp á tilveruna í skammdeginu, fannst sannast sagna ekkert veita af. Og tæki- færið barst upp í hendurnar á okkur. Þegar við flæktumst í þetta var Pétur tekinn að safna undirskriftum. Til að framboð mætti teljast gilt, varð fram- bjóðandi að leggja fram ákveð- inn fjölda undirskrifta, framboði sínu til stuðnings. Við ætluðum að gefa út kósningablað, sem bera átti heitið Selsvör. Eg var útgáfustjórinn. Svo vorum við búnir að leggja drög að kosn- ingafundinum. Hann átti að halda á miðnætti í Austurbæj- arbíói. Skyldi sviðsett þar Sels- Glópalánio var með mér • M Þriðji og síðasti hluti samtals við Systu og Badda í San Francisco vararorrustan fræga og KK-sextettinn átti að leika. Ætluðum við að teyma fram- bjóðandann inn á senuna íklæddan víkingaklæðum sitj- andi á hvítum hesti. Það átti að vera á þessu fornaldarbragur. Við höfðum gaman af því fjaðra- foki, sem undirbúningurinn vakti. Þar með var vitaskuld okkar tilgangi náð. En svo var farið að hitna ískyggilega í kol- unum. Pétur var búinn að fara tvær ferðir í kring um landið, og tala undirskrifta orðin óþægi- lega há. Okkur Braga var hætt að lítast á blikuna. Góður vinur minn kom að máli við mig og fékk mig til að hætta þessum leik. Gerði ég það og Bragi slíkt hið sama. Ásgeir Ásgeirsson var því einn í framboði í það sinn. Mörgum árum seinna hitti ég Pétur Hoffmann, þar sem hann stóð við Útvegsbankann og seldi minnispeninga eins og hann var vanur síðustu árin. Ég gekk til hans og sá strax að hann þekkti mig ekki, enda var ég þá búinn að missa mín hundrað og þrjátíu pund. Ég sagði: „Heyrðu, Pétur, hvað getur þú sagt mér af hon- um Badda feita, vini þínum?" Hann svarar með sínum skýra rómi og með þungum áherslum eins og hans var vandi: „Hann- sigldi-vestra." Ég segi: „Hvað er þetta, Pétur. Þekkirðu mig ekki?“ Hann virðir mig fyrir sér drykklanga stund og svarar síð- an: „Er-helvítis-Ameríkaninn- að-svelta-þig-til-bana?“ Svo spyr hann: „Er-nokkuð- nýtt-í-fréttum?“ „Já, Pétur," segi ég. „Það er helst í fréttum, að ég var að giftast vinkonu þinni." „Vinkonu-minni,-hver- er-nú-það?“ spyr hann. Ég segi honum það. Þá segir hann með þungri áherslu: „Hana-þekkti- ég-vel. Til-hennar-kom-ég-oft- og-við-töluðum-um-daginn-og- veginn-og-annan-fróðleik. En- annað-var-okkar-ekkert-í-milli. Því-máttu-trúa.““ Systa og Baddi hlæja dátt. „Pétur kom oft í búðina til mín,“ segir Systa til skýringar. Ég hef alltaf haft gaman af sér- stæðum persónuleikum. Þetta er fólkið, sem lífgar upp á tilver- una. Það hefur tekið sér það bessaleyfi að vera það sjálft og er aldrei að sýnast. Ég kann allt- af að meta svoleiðis fólk.“ „Skilurðu ekki núna, hvers vegna hún var svona æst í að giftast mér á sínum tíma?“ Þau horfast í augu, lengi. Þrátt fyrir allar hrakspár um skammlíft hjónaband eftir snöggsoðna við- kynningu hefur það enst í fjórt- án ár. Hún hlakkar enn til að fá hann heim úr vinnunni á daginn og hann jafnmikið til að koma heim til hennar. Þau hjón eru sammála um, að hvorugt þeirra langi heim til ís- lands aftur. Þangað sem Pík- assóar og Sjeikspírar ganga um götur í flokkum. Þangað sem ljósabaðstofur spretta eins og sóleyjar í túni og vídeóleigur eins og gorkúlur í skógi. Og þar sem fjöðrin í dag verður orðin að hænu á morgun. Næsta kvöld aka þau mér heim. Við stönsum á fögrum út- sýnisstað og horfum á síðustu geisla kvöldsólarinnar varpa töfrabirtu yfir borgina, sem af mörgum er talin fegurst í heimi. Upp í hugann koma orð Gene Fowlers: Ollum ætti að leyfast að elska tvær borgir, sína eigin — og San Francisco. Og í hjarta mér ómar söngur- inn þekkti: I left my heart in San Francisco. Engan skyldi undra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.