Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 14
sér nægja skipulagsuppdrátt af borginni. En hlutverk deildanna var eitt og hið sama, að sækja þýskumælandi menn, þýska borgara, og flytja þá um borð í herskipin. Áfangastaður á þeirri leið var austurhorn hafnarbakkans, þar sem þessir menn, margir góðkunningjar bæjarbúa, biðu flutnings um borð, daprir í bragði. Til flutninganna leigði herinn báta og jafnvel togara. Yfirlýsing Breta En senn tóku önnur tíðindi að gerast inni í bænum, nokkuð söguleg. Inn á rit- stjórnarskrifstofuna í Austurstræti heyrð- ist spennuþrungið kall: „Þeir ætla að fara að skjóta í Aðalstræti." Brugðið var við í snarheitum. Á horni Austurstrætis og Að- alstrætis stóð vopnaður dáti og bandaði hendi. Andlitið var samt vingjarnlegt og í framréttri hendi var heldur snuddaralegt blað, greinilega rifið úr stílabók. „Please, read,“ sagði dátinn og þarna var þá komin sjálf stríðsyfirlýsing breska heimsveldis- ins. (Hér birt stafrétt): „Breskur herlidsafli er kominn snemma í dag á herskipum og er nú í borginni. Þessar rádstafanir hafa verid gerdar bara til þess ad taka sem fyrst nokkrar stödur og verda á undan Þjódverjum. Vid Englendingar ætlum aö gera ekkert á móti fslensku landsstjórn- inni og íslenska fólkinu, en vid viljum verja Island örlög sem Danmörk og Norevegur urdu fyrir. Þessvegna bidjum vid ydur aö fá okkur vinsamlegar vidtökur og hjálpa okkur. Á medan vid erum ad fást vid Þjódverja sem eru í Reykjavík eda annarsstadar á Islandi, verdur um stundarsakir bannad. 1) ad útvarpa, ad senda símskeyti, ad fá sím- töl 2) ad koma inn í borgina eda fara úr henni fyr nokkra klukkantíma. Okkur þykir leidinlegt að gera þetta ónaedi, vid bidjum afsökunar á því og vonum ad þad endist sem fyrst.“ Undirskriftin var R.G. Sturges, yfirfor- ingi, og var þar kominn rauðbryddaði maðurinn á hafnarbakkanum. Um borð í einu herskipanna reyndist vera lávarður nokkur, Fortescue að nafni og sagður höfundur eða þýðandi þessarar stríðsyfirlýsingar. Þótt ekki verði sagt að hann hafi verið sleipur í íslensku, þá var hann vel látinn hér á landi, hafði komið hingað, stundum til laxveiða, og átti kunn- ingja úr ráðandi stétt. Hann var einn þeirra sem gekk á fund ríkisstjórnar ís- lands síðar um daginn. Kunnar eru úr sögunni nokkrar hernað- aryfirlýsingar, sem flestar virðast undan einni og sömu rótinni runnar. Hér skal tekið sem sýnishorn hernaðaryfirlýsingin, sem fylgdi Napóleoni mikla, er hann réðst með her inn í Italíu árið 1796: „ítalska þjóð. Frakkar eru hingað komn- ir til að losa ykkur undan oki. Frakkar vilja vera vinir allra þjóða. Treystið okkur. Ekki verður traðkað á trú ykkar né sið- venjum. Við heyjum stríð sem vinsamlegir óvinir og eigum ekki í höggi við neina aðra en harðstjórana, sem kúga ykkur." Endirinn á þeirri Napólensstyrjöld sem háð var af „vinsamlegum óvinum" var, að hið blómlega Feneyjaríki var limað í sund- ur milli tveggja keisara, þess austurríska og þess franska (þótt Napóleon fengi raun- ar ekki keisaratignina fyrr en nokkrum árum síðar). Samskonar sundurlimun var menningarríkjum um miðbik tuttugustu aldar ekki öldungis ókunnug, séu hafðar í huga einræðissveðjurnar, sem klufu Pól- land í tvennt 1939. MÖRG HARMSAGAN Ggerðist Þennan Morgun Hernaðaryfirlýsing Fortescue lávarðar dró ekki nema örstutta stund athyglina frá því sem samtímis var að gerast í Aðal- stræti. Þar gaf aldeilis á að líta. Meðfram húsveggjum beggja megin götunnar og meðfram gamla dómkirkjugrafreitnum sáust læðast í morgunsólinni grænklæddir herdátar með byssur í báðum greipum og áfestum byssustingjum og augun fest á herkastalann, höfuðstöðvar Hjálpræðis- hersins á íslandi. í fljótu bragði virtist þetta fáránlega bjánalegt, en var þó í raun skiljanlegt, því að tugir þýskra sjómanna bjuggu í herkastalanum. Fyrr á árinu hafði ísl. togari bjargað 60 mönnum af þýska flutningaskipinu Bahia Bianca, enda vaktir upp við heldur vondan draum. Þeir hefðu varla verið færir um að renna sér niður háa hamraveggi eins og landar þeirra voru að gera þennan sama morgun í Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Skipbrots- mennirnir voru 60, sumir þeirra í Hótel Heklu við Lækjartorg. Allir voru sam- stundis fluttir niður á hornið á hafnar- bakkanum og þaðan um borð í herskip. Mörg harmsagan mun hafa gerst þenn- an morgun, er ástvinir voru skildir að og þýsku eiginmennirnir og feðurnir fluttir á hafnarbakkahornið. Þar mátti sjá þá Ljósmyndir: Sigurður Vignir uðum á fréttir frá Svíþjóð (sem var hlut- laust land) og fengum fréttaskýringar frá heimskunnum amerískum blaðamönnum (Bandaríkin voru einnig hlutlaus) eins og t.d. Ed Murrow, í London, og William Shirer, í Berlín. Skammt var frá Túngötunni niður í Thorvaldsensstræti við Austurvöll og þar fóru brátt að gerast tíðindi, ærið kostuleg. Þarna var herinn að taka tvær stofnanir, sem jafnan þykja skipta miklu máli í stríði og byltingum, útvarp og síma. Sjónarvott- ur í næsta nágrenni skemmti sér konung- lega. Fyrst kom vopnuð herdeild. Foring- inn hringdi kurteislega á næturbjöllu, ekk- ert svar. Þarna var forláta útskorin eikar- hurð. Næst var gripið til axar og hurðin brotin. Hermennirnir smeygðu sér innfyr- ir með byssu í hendi. Nú varð nokkurt hlé. Innan stundar sást Magnús næturvörður Landssímans koma út á götuna. Magnús var ljúflingsvinur allra svefnþungra landsmanna. Þeir sem vakna þurftu snemma voru vanir að biðja Magnús að hringja hressilega í símann hjá sér á um- saminni morgunstund. Þennan morgun var þessu snúið við, Magnús var „ræstur" þar sem hann stóð við símtól sín, er dátar með byssu voru allt í einu komnir inn á gafl hjá honum. Útibjallan kom Magnúsi ekkert við. Hún hringdi aðeins í vistarver- ur húsvarðar Landssímahússins. Næst sást svo húsvörðurinn koma út á götuna, sýnilega dolfallinn, á sokkaleistum og með stírurnar í augunum. Nokkrir forvitnir bæjarbúar höfðu safnast saman í Thor- valdsensstræti og svo virtist sem báðir „verðirnir" hefðu þarna frá ýmsu að segja. Þriðji maðurinn í húsinu var Jón Eyþórs- son, formaður útvarpsráðs. Hann var í herbergi sínu á 5. hæð. Hann var að lesa handrit send útvarpinu, er hina óvæntu gesti bar að garði. Allir „verjendur" útvarps og síma sluppu með „skrekkinn" eins og þar stend- ur. En með þessari hernaðaraðgerð hafði einnig annað gerst. Engar fréttir bárust út á landsbyggðina af því sem var að gerast í höfuðstaðnum. Þeir sem hringdu utan af landi fengu svar á framandi tungu og voru beðnir að hringja aftur síðar um daginn. I Reykjavík var aftur á móti sjálfvirkur sími (náði aöeins til Reykjavíkursvæðis- ins) og sá sími varð fljótt hvítglóandi. Ohætt er að fullyrða að aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafi sést jafn stór hluti bæj- arbúa jafn árla morguns á ferli, leikandi af fjöri og forvitni, og þennan 10. maí 1940. Dálítið skopleg mynd frá hernámsdeg- inum, sem sýnir að sumum þótti her- námið kærkomin tilbreyting — til dæm- is börnum og unglingum, sem á mynd- inni marséra með herflokki yfir Lækj- artorg og reyna að líkja eftir göngulagi dátanna. Herrörður við pósthúsið í Pósthússtræti á hernámsdaginn. standa um stund, heldur niðurlúta. Sögur bárust síðar um endalok sumra, er flytja átti í fangabúðir í Kanada. Þýskir kafbát- ar skutu stríðsfangaskipin í kaf. Sumt af þvi, sem gerðist þennan morg- un, var broslegt, stundum kannski nokkuð grátbroslegt. Herinn tók höndum Pétur Hoffmann Salomonsson, á Akranesi. Pét- ur hafði í fórum sínum ferðatösku með álímdum þýskum hótelmiðum. Ekki bætti Hoffmannsnafnið úr skák. Allir vissu, sem þekktu Pétur, að enginn maður var ís- lenskari en hann. Um þetta var Tjallanum ókunnugt. Pétur lenti því í brösum og mun oft síðari hluta dagsins hafa látið sér um munn fara: „Þér að segja ..." Tvær sögur gengu af ferðamanni á leið fótgangandi til Reykjavíkur árla morguns. Önnur sagan var þá á leið, að þarna hafi verið sveitamaður á ferð, ekki bráðhress í enskunni, enda ekki við því búinn að hitta enska dáta að eltast við Þjóðverja á ís- lenskum malarvegum. Sveitamaðurinn fékk frítt far til Reykjavíkur. Hin sagan segir að þarna hafi verið á ferð flýjandi Þjóðverji, sem fékk frítt far alla leið til útlanda. Sögulegust þótti handtaka þýska ræð- ismannsins í Reykjavík, dr. Gerlachs. Um þennan drambsama Þjóðverja höfðu frá stríðsbyrjun gengið misjafnar sögur, enda maðurinn sagður vinmargur heima í Þýskalandi, m.a. einkavinur dr. Himmlers, Gestapoforingjans. Síðar hefir verið á það bent, að dr. Gerlach sat aldrei lengi í breskum fangabúðum. Strax næsta ár eft- ir handtökuna í Reykjavík var hann flutt- ur heim til sín í skiptum fyrir breskan diplomat í Þýskalandi. Þýska ræðismannsskrifstofan var í Túngötu 18, sama húsinu og sendiráð Þjóð- verja er nú. Ekki var dagur að kvöldi kom- inn er sögur komust á kreik um viðbrögð dr. Gerlachs þennan morgun. Ekki voru þær allar dagsannar, að því er Þór White- head hefir tjáð mér síðar. Svo er mál með vexti að bresku herskip- in sendu boð á undan sér hingað til borgar- innar. Frá einu þeirra tók sig upp lítil njósnaflugvél (eins og aður er getið) og flaug yfir Reykjavík um þrjúleytið. Aldrei heyrðist á þeim tímum flugvélardynur yfir Reykjavík að næturlagi, því að íslendingar áttu ekki nema eina flugvél, litla farþega- flugvél. Svartur Reykur í Túngötu Lífseig varð sú saga sem kom upp strax samdægurs, að eftir flugvélardyninn hafi sést til ferða gráskeggs nokkurs í svartri, dragsíðri regnúlpu, þar sem hann hélt rakleiðis frá Landakoti að Túngötu 18. Næstum í sömu andrá þóttust menn sjá dr. Gerlach fara á fleygiferð í bíl sínum vestur á Seltjarnarnes og hraða sér upp á Val- húsahæð. Þar er víðsýnt yfir Faxaflóa. Fljótt stakk hann stórum sjónauka í hylki sitt og var kominn heim í Túngötu fyrr en varði. Hvað sem sagt kann að vera í þessari sögu (Þór hefir kannað að úlpumaðurinn, sem hér er um að ræða, hafi þennan morg- un legið sjúkur heima í rúmi sínu), þá er hitt víst að árla morguns sást svartur reykur stíga út um glugga í Túngötu. Herdeildin, sem kom að taka ræðismann- inn fastan, kom að húsfrúnni við baðker að eyðileggja skjöl. Einnig í kjallara var hita- miðstöð glóðkynt. Meðal þeirra sagna, sem gengið höfðu lengi í borginni, var sú, að ræðismaðurinn hefði í húsum sínum fullkomin njósna- tæki, bæði til móttöku og sendingar. Þessi tæki fundust ekki, svo vitað sé. Svíar tóku að sér vörslu hússins, eftir að ræðismaður- inn var farinn, og afhentu það íslenskum yfirvöldum að stríðinu loknu. Þá var aftur farið að tala um gömul tæki, sem sagt var að fundist hefðu á háalofti hússins. Nokkuð þótti dr. Gerlach amasamur við íslensk stjórnvöld, fyrir stríðið og einnig eftir að það hófst. Einu sinni, í nóvember 1939, bað ræðismaðurinn Valtý að koma á sinn fund í Túngötu. Valtýr sat hjá honum kvöldstund og kom til baka með mynda- bók. „Greueltaten in Polen". Við höfðum áður séð þetta rit, áróðursrit úr bæki- stöðvum dr. Göbbels. Yfirleitt var mikið af áróðursritum frá báðum stríðsaðilum á ferðinni þessa mánuði og bókin „Hryðju- verk í Póllandi" fór sömu leiðina og önnur samskonar rit, í handraðann. Ekki var um frekari afskipti dr. Gerlachs af okkur Morgunblaðsmönnum að ræða, svo mér sé kunnugt. Þýskumælandi vinir voru stundum að benda okkur á að ekki þyrfti annað en færa vísinn á útvarpstækinu brot úr milli- metra til að hlusta jafnt á þýskar sem breskar fréttasendingar. Svar okkar var jafnan að við birtum daglega orðréttar til- kynningar frá þýsku herstjórninni (þær voru lesnar hægt í þýskt útvarp um miðj- an dag og því auðvelt að fá þær orðréttar, en þessar tilkynningar fóru ekki um hend- ur útbreiðslumálaráðuneytisins í Berlín. Einnig höfðum við fréttaritara í Kaup- mannahöfn (á meðan það var hægt), hlust-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.