Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 13
MinningaR MorgunblaðsáruM EFTIR PETUR OLAFSSON Fjor og forvitni í morgunsárið Valtýr Stefánsson ritstjóri, hér staddur í skrifstofu innlendra frétta í ísafoldarhúsinu, þar sem Morgunblaðið var til húsa. Með Valtý á myndinni er Guðrún Stefánsdóttir blaðamaður. Ljósm.: Ólafur K. Magnússon. gamlan byssuhólk í hendi. Hann miðaði byssunni og mælti til „gestanna" á þessa leið: „Bretar mega gjarnan vera í stríði fyrir mér. En ég vil ekki að þeir dragi Færeyjar inn í neinn ófrið. Þær hafa til- heyrt Dönum frá því árið 1380.“ Hér verður að víkja nokkrum orðum að prenttækni Morgunblaðsins fyrir 40 árum. Svo háttaði til, eins og sumsstaðar enn þann dag í dag, að lesmál var steypt í blýlínur í þar til gerðum Linotype- eða Intertype-vélum. Að lokinni vinnu að kvöldi (eða nóttu) var slökkt á vélunum og storknaði blýið þá fljótt. Að morgni næsta dags tók nær tvær klukkustundir að bræða blýið, áður en setning gæti byrjað. Hér stóð ég nú í glaða-sólskini á hafnar- bakkanum, þar sem mikil tíðindi voru að gerast og vissi að tvær klukkustundir myndu líða áður en vélarnar yrðu gang- færar. Hvað átti að taka til bragðs? Að- eins eitt kom til greina: að rjúka í símann og smala saman prenturum, sem kunnu gamla lagið — handsetningu. Hver stafur er þá tekinn úr þar til gerðum kassa (prentararnir vissu hreint vélrænt í hvaða kassahólf ætti að fara), stöfunum raðað í þar til gert „skip“ þar til komin er heil lína, þá sett línubil með eirplötu og ný lína byrjuð. Þetta var hreinn snigilsgangur miðað við nútímatækni en þetta hafði þó dugað menningarþjóðum allt frá því á dög- um Gutenbergs. Og þennan morgun brugð- ust handsetjararnir ekki frekar en fyrri daginn. Allan aprílmánuð og fyrstu dagana í maí voru menn eins og milli vonar og ótta — hvað gera Þjóðverjar nú? Þýski herinn hafði hrakið norska herinn norður allan Noreg, og liðshjálp sem Bretar og Frakkar sendu yfir hafið af veikum mætti, kom fyrir ekki. Og öllum á óvart voru þessir framandi hermenn í Noregi sendir út í skip sín og farið með þá heim í byrjun maí. Ætluðu Þjóðverjar að senda fallhlífaher frá Noregi til íslands?, spurðu menn. Síðar verður vikið að dagbók Alan Brookes, yfirmanns breska herráðsins, en þar er einn daginn minnst á varnarundir- búning heima á Englandi og skýrt frá því að miðað hefði verið í þetta skiptið við það, að þýskur her kæmi til innrásar frá ís- landi og Norður-írlandi. Hér heima hafði með einhverjum hætti borist út frá stjórnarráðinu við Lækjar- torg sá orðrómur að breska stjórnin hefði strax daginn eftir hernám Danmerkur sent forsætisráðherra íslands, Hermanni Jónassyni, orð og ótvírætt gefið í skyn að ráðagerð væri um það í London að senda breskan her til íslands. Maðurinn Frá Danzig Margir vissu, þótt ekki vekti það neina sérstaka athygli, að til Reykjavíkur kom upp úr miðjum apríl breskur diplomat, sem ekki var öldungis óþekktur úr stríðinu á meginlandinu. Þetta var herra Shep- hard. Þegar þýski herinn réðst inn i Danz- ig (nú Gdansk) fyrsta dag stríðsins var herra Shephard yfirmaður ræðismanns- skrifstofu Breta þar. Hann var tekinn fastur og síðar sendur heim til Englands. Nú rúmlega misseri síðar var hann kom- inn til íslands. Og þessa nótt er tíðindi bárust óvænt af ókunnum herskipum á Faxaflóa sat maðurinn frá Danzig við hlið breska ræðismannsins í Reykjavík, herra Bowerings, í bíl sem var á sveimi fram og aftur um hafnarsvæðið í höfuðborginni. Ekki höfðu þessir kappar verið í vígahug kvöldið áður, að því er virtist. Þá var hald- in veisla í Höfða, bústað breska ræð- ismannsins, þar sem nú er gestamóttaka Davíðs borgarstjóra. Okkur á Morgunblaðinu var sagt að þarna væri haldin skírnarveisla. Eiríkur Benedikz, síðar margrómaður sendifulltrúi íslands í London og mikill vinur þess, sem hér segir frá, kom úr veislunni um kvöldið í fréttaherbergið í Austurstræti, að því er virtist til þess eins að spyrja almæltra tíð- linda. Ekki er mér grunlaust um að Eiríkur hafi haldið beint frá Austurstræti aftur heim í Höfða þar sem hann gat skýrt frá því að stærsta fréttablað landsins hefði engan pata haft af því sem í vændum var næsta morgun. Sú, eða sá, sem skírður var í Höfða þetta kvöld, ætti nú að vera kom- inn á fimmtugsaldur. Veðrið hafði skánað frá því fyrr um nóttina. Sólin var yfir Lágafelli, séð frá Reykjavíkurhöfn, en tundurspillir tók strikið frá þriggja reykháfa beitiskipi handan við Kolbeinsey og stefndi inn hafnarmynnið. Svo þéttar voru hermanna- raðirnar um borð að helst líktist þetta úr landi sem þarna stæði hver hermaðurinn á annars höfði. Helsta skipalægið í Reykja- víkurhöfn var fyrir framan Hafnarhúsið við Tryggvagötu og þangað stefndi tund- I urspillirinn. Lágsjávað var, svo skipið hvarf næstum alveg undir hafnarbakkann. Lágsjávað var, svo skipið hvarf næstum alveg undir hafnarbakkann. Brátt sást á kollinn á fyrsta hermanninum sem skaust upp brattan landganginn. Með byssu í hendi og áfestum byssustingi tók hann sér stöðu á bakkanum og síðan hver af öðrum. Herdeildirnar voru fáskipaðar, hver um sig 20—30 menn. Engir voru landvarnar- menn, eða því sem næst engir. „BURT MEÐ YKKUR“ Efst á hafnarbakkanum undir gömlu bárujárnsklæddu geymsluhúsi Eimskips mátti sjá hóp manna, heldur óhermanns- legan. Ut úr hópi þessum gekk nú maður, hokinn og grár, í ljósum rykfrakka og með hattkúf í hendi, maður kunnur mörgum bæjarbúum, mikill heiðursmaður. Hann veifaði hattinum og hrópaði, heldur lág- mæltur: „Burt, burt með ykkur, hingað hafið þið ekkert að sækja, ykkur væri nær að snúast gegn óvini ykkar, Þjóðverjum." Að svo mæltu gekk hann aftur inn í hóp- inn sinn, sem horft hafði á, þögull og hníp- inn. Skömmu síðar sáust landvarnarmenn- irnir aftan á vörubílspalli á leið upp í Stein og þar fengu menn að sofa úr sér. Segja má, að móttökur stríðsmanna gerist með ýmsum hætti. Hjá nálægri frændþjóð, Færeyingum, stóð bóndi á ey einni, er breskir hermenn komu þangað nokkrum vikum áður en þetta gerðist. Hann hafði „Þessu Hefir Mogginn Ekki NÁГ Árla morguns, hinn 10. maí, stóð hópur manna fyrir utan afgreiðslu Morgunblaðs- ins við Austurstræti 8, meðal þeirra gaml- ir blaðajálkar, eins og Guðbrandur Magn- ússon, fyrsti ritstjóri Tímans, og góðvinur minn Árni frá Múla. Eins og allir aðrir, voru þeir kátir og létu brandarana fjúka og þar kom að Guðbrandur sló hendinni á lærið og sagði: „Þessu hefir Mogginn ekki náð!“ Einhver í hópnum var þá svo vin- samlegur að rétta honum Moggann, þar sem „þetta“ var aðalfréttin. En nú skal haldið áfram frásögn af tíð- indum við höfnina. Þangað streymdu ört stækkandi hópar blánefjaðra bæjarbúa, og á hinn bóginn hélt frá höfninni hver her- deildin af annarri inn í borgina. Brátt beindust augu manna að glaðlegum rauð- birknum breskum major með. rauðar bryddingar á einkennisþúningi sínum. Hjá honum stóðu margumræddir ræðismenn. Til þeirra var ferð blaðamannsins stefnt. Trúr þeirri köllun að spyrja einatt bjána- legra spurninga var því beint að þeim rauðbryddaða: „Hvað er að gerast hérna?“ Bretarnir settu upp ljúfmannlegt bros og sögðu: „Það sem þú sérð.“ „Má ég segja frá öllu sem ég sé?“ hélt ég áfram og enn kom glaðlegt svar: „Why, yes.“ En á eftir kom, hálfhikandi, er blaðamaðurinn sýndi á sér fararsnið: „Farðu samt varlega." í ljós kom síðar að ekki var af hálfu Breta haft neitt eftirlit með fréttaflutn- ingi blaðanna að öðru leyti en því að veð- urfréttir mátti ekki birta og ekki fréttir af skipaferðum. í verstöðvum voru veður- fréttir birtar á húsveggjum símstöðvanna. Sumum herdeildunum, sem héldu inn í bæinn, fylgdu íslenskir leiðsögumenn, góð- kunningjar bresku ræðismannsskrifstof- unnar. Foringjar annarra herdeilda létu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.