Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 11
Aitor Yraola Spænskar kvikmyndir undir Franco árunum fyrir spænska borgarastríðið (1936—39) stóð menning með miklum blóma og segja má að menningarfrömuðir hafi eig- inlega verið of margir á Spáni. Þar á meðal voru skáldin García Lorca, Miguel Hern- ández, J.R. Jiménez, A. Machado, Vicente Aleixandre og Rafael Alberti, menn sem hlotið höfðu frjálslynda menntun að evr- ópskri fyrirmynd samkvæmt stefnu hins framfarasinnaða menntamálaráðuneytis. „La Residencia de Estudiantes" (Stúdenta- garðurinn) í Madrid var miðstöð ungra og framsækinna lista- og menntamanna, t.d. bjuggu þar þeir García Lorca, Dalí og L. Bunuel. Borgarastríðið stöðvaði algjörlega framsókn hinna mörgu listastefna sem sprottið höfðu upp í byrjun aldarinnar. Þegar stríðinu lauk og mynduð var ein- ræðisstjórn hersins fækkaði mjög í röðum rithöfunda sem flestir skunduðu í útlegð. Hugsanafrelsi var heft, hið blómlega stúd- entaleikhús undir stjórn García Lorca var hrakið út í dauðann, og spænsk kvik- myndagerð varð sem ólæknandi sjúkling- ur. Afar ströng ritskoðun hafði illvænleg áhrif á kvikmyndagerðina sem hafði þótt mjög svo efnileg í kringum 1920 með Luis Bunuel í fararbroddi. Kvikmyndagerð heyrði undir innanríkisráðuneytið og var eitt af málum áróðursdeildarinnar, beygð undir stjórn ríkisins og ávallt með kastilj- önsku tali sem átti að efla þjóðerniskennd og stuðla að sameiningu þjóðarinnar í einu tungumáli. í hvert sinn sem kvikmynd var sýnd bar skylda til að sýna stutta frétta- mynd á undan, en slíkt bæði latti menn til framleiðslu á stuttum myndum og styrkti hinn sívökula og hæstvirta foringja í sessi, enda ekki annað en lofgjörð um hans full- komnu félagslegu verk. Á fyrstu árunum eftir borgarastríðið voru gerðar margar kvikmyndir, greini- lega samkvæmt forskrift stjórnarinnar. í kringum 1940 voru tvenns konar stefnur ríkjandi í kvikmyndagerð, annars vegar voru kvikmyndir byggðar á klassískum bókmenntaverkum (náttúrlega lausar við allt andtrúarlegt, andþjóðernislegt og ósiðlegt) og hins vegar voru skopmyndirn- ar, eins konar flótti frá veruleikanum. Allt var þetta víðsfjarri félagslegum vanda- málum, svo sem svartamarkaðsbraskinu, skömmtunarseðlunum, spænsku hermönn- unum við rússnesku landamærin, einangr- unarstefnu Francostjórnarinnar, hreins- ununum, hinni alþjóðlegu andúð á einræð- isstjórninni eða lýðveldissinnuðu skæru- liðunum sem höfðust við uppi á fjöllum. í kringum 1950 skilgreina J.A. Bardem og L. Berlanga, sem báðir voru frumherjar í að endurvekja raunsæi í kvikmyndagerð og skipulögðu fyrstu kvikmyndaklúbbana á Spáni, spænska kvikmyndagerð með eft- irfarandi orðum: „Hún er einskis nýt frá pólitísku sjónarmiði, hrein fölsun frá fé- lagslegu sjónarmiði, lágkúruleg frá vist- munalegu sjónarmiði, algjört núll frá fag- urfræðilegu sjónarmiði og lítilsigld sem iðnaður." Hið stranga kvikmyndaeftirlit kom í veg fyrir að fjallað væri opinskátt um vandamálin í landinu og kvikmynda- gerðarmenn sneru sér ýmist að væmnum kómedíum eða gálgahúmor. Kvikmynd Berlanga „Bienvenido Mr. Marshall" (Vel- kominn Mr. Marshall, 1952). Allir íbúarnir í bæ einum í Kastilíu láta sig dreyma um gull og græna skóga sem Bandaríkjamenn muni færa þeim á svipaðan hátt og jóla- sveinninn færir börnunum gjafir. Tónninn er tilgerðarlega skáldlegur þegar hinir merku útlendingar fara framhjá bænum án þess að hafa þar viðdvöl og vonsviknir íbúarnir sem höfðu með miklum viðbúnaði búið sig undir komu þeirra eru jafn tóm- hentir og fyrr ... Kvikmynd þessi er hörð gagnrýni á kraftaverkatrú Spánverja. Hún var sýnd og verðlaunuð í Cannes og kynnti WMiiiimiwm Skopmynd afLuis Bunuel. Kvikmyndaleikstjórinn Jose Luis Garci ásamt aðalleikurunum í kvikmyndinni Volv\;r a emp- ezar. Myndin er tekin við móttöku á Óskarsverðlaunum fyrir beztu erlendu kvikmyndina árið 1983. Nú er hafin hin árlega kvikmyndahátíð á vegum Listahátíðar, þar sem meðal annarra kvikmynda verða sýndar 7 spænskar myndir, sem kvikmynda- deild spænska mennta- málaráðuneytisins hefur átt þátt í að útvega. þannig spænska kvikmyndagerð á alþjóða- vettvangi auk þess sem hún hæddi Marshalláætlunina um aðstoð Bandaríkja- manna við Evrópu. Með örfáum undantekningum voru þær kvikmyndir sem gerðar voru á 6. áratugn- um hlynntar stefnu stjórnarinnar og boð- uðu sátt og samvinnu innan þjóðfélags sem byggði á styrkum grunni fjölskyld- unnar og þekkti náttúrlega hvorki félags- leg né efnahagsleg átök. Samkvæmt þess- um kvikmyndum var allt fullkomið á Spáni. Luis Bunuel, Dali. teiknuð mynd eftir Salvador í kringum 1961 verður örlítill afturbati þegar L. Bunuel frumsýnir kvikmyndina „Viridiana" við mjög erfiðar aðstæður, Kvikmyndina tók hann á Spáni og hún var fulltrúi Spánar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún hlaut þar Gullpálmann en Observatore Romano, blað Páfaríkis, for- dæmdi myndina fyrir guðlast. I Madrid var rokið upp til handa og fóta, formanni kvikmyndaráðsins var vikið úr starfi og myndin stranglega bönnuð (banninu var ekki aflétt fyrr en 1977). Auk þess var því harðlega neitað að „Viridiana" væri spænsk kvikmynd. Ástandið skánaði því í rauninni ekki og menn gripu til þess ráðs að gera táknrænar kvikmyndir eða e.k. dæmisögur. Slíkar kvikmyndir vöktu samt engan áhuga almennings enda fullar af torræðum táknum, og sömu sögu var að segja um bókmenntirnar. A 7. áratugnum verður talsverð breyting á og menn sem hlotið höfðu nútímalega menntun í kvikmyndagerðarlist fara fyrir alvöru að reyna að gera góðar kvikmyndir, en þegar á heildina er litið eru kvikmyndir þessa tímabils samt léttvægari en efni stóðu til. Munurinn á stjórnarfarinu á Spáni og 1 nágrannalöndunum kemur glögglega í ljós á árunum 1970—1975. Á þeim árum flykkjast Spánverjar til Suð- ur-Frakklands til að sjá „Síðasta tangó- inn“ eða „Emmanuelle" og heima fyrir framleiða menn aðallega hálfklæmnar skopmyndir. Síðustu ár Francostjórnar- innar voru tímabil mikilla þversagna þar sem var annars vegar hin löngu úrelta drottnunarstefna stjórnvalda og hins veg- ar hin óumflýjanlega nauðsyn á félagsleg- um breytingum. , Luis BUNUEL, MEISTARINN í Spænskri Kvikmyndagerð Luis Bunuel (1900—1983) fæddist í Cal- anda í Teruelhéraði^Fjölskylda hans var vel efnum búin og 17'Jára gamall fór Bunu- el til Madrid til að stunda verkfræðinám, en fljótlega skipti hann yfir í sagnfræði og útskrifaðist í henni árið 1924. í Madrid býr hann með García Lorca, Alberti og Dalí en flyst fljótlega til Parísar og þar vaknar áhugi hans á kvikmyndagerð. Hann kynn- ist Jean Epstein, stundar nám í kvik- myndagerðarskóla hans og er aðstoðar- leikstjóri hjá honum um tíma. Hann er einn af súrrealistum ásamt Dalí og Miró og notar peninga frá móður sinni til að fjármagna sína fyrstu kvikmynd, „Un perro andaluz" (Andalúsískur hundur, 1929), en handritið skrifaði Dalí. Með stuðningi greifans de Noailles byrja Bunuel og Dalí að vinna að öðru kvikmyndahandriti, en ósamkomulag veld- ur að Dalí dregur sig í hlé og Buítuel frum- sýnir sína aðra kvikmynd „La edad de Oro“ (Gullöldin) sem olli mikilli hneykslun og var bönnuð árið 1930. Hann fer í stutt ferðalag til Bandaríkj- anna og snýr síðan til Spánar sem þá var lýðveldi. Með aðstoð vinar sem vann í happdrætti gerir hann kvikmyndina „Tierra sin pan“ (Brauðlaust land) sem fjallar um líf og örbirgð í Extremadura, en stjórnvöld lýðveldisins banna myndina ár- ið 1932. Um það leyti snýr Bunuel baki við súrrealismanum og þegar borgarastríðið er skollið á snýr hann aftur til Parísar sem LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBROAR 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.