Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 5
tilhneiging nú til dags aö miða öll verð-
mæti við sjálfan sig. Fólk vill ekki að aðrir
segi því hvernig það eigi að haga sér eða
■hvað sé eftirsóknarvert í lífinu. Þessi til-
hneiging er að mörgu leyti jákvæð, hún
tengist baráttu fólks fyrir auknu frelsi og
mannréttindum, og virðist til komin sem
eðlilegt andsvar við kúgun valdhafa og
kennivalda af hvaða tagi sem er.
En í þessari sjálfdæmishyggju, sem ég
hef nefnt svo, felast þó vissar hættur, og
sú mest að menn hrapi að þeirri ályktun
að verðmæti mannlífsins séu ákvörðunar-
atriði hvers og eins, að frelsið sé fólgið í
því að geta ákvarðað hvað sé rétt og rangt.
Þessi hugsunarháttur getur augljóslega
leitt til upplausnar og sundrungar í sið-
ferði, sem aftur getur leitt til árekstra og
átaka sem menn vita ekki hvernig þeir
eiga að setja niður. Ef það er ákvörðunar-
atriði hvers og eins hvort rétt sé að halda
samninga eða virða mannslíf þá getum við
bersýnilega ekki treyst nokkrum manni og
værum raunar í sífelldri lífshættu hvert
fyrir öðru.
Sjálfdæmishyggja getur auðveldiega
leitt til tómhyggju, það er að segja, þeirrar
afstöðu að ekkert í heiminum skipti máli.
Ef menn sætta sig við þetta, hafna þeir um
leið grundvallarreglu siðferðis, sem er að
til séu verðmæti sem skipti máli í lífinu og
þar á meðal, Iífið sjálft."
SlÐBLINDA
— Ertu með þessu að segja að mannin-
um hafi hrakað sem siðferðisveru?
„Síðari heimsstyrjöldin, og raunar ým-
islegt sem hefur gerst síðan, hefur styrkt
þá trú margra að mannkynið hafi ekki
þroskast í siðferðilegu tilliti. Margir telja
að við séum jafnvel siðlausari en nokkru
sinni fyrr. En um leið og þetta er sagt,
sjáum við líka að aldrei áður hefur verið
jafn mikið barist á móti pyntingum og
annars konar ósóma en einmitt nú á síð-
ustu árum. Svo viss þróun og þroski virðist
einnig hafa átt sér stað.
Nei, ég er ekki að segja að við séum upp
til hópa siðspillt eða siðlaus. Ég held að
það sé fremur fátítt að menn breyti vísvit-
andi ranglega og sýni óréttlæti af ásettu
ráði; það er frekar að sjálfdæmishyggjan
bjóði heim hættunni á siðblindu, að menn
blindist á rétt og rangt og eiginleg verð-
mæti. Stundum má í rauninni líkja þessari
blindu við skákblindu. Það getur komið
fyrir bestu menn að missa sjónar á rétt-
lætinu, alveg eins og það getur hent stór-
meistara í skák að sjá ekki fyrir einföld-
ustu stöðu.
Siðblindan er hins vegar lúmsk og getur
fyrr en varir breyst í siðspillingu eða sið-
leysi. Það er mikilvægt að gera sér grein
fyrir þætti vanans í þessu sambandi. Mað-
ur sem einu sinni fellur í freistni kann að
hafa spillt sér með þessum verknaði sín-
um, sem í sjálfu sér þarf ekki að vera svo
alvarlegur. Og gæti leiðst út í verri verk
síðar. Það er þetta sem gerir tiltölulega
„ómerkileg" siðferðisbrot alvarleg, ménn
kaupa sér frið, þagga niður í samvisku
sinni með alls konar réttlætingum gagn-
vart sjálfum sér og öðrum og ganga jafn-
vel svo langt að neita því að þeir hafi
nokkra samvisku."
— Er það ekki hugsanlegt? Eru ekki til
samviskulausir menn?
„Sjálfsagt eru slíkir menn til, en þeir
eru ekki „mennskir". Sá sem ekki hefur
samvisku er ekki siðferðisvera. Það er
tvennt til um slíka menn: annaðhvort eru
þeir geðveikir, eða svo spilltir að þeir eru
orðnir gjörsamlega blindir á rétt og
rangt."
SlÐFERÐIÐ ER EKKI BÚIÐ
TlL AF MÖNNUM
— Þú sagðir áðan að siðférði væri veru-
leiki sem við búum við, hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Og þú líktir þessum
veruleika við tungumál, og sagðir að hann
væri að minnsta kosti á ytra borði breyti-
legur frá einu samfélagi til annars og frá
einum tíma til annars. Þetta vekur ýmsar
spurningar. Meðal annars: af hverju
stjórnast þessar breytingar á siðferðinu?
„Siðferði er félagslegt kerfi sem þróast
eftir sínum eigin lögmálum og það er ákaf-
lega erfitt og nánast ókleift að móta þenn-
an veruleika samkvæmt einhverri áætlun.
Einstakir menn geta ekki breytt siðferðinu
með stjórnmálalegum áhrifum eða reglu-
gerðum. Þessi margslungni veruleiki
breytist ekki samkvæmt tilskipunum. Sið-
ferði er ekki búið til af mönnum, það
mótast í mannlegu samfélagi. Alveg eins
og tungumál.
Því miður er enn ekki mikið vitað um
það hvernig siðferði þróast raunverulega.
Það er ljóst að ýmis önnur kerfi þjóðfé-
lagsins hafa áhrif á það. Breytingar á hag-
kerfi eða stjórnkerfi virðast samt ekki
ráða mestu. í grundvallaratriðum virðist
siðferðið vera hið sama hvarvetna á jörð-
inni, sömu undirstöðuverðmæti, sömu
dygðir og lestir, sambærilegar meginregl-
ur um rétt og rangt. Siðferðið virðist því
standa í nánum tengslum við manneðlið.
Það sem er ólíkt er meira á yfirborðinu.
SlÐFERÐILEG VANDAMÁL
— Fólk talar saman á hverjum einasta
degi, Páll, það er að segja, notar tungu-
málið, en það stendur ekki frammi fyrir
siðferðilegum vandamálum nema nokkr-
um sinnum á ævinni. Eða er það?
„Það er mjög mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að við stöndum frammi
fyrir siðferðilegum úrlausnarefnum á
hverjum einasta degi, svo fremi sem við
höfum samskipti við annað fólk. Við erum
siðferðisverur og leysum því oftast úr
þeim umhugsunarlaust og án verulegra
vandræða, alveg á sama hátt og við notum
tungumálið oftast vandræðalaust og án
þess að okkur vefjist tunga um tönn. Þessi
almenni vandi er alltaf til staðar, en síðan
geta risið mjög alvarleg siðferðileg vanda-
mál, breytileg eftir aðstæðum. Þessi sér-
stöku vandamál einkennast langoftast af
því að það rekast á ólík grundvallarverð-
mæti, að mati fólks. Og þar með ólíkar
reglur um rétt og rangt.
Algeng dæmi um árekstra af þessu tagi
eru á milli þess sem annars vegar er talið
æskilegt og gott fyrir fjöldskyldu manns
og vini, og hins vegar þess sem er gott
fyrir þjóðfélagið í heild. Fræg er dæmi-
saga franska heimspekingsins Sartre úr
seinni heimsstyrjöldinni, um strákinn sem
leitaði ráða hjá honum hvort hann ætti
heldur að gera, vera kyrr hjá móður sinni
sjúkri og annast hana, eða fara á vígvöll-
inn og berjast fyrir föðurlandið.
Við getum ímyndað okkur mörg svipuð
dæmi sem standa nær okkar daglegu til-
veru. Hugsum okkur mann sem er að velta
því fyrir sér hvort hann eigi að svíkja und-
an skatti eöa ekki. Hann getur verið á
slíkri heljarþröm að hann hafi ekki efni á
því að borga skattinn nema setja fyrirtæki
sitt á hausinn, og þar með missa lífsvið-
urværi sitt og fjöldskyldunnar. Hvort á
hann nú að gera, sinna skyldum sínum við
fjöldskylduna eða þjóðfélagið?"
— Já, hvort á hann að gera?
Valið Verður Ekki
Umflúið
„Hann verður ósköp einfaldlega að velja
annan hvorn kostinn! Engin siðfræðikenn-
ing getur tekið af mönnum ómakið að taka
sínar eigin ákvarðanir."
— Ertu ekki með þessu að segja, að þeg-
ar allt kemur til alls sé hver maður æðsti
dómari í siðferðisefnum?
„Alls ekki. Þó að menn komist ekki hjá
því að taka ákvarðanir og velja á milli
verðmæta, þá ákvarða þeir auðvitað ekki
hvort ákvörðun þeirra sé rétt eða röng eða
val þeirra rétt eða rangt. Hinn siðferðilegi
vandi, sem við stöndum sífellt frammi
fyrir, er sá að gera sér ljóst hvað sé rétt og
röng ákvörðun. Þetta kann að vera erfitt á
stundum, en það á ævinlega að vera unnt
að komast að réttri niðurstöðu, ef tími
gefst til að athuga málið.
Hitt er svo annað mál að oft skjóta
menn sér undan því að reyna að komast að
réttri niðurstöðu og jafnvel undan því að
taka ákvörðun. Það er vandi að lifa lífinu
eins og manneskja og sú ábyrgð sem fylgir
því að taka ákvarðanir af þessu tagi er oft
meiri en menn geta borið. Og þá beita
menn gjarnan ýmsum ráðum til að fela
fyrir sér eigið frelsi, og gera sig þar með
seka um óheilindi eða óheiðarleika gagn-
vart sjálfum sér.“
Sjálfsblekking
— Áttu við að menn réttlæti gerðir sín-
ar með því að afsala sér ábyrgð á þeim?
Kenna kannski aðstæðum eða þjóðfélaginu
um?
„Það er því miður algengt. Við getum
tekið dæmi eins og það að svíkja undan
skatti. Menn geta reynt að réttlæta
skattsvik á ýmsan hátt. Þeir geta sagt að
skattalöggjöfin sé óréttlát, eða fram-
kvæmdin, að allir geri þetta, og það þýði
ekki annað en að taka þátt í leiknum til að
verða ekki undir í lífsbaráttunni.
Nú er hugsanlegt, og raunar sennilegt,
að það séu einhverjir slíkir ágallar á ís-
lenskri skattalöggjöf eða framkvæmd
hennar, sem réttlæti þetta tal. Það kann
meira að segja svo að vera að meirihluuti
svokallaðra „skattsvika" sé löglegur. Þetta
breytir ekki því að svikin eru brot á sið-
ferðisreglu. Það er það sem gerir þau að
svikum. Ekki einu sinni guð almáttugur
getur gert svik að saklausu athæfi."
Fornt kvæði
fundið
Hrólfur skáld Sveinsson er áhuga-
maður um fornan kveðskap. Fyrir
nokkru gróf hann upp af kistu-
botni norður í Hrútafirði ljóð það, sem
hér birtist með hans leyfi. Það er prent-
að stafrétt eftir þeirri uppskrift, sem
Hrólfur fann, án samræmingar eða leið-
réttinga. Glöggt er, að um það leyti, sem
uppskrift þessi var gerð, hefur stafsetn-
ing verið mjög óráðin og á reiki; þó ekki
svo, að torveldi lestur. Kvæði þetta hef-
ur Hrólfi tekizt að skýra til hlítar, enda
er hann á þessu sviði manna fróðastur.
Birtast skýringar hans á næstu síðu.
Quaeþe
um aaster
samlynðra
1. Þaull meþr þocka fvllom
þiostiN crvllopiNa
gleNtr oc glavne trvNtv
giirscraullts saman raullta.
Bil gefr blauncom suæle
baNcatiecqs vnð scaNca,
borþa þecqs es byckia
brocqgieng naelonsocqa.
2. Braat tecr breMsv gleteN
bioþr hanastiells trooþv,
smaRtr biznis es þat býjsna,
braqialcs þiet vnð kiallca;
þuit croocseilar cræikizc
castVlle sercFvlla
gijrög scolla gæirv
gallsa meþr at hallse.
3. Cos recr siaalig siusa
siaufn giallðeyres ballðre,
gravþr of uex, eN greiþic
gauts clæikiaduNcs pæikiel.
Þoo scal dolgþuara dueliasc
diiselrocqs oc frýjsa
mýlð aa miþfyls paulðrv
meR, aþr hlýzc af ueRa.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3. NÖVEMBER 1984 5