Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Qupperneq 8
vígstöðvunum. Hann bankar upp á hjá
vinafólki sínu í Frankfurt am Main um
hánótt og leitar þar athvarfs; hann er um
stund algjörlega niðurbrotinn maður. í
Frankfurt dvelur hann tæp tvö ár, heim-
sækir eiginkonu sína og barn aðeins ör-
sjaldan upp frá þessu en heldur samt góð-
um vináttutengslum við Minnu í mörg ár.
Eftir að hann hafði að mestu náð sér á
heimili vina sinna, tekur hann til við að
mála aðra „Upprisu", sem hann lauk þó
aidrei alveg við: Þarna er á ferðinni gjör-
breyting í myndstíl, sem einkennir mál-
verk hans upp frá þessu til hins síðasta.
Allur áberandi tilfinningaþungi er horf-
inn, litavalið verður blendnara og dekkra.
Með því að afskræma andlitsdrætti og
limaburð, eykur hann áhrifamáttinn í yf-
irbragði þeirra mannvera, sem birtast á
myndfletinum, hann lætur þær þrýstast
saman, hornskakkt hver á aðra, lætur þær
mynda válegar bendur, næstum því kúb-
ískar, kantaðar útlínur; þær birtast í rými,
sem bera allan svip af dýflissu, skuggaleg
og hrollvekjandi. Arið 1919 lýkur hann svo
við tímamótaverk, sem ber titilinn „Nótt-
in“, — en sú grimmd, miskunnarleysi og
blóðþorsti, sem allt að því æpir á móti
skoðandanum í því málverki, á tæpast
nokkurn sinn líka í málaralist Evrópu.
Myndefnið í „Nóttinni", er sjálfur samtími
Beckmanns eins og hann hafði sjálfur upp-
lifað hann: Ógnartímar, morð, blóðþorsti,
mannvíg; tryllingslegt samkvæmi með
óttaslegnum borgurum, afkróaður mann-
fjöldi, hungur, græðgi — hið hversdags-
lega mannlíf með grímulausri ásýnd.
Daufir litir, hörð, beitt form teikningar-
innar, tætingslegar línur líkamanna, einna
líkastar beinagrindum; rýmið er pynd-
ingarklefi, þar sem menn taka kverkataki
hver á öðrum. Málverkið „Nóttin" gerði
Max Beckmann frægan og umtalaðan mál-
ara um leið og það kom fyrir sjónir gagn-
rýnenda og almennings. Helztu blöð
Þýzkalands birta fjölmargar greinar um
list Beckmanns, bækur um listir og menn-
ingarmál láta hans getið sem eins helzta
vaxtarbrodds þýzkrar málaralistar. Nat-
ional-Galerie í Berlín festi kaup á mál-
verkinu „Nóttin", sem um langan aldur
vakti mikið umtal — ýmist hreif menn og
snart djúpt eða fyllti menn viðbjóði og
hryllingi. Myndir Beckmanns tóku að selj-
ast fyrir mjög háar upphæðir og voru víða
eftirsóttar; hver yfirlitssýningin á verkum
hans tók við af annarri. Max Beckmann
var útnefndur prófessor við listaháskólann
Stádelschule í Frankfurt am Main árið
1929. Hann hafði orðið ráð á að leigja sér
annað vinnurými í París, auk vinnustofu
sinnar í Frankfurt, og hann hélt í löng
ferðalög til Svisslands og ftalíu. Ung
stúlka var jafnan í fylgd með honum allt
frá árinu 1925: Það var Mathilde, sem ætíð
var kölluð Quappi, en hún var dóttir hins
þekkta málara Friedrichs August von
Fljótt i litið rirðist þarna aöeins rera um
glaðræra sripmynd af fólki að ræða, sem
skemmtir sér rið sjóböð; þegar litið er nánar
á myndina „Árabáturinn" máluð 1926, birt-
ast æ fleiri dularfull, torræð atriði: Nokkur
andlitanna eru hulin, en litbragð krennanna
treggja rirkar eins og þær ræru að fremja
beiðna helgisiði.
Kaulbachs í Munchen. Hjúskap Max
Beckmanns og Minnu Tube lauk með lög-
skilnaði árið 1923, og tveimur árum síðar
gekk hann að eiga Mathilde von Kaulbach.
Hún átti eftir að verða honum bæði trún-
aðarvinur og féiagi á lífsleiðinni og var
honum ómetanleg stoð og stytta í öllum
þeim þrengingum, sem framundan voru.
Kunnugir meta þau áhrif, sem eiginkonan
Quappi hafði á listamanninn, á þann veg,
að hún hafi í raun haldið við neistanum í
listsköpun hans, þegar Beckmann átti
hvað mest í vök að verjast, vegna þess
mikla álags sem allar kringumstæður,
ofsóknir og lítilsvirðing af opinberri
þýzkri hálfu, höfðu á taugakerfi hans.
Einkum á þetta við um útlegðarár þeirra
hjóna í Hollandi á stríðsárunum.
ÚTLEGÐ — FLÓTTI
UNDAN Nasistum
f janúarmánuði 1933 komst Adolf Hitler
„Sjálfsmynd með saxófón" fri 1930. Blist-
urshljóðfærið, sem Beckmann notar mjög oft
sem tikn, fær jafnrel stundum lögun físks.
til valda í Þýzkalandi; í marzmánuði var
Max Beckmann vikið úr embætti sem pró-
fessor við Stádel-Schule í Frankfurt am
Main. Hann fluttist þá til Berlínar og hélt
þar áfram listsköpun sinni í þrjú og hálft
ár, á meðan honum var vært þar fvrir
ýfingum þjóðernissósíalista Hitlers. Arið
1935 lýkur hann við fyrstu þrennuna af
mörgum, sem hann átti eftir að mála síð-
ar. Þrennan ber hinn margræða titil
„Brottför". Myndefnið er örlög mannsins í
alheimi, sem stjórnað er af hinu illa í gervi
demiúrga — hinna hatursfullu guðlegu
afla þessa heims. Þeir eru að sínum
grimmúðuga leik með manninn; eyðilegg-
ingaræði þeirra slær út'í ljósum logum í
málverkinu: Mennirnir horfast í augu við
örlög sín, fjötraðir, limlestir, pyndaðir, af-
skræmdir í þjáningu sinni; þeir hljóta
þessi örlög sín frá hendi lyftudrengs með
bundið fyrir augun — frá sendiboða hinna
hatursfullu guðlegu demiúrga. Myndtaflan
í miðið veitir hins vegar innsýn í frelsun
mannsins frá þessum örlagafjötrum.
„Brottför" var af fjölmörgum túlkuð sem
listræn greining á hamförum þjóðernis-
sósíalista og ógnarstjórn Hitlers.
En þessari túlkun manna á „Brottför" sá
Max Beckmann hins vegar ástæðu til að
neita: „„Brottför" er ekki hugsuð sem
eitthvert bergmál gegn nasistum, hana
megi víst heimfæra upp á alla tíma,“ skrif-
ar Beckmann vini sínu Curt Valentin, árið
1938 frá Amsterdam.
í hinum fjölmörgu þrennu-myndum sín-
um færir Max Beckmann sér í nyt það
form, sem listmálarar á miðöldum notuðu
gjarnan, þegar þeir máluðu altaristöflur
með vissri atburðarás úr helgum sögnum
biblíunnar. Beckmann notar þetta rað-
form til að auka til hins ýtrasta áhrifa-
mátt þess margræða boðskapar, sem hon-
um lá á hjarta.
Hinn 18. júlí árið 1937 hlustar Max
Beckmann á heimili sínu í Berlín á ræðu
þá, sem Adolf Hitler flytur í tilefni opnun-
ar listasafnsins „Haus der Deutschen
Kunst" í Múnchen, en ræðu foringjans var
útvarpað beint um allt Þýzkaland. Ræðan
var full af hatri gegn þeim „vesælu, hálf-
geggjuðu fúskurum, þessum misheppnuðu
klessumálurum, sem reka erindi menn-
ingar-bolsjévíka og lævísra zíonista."
Daginn eftir þessa stríðsyfirlýsingu
Hitlers á' hendur framúrstefnulista-
mönnum þeirra tíma, tekur Max Beck-
mann saman föggur sínar í Berlín og held-
ur ásamt konu sinni til Amsterdam. Á
meðan þau eru á leiðinni, er í Múnchen
opnuð sérstök háðungarsýning í Forn-
minjasafni borgarinnar undir kjörorði
nasista „Úrkynjuð list“. Þar eru sýndar
fjölmargar myndir eftir suma hinna
fremstu listmálara Þýzkalands af yngri
kynslóðinni, þar á meðal myndir eftir Max
Beckmann, Emil Nolde, Oddo Dix, George
Grosz — eftir félaga í hinum fræga sam-
vinnuhópi málara, „Bláa riddaranum" í
Múnchen, þá Franz Marc, rússnesku mál-
arana Vassilij Kandinsky, Javlénsky og fl.
ogfl.
Max Beckmann átti aldrei eftir að stíga
fæti sínum á þýzka grund framar.
BECKMANN: ÁHORFANDI
að trylltum
Trúðleik
Við Rokinsýki í húsinu númer 85, alveg í
miðborg Amsterdam, tóku Beckmann-
hjónin litla íbúð á leigu. Úr þröngum
stigaganginum liggur mjór, snarbrattur
stigi upp á háaloftið, en þar hafði Max
Beckmann vinnustofu sína þau tæplega tíu
ár, sem hann átti eftir að dveljast í Hol-
landi. Á þessum árum jafnt efnalegra
þrenginga sem og stöðugs ótta við innrás
þýzkra herja skapar Beckmann alls sex
mynda-þrennur, sem bera ótvírætt vitni
um, að hann stendur á hátindi listsköpun-
ar sinnar. Smánaður, hrakinn í útlegð,
slitinn upp með rótum úr sínu rétta um-
hverfi — við þessar niðurlægjandi aðstæð-
ur hefur hinn listræni andi hans sig hæst
til flugs, ristir innsæi hans dýpst. Mynda-
þrennur Backmanns eru skipaðar leikur-
um, fjölleikamönnum, götumúsíköntum,
grímuberum, ævintýramönnum, trúðum,
hetjum og dularfullum verum, sem í hlut-
verki mannkynsins leika hinn mikla harm-
leik mannlegs lífs, heyja bardaga, draga
hver annan niður í svað eymdar og þján-
inga. „Freisting," „Fjölleikamenn", „Per-
seifur", „Leikarar", „Karneval", „Blind-
ingsleikur", „Upphafið", „Argusfarar",
„Ballettæfing" og hin ófullgerða mynda-
þrenna „Að leiksviðsbaki", sem listamann-
inum entist ekki aldur til að ljúka.
„Leggið myndina mina til hliðar eða
sendið mér hana aftur, kæri Valentin,"
skrifar Max Beckmann listaverkasalanum
Curt Valentin í New York, sem um árabil
seldi myndir Beckmanns vestan hafs.
Listaverkasalinn hafði beðið listamanninn
um leiðsögn í að túlka boðskap einstakra
atriða í mynda-þrennunni „Brottför". Það
var árið 1938, ári eftir að Beckmann-
hjónin höfðu flúið til Amsterdam. En Max
Beckmann hafnaði eindregið þessum til-
mælum. „Ef menn fá ekki skilið myndir
mínar af sjálfsdáðum, út frá eigin innri
sköpunargáfu, þá er gjörsamlega tilgangs-
laust að sýna myndirnar mínar," lét
Beckmann hafa eftir sér.
Hin dularfulla mynda-þrenna „Brottför"
hangir núna í Museum of Modern Art í
New York, og núna í ár, á hundrað ára
ártíð þessa listamanns, sem að margra
áliti verður að teljast fremsti málari Þjóð-
verja á 20. öld, er þetta myndverk Beck-
manns að mörgu leyti jafn torrætt til
skilnings, jafn framandlegt auga skoðand-
ans og reyndar mikill meirihluti annarra
listaverka, sem hann skóp um dagana.
Brottför fri blekkingunni. Túlkun manna i mynda-þrennunni „Brottför" befur oft i tíðum einskorðast rið spímannlega afstöðu Max
Beckmanns til upphafs Þriðja ríkis Hitlers og þjóðernissósíalisma bans. Mílarinn tók að rinna að þessu rerki irið 1932 og lauk þrí íBerlín á
írunum 1933—1935, eftir að nasistar böfðu hrakið bann úr prófessorsembættinu í Frankfurt am Main. Sjilfur lagði málarinn i það ríka
áberzlu, að málrerkinu ræri ekki ætlað að bera neinn einhliða boðskap um atburði líðandi stundar. Hann kraðst æskja þess, að íborfendur
„bæru hið innra með sér meðritað eða ómeðritað binn sama bispekilega dulmilslykil og hann bæri“.