Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Blaðsíða 4
Hljóiiisveit er við- kvæmt hljóðfæri g hafði heyrt aðra stjórnendur hrósa Sin- fóníuhljómsveit íslands, og heyrði upptöku frá alveg prýðilegum tónleikum hennar (í Vínarborg 1981), svo ég bjóst við góðri hljómsveit," sagði Karolos Trikolidis, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni á þriðju áskriftartónleikum hennar, nýlega. „En svo margar hljómsveitir eru mjög góðar. Því vakti það sérstaklega athygli mína hversu listrænt þetta tónlistarfólk er, og næmt. Það er nefnilega alls ekki nóg að hafa tæknina í lagi. Mun meira þarf til. Ég var mjög ánægður með alla sam- vinnu og þá möguleika, sem hljómsveitin býður upp á. Með komu minni til íslands rættist lfka gamall draumur. Ég hef heyrt svo margt stórkostlegt um land og þjóð. Því miður varð viðdvöiin þó allt of stutt. Einungis vannst tími til fjögurra æfinga með hljómsveitinni fyrir tónleikana, og ég sá ekkert af landinu ..." Heimspeki í Þurru Brandaraformi „íslendingum kynntist ég fyrst í Vínar- borg, á námsárunum, og kunni vel við þá. — Kímni þeirra er mér sérstaklega minnisstæð. Þeir höfðu einstakt lag á því að segja hræðilegustu hluti, án þess að stökkva bros af vörum, og alltaf leyndust í þessu sannleikskorn. Þetta var eiginlega heimspeki í þurru brandaraformi. Og þegar ég var að æfa með hljómsveit- inni, heyrði ég svo þennan yndislega trompet. Eitthvað fannst mér ég kannast við manninn, en áttaði mig samt ekki fyrr en í hléinu. Þar var þá kominn einn minna gömlu skólafélaga, Lárus Sveinsson. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir, og síðan líka eftir tónleikana, þegar kom í ljós að fleiri úr gamla hópnum leyndust hér. Annars skal ég segja þér, að hefði Lárus verið austurrískur, þá léki hann nú með Fílharmóníuhljómsveit Vfnarborgar, frá- Franzisca Gunnarsdóttir ræðir við grísk-austur- ríska hljómsveitarstjórann Karolos Trikolides sem var hér á ferð og stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Is- lands á tónleikum í nóv- ember og vakti þá mikla athygli. bærri hljómsveit. — Þið eruð annars mjög heppin að hann skuli ekki vera austurrfsk- ur..." „Mér þykir þó slæmt að fara héðan án þess að hafa séð neitt af landinu. Úr því verður samt bætt. Nú hefur nefnilega ver- ið ákveðið að ég komi hingað aftur í lok maí á næsta ári og síðan í janúar '86. Þá fæ ég enn tækifæri til þess að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni ykkar, og til þess að kynnast stórbrotinni náttúru þessa lands. Tónlist, í heild sinni, er mér lofsöngur til lífsins, náttúrunnar, sköpunarverksins alls..." Hann fæddist í Bad Aussee, austurrísku þorpi í nánd við Salzburg. „íbúarnir nema einungis um það bil fimm þúsundum. — Þar eru nú samt tólf lúðrasveitir, sinfóníu- - hljómsveit áhugamanna og nokkrir kórar. Síðan er vafalaust eitthvað ótalið í þessum efnum," bætti hann við brosandi. „Við fórum í kirkju á hverjum sunnu- degi og þar heyrði ég fyrst flutt margt stórkostlegt verk hinna miklu tónskálda." LAGT á brattann „í tónlistarskóla fór ég svo sjö ára gam- all, en alvarlega stund á tónlist lagði ég fyrst fjórtán ára að aldri. Þá fór ég í tón- listar-framhaldsskóla í Vínarborg og tón- listarháskóla. Fyrst lagði ég stund á fiðluleik og tónsmíði. Að sex ára fiðlunámi loknu, komst ég síðan að þeirri niðurstöðu, að hljómsveitarstjórn myndi frekar full- nægja sköpunargleði minni.., og ég gæti gert gagn að auki. Ég ákvað að ljúka tónsmíðanáminu og tók svo að nema hljómsveitarstjórn hjá Hans Swarowsky; einum atkvæðamesta kennaranum á því sviði. — Meðal nemenda hans má telja Zubin Mehta, Claudio Abb- ado, og marga fleiri. Síðan hef ég numið hjá Bruno Maderna, hinu ítalska tónskáldi og stjórnanda, og Militiades Caridis. Ég lærði einnig mikið af að vinna með stjórnendum á borð við Seiji Ozawa og Leonard Bernstein, að ógleymdum einka- tímum hjá Sir Adrian Boult, og á nám- skeiðum Herberts von Karajan í Berlín." Á námsárunum í Vínarborg tók Trikoli- dis þátt í margri alþjóðlegri samkeppni í hljómsveitarstjórn. Þá begar tókst honum að vinna slíka og mjög virta keppni, í Bes- ancon, Frakklandi. Fleiri eftirsótt verð- laun fylgdu síðar í kjölfarið. Að námi loknu hóf Trikolidis vinnu við ýmis þýsk óperuhús. Að auki hefur hann einnig, frá og með árinu 1972, verið aðal- stjórnandi hinnar opinberu sinfóníu- hljómsveitar í Saloniki. „Og þá fyrst kom ég til Grikklands," hló hann. „Samt er ég af grísku faðerni. — í móðurætt er ég austurrískur. — Ég var svo heppinn að frétta af þessu starfi, sótti um það og lánaðist að hljóta það. Ég hélt þó samt áfram umfangsmiklu starfi fyrir þýsku óperuhúsin, enda er ég alltaf á far- aldsfæti." Aðeins þrítugur að aldri vann Trikolidis eina mikilvægustu samkeppni atvinnu- hljómsveitarstjóra, haldna í Búdapest, á vegum ungverska ríkisútvarpsins og sjón- varps. „EINS OG ÞÚ SÁIR..." „Þau úrslit höfðu í för með sér að mér var boðið hreint um allt. — Makalaust hve svona lagað skiptir miklu máli... Nú bauðst mér að stjórna virtustu hljómsveit- um veraldar, svo sem Sinfóníuhljómsveit BBC, Fílharmóníuhljómsveitinni í Varsjá, Fflharmónfuhljómsveitinni í Tékkó- slóvakíu, Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, og fjölmörgum hljómsveitum í Frakklandi, ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Austur- Evrópu — og svo framvegis. Starf mitt í Grikklandi hefur annars verið mjög fjölþætt. Auk þess að stjórna sinfóníuhljómsveitinni í Saloniki, hef ég meðal annars oft stjórnað óperunni í Aþenu, og sinnt einu mesta áhugamáli mínu; tónmennt, ekki síst tónmennt barna. — „Eins og þú sáir..." Tónlistarnámið ber að hvetja strax á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.